Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 12
12 MORCriNBLAÐIÐ r I/augardagur 28. júlí 1962 Þakka öllum peim, sein a sjötugs afmæli mínu, 19. júlí s.l., heimsótta mig, sendu mér vinarkveðjur, góðar gjafir og gerðu mér daginn áængjulegan. Magnús Einarsson, Munaðarnesi. Hjartans bakkir til astríkra dætra minna, tengdasona og fjölskyldna þeirra, svo og fjölmargia vandamanna, vina og samstarfsfólks, fyrir heimsókrm, stórkostlegar gjafir, blóm og símskeyti á 80 ára afmæli mínu 14. 7. Megið þið cll eignast sem flesta jafn fagra og bjarta daga. — Guð blessi ykkur öll. Guðný Sveinsdóttir, Sjúkrahúsi Isafjarðar. Snowcrem Litaúrval H. Beneiliktsson hi. Súðurlandsbraut 4, sími 38300. Radioverzlun Radioverzlun vantar afgreiðslustúlku nú þegar. Upplýsingar í síma 35124 og 23574. Vélbátur til sö'u Vonin K.O. 27, sem er 17 tonn, með June-Munktel 85 hesta til sölu. Nánari upplýsingar hjá Bjarna Jóns- syni, Hbðarvegi 30, sími 12885. E'ginkona mín, móðir okkar og dóttir BKVNDÍS SIGUKJÓNSDÓXTIR andaðist í Landsspítalanum 25. þessa mánaðar. Magnús Bl. Jóhannsson, synir og Alexandra Jónsdóttir. Faðir okkar MAGNÚSBERGMAN frá Skriðufelli, til heimilis að Stóragerði 18 lézt að Skarði í Gnúpverja- hreppi hinn 25. þessa mánaðar. Börn hins látna. Frændi okkar HF.NRIK THEODÓR THORLACIUS andaðist í Landsspitalanum 26. þ.m. — Jarðarförin ákveðin síðar Fyrir hönd aðstandenda. Þórunn G. Thorlacius, Þórarinn M. Thorlacius. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför mannsins míns og föður okkar ÓSKAKS JÓNSSONAR frá Hólmum í Vopnafirði. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólkinu á skrifstofu H. F. Eimsk'pafélags Islands þann mikia vinarhug, er það sýndi okkur. Björg Sigurðardóttir og hörn.. Þorvaldur Jónsson Skúmsstöðum ÞEIM fækkar nú óðum, bænd- unum, sem fremstir stóðu Rangárþingi á uppvaxtarárum mínum þar. Flestir hafa þeir verið kvaddir til feðra sinna, Þegar ég horfi til baka yfir far- inn veg, minnist ég margra svipmikilla manna, sem mótuðu umhverfi sitt, hver með sínum sérkennum og persónuleika, voru höfðingjar á heimili sínu og utan þess, og konungar í sínu litla ríki. Nú er ennþá einn þessara merku rangæsku bænda fallinn. Þorvaldur á Skúmsstöðum er látinn. Hann andaðist á Lands spítalanum þann 21. júlí sl. af afleiðingum slyss 77 ára gam- all. — Með Þorvaldi er til moldar genginn minnisstæður, óvenju kraftmikill og dugandi maður, gegn búhöldur og góður dreng- ur. Hann sat jörð sína með prýði í áratugi og setti svip á rang- æska bændastétt. Þegar hann er nú horfinn, vaknar spurningin: hver kemur í staðinn? Þorvaldur Jónsson var Skaft- fellingur að ætt. Fæddur að Hemru í Skaftártungu, sonur hjónanna Jóns Einarssonar, hreppstjóra og oddvita frá Hrífunesi og konu hans, Hildar Vigfúsdóttur frá Flögu. í Hemru var mikið menningarheimili og Jón Einarsson einn af aðalfor- ystumönnum Skaftfellinga á sinni tíð. Þorvaldur ólst upp með foreldrum sínum í' hópi margra systkina, og dvaldist lengst af heima unz hann kvænt ist hið fyrra sinni árið 1912, Ólöfu Jónsdóttur frá Hlíð í Skaftártungu. Þau hófu búskap í Syðstu-Mörk undir Eyjafjöll- um sama ár, og bjuggu þar til 1918. Fluttust þau þá að Skúms- stöðum í Vestur-Landeyjum. Reistu þau það mikla höfuðból úr rústum, því að það var þá talið næstum óbyggilegt vegna ágangs vatna. Stórfelldar fyrir- hleðslur voru byggðar fyrir til- stilli hins opinbera, og með at- beina margra góðra bænda, og heilum sveitum forðað frá auðn. Urðu þá Skúmsstaðirnir aftur Nýkomið Enskar barnapeysur Bairnswear. Barnaskór lágir og uppreimaðir. Verzlunin MIÐHÚS, Vesturgötu 15. Afgreiðslustúlka Stúlku vantar til afgreiðslustarfa strax. Upplýsingar í lag milli kl. 4 og 5. Sælgætisverzlunin Lækjargötu 8. Lokað vegna sumarleyfa frá 30. júlí til 20. ágúst. /-JÚST ÁRMANN H.F., heildverzlun Klapparstíg 38 — Sími 22100. Arborit's harðplast á borð og vegg. Jútaúrval. H. Benediktsson hf. Suðurlandsbraut 4, sími 38300. öndvegisjörð eins og fyrrum. Var Þorvaldur einn þeirra sem mest hvöttu til þess að ráðist var í þessar framkvæmdir, er voru stórvirki á þeim tíma. Þorvaldur og ólöf eignuðust 9 börn. Tvær dætur misstu þau uppkomnar, en 7 börn Þorvalds af fyrra hjónabandi eru á lífi, öll gift, fjórar dætur og þrír synir. ólöfu konu sína missti Þorvaldur árið 1938. Hann kvæntist öðru sinni, Guðríði Ár- sælsdóttur frá Tungu í Land- eyjum, og lifir hún mann sinn ásamt dóttur þeirra ungri. Ég minnist þess enn vel, er ég sá Þorvald r Skúmsstöðum í fyrsta sinni. Þá var ég barn að aldri. Það var í skammdeginu og komin dimma. Ég hafði hlaupið út til þess að hitta föð- ur minn. Jörðin var auð og loft- ið fullt af myrkri. Ég heyrði hest frýsa hátt rétt hjá mér og ég hrökk við,. Sá ég þá grilla í mann, mikinn vexti og meiri á velli en aðra, sem ég þekkti. Hann var búinn dökkum hlífð- arfötum og hafði stigið af baki svörtum hesti þarna á hlaðinu. Dökkur var hann á brún og hár- ið og skeggið svart eins og myrkrið í kringum mig. Ég varð sleginn flemtri, og ætlaði að taka til fótanna inn í bæ, eu varð of seinn. Gesturinn ávarp- aði mig þýðlega, og um leið skynjaði ég að ekkert var að óttast. Síðan þetta var eru liðnir röskir fjórir tugir ára. Ég átti eftir að kynnast Þorvaldi á Skúmsstöðum náið, bæði sem barn og fullorðinn maður, og mat ég hann ætíð meir, sem kynnin urðu lengri. Hann var um margt óvenjulegur maður, og mér finnst skarðið, sem nú stendur autt við fráfall hans stórt og vandfyllt. Þorvaldur Jónsson var maður, sem vakti eftirtekt hvar sem hann kom, svo sérstæður var hann á margan hátt. Hann var höfði hærri en þorri manna, grannvaxinn, karlmann- legur og bognaði ekki með aldr- inum. Hár hans var mikið og dökkt og fölnaði lítt þótt árum fjölgaði. Framgangan öll var röskleg, óvenju frjálsmannleg og óþvinguð. Hann var á yngri árum afrenndur að afli og tal- inn glæsimenni. Þorvaldur : '<st oft ekki fyrir ef honum hljóp kapp í kinn x fangbrögðum við höfuðskepn- urnar. Þótti mönnum á stundum nóg um dirfzku hans. Skapmik- ill var hann og gat verið hrjúf- ur nokkuð, og jafnvel sýnst kærulaus ef svo bar við. En undir skelinni var hann við- kvæmur og þoldi ekkert aumt að sjá án þess að reyna að hjálpa. Þorvaldur var prýðilega greindur maður, frjálslyndur og fordómalaus, en fastur fyrir og flutti mál sitt röggsamlega ef þörf krafði. Hann bjó ætíð rausnarþúi, var höfðingi heim að sækja, skemmt inn og veitull og mikill dreng- skaparmaður. í vinahópi og mannfagnaði var Þorvaldur gleðimaður og bjó yfir skemmtilegri kímni, en barðist þó oft við veikindi og sára harma. Á síðari árum varð hann oftar en einu sinni að dvelja á sjúkrahúsi og ganga undir uppskurð. Þá reyiidist síð- ari kona hans honum mikil og góð stoð. Þótt aldurinn væri orðinn nokkuð hár, dó Þorváldur á Skúmsstöðum ekki sem gamall maður. Hann hneig að velli mitt í dagsins önn, eins og víkingur, sem berst til hinztu stundar, — og féll með sæmd. — Það var Þorvaldi líkt. Við, sem þekktum bóndann á Skúmsstöðum, vissum að hon- um var ekki gjarnt til að bogna. En að lokum hlaut hann að brotna, — og nú er það skeð. — Rangárþing er fátækara en áður. 1 dag er hann kvaddur hinstu kveðju. Ragnar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.