Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 19
i f Laugardagur 28. júlí 1962 ír— MOPCVISBT AÐIÐ 19 Mótsstjórnin: Anna Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Júlíusson, Guðmundnr Astráðsson, Elín Káradóttir, Páll Gíslason, mótsstjóri, Magnús Stephensen, frkvstj. mótsins, Ingólf Peter- sen, Eðvard Frederiksen, Rúnar Brynjólfsson og Guðríður Friðfinnsdóttir. A myndina vantar Ernu Guðmundsdóttir, (Ljósm. Mbl.: GG) — Skátamót Framiial-d af bls. 20. haldið er á Þingvöllum og er að þessu sinni haldið í til- efni 50 ára afmælis skáta- hreyfingarinnar á íslandi. öll þau störf, sem unnin hafa ver- ið, hafa verið unnin í sjálf- boðaliðsvinnu og hófust fram kvæmidir eftir 17. júní, en síðan hefur verið unnið um hverja helgi. Lady Baden - Powell til Þingvalla. Mótið verður sett á morgun kl. 10. af Jónasi B. Jónssyni, skátahöfðingja. Kemur Lady Baden-Powell þá til Þingvalla, en hún kemur til landsins í kvöld. Mun bún ávarpa skát- ana. Þar sem mótssetningin fer fram, verða set'cir upp 50 fánar og á hverjum þeirra verður mynd af atburði, sem táknrsenn er fyrir árin, sem liðin eru frá stofnun hreyfing arinnar á íslandi. Eftir hádegi fara síðan allir skátarnir í hópum og skoða sögustaði á Þingvöllum, en um kvöldið verður varðeldur og mun Lady Baden-Powell verða við hann. Varðeldar verða á hverju kvöldi, ef veð- ur leyfir og fara þeir fram í Hvannagjá. FlokkaUeppnir. Á mánudeginum hefjast miklar flokkakeppnir og verð ur öllum þátttakendum skipt í fjóra hópa. Mun einn hóp- urinn fara í gönguferðir á fjöll, annar vera- við náttúru- skoðun og gróðursetningar- störf, sá þriðji við víðavangs- leiki og sá fjórði fer í Gjá- bakkahelli. Standa keppnir þessar í fjóra daga og verður skipt um, þannig að hver hóp ur mun taka þátt í ölluma greinum keppninnar. Á miðvikudag koma ljósálf ar og ylfingar í heimsókn og verður sérstök dagskrá fyrir þá. Pöstudaginn 3. ágúst verður sett skátaþing og sækja þing þetta allir skátahöfðingjar Norðurlanda. Fundir þingsins fara svo fram í Reykjavík í haust. Á laugardaginn koma ýmsir ' gestir í opinbera heimsókn. Tekið verður á móti Forseta íslands, en hann er verndari skátahreyfingarinnar, biskup íslands, ríkisstjórn og fleiri gestum. Fyrsta kaþólska messan síðan á miðöldum. Sunnudaginn 5. ágúst verða skátamessur í Hvannagjá. Mun biskup, Herra Sigurbjörn Einarsson messa fyrir mót- mælendur, en sr. Hacking fyrir kaþólska. Verður það vafalaust fyrsta kaþólska mess an, sem haldin er á Þingvöll- um síðan á miðöldum. Að kvöldi sunnudagsins verður varðeldur, sem ætlaður er fyrir almenning. it Mótsgangur. Eins og þegar hefur verið getið, verður gefið út dagblað þá daga, sem mótið stendur yfir. Verður blaðið nefnt „Ár- mann“ og kemur nú út í öðru mótsgangi, Fyrst var það gef- ið út á Þingvöllum á lands- mótinu árið 1948. Ritstjórar blaðsins verða þeir Jón Tóm- asson, símistjóri í Keflavfk, en hann stýrði blaðinu einnig 1048 og Gunnar Schram rit- stjóri. Auk þess sem blaðið verður selt á mótinu, verður það til sölu í bókaverzlunum í Reykjavík. Aðaltjaldibúðasvæðinu verð ur skipt í fernt, Ásgarð, búðir drengjaskáta, Útgarð, búðir stúlkna, Hólmgarð, sem verð- ur fjölskyldiubúðir og búðir foringja. Opinberar byggingar nefnast Mikligarður, en á Miklagarði fara samkomur fram. Aðstaða verður til að geyma matvæli í kæligeymslum og hefur Ólafur Egilsson í Njarð víkum lánað frystibíl sinn til þess. — Alslr Framhald af bls. 1. hl þó varla verður talin við lýði enn, hafa þar hver í sínu lagi átt tal við ýmsa fréttamenn og lýst sjónarmiðum sínum. Allir hafa þeir lagt áherzlu á, að orð þeirra bæri einungis að skoða, sem mælt fyrir eigin munn. Af- staða þeirra hefur reynzt vera nokkuð á reiki, en ofar öllu öðru kveðjast þeir þó setja ein- ingu ög frið í landinu. Ben Khedda heldur kyrru fyr- ir í sumarhöll á Mustapha-hæð- inni, sem gnæfir yfir Algeirs- borg. Astandið líkt og í Kongó Þeir úr hópi fréttamanna, sem á sínum tíma fylgdust með gangi mála í Kongó, eftir að það fékk sjálfstæði, hafa haft orð á, að ástandið hér líkist mjög því, er þeir þá kynntust. Enn þykir allt í tvísýnu um lausn stjórnmálaágrein- ingsins, þótt í lengstu lög sé vonað, að ekki brjótist út styrjöld í landinu. Vopnaðir liðsflokkar, sem tryggð halda við Ben Khedda, aka um Algeirsborg og hafa eft- irlit með því, sem þar gerist. — Síðla dags í dag höfðu 6 menn af evrópskum uppruna horfið sporlaust. Bæði Ben Bella' og Belkacem Krim hafa gefið herjum sínum fyrirmæli um að leggja ekki til vopnaðra átaka að svo stöddu. Framvindu mála er beðið með mikilli eftirvæntingu — og ugg víða. — — Kópavogsfundur \ [ Fram. af bls. 11 ^ ið nema hlutdeild alþingis um lögmannskjör. Með skuldbindingunni fela landsmerm konungi og eftir mönnum hans, fyrir sig og sína niðja, að kveða á um stjórn landsins að öllu leyti. Konungur fær nú ótakmark- að vald til að kveða á um stjórn landssins; getur kveð- ið á um lagasetningu. fram- kvæmdarstjórn og dómaskip an. Samþykki alþingis þurfti ekki framar til þess að laga- ákvæði gæti tekið gildi: kon- ungur gat lagt á skatta, breytt dómaskipaninni o.s.frv. Breytingar urðu litlar Þótt konungur fengi heimild til að setja fyrirmæli um stjórn landsins skv. einveldis skuldbindingunni þá stóðu eldri stjórnarfarsreglur ó- breyttar til 1683. Alþingi hélt valdi sínu á sama háL og ver ið hafði fram til 1700, en eft ir það var það eingöngu dóm stóll og birtingarstaður opin- berra auglýsinga. Æðsti dóm stóll Dana (Hæstiréttur) var stofnaður 1661 og hafði lengi vel ekkert með íslenzk mál að sýsla. Þegar til þess kom, þurfti til þess sérstakt kon- ungsleyfi um hvert mál. Lög menn voru kosnir á Allþingi fram til 1695, og fleira mætti til tína. Voru fyrirvarar gerðir ? Þykir ýmsum þetta benda til þess, að gerðir hafi verið fyrirvarar í Kópavogi, er skuldbindingin var undirrit- uð. Svo mikið er vist, að sama dag og það er gert, skrifa bæði leikmenn og klerkar, hvor í sínu lagi, bonungi bréf, þar sem einungis er minnzt á erfðahyllinguna en ekki ein- veldisskuldbindinguna. í bréf- unum segjast menn hafa unn- ið erfðahyllingareiða í trausti þess, að konungur vilji „við vor gömul, venjuleg og vel- fengin landslög frið og frelsi halda, með þeim rétti, sem loflegir undanfarnir Danmerk ur og Noiegs kongar, yðar majestatis háloflegir forfeður, hafa oss náðugast gefið og veitt, og vér og vorir forfeður undir svarizt, og það í svo miklu, sem ei er á móti jure majestatis, hvaða vær vitum með góðri samvizku ekkert finnast í vorum landslögum .... ‘ (úr suplícatiu þeirra veraldlegu á íslandi Anno 1662“). Þetta virðist tákna einhvers konar áskilnað um að forn þjóðréttindi haldist. Ekki minnzt á andstöðu í annálum Margir hafa talið, að slíkur áskilnaður hafi verið skilyrði fyrir undirskriftinni, og hafi einhver andmæli Brynjólfs biskups og mótspyrna Árna lögmanns haft þetta í för með sér. Nú er það einkennilegt, hve sagnaritarar þeir, er uppi vortt hér á landi um þetta leyti, hafa verið fáorðir um jaifn eftirminnilegan atburð og Kópavogssærin 28. júlí 1662. Skuldþindingarskjalið og eið- urinn eru tiltölulega sjaldfund in í íslenakum handritasöfn- um, og eiðatöku þessarar er ekki að neinu getið í Alþingis- bók næsta árs. Kópavogsfund- arins er getið stuttlega í annál um, og er þar ekki minnzt á, að nein mótspyrna hafi verið í frammi höfð. Er þó a.m.k. einn annállinn ritaður af manni, sem var einn eiða- manna. Aðaláherzlan er lögð á það, sem annálsriturum hefur þótt markverðast í sambandi við fundinn: dýrlega veizlu og flugeldasýningar. Sól skein í heiði í Vallholtsannál (séra Gunn laugs Þorsteinssonar) segir m. a.: „Voru eiðarnir teknir .... af öllum andlegum og verald- legum, em var mánudag næst- an eptir dominica 9. Trinitat- is. Þar var lesið upp annað konungsbréf, að menn skyldi halda allt, sem kongi væri til hollustu og trúskapar; síðan haldin veizla með prjáli miklu og fallbyssuskotum. Var þann dag heið með sólskini“. í þeirri stóru tjaldbúð í Ballarárannál (eftir Pét- ur Einarsson lögréttunxann á Ballará, sem var einn eiðtöku manna í Kópavogi) segir: „Eptir þeirri skikkan kom fjöldi fólks til Bessastaða úr flestöllum sýslum, nema Þorskafjarðar og Múlaþingi, og voru svo eiðarnir unnir á Kópavogsþingi í þeirri stóru tjaldbúð, er höfuðsmaðurinn lét þar setja, 9 faðma langa, og tjalda með vaðmáli. Eptir eiðana var hleypt af þrem kopars*tykkjum, og þar voru þá sex trometarar. Þeir sýsl- uðu upp á hljóðfæri til veizl- urmar". Trómetar, fíólur, bumbur og fýrverk í Fitjaannál (Odids Eiríks- sonar) segir m.a.: „Var þing sett á Kópavogi af lögmannin- um herra Árna Oddssyni þann 28. Julii, og sóru þar þessa einvalds arfhyllingareiða. ....... Síðan var þeim öllum haldin ypparleg veizla; stóð langt fram á nótt með trómetum, fíólum og bumbum og skotum af feldtstykkjunum 3 í senn, og þar til með skot- um svarað af kongsins skipi, sem lá á Seylunni. Þá gengu rachetter og fýrverk af um nóttina“. „Soldatar með gever“ Engar heimildir finnast rit- aðar eða í munnmælum um mótstöðu íslendinga á fundin- um, fyrr en Hannes Þorsteins- son rakst á tvo snepla með hendi Árna Magnússonar 1 safni Jóns Sigurðssonar. Það var árið 1907, sem Hannos fann miðana, og lét hann birta efni þeirra í Þjóðólfi sama ár. Sá fyrri hljóðar svo: „Þegar arfhyllingar eiðarn- ir voru teknir á fslandi, á Kópavogi, voru þar soldatar með gever (eg veit ei hve margir); tók Mag. Brynjólfur í fyrstu nokkuð að tala við Bielke um, að íslendskir vildi ei gjarnan so sleppa frá sér öllum privilegiis 1 annarra hendur, hvar til Bielke ei öðru svaraði en benti honum til þeirra, er krintzen gjörðu (soldatanna), og spurði hvort hann sæi þessa. So stakk í stúf um tergivensationem, og gekk hann og aðrir liðugir til þess sem vera átti“. Sá síðari hljóðar svo: „Á Kópavogi, þá arfhylling ar eiðarnir áttu að takast, vildi Árni lögmaður (þá gamall orð inn) ei í fyrstu leiðast þar til; stóð það so ednn dag eða þar um, að hann stóð streittur þar við, tandem minis cessit lacrymans, og sór so með öðr- um. Relatio sr. B á Snæfugl- stöðum“. Árni getur ekki um heimild fyrri frásagnarinnar, en þar er berum orðum sagt, að Bryn- jólfur biskup hafi haft orð á því við Bielke, að íslendingar væru ófúsir að sleppa réttind- um sínum, en Bielke þá bent á hermenn með byssur, sem mynduðu hring (um þingstað- inn?). Hafi tregðu Brynjólfs þar með verið iokið. Heimildarmaður að síðari frásögninni er séra Björn Stefánsson á Snæfuglsstöðum (Snæúlfsstöðum), sem fæddist um 1636 og lézt á níræðis- aldri 1717. Hann var einn þeirra, er sór í Kópavogi 1662. „Tandem minis cessit lacry- mans“ þýðir: Að lokum lét hann tárfellandi undan hótun- um. Oft hefur varið vitnað til þessarar heimildar, síðan hún fannst 1907, sem dæmi þess, að íslendingar hafi verið kúg- aðir með vopnavaldi til þess að undirrita einveldisskuld- bindinguna í Kópavogi. Vitan- lega hefur Henrik Bielke haft einhvern flokk með sér, eíns og tign hans sæmdi og tíðar- andinn krafðist, en hitt er víst, að honum hlyti að hafa verið mjög óljúft að beita honum í þessu skyni, enda hefði kon- ungi tæplega geðjast að því og íslendingar síðan álitið sig með öllu óbundna. Vegna þess að aðrar heimildir brestur en þessa, er varla hægt að full- yrða, að valdi hafi verið beitt, enda þá orðið lítið um veizlu, en hitt má vera, að Biel'ke hafi látið bera á magt sinni til að reka á eftir undirritun, hafi einhver tregða verið fyrir hendi. Getur og verið, að málamiðlun hafi verið gerð, og því hafi litlar sem engar breyt ingar orðið á stjórnarfari hér fyrst á eftir, þótt e.t.v. hafi ástæðan til hins síðast nefnda einfaldlega verið sú, að ekki var þörf á að breyta til í aug- um konungs og ráðgjafa hans. — Utan úr heimi Framh af bls. 10 samninganefndarinnar, sem und- irritaði Eviansamkomulagið við Frakka. Ágreiningur hans og Ben Bella á sér djúpar rætur og hug- myndir þeirra um framtíð Alsír eru afar ólíkar. Sagt er, að eitt sinn sumarið 1956 hafi Belkacem Krim og vin- ur hans Abane Ramdane átt harð ar umræður við Ben Bella í Túnis um takmark sjálfstæðisbaráttu Serkja og framtíð þjóðarinnar. Hafi Ben Bella farið mjög hall oka í þeim rökræðum, og hvorid gleymt því né fyrirgefið. Var fylgismönnum hans gefin sök á morði Ramdane í Túnis tveim ár- um síðar. Þá var Ben Bella sjálf- ur kominn í fangelsi í Frakk- landi, þar sem hann dvaldist sex ár. Hann fylgdist þaðan með samningaumieitunum við Frakka eins og við varð komið, og sam- þykkti Eviansamninginn fyrir sitt leyti, þótt hann væri ósamþykk- ur mörgun, atriðum hans. Það gerði hann fyrst og fremst sökum þess, að hann vissi, að þjóðin þráði frið. Síðan beið hann færis að koma til Alsír, sem þjóðhetja Serkja. Og það er hann í augum mikils hluta þjóðarinnar, því að fangelsisvist hans hefur gert hann að dýrlingi, roiklum mun fremur en þá menn, sem með skynsemi, þrautseigju og lipurð hafa fært þjóðinni frelsið heim. Hinn foringi Berba, sem áður var greindur, Mohammed Boudiaf, er fertugur að aldri, mað ur vel sjálfmenntur. Hann var í fangelsi ásamt Ben Bella í Frakk- landi í mörg ár og sá þá þegar, að þeir vox-u á öndverðum meiði. Bryddi nokkuð á kala og van- trausti þeirra í milli í fangelsinu. Ben Bella, hefur lýst því yfir opinberlega að hann miði að því að koma á sósíalisma í Alsír, stjórn landsins skuli vera í hönd- um eins stjórnmálaflokks og ekki skuli leyfðir aðrir flokkar. Stjórnin skuli styðjast við Þjóð- frelsisherinn og helzt kýs hann að fyrir hernum ráði vel agaður byltingarflokkur, sem tryggi, að stjórn landsins fái óáreitt unnið að hinu sósíalíska marki. En hvert þetta sósíalíska mark hans er í einstökum atriðum, liggur ennþá ekki ljóst fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.