Morgunblaðið - 10.08.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1962, Blaðsíða 3
^ Fostudagur 10. ágúst 1962. MORGVNBLAÐ1Ð Bilarnir á enda hins nýja vegar örskammt frá mikla gufu lagði upp úr hrauninu. gosstöðvunum. Myndin er fremur óskýr, þar sem (Ljósm.: St. E. Sig.) Lögðu álfar veg gegnum nýja Öskjuhraunið? Pétur í Reynihlíð upplýsti málið — bráðum hægt að aka á 6 tímum frd Akureyri inn að brún Öskjuvatns UM verzlunarmannahelgina sendu blöðin fréttaritara og blaðamenn á ýmsa staði víðs vegar um landið til þess að fylgjast með hvernig umferð- in gengi og hvernig fólk skemmti sér á hinum ýmsu stöðum. Fréttamanni Morgun- blaðsins á Akureyri var falið að fara um Þingeyjarsýslu og lagði hann af stað síðdegis á laugardag og hafði til umráða öflugan Land-Rover dieselbíl, en ökumaður var Gunnar Steindórsson, brunavörður á Akureyri. Tíðindalaust í Vaglaskógi og Mývatnssveit í Vaglaskóg var komið síð- degis. Það var margt fólk og mikið af tjöldum, en skógar- gestir sögðu að ekki yrði þar dansleikur, þar sem samkomu bann var um alla Þingeyjar- sýslu. Samkomubann þetta mun vera afleiðing af fram- komu gesta í Vaglaskógi und anfarnar verzlunarmannahelg ar og er víst að þetta bann ér réttlætanlegt. Úr Vaglaskógi var haldið austur í Mývatnssveit. Þar var margt um manninn, bæði hótelin voru þar yfirfull og margir bjuggu í tjöldum. „En hvert á nú að fara?" hugsaði fréttamaðurinn. „Hér er ekk- ert að gerast og hvergi annars staðar svo vitað sé í Þing- eyjarsýslu". Yfir kvöldverðinum, sem snæddui var í seinna lagi, fréttist það að stór hópur fólks væri i Herðubreiðalindum og þá var ekki um annað að gera en fara þangað. Gunnar fyllti tanka bifreiðarinnar í hvelli og síðan var lagt austur um Námaskarð í svarta myrkri áleiðis til Þorsteinsskála í Herðubreiðalindum. Sé vegur er ekki árennilegur í myrkri, en ferðin var þó farin á met- tíma, tæpum þremur klukku- stundum. Á fjórða tímanum um nótt- ina var rennt í hlaðið við Þorsteinsskála. Við bílljósin sáust nokkur tjöld og dauft ljós logaði í einum glugga skálans. Þegar bifreiðin hafði verið stöðvuð og menn komn- ir út á flötina framan við skálann, komu tvær ungar stúlkur út úr skálanum og sögðu að við yrðum að vera fljótir að fá okkur súpudisk, því súpan væri að verða köld. leytið var lagt af stað til öskju. Var það leiðangur Ferðafélags Akureyrar, um 70 manns í þremur bílum, en Ferðafélag Akureyrar hefur farið um hverja helgi í öskju á þessu sumri. Fréttamaðurinn slóst í hópinn og var ekin hin venjulega leið upp að nýja hrauninu. Þaðan er um 2% klukkustundar gangur inn í Öskju. Öskjufarar skrifa í gestabókina, sem er í vörðunni á bakka Öskjuvatns, skammt frá Víti. , Súpan var þegin með þökk- um og síðan var slegið upp tjöldum. - Æviniýra veRuritin Á sunnudagsmorguninn var sólskin og bjart til fjalla í suðri og austri, en lélegra skyggni í aðrar áttir. Um 10- Er bifreiðarnar komu að hraumöndinni urðu menn nokkuð undrandi, því þar sem gamli vegurinn hafði áður horfið undir hraunið blasti nú við nýr og breiður vegur, sem hvarf út í hraunið, því ekki síL;t fyrir enda hans. Menn litu spurnaraugum hver á ann an: „Hvaða vegur er þetta?" Enginn vissi til þess að vega- gerð hafi farið þarna fram. Það er ekki ósennilegt, að ein hverjum hafi dottið í hug að álfar hafi verið þarna að verki, svo ótrúlegt virtist það að unnt væri að gera bílfæran veg gegnum þetta ógreiðfæra hraun. En leiðangurinn lagði út á þennan ævintýraveg og eftir tæplegan fimm kílómetra akst ur endaði vegurinn við háan hraunkant. Þá var komið inn fyrir öskjuop og gosgígarnir frá því í vetur voru í um það bil hálfs kílómeters fjarlægð. Var nú gengið úr bílunum og haldið rakleitt inn í Öskju. Staðnæmzt var við gígana og þeir skoðaðir, m. a. hinn djúpi gígur sem ekki hefur fundizt neinn botn i. Nokkrir ferðalangar lögðust á magann, skriðu fram á brúnin, en létu félaga sína halda í fse rna. Þeir horfðu nðiur í gír dið, eh kváðust hvergi sjá botn, aðeins svarta myrkur þegar neðar diægi. Stutt leið Ferðamenn héldu nú inn að Öskjuvatni, skoðuðu Víti og vörðuna sem er minnismerki Þjóðverjanna, sem hurfu með vofveiflegum hætti í Öskju 1907. Þar var fyrir Ósvald Knudsen, kvikmynda- tökumaður, og þrír félagar hans. Voru þeir að kvikmynda töku í Öskju, voru m. a. að kvikmynda íslög sem liggja undir hrauninu. Eftir að öskjuvatn og um- hverfi höfðu verið skoðað, var haldið til baka. Til sann- indamerkis um, hve leiðin er nú stutt að öskju frá bifreið um, má geta þess, að yngsti þátttakandinn í leiðangrinum, Svava Stefánsdóttir, sem er 10 ára gömul mun vera yngsta manneskjan, sem komið hefur í öskju, var aðeins í 45 mín- útur að ganga frá Öskjuvatni að bílunum. Seint á sunnudagskvöld var komið í Þorsteinsskála í Herðubreiðalindum, en á mánudagsmorgun hélt frétta- maðurinn áleiðis til Akureyr- ar. Tók aðeins 6 klukkutíma og 25 mínútur, að meðtöldum stoppum á leiðinni. Er í Mývatnssveit kom, upp- lýstist þ«ð, að Pétur Jónsson í Reynihiíð, verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins, hafði hald- ið inn að Öskjuhrauni s.l. mið vikudag Hafði hann meðferð- is tvo vörubíla og jarðýtu, og ruddi veginn gegnum hraunið. Sagði Pétur fréttamanninum, að áætlað væri að fara síðar í þessum mánuði og ryðja veg gegnum hraunhaftið, inn á sandana sunnan gosstöðvanna. Þegar því verki er lokið, geta menn stigið inn í sæmilegan fjallabíl á Akureyri kl. 1 eftir hádegi og staðið við brún Öskjuvatns kl. 7—8 að kvöldi. St. E. Sig. oMoTEINAR Fólkið á leiS ad' vatninu. 1 baksýn eru gígarnir frá því í vetur, að mestu huldir gufu. Gamalkunn baráttuaðferð Þegar syrtir í álinn hjá komm únistum í stjórnmálabaráttunni, svifast þeir alla jafna einskis. Ef staðreyndir eru þeim óþægi- legar, láta þeir sér í léttu rúmi liggja, þótt gripið sé til blekk- inga og ósanninda — ef von er, að slikt geti orðið til að villa um fyrir fólki þeim í hag. Gott dæmi um þessa gamal- kunnu baráttuaðferð kommún- ista var að sjá í „Þjóðviljanum" í gaer, en þá var snúizt gegn hinni athyglisverðu grein dr. Sé- hannes Nordal um bætta gjald- eyrðisstöðu landsins, sem fyrir skömmu birtist í „FjármálatíS- indum". Blekkingarskrif „Þjóðviljans" „Þjóðviljinn" segir: „t grein sinni „Um gjaldeyris- forðann og nauðsyn hans" skýrir bankastjórinn frá þvi. að gjald- eyriseign bankanna hafi numiS 963 miHjónum króna í lok maí- mánaðar. Hafa þessar tölur síðaa verið þuldar óspart í útvarpi ojt endurteknar í málgögnum ríkis- stjórnarinnar, sem sönnun fyrir hinum ágæla árangri „viðreisn- arinnar". En upplýsingum bankastjórans um það, hvernig þessi „gjald- eyriseign" er til komin hefur ekki verið haldið eins á lofti. — og segja þær þó ekki nema brot af sannleikanum. Jóhannes Nor- dál segir m. a. í grein stani: Nokkur hluri þessarar aukning- ar eða um 283 milljónir króna á rót sína að rekja til notkunar á óafturkræfu framlagi frá Bandaríkjunum, aukningar stuttra vörukaupalána og rýrn- unar birgða, en að langmestu leyti stafar þessi bati af hag- stæðum grciðslujöfnuði við út- lönd". Það er eftirtektarvert, að bankastjórinn nefnir engar töl- ur um „aukningu vörukaupa- lána". En hætt er við að kúfur- inn væri farinn af gjaldeyris- inneigninni, þegar búið værl að bæta þeim við 283 milljón króna ölmusuna frá Bandaríkjastjórn". Hvað um „kúfinn"? Eins og skýrt kemur fram i grein dr. Jóhannesar Nordal — og öllu sæmilega greindu fólki ætti því að vera Ijóst, taka um- ræddar 283 milljónir króna ti! alls í senn — hins óafturkræfa framlags, aukningar stuttra vöra kaupalána og rýrnunar birgða. Ekki er því um að ræða neinar frekari tölur, sem tekið gæti „kúfinn" af gjaldeyriseigninni, eins og reynt er að láta í reðri vaka. AUt tal „Þjóðviljans" utn slíkt er því hrein blekking til þess eins ætluð að villa um fyrir lesendum. Þannig er blaðið ena sem fyrr trútt sinni gamalgrónn baráttuaðferð gegn staðreyndum, sem kommúnistum koma illa. Fagnaðarefni fyrir alla Hverju svo sem „Þjóðviljinn*4 kann að finna upp á næst, þar næst og um alla framtíð, verður þeirri staðreynd ekki haggað, að viðreisnaraðgerðir núverandi rík isstjórnar hafa reist efnahag landsins úr þeim rústum, sem yinstri-stjórmn skildi við hann í. Hefur slíkt tekizt bæði fórna- miniiii, fljótar og betur en hin ömurlegi viðskilnaður vinstri- stjórnarinnar gat gefið nokkra von um. Þcssum árangri ber að fagna — og honum fagna líka allir santOr og réttsýnir íslend- ingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.