Morgunblaðið - 10.08.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.08.1962, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 10. ágúst 1962. MORGVNBLAÐIÐ } -ir. Nú má húast við H NUÐLAXI NUM — en aðeins einn hefur veiðst í Noregi í siimar s NÚ fer senn í hönd sá hluti stangaveiðitímans að veiðimenn geta farið að búast við því að sjá heldur ófrýni- leg smetti gægjast upp úr vatn inu er þeir landa fiski, sem þeir halda að sé spegilfagur Atlantshafslax. Ef að líkum lætur fer hnúðlaxinn nú að láta sjá sig, en hann veiddist fyrst hér við land í hitteð- fyrra. Hnúðlaxinn hagar sér þannig, að mest ber á honum á tveggja ára fresti í ánum. Svo sem kunnugt er hafa Rússar á undanförnum árum sleppt miklu af Kyrrahafslaxi, bæði hnúðlaxi og randalaxi í ár á Kólaskaga í Síberíu. Hef ur hnúðlaxinn flækzt hingað, og síðla sumars 1960, nánar til tekið 12 ágúst veiddist fyrsti hnúðlaxinn hérlendis í Hítar- á. í>etta sumar og haust veidd ust 21 hnúðlax víðsvegar um landið og herma sögur að veiðimönnum hafi þótt fisk- urinn heldur óhrjálegur, og gekk hann undir nöfnum sem skrímsli, ódráttur, furðufisk- ur o.s.frv. En þó að útlitið sé e.t.v. ekki sem glæsilegast er hnúðlaxinn ágætur matfiskur og sjóða Bandaríkjamenn hann t.d. niður og þykir lost æti. í fyrra veiddust aðeins tveir hnúðlaxar á íslandi á Snæfells nesi og Norðfjarðará. Kemur þetta heim við hegðun þessar ar laxtegundar, því árgangar af hnúðlaxi eru mjög mis- stórir, og er stofninn annað ár ið sterkur en hitt árið veikur. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætti því að veiðast meira af hnúðlaxi í ár en í fyrra og jafnvel meira en í hitteðfyrra. Kemur randalaxinn lika? Þá er þess að geta að hugs- anlegt er að annar gestur láti sjá sig hér, hinn svonefndi randalax, sem einnig er af Kyrrahafsstofni. Hafa Rússar sleppt rniklu af þessum laxi í sömu ár og hnúðlaxinum, sem hingað hefur komið. Hnúðlax- inn, sem auðþekktur er af kryppu þeirri, sem er á hængn um, verður sjaldan meira en 6—8 pund að stærð, en hins vegar er randalaxinn nokkru stærri, 12—14 pund. Ef veiðimenn skyldu fá lax á krókinn, sem þeir ekki bera kennsl á. eru þeir vinsamleg- ast beðnir að láta Veiðimála- skrifstofuna vita þegar í stað. Aðeins einn í Noregi Til dagsins í dag hefur haf- rannsóknastofnunin í Bergen haft spurnir af aðeins einum hnúðlaxi sem veiðst 'hefur á norðurströnd Noregs í sumar, og var sá fjögur pund að iþyngd. Sumarið og haustið 1960 veiddist talsvert af hnúð- laxi í Noregi líkt og hér og hefur því verið búizt við mik- illi hnúðlaxveiði þar í ár. Ber þess iþó að gæta að hnúðlax- inn í Noregi byrjaði að veið- ast alllöngu fyrr en hér. í frétt, sem Mbl. barst í gær frá NTB segir að svo virðist sem sú skoðun manna að mikil hnúðlaxgengd yrði í Noregi sé að engu orðin, en of snemmt sé að segja hver ástæðan fyrir iþví sé. Vera má að hnúðlaxinn gangi seinna í ár í Noregi en 1960, en hvað sem því líður, verður fróðlegt að sjá hvort eitthvert magn af honum veið ist hér í haut. Viðgerðorþjónusta Lund-Rover skipulögð í sveitum lundsins NÝLEGA kvöddu forráðamenn heildverzlunarinnar Heklu blaða menn á sinn fund og kynntu þeim þær ráðstafanir, sem um- boðið er nú að koma í fram- kvæmd í sambandi við viðhalds þjónustu á Land-Rover. Blaðamönnum var sýnd „hand bók fyrir Land-Rover eigendur“, allmikið rit og myndskreytt upp á 64 blaðsíður, sem send verður öllum Land-Rover eig- endum. Tilgangurinn með út- gáfu þessarar bókar, sem þýdd er úr ensku, er sá, að gera eig- endum Land-Rover bifreiða, sem margir hverjir eru búsettir í sveitum landsins, kleift að annast eðlilegt viðhald bifreið- arinnar til að tryggja sem bezta endingu tækisins. Ennfremur er ákveðið að senda tvo sérhæfða starfsmenn — annar hefur sótt námskeið hjá Land-Rover verksmiðjunum, en hinn er með langa starfs- reynslu að baki sér í díeselvél- um og eldsneytiskerfi þeirra — um landið til að skipuleggja við gerðarþjónustuna. Einnig verður Land-Rover eigendum gefinn kostur á að ná sambandi við þessa starfsmenn Heklu á fyrir- fram auglýstum stöðum, til að leysa úr vandkvæðum þeirra, ef einhver eru. Það er rétt að taka fram, að síðan innflutningur var gefinn frjáls í september 1961, hafa verið fluttir inn yfir 500 Land- Rover af nýrri gerðinni, gerð II, en 250 af gerð I voru fyrir. Sá gamli og sá nýi Blaðamönnum var nú boðið í bílferð og heimsóttir voru eig- endur beggja gerðanna, þ.ea.s. gerð I og II. Fyrst var haldið í Gufunes, til Þorgeirs bónda Jónssonar, sem er landsfrægur fyrir veðhlaupagæðinga sína. Kvaðst Þorgeir vera ákaflega ánægður með sína nýju bifreið og taldi að hún yrði sér nota- drjúg í framtíðinni. Síðan voru hjónin á Keldum heimsótt, þau Jónína Jónsdóttir, Ijósmóðir og Lýður Skúlason, en þau keyptu eina af fyrstu Land- Rover bifreiðunum, sem til landsins komu fyrir 11 árum og sagði frú Jóninu að bifreið þeirra, sem nú er 11 ára gömul, hefði aldrei bilað svo orð sé á gerandi. Stuttur afgreiðslutími Heildverzlunin Hekla hefur nú afgreitt Land-Rover í flesta hreppa landsins. Fram til þessa hafi afgreiðslutíminn verið nokkuð langur, en nú hafa ver- ið gerðar ráðstafanir til að af- greiða Land-Rover með mjög stuttum fyrirvara. Stofauð iulltrúurúð Sjúlfstæðis- iélugunnu í Barðurstrundursýslu ÞANN 31. júlí síðastliðinn var haldinn á Patreksfirði sfcofn- fundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Barðastrandarsýslu. Fundarstjóri var Ari Kristinsson, sýslumaður, og fundarritari Trausti Arnason. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, framkvæmdarstjóri Sjálf- stæðisflokksins, flutti erindi um skipulag flokksins, og lagði fram frumvarp að lögum fyrir full- trúaráðið og rakti helstu verk- efni ráðsins. Stjórn Fulltrúaráðsins skipa: Ari Kristinsson, sýslumaður, Patreksfirði, formaður, Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum, Reyk hólasveit, Jóhann Jónsson, Mýra- tungu, Reykhólasveit, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Hvallátrum, Flat eyjarhreppi, Bjarni Hákonarson, Haga, Barðaströnd, Þórður Jóns- son, Látrum, Rauðasandshreppi, Ásmundur B. Olsen, Patreksfirði, Páll Hannesson, Bíldudal, Hjálm ar Ágústsson, Bíldudal, og Hann- es Friðriksson, Bíldudal. Á fundinum voru kjörnir full- trúar í Kjördæmisráð Sjálfstæð- isflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Óvenjulegt deyfilyfja- mál Stokkhólmi, 8. ágúst — NTB. KOMIZT hefur upp um óvenjulegt deyfilyfjamál f Stokkhólmi. Er starfandi lækn ir í borginni, 58 ára að aldri, kærður fyrir að hafa gefið ungum konum deyfilyf gegn því að fá að njóta blíðu þeirra. Læknirinn hefur játað sig sekan og kveðst hafa notið 300 kvenna á lækningastofu sinni á nokkrum undanförn- um árum, margra með því að gefa þeim deyfilyf. IVIinnisvarði í Þórdísarlundi Blönduósi, 7. ágúst. S.L. sunnudag fór fram af- 'hjúpun minnisvarða í Þórdís- arlundi í Vatnsdal, sem Hún- vetningafélagið í Reykjavík reisti til minningar um Þór- dísi Ingimundardóttur gamla. Varðinn er 160 sm há stuðla- bergssúla á stalli og á henni þessi áletrun: Þórdís dóttir Ingimundar gamla fæddist hér á hörpu 895. Á bakihlið súl- unnar er letrað: Húnvetninga félagið 1 Reykjavík græddi lund, reisti varða 1962. í sambandi við afhjúpunina fór fram mót, sem Húnvetn- ingafélagið stóð fyrir og stjórn aði. Jón Snæbjörnsson frá Snæringsstöðum setti mótið og Friðrik Karlsson, formaður. Húnvetningafélagsins, flutti ávarp. Ræður fluttu Sigurður Nordal, prófessor, sr. Þor- steinn B. Gíslason, prófastur í Steinnesi, og Skúli Guðmunds son, aiþingismaður. Ásgrímur Kristinsson, bóndi í Ásbrekku og Valdimar Benónýsson frá Ægissíðu fluttu frumort kvæði. Þorsteinn Ö. Stephen- sen las upp. Hljómsveit Björns R. Einarssonar spilaði á milli þátta og að lokum fyr- ir dansi, sem stóð til kl. 1 um nóttina. Mótið var mjög fjölsótt, m. a. köm fjöldi Húnvetninga úr Reykjavík. Margir þeirra fóru norður Kjöl og Auðkúluheiði. Mótið fór fram af mikilli prýði og dansleikurinn að lok- um var laus við þann leiðinda brag, sem oft einkennir skemmtanir, ekki síst um verzlunarmannahelgina. Ac Símasamband fyrir- finnst ekkert. Það kemur stundum fyrir að við blaðamennirnir fáum að kvöldi til fregn um að eitthvað hafi gerzt á Suðurlandi, og þurf um að fá staðfestingu og nánari lýsingu á atvikum. Þetta virð- ist ekki vera neitt stórmál, ekki fyrr en maður lendir í að leysa það. Þannig er nefnilega mál með vexti að Suðurland allt austan Selfoss er símasambands laust við Reykjavík eftir kl. 8 á kvöldin. Þá er ekki frekar hægt að ná tali af þeim þar austur frá en íbúum Grænlands. Og þeir geta ekki náð síma- sambandi við neinn utan síns byggðarlags heldur. T.d. icom það nýlega fyrir Vel vakanda að frétta af bruna aust ©PIB (OPÍNHAGEM •3 fP0 P ^ \ \ V. 1 a \P4 J / Wi í i ~ ~ SiV..... ur í sveitum kl. að ganga níu og fá síðan óljósa fregn af slysi seinna um kvöldið. Og engin ráð voru til að fá staðfestingu á þessu. Það skiptir kannski ekki svo miklu máli, þó að blaðamenn nái ekki fréttum af stórum landssvæðum hálfan sól arhringinn, en þegar sá sem brennur hjá eða slys verður hjá, er ekki í símasambandi við um- heiminn er það verra. Það þarf að ná í slökkvilið, lækni, ætt- ingja o. s. frv. Og ég get ímynd að mér að í nútímaþjóðfélagi þurfi menn ýmislegt að tala um við fólk í öðrum landshlutum utan við fáa símatíma á dag. Ar Nokkuð gamaldags. Nú er að verða kominn sími á hvern bæ á landinu. Er það þá ekki nokkuð gamaldags, að þorp og bæir í heilum lands hlutum skuli ekki vera í síma- sambandi við umheiminn allan daginn og fram á kvöld? Nú er þetta sjálfsagt gert I sparnaðarskyni. En ætli ekki borgi sig að hafa stúlku á síma á stöðum eins og Vík, Hellu, Hvolsvelli o s. frv. Úr því þetta veldur okkur þvílíkum óþægind um, hvernig er það þá ekki fyr ir íbúa þessara byggðarlaga?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.