Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 11
fr Laugardagur 28. júll 1962 MORCUNBLAÐIÐ II Erfðahyllingin og einveldis- iskuldbinding í í DAG, 28. júlí, eru lið- in slétt 300 ár frá því, er fulltrúar andlegrar og veraldlegrar stéttar manna á íslandi undir- rituðu einvaldsskuld- bindinguna í Kópavogi og unnu eið að erfða- hyllingu Friðriks kon- ungs þriðja og niðja hans. Af því tilefni hefur Morgunblaðið látið taka saman hið helzta, sem vitað er um þennan at- hurð. Samtímaheimildir um hann ná mjög skammt, en seinni tíma menn hafa skrifað því meira um hann. Verður hér því að stikla á stóru. Bandalag konunga og borgara gegn aðlinum Þegar líða fór á 17. öldina, tóku æ fleiri ríki í Evrópu upp einveldisstjórnarhætti. Ástæður þessarar þróunar voru margvíslegar. Nefna má t .d. uppgang borgarbúa, sem gátu ekki unað lengur yfir- gangi aðalsins, og settu traust sitt á styrka konungsstjórn, er ekki þyrfti að styðjast við hann. Konungarnir vildu fyrst og fremst auka vald sitt og veldi ríkisins, en voru of háðir aðlinum til þess að koma fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Það var því eðlilegt, að borgarar, sem efld ust stöðugt, gerðu e. k. banda lag við konunginn og hlytu aukin þjóðfélagsleg réttindi að launum. hinveldistírninn Evrópu í hag Segja má, að þessi stjórnar- farslega breyting hafi yfir- leitt verið ríkjum Evrópu í hag. Einvaldskonungarnir skildu sumir hverjir, að þeir höfðu skyldum að gegna gagnvart þegnum sínum. Þeir lögðu alla áherzlu á að gera ríki sín að efnahagslegum einingum, en áður voru þau marghlutuð í sundur. Sam- eining Evrópu hófst því að vissu leyti á þessum tíma. Þetta ýtti mjög undir iðnað og verzlun og lagði grund- völlinn að seinni tíma vel- megum Evrópu. Þá varð ein veldið mjög til þess að koma á betra réttaröryggi, sam- ræma löggjöf og fella niður dómsvald alls konar aðals- manna. Einveldið studdi oft- ast listir og vísindi, og þeg- ar kom fram á 18. öld, lét sér það annt um uþpfræðslu almennings. Ástandið í Danmörku 1660 Það var því ekkert einangr að fyrirbrigði í Danmörku, þegar Friðrik III. gerðist þar einvaldur 1660—1661. Skil- yrði voru þar meira að segja mjög hagstæð. Danir voru illa á vegi stadd ir eftir ófriðinn við Svía 1657—1660. Þjóðinni hafði fækkað, hin elztu og beztu skattlönd gengin undan krún unni, um þriðjungur Sjá- lands kominn 1 auðn og Fjón og Jótland illa leikin. Ríkis- skuldirnar voru geigvænlega háar. Reiði þjóðarinnar bitn- aði helzt á aðalsmönnum, þótt konungur hefði sjálfur hafið ófriðinn og aðalsmenn misst syni sína og lendur. — Töldu menn óréttlátt, að þeir væru undanþegnir sköttum og skyldum, ekki sízt þegar ástandið væri jafn slæmt, og einnig vildu menn kenna þeim um ófarir danska hers- ins. Stéttaþingið Konungur kallaði saman til stéttaþings í Kaupmannahöfn í september 1660, þar sem einkum skyldi fjallað um nýja skatta til að reisa land- ið við. Á þinginu voru aðals- menn, klerkar og borgarar. Stóðu hinir síðarnefndu sam- an gegn aðlinum. Sjálfstraust borgaranna og hatur á aðl- inum hafði vaxið mjög í stríð inu, einkum eftir að konung- ur hafði veitt þeim ýmis rétt- indi, meðan á umsátrinu um Kaupmannahöfn stóð. Aftur á móti var gengi aðalsins lágt og þá skorti mikilhæfa for- ingja. Konungur hafði hins vegar unnið sér álit alls al- mennings, bæði í Kaupmanna höfn og úti um land, vegna góðrar framgöngu sinnar í umsátrinu um Kaupmanna- höfn. Því litu lágstéttirnar til hans sem sjálfsagðs banda- manns í atlögunni að aðlin- um, að hann hafði frá fyrstu tíð verið mjög andsnúinn að- alsmönnum og valdi þeirra. Þegar hann var valinn kon- ungur 1648 (Danmörk var kjörríki), hafði hann verið látinn undirrita mjög stranga skilmálaskrá (Haandfæstn- ing). 1650 reyndi hann að fá ríkisráðið til að viðurkenna, að Noregur væri erfðaríki sitt, en það tókst ekki. Aðalsmenn beygja sig Þegar rætt var á stéttaþing inu um nýjar skattaálögur, minntu aðalsmenn á skatt- frelsi sitt. Hans Svane Sjá- landsbiskup, sem var forvíg- ismaður geistlegrar stéttar manna, og Hans Nansen borg arstjóri Kaupmannahafnar, sem var leiðtogi borgara, sögðust þá ekkert myndu gréiða framvegis í skatta, ef aðallinn ætti að vera undan- þeginn. (Þess má geta innan sviga ,að Hans Nansen rak síðar verzlun í Hafnarfirði og víðar á íslandi). Aðalsmenn létu þá undan, en um sein- an. Nú fundu andstæðingar þeirra, hve veikir þeir voru fyrir, og í samráði við kon- ung skoruðu þeir á ríkisráð- ið að viðurkenna konung sem erfðakonung (arfakóng). — Þessu neituðu aðalsmennirn- ir í ríkisráði, því að þar með hefði konungskjör þeirra ver- ið úr sögunni og undirritun skilmálaskrár konungsefnis fyrir kjörið, þar sem því væru settir kostir. Þá buðu klerk- ar og borgarar konungi erfða- rétt til ríkisins, og þá kon- ungur það. Aðalsmenn hugð- ust ógilda þingið með því að fara burtu úr borginni, en borgarar, sem voru hertir úr nýafstöðnu umsátri, gripu þá til vopna og lokuðu borg- arhliðum. Aðalsmenn beygðu sig þá enn, og 13. okt. tryggði stéttaþingið og ríkisráðið kon ungi og niðjum hans í karl og kvenlegg (paa Sværd- og Spindesiden) erfðarétt til krúnunnar. Erfðahýlling fór fram, konungur fékk skil- málaskrána í hendur, og hon- um var falið að semja e. k. stjórnarskrá. Einveldið viðurkennt. f janúar 1661 gaf konung- ur út lög, sem kváðu ekki að- eins á um ríkiserfðirnar, held ur og um einveldi hans í Danmörku og Noregi. Gekk hann þar lengra, en búizt hafði verið við, en eftir stétta þingið vogaði enginn sér að mæla þessu í móti. Skrifuðu undir þetta aðalsmenn, klerk ar og borgarar í ríkjunum báðum. Einvaldsskuldbinding var gerð af Dana hálfu 10/1 1661, en af hélfu Norðmanna 7. ágúst sama ár. Þótti þetta að ýmsu leyti umbót í þessum löndum. Bréf til fslands og Vestmannaeyja Nú þótti konungi og ráðu- menn hér á landi lögmenn- irnir Magnús Björnsson á Munkaþverá (norðan og vest an), Árni Oddsson (sunnan og austan) og Brynjólfur biskup í Skálholti Sveinsson. Allir voru þeir af fornum höfðingjaættum (allir t. d. fjórði maður í móðurætt frá Jóni biskupi Arasyni). Lög- mennirnir voru teknir að reskjast og sagði Magnús af sér lögmennsku fyrir þing, en Árni á þinginu. Fyrir þrá- beiðni þingmanna féllst hann þó á að halda áfram í stað Magnúsar var kosinn Þorleif- ur Kortsson, eftir að Gísli Magnússon (Vísi-Gísli) sýslu- Friðrik III. Er því auðséð, að fslending um hefur þótt erfðahylling þessi óiþarfi. Stefnt til Bessastaða Henrik Bjelke kom ekki til landsins fyrr en 12. júlí. Voru þingmenn þá heim riðnir. Hann stefndi mönnum þeim er sverja áttu til bess að koma til Bessastaða 26. júlí og vinna eiðana þar 27. júlí, Þeir voru >þó ekki unnir fyrr en 28. júlí af einhverjum ástæðum. Hafa þrjár verið nefndar líklegast ar: 1) að beðið hafi verið eft ir ókomnum eiðamönnum (t.d. þeim, sem lengst áttu að heim an og aldrei komu úr Austur- landi og af Vestfjörðum), 2) 27. júlí bar upp á sunnudag, og klerkdómurinn hafi mót- mælt eiðatöku á þeim degi sem helgidagabroti, og 3), að einhver andstaða hafi verið af hálfu Árna lögmanns og Brynjólfs biskups eins og ein heimild getur um, og að þeir hafi reynt að semja um ein- hverja tilslökun. Eiðstafurinn Særin fóru svo fram í Kópa vogi, en ekki á Bessastöðum 28. júlí. Greitt mun hafa gengið að vinna sjálfan arfhyllingareið inn. Eiðstafurinn er svohljóð andi: „Eg N.N. lofa og tilsegi að vera þeim stórmektugasta fursta og herra, xóng Friðr ioh þeim þriðja, Danmerkur og Noregs, Venda og Gotta kóngi, hertoga í Slessvík, Holsten, Stormaren og Ditm ersken, greifa í Oldenborg ersken, greifaf Oldenhorg og Delmenhorst, mínum allranáðugasta arfa-kóngi og herra, svo vel sem Hans Kóngligrar Majestatis kóng legu húsi í karllegg og kven legg hollur og trúr, vita og ramma Hans Konungligu Majestatis og þess konung- „í þe'rri stóru tjaldbú5“ var svarið fyrst, en „veizia með pr ji“ á eftir nautum hans nauðsynlegt, að einvaldshylling skyldi einnig fram fara á Íslandi. f kon- ungsbréfi 24. marz 1662 „til íbúanna á íslandi og Vest- mannaeyjum“ (sem reyndar eru kallaðar Vespenöe) vísar hann til þess ,er gerzt hafði í Danmörku og Noregi, að kjörríki hafi verið gert að erfðaríki með stéttahylling- um. Ekki er minnzt á einveld ishyllingu í bréfinu, heldur óskað eftir erfðahyllingu, sem fram skuli fara á öxarár þingi 30. júní 1662 í viður- vist hirðstjórans, Henriks Bjelke. Skuli þar skyldir að koma lögmenn báðir og bisk upar, 12 prestar og prófastar úr Skálholts- en 6 úr Hóla- biskupsdæmi, allir með um- boði stéttarbræðra sinna, all- ir sýslumenn, tveir lögréttu- menn og tveir bændur úr hverri sýslu, einnig valdir með umboði hinna. Landsmönnum mátti á sama standa að vinna kon- ungi erfðahyllingaeið, því að skv. gamla sáttmála var ís- land erfðaríki með tiltekn- um skilyrðum. En þá mátti líka kynlegt heita, ef þeir ættu að fara að vinna sama konungi sama hollustueið og þeir höfðu unnið þegar árið 1649 — Helztu fyrirmenn Þá voru helztu forystu- maður á Hlíðarenda hafði neitað að taka við kosningu. Sagðist hann „fyrri fara burtu af landinu til Hollands" en hann gæfi kost á sér til lögmennsku. (Hann hafði stundað nám í 4 ár í Leyd- en). Þykir þessi tregða hans og afsagnir Magnúsar og Árna benda til þess, að þá hafi grunað ,að eitthvað stæði meira til en erfðahylling, og eklci viljað taka þátt í því. Allt er þó óvíst um það. Erfðahyllingin óþörf að áliti íslendinga Henrik Bjelke komst ekki nægilega snemma til lands- ins til þess að geta verið á Öxarárþingi á Þingvöllum. 30 júní, þegar erfðahyllingin (arfhyllingareiðurinn) átti að fara fram, er þess getið í al þingisbók, að flestallir þeir séu komnir til þings, sem ráð hafði verið fyrir gert. „En vor elskulegi lénsherra er forfall aður“, og „því dregst þetta undan að þessu sinni. En kongserfðir í lögbólk vorri á vísa oss, hver Noregskonung ur skal vera eftir konungs fráfall, sem er konungssonur hinn elzti einn skilgetinn, þá hann er til, skal konungur vera undir hver lög vér áður erum svarnir. Því biðjum vér vorn náðugasta herra og kong auðmjúklega oss afsa/kaða hafa í þetta sinn.“ liga húss gagn og bc-ta, skaða og fordjöfun af fremsta megni ..ð afverja, og trúlega þjóna Hans Kon- un6Iigri M_jestat, sem ein- „m ærlegum mar.ni og arfa undirsáta vel hæfii og til stendur. Svo hjálpi mér guð han» heilaga evangeli- um“. Skuldhindingin og þýðing nennar Orðalag einvaldsskuldbind- ingarinnar sem mun hafa ver ið bu.iu upp á eftir svardög- unum, er ekki ljóst, en þó er enginn vafi á þvi, að þar undirgangast íslendingar einveldið („absolut Souvera- initet"). Með skuld'bindingunni afsöl uðu Islendingar sér öllum rétt indum, sem þeir áttu skv. fyrri „frí'heitum" og landslög um, að svo miklu leyti sem þau voru ósamrýmanleg full- komnum ríkisráðum kóngs og réttri einvaldsstjórn. Á fram kvæmdarvaldinu urðu óveru- legar breytingar eftir ein veldisskuldbindinguna. Það var höndum kor-u. _ áður að langm.jtu ley... Aðallega var það löggjafarvaldið, sem var ósamiþýðanlegt einveld- inu (löggjafarvald alþingis og lögmannskosning). í dóma- skipun landsins var ekkert, sem braut í bág við einveld- Framhaid á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.