Morgunblaðið - 10.08.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.1962, Blaðsíða 10
10 MORCVlVTtT AÐ1Ð Föstudagur 10. águst 1962, ftfofgmitjtafrife Crtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. i'ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustj óri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Atiglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Áskriftargjald' kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÞETTA ER TÍMINN TIMbrgunblaðið vakti athygli á því í ritstjórnargrein í fyrradag, að Tíminn hefði fagnað því að fá tækifæri til að birta þær skoðanir, að ís- lendingar ættu að vera hlut- lausir. í viðtali sem Tíminn átti við ákveðinn mann seg- ir blaðið frá eigin brjósti: „Þeir sem lengi dveljast með framandi þjóð en fylgj- ast vel með þróun mála heima á íslandi, hafa opnari augu fyrir því, sem er að gerast og verða áþreifanleg- ar varir við það, en þeir sem amstra í dagsins önn heima fyrir. Við spyrjum því Her- mann Pálsson hvað helzt stefni í óheillaátt." Síðan koma skoðanir þessa Hermanns Pálssonar, sem eru í algjörri andstöðu við utanríkismálastefnu íslend- inga, sem Framsóknarflokk- urinn átti á sínum tíma þátt í að marka. Morgunblaðið tók fram, að út af fyrir sig væri ekkert athugavert við það, að þessi maður hefði slíkar skoðanir, en þegar Tímin undirstrikaði ágæti þeirra og benti á, að hann hefði „opnari augu fyrir því, sem er að gerast“, þá horfði málið öðru vísi við. En Tíminn er ekki af baki dottinn frekar en fyrri dag- inn. Hann snýr bara málinu við og segir stutt og laggott: „Þetta lýsir lífsreglum og hugarfari Moggaritstjóranna afar vel. Þeim hefði auðvitað ekki dottið í hug að eiga við- tal um alls konar mál við mann, sem hætta gat verið á að aðhylltist hlutleysisstefnu eða einhverja aðra stefnu en túlkuð er í stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins, og hefði þetta af vangá komið fram í viðtali við Morgunblaðið hefðu þeir auðvitað annað hvort stungið upp í manninn eða fleygt viðtalinu." Þarna er málgagni Fram- sóknarflokksins rétt lýst. — Útúrsnúningar og falsanir eru þess ær og kýr. Til árétt- ingar þeirri fullrðingu skal endurtekið það, sem sagði í ritstjómargrein Morgun- blaðsins: „Út af fyrir sig er það ekk- ert nýtt að einhver einstakl- ingur, sem dvelur fjarri ætt- jörðinni, þykist þess umkom inn að fordæma allt sem gert er „heima“. Það er heldur ekkert við því að segja, þótt einhver íslendingur aðhyll- ist hlutleysisstefnu, en þeg- ar blað, sem þykist styðja Atlantshafsbandalagið smjatt ar á þessum skoðunum, þá dylst tilgangurinn ekki.“ TAUGAVEIKI- BRÓÐIR k nægjulegt er að nú virðist sem komizt hafi verið fyrir rætur taugaveikibróður ins, sem hér hefur herjað. Sýkillinn hefur fundiZt í andabúi og hafa eigandi þess og heilbrigðisyfirvöld sam- vinnu um að útrýma öllum fuglum og sótthreinsa allt sem rækilegast, og eiga báð- ir aðilar þakkir skildar fyrir vasklega framgöngu í því, þegar fullsýnt var að um sýk ingu væri að ræða. í heilbrigðismálum er ekki um annað að ræða en sýna fyllstu festu. ■ Óhöpp sem þetta geta alltaf komið fyrir og er engan um að saka. En þegar líf og heilsa manna er í veði, þá duga engin vettl- ingatök. Þess vegna fagna rnenn því að nú skuli líta út fyrir að sýkin sé upprætt. SÍLDIN OG TÆKNIN ¥ viðtali því, sem Morgun- * blaðið birti við aflakóng- inn Garðar Finnsson í fyrra- dag, sagði hann m. a.: „Ég er hræddur um að lít- ið hefði verið um afla, ef ekki hefðu verið hin fullkomnu tæki, sem öll skip eru nú komin með.“ Það er þannig á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum, að mikill fengur og góð af- koma byggist á meiri nýt- ingu tækninnar en áður. — Garðar segir ennfremur: „Já, þetta er bezta síldar- sumarið frá því aflaleysis fór að gæta upp úr 1944. — Einkum er aflinn nú mun jafnari yfir flotann en verið hefur að undanfömu.“ Eins og menn sjá af síld- veiðiskýrslunni eru nú mjög fá skip þar sem afli hefur brugðizt og flest skipanna hafa aflað svo, að áhafnir geta vel unað hlut sínum, og útgerðin kemst sæmilega af gagnstætt því sem oft var áður, þegar mörg skip fisk- uðu lítið sem ekkert. Þetta er sérstakt ánægjuefni. FJÖLDREYTTNI ATVINNULÍFS í kjölfar viðreisnarinnar og *■ réttrar gengisskráningar hefur fylgt stóraukin fjöl- breyttni í framleiðsluhátt- um. Þannig er nú ýmiss kon- Dr. Kelsey og dóttir hennar, CShristine, skoða heiðursmerkið. w " Sæmd æústa heiðursmerki bandarískra borgara Dr. Francis O. Kelsey varnaði því í heilt ár, að lyíið Tjalidomide yrt»I sett á bandarískan markað MYNDIRNAR, sem hér fylgja, voru teknar sl. þriðjudag, 7. ágúst, er Kennedy Bandaríkja forseti sæmdi konuna Dr. Frances Odham Kelsey, lækni og lyfjafræðing, æðsta heiðursmerki bandariskra borgara. Dr. Kelsey hafði orðið til þess að koma í veg fyrir, að hið hættulega lyf, Xhalidomide, yrði sett á mark að í Bandaríkjunum, og þar með varnað vanskapnaði þús- unda barna. Lyf þetta hefur, sem kunn- ugt er, reynzt hinn mesti harmavaldur; er talið, að um 800 börn hafi fæðzt vansköp- uð af þess völdum, þar af flest 3 Þýzkalandi. Það hefur jafnframt leitt til þess, að Kennedy forseti hefur mælzt til þess við bandaríska þingið, að það endurskoði og herði lög um lyísöluleyfi í Banda- ríkjunum. Hefur málið þegar verið lagt fyrir þingnefnd, og er þess vænzt, að þau nái fram að ganga fyrir næstu ára mót. Forsetinn drap einnig á málið á síðasta blaðamanna- fundi sínum í Hvíta húsinu og lagði á það áherzlu, að þótt Bandaríkin stæðu hvað fremst allra þjóða vtm heil- brigðis- og matvælaeftirlit, hefðu samt of margar banda- rískar konur fengið þetta hættulega !yf. Nokkrar konur höfðu fengið lyfið erlendis, eins og frú Sherry Finkbine, sem nú er kominn til Sví- þjóðar til þess að fá fram- kvæmda íóstureyðingu, — en þess utan höfðu allmargir læknar í Bandaríkjunum feng ið lyfið til reynslu. Þeir gáfu það sjúklingum, þar af í i nokkrum tilfellum barnshaf- í andi konum. 7{ • Hélt því frá markadi í rúmt ár I Það var í september árið 1960, að framleiðendur Thali- domide lyfsins í Bandaríkj- unum, William S. Merill Com- pany í Cincinnati, sendu lyfið, sem selja átti undir nafninu /| Kevadon, til umsagnar lyfja- 1 eftirlitsins. Þá var dr. Kelsey 1 nýbyrjuð að starfa þar, — hún | hefur verið starfandi læknir £| Frh. á bls. 19 Kennedy Bandaríkjaforseti sæmir Dr. Kelsey æðsta heðiurs- merki bandarískra borgara „Distinguished Civilian Service Medal“ við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu sl. þriðjudag. ar iðnaðarvarningur fluttur til útlanda og fyrir þær vör- ur fást verulegar gjaldeyris- tekjur. Þá hafa tekjur af ferða- mönnum stóraukizt, því að nú fá þeir rétt verð fyrir fé það, sem þeir skipta íslenzka mynt. Er áreiðanlega ekki ofætlað að gjaldeyristekjur okkar af ferðamönnum í ár verði 200 milljónir og líklega mun meiri. Sést af þessu að þarna er um geysiþýðingar- mikinn atvinnuveg að ræða, sem í framtíðinni getur séð okkur fyrir álitlegum hluta þess erlenda gjaldeyris, sem nauðsynlegur er til uppbygg- ingar og framfara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.