Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 16
16 MORGVyBLAÐlÐ taugardagur 28. júlí 1962 _ Alexander Fullerton - Guli Fordinn ekki komið á eftir þeim. Það var Carpenter, skiljið þér, sem minn- ist fyrst á þessa þrælasölu og Lessing greip hugmyndina á lofti og lét í veðri vaka, að þannig hefði hann einmitt farið með Jane. Þér skiljið samhengið? Já, að vissu marki. En hvers vegna ætti Jane að hafa fallizt á fyrirætlun Lessings, svona alveg mótstöðulaust? Og ekki einu sinni skilið eftir nein boð til Carpenters? Hún skildi eftir orðsendingu, én Lessíng náði bara í hana, áður en hún komst leiðar sinnar. Þar sagði hún Carpenter, að hann skyldi engar áhyggjur hafa, hann yrði að fara að samkvæmt áætlun þeirra og þá mundi alt fara vel. Ef hann hefði fengið þessa orð- sendingu, hefði allt farið vel, haldið >ér ekki? Það hefði meðal annars bjargað lifi Lessings. Eg er nú ekki viss um, að það hetfði verið fyrix beztu. Eg sé, að þér trúið á þessa vitleysislegu . sögu um þrælasöl- una, Swanson. í yðar sporum skyldi ég alveg gleyma henni. Það er eitt í bréfi Carpenters, sem mér finnst þér ættuð að vita, sagði ég. Eg hef það með. mér, Og þér getið fengið að sjá það í fyrramálið. En aðalatriðið í því, sem hann sagði, var þetta: „Eg sagði Jacskson frá þessum orðum, sem sögð voru við mig í þessum sí-endurtekna draumi. Eg gat séð, að þau vöktu áhuga hans“. Eg yppti öxlum. En ég sé nú ekki, hrvernig þau gætu orðið yður til neinna nota. Hann var hugsi. Jú, það gætu iþau. Þér skiljið, Swanson — ef við fengjum Suðux-Afríku lðg- regluna til að rannsaka nákvæm lega öll sambönd og bunningja Lessings — Og við höfum skrár yfir þetta í innflutningshöfnun- um — þá gætum við haft auga með þessu fólki, þegar það kem- ur í sumarfrí og þess háttar .... þér skiljið hvað ég á við........ Mætti ég fá þetta bréf, Swanson? Þér geitið fengið afrit af þeim hluta þess, sem þetta snertir. Hann starði á mig, en svo brosti hann. Góðurinn minn. Þér verðið að muna, að Carp- enter er dauður. Ég vissi að minnsta kosti, að þetta var ekk- ert slys, en það var bara ekki hægt að sanna, að það hefði verið annað, einkum vegna þess að stúlkan hélt því fram, að billinn hans hefði runnið til og áréksturinn hafi verið óumflýj- anlegur. Má ég £á bréfið? Alveg sjáilfsagt. Ég er yður mjög þakklátur. Segið mér: Meiddist Jane nokk uð? Það var ekki mikið. Einhverj- ar rispur og tvö rif. Hún var heppin, því að Fordinn lenti á trjám, sem voru alveg á bjarg- brúninni, en hinn bíllinn fór alla leið niður og það er undrið mesta, að Carpenter skyldi sleppa lifandi. Ef ékki hún hefði verið, hefði það aldrei orðið. ■ílún klifraði niður og gat náð honum út úr rústinni af bílnum og batt svo um höfuðið á hon- um og gerði það sem hægt var í bili og klifraði svo upp á veg- inn aftur og gat veifað til vöru- bíls, sem fór framhjá. Frú Jackson og Sara komu nú aftur og ég dansaði við frúna og hún sagði mér, hve lítjð vœerl um „almennilega unga menn“ í Austur-Afríku. Mér skildist hún telja mig í þeim flokki og mér fannst ég vera að sigla undir fölsku flaggi, en vissi bara ekki, hvernig ég átti að snúa mér í málinu. Hún sagði: Það er leiðin- legast, að þér skulið ekki geta verið hérna hjá okkur nema einn eða tvo daga. Þetta er I fyrsta sinn sem Sara hefur skemmt sér síðan við komum hingað. Ég er nú annars búinn að breyta til, sagði ég,....og ætla að vera hérna hálfan mánuð, en ég vissi það ekki fyrr en núna, að ég gæti fengið herbergið áfram. Það var dásamlegit! Ó, ég er svo fegin, hr. Swanson. Við verð um að flýta okkur að segja Söru frá þessu.... Þér ætlið ekki að láta mig verða af þessum dansi.. ? Mér fannst þetta vel mælt hjá mér. Það fannst frú Jackson líika, hún skríkti og hélt sér fastar í mig. En þá sá hún manninn sinn vera að dansa við Söru og dró mig þá í áttina til þeirra, rétt eins og naut á nasahring, og nú sagði ég þeim, að ég yrði þarna hálfan mánuð til. Væri það ekki alveg dásamlegt, Sara mín? sagði frúin. Sara virtist meira hissa en glöð, en faðir hennar kinkaði aðeins kolli til mín. Það verður verst fyrir viskíið, Swanson. Svo héldum við áfram að dansa. Síðustu pantanir — lokunar- tími. Þjónninn hafði beint pess- um orðum að Jackson, en ég varð fyrri til, það var komið að mér. Tvo viskí og sóda. Maður- inn fór út, og ég sagði við Jack- son: Það er meira, sem ég þarf að útskýra. Sérstaklega eitt. Það sem ég skil ekki.... Æ, þér verðið hérna í hálfan mánuð. Þá verð ég búinn að semja þennan bókarskratta fyrir yður. Við skulum vona það. En seg- ið mér: Hversvegna senduð þið Jane til Jóhannesarborgar, og hvorugt ykkar lét Carpenter nokkru sinni vita, að hún hefði verið í bílnum? Þið létuð hana meira að segja standa áfram í þeirri trú, að hún væri í ein- hverju arabisku pútnahúsi.... Kvennabúri. Jæja, kvennabúri þá. En hvers vegna? Vegna þess, að hún óskaði þess. Af sömu ástæðu og hún var reiðubúin að þjóta burt með Lessing frá Dar-es-Salaam, þeg- ar hann bað hana þess. Fela sig í öðru gistihúsi. .og allt það.., þér sjáið, að það var engin ástæða fyrir mig að fara að segja Carpenter, að hún hefði verið í bílnum. Eftir allt, sem við hafði borið, fannst mér rétt- ara að láta það eftir henni að fá hann til að trúa, að hann næði ekki í hana framar. Svo að ég bara þagði einfaldlega yfir því, sem ég vissi. Skál! 31tltvarpiö Laugardagur 28. júlf. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tónleik* ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón« leikar. — 10.10 Veðurfregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — l 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.56 Óskalög sjúklinea . 14.30 í umferðinnl (Gestur Þorgríms* son). 14.40 Laugardagslögin. — 15.00 Fréttir, 16.30 Vfr_ — Fjör í kringum fóninns Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin, 17.00 Fréttir. «— I>etta vil ég heyrai Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu velur sér hljómplöt* ur. 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veðup« fregnir, 19.30 Fréttir. * 20.00 „Ævintýrið 1 Doppu‘\ bó-kar« kafli eftir Knut Hamsun, í þýð* ingu Jóhannesar úr Kötlum (Höskuldur Skagfjörð). 20.30 Hljómplöturabb (Þorsteinn Hanu esson). 21.10 Leikrit: „Fimmtíu minútna bið** eftir Charles Charras. Þýðandij Ingólfur Pálmason. —- Leito* stjóri: Lárus Pálsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. ^2.10 Aan^Uög — 24.00 nagslu»V«:iolc, © FIB COPENHAMM Bannað að veiða fordumbqðið SVEIIMIVI EGI Tilboð óskast í a. m. k. 1000 handslökkviíæki, hentug fyrir fólks og vörubifreiðir. Upplýsingar og verðtilboð sendist Morgun- blaðinu fyrir 15. ágúst 1962 merkt: „Öryggi — 7612“, X X X GEISLI GEIMFARI Draco hefur verið ginntur til Raf-heila-myndsjáin er tilbúin, dr. að ræna Geisla í stað vísindamanns- Draco. . ins, sem veit allt um síðasta hlu*a ^ eldflaugaáætlunar Aspenbúa. Jæja. kæri vinur. Hugsaðu nú um uppdrættina að gagnfláuginni: — Hugsaðu........ Dr. Draeo. Tjald myndsj árinnar er alveg autt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.