Morgunblaðið - 10.08.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.1962, Blaðsíða 13
I Föstudagur 10. ágúst 1962. MORGUNBLAÐ1Ð 13 tiul aiTSTJÓBAR: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON UNDANFARNA daga hefur athygli Islendinga beinzt mjög að viðskiptum okkar við Sovétríkin. Hinum erfiðu samn- ingaumleitunum um síldarsölu er nú lokið, en þær hafa enn einu sinni opn- að augu okkar fyrir þeirri hættu, sem er fólgin í því að tengjast of nánum viðskiptaböndum við kommúnistarikin. Hörður Einarsson, stud. jur., hefur ritað grein þessa fyrir SUS-síðuna og varpað hún skýru ljósi á það, hvernig Sovétríkin nota viðskiptatengsl sín við aó'rar þjóðir í pólitiskum tilgangi. Islendingum. Þegar fiskmarkaður okkar í Bretlandi lokaðist árið 1952 vegna iandhelgisdeilunnar, juku kommúnistaríkin svo fisk- kaup sín hér á landi, að hlutfall þeirra í útflutningi okkar jókst úr 7% árið 1952 í 25% árið 1954. Hvert mannsbarn getur sagt sér það sjálft, að þessi auknu við skipti stöfuðu hvorki af skyndi lega aukinni þörf þeirra fyrir ís lenzkan fisk né því, að þeim væri svo umliugað um, að íslendingar kæmu framleiðslu sinni í verð. Þau voru af þeirra hálfu auðvitað aðeins tilraun til þess að nota þá deilu, sem íslendingar höfðu lent í við eitt hinna vestrænu ríkja, til að reka fleyg milli þeirra og annarra lýðræðisþjóða. Og enn höfðu þessi viðskipti aukizt árið 1958, því að þá seldum States, onder pressure, began withdrawing some of its troops based in Iceland". (Conquest Without War, Pocket Books, Inc. New York 1961, bls. 215). Þessi ummæli höfundar verða naumast skilin á annan veg en þann, að hann telji sig hafa vissu fyrir því, að Sovétríkin hafi með hótunum í sambandi við viðskiptasamn- inga beygt vinstri stjórnina til þess að láta nokkur hluta varn arliðsins á Keflavíkurflugvelli hverfa af landinu. Einkennileg baðmullar- og olíuviðskipti. Frægt dæmi um annarlegan til- gang Sovétleiðtoganna með við- skiptum eru kaup þeirra á baðm- ull frá Egyptalandi, þrátt fyrir Hættan við Sovétviðskiptin Beittu Sovétiíkin „vinstri stjórnina" viö- skiptalegum þvingunum til að láta hluta varnarliðsins hvería úr landinu? „VI® LÝSUM yfir styrjöld á hendur ykkur (þ.e. Bandaríkja- mönnum) — afsakið, að ég skuli komast svona að orði — styrjöld á viðskiptasviðinu. Við lýsum yf ir styrjöld“. Á þennan hátt lýsti Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, skoðunum sínum á því, á hvaða sviði stórveldi heimsins muni heyja glímu sína á næstu árum og áratugum í viðtali við banda- rískan blaðamann fyrir nokkr- um árum. Og hvað eftir annað hefur hann lagt á það áherzlu, að með hinu margnotaða slagorði sínu um „friðsamlega sarnbúð" eigi hann í raun og veru við „á- framhaldandi baráttu", „efnahags lega, stjórnmálalega og hug- myndafræðilega baráttu". í sam- ræmi við þessar yfirlýsingar grundvalla svo leiðtogar hins kommúníska heims hernaðaráætl un sína 1 baráttunni fyrir heims- yfirráðum — eða áhrifum á þjóð ir heimsins á annan hátt — á eft irfarandi forsendum: Ólíklegt verður að teljast, að til Jcjarnorkustyrjuldar komi milli stórveldanna i náinni framtíð. Engu að síður ætla Sovétríkin að halda áfram hervæðingu sinni, enda útiloka ieiðtogar þeirra eng an veginn möguleikana á minni háttar staðbundnum styrjöldum, er breiðzt gætu út. Sovétleiðtog- arnir byggja áættanir sínar enn fremur á þeirri forsendu, að jafn- vægi ríki nú milli kommúnista- ríkjanna og hins frjálsa heims á hernaðarsviðinu, og þess vegna verði þeir að grípa til annarra vopna — og þá einkum stjórn- málalegra og efnahagslegra — til þess að ná hinu yfirlýsta mark miði sínu. Viðskipti búa í haginn fyrir Stjórnmálalega samstöðu. Einn þýðingarmesti þátturinn 1 hinni efnahagslegu baráttu Sov étleiðtoganna er aukin viðskipti við þau lönd. sem þeir leitast við eð auka áhrit sín á. Á því sviði hafa þeir vissulega handhægt tæki fram yfir stjórnendur þeirra þjóðfélaga, er búa við hið frjálsa hagkerfi, þar sem þeir hafa í hendi sér alla þætti efnahagslífs ins vegna alræðis síns yfir ríkis- bákninu. Þeir geta því selt fram- leiðslu sína langt undir markaðs- verði á meðan þeir eru að vinna nýja markaði, og hið sama geta þeir látið leppríki sín í Austur- Evrópu gera vegna hinna miklu áhrifa sinna á stjórnir þeirra ríkja. Og þeir hika ekki við að kaupa frarnleiðsluvörur þeirra landa, sem áhugi þeirra beinist að hverju sinni, á hærra verði en eðlilegt getur talizt, aðeins ef þeir hafa von um pólitíska mót- greiðslu. Sovétleiðtogarnir geta stofnað til viðskipta við ákveðin löild, þegar þeim þykir svo henta, og, þá alveg án tillits til þess, hvort þar er um að ræða góð við skipti í venjulegum skiíningi. En þeir geta líka bundið enda á þessi viðskipti, þegar svo þykir henta, og það er e.t.v. ekki sízt þar, sem hættan liggur í viðskiptum við kommúnistaríkin. Beittu Sovétríkin vinstri stjórn- inni þvingunum? Að undanförnu hefur athygli okkar íslendinga verið leidd að því, hve stopul viðskiptin við þessi ríki geta verið og hver hætta er því samfara að binda viðskiptin að of miklu leyti við þau. Hinn pólitíski tilgangur Sovét ríkjanna með viðskiptum hefur komið berlega í ljós gagnvart KRÚSJEFF: „Við lýsum yfir styrjöld á hendur ykkur .... styrjöld á viðskiptasviðinu.“ við 35% útflutningsafurða okkar til kommúnistaríkjanna og feng um þaðan 32% innflutnings okk ar. í bók einni, sem út kom í Bandaríkjunum á sl. ári, er lítil lega minnzt á viðskipti íslands og Sovétríkjanna. Segir þar m.a., þegar gerð hefur verið grein fyrir viðskiptum ríkjanna árið 1958: „A few months after the Soviet trade deal the United það, að Sovétríkin framleiði sjálf nægilegt magn baðmullar. Enda hefur komið í ljós, að þau ætla hana ekki til eigin nota, heldur eru önnur kommúnistaríki látin kaupa hana af þeim, og frá þeim hafa svo t.d. Englendingar og Frakkar aftur keypt egypzka baðmull! En það eru ekki allir, sem hagnazt á viðskiptum við Sovét ríkin, og er þá ekki eingöngu átt við það tjón, sem oft hlýzt af viðskiptum við þau, þótt vörur þeirra séu stundum heldur lægri í verði, þar sem þær eru í fjöl- mörgum tilfellum lakari að gæð- um en sambærilegar vörur sömu tegundar annars staðar frá. Þau lönd, sem eru orðin þeim háð með markaði eða að öðru leyti, eru tíðum neydd til að greiða hærra verð fyrir sovézkar vörur en aðrir. Kemur þetta einna skýr ast fram í viðskiptum Sovétríkj- anna við leppríkin í Austur- Evrópu. Olíuviðskiptin eru gott dæmi, bæði um það, hvernig Sov étríkin bjóða vöru langt undir heimsmarkaðsverði, þegar það samrýmist pólitískum hagsmun- um þeirra, og eins, hver aðstaðan verður, pegar þau telja sig hafa í fullu tré við þann aðila, sem þau eiga viðskipti við. Á meðan heims markaðsverð á olíu var $21 per tonn, seldu Sovétríkin Argentínu olíutonnið $12 og Ítalíu á $14.50, en hins vegar urðu Pólland og Ungverjaland að greiða $21.50 og $22 fyrir tonnið — eða hærra en þau hefðu getað fengið það á frá öðrum olíusölulöndum, ef þau hefðu átt þess kost. Arðránið „stórmannleg hjálp". I leyniskýrslu kommúnistastúd entanna iex til Einars Olgeirsson ar um ástandið í Austur-Þýzka- landi, sem dregin var fram í dags ljósið á sl. vori, kemur fram glögg mynd af viðskiptastefnu Sovétríkjanna og annarra komm únistaríkja, og þá ekki sízt stefnu Sovétríkjanna gagnvart leppríkj um sínum. Þar segir m.a.: „Utanríkisverzlun A-Þjóð- verja er þeim líka óhagstæð. Til hinna kapitalísku landa selja þeir vörur langt undir framleiðsluverði til að vinna markaði Við höfum ástæðu til að ætla. að viðskiptin við Sovétríkin séu engu hagstæð- ari, anda þótt ekki sé unnt að nefna neinar tölur í því sam- bandi, þar sem þær eru ekki birtar". Og enn segir nokkru síðar: „Ef við lítum á efnahags- stefnuna i heild, finnst okkur ekki sérlega erfitt að skilja þau rök, sem að henni liggja, þ.e. sigur Sovétríkjanna yfir þessu landi í styrjöldinni. Okk ur finnst heldur ekki ýkja tor skilið, að Sovétríkin tryggi sér mjög hagstæð viðskipti við landið á þeim grundvelli. En okkur finnst erfiðara að skilja nauðsyn þess að kalla þessi viðskipti stórmannlega hjálp Sovétríkjanna við þýzka al- þýðulýð vei dið“. Tilgangur augljós. Eftir það, sem rakið hefur ver ið hér að framan, ætti enginn að þurfa að fara i grafgötur um það, hver er hinn raunverulegi tilgang ur Sovétríkjarma með viðskiptum þeirra við þau lönd, sem þau þykjast vera að hjálpa með þess- um viðskiptatengslum, eða hvert hlutskipti bíður þeirra, sem verða þeim háðir, viðskiptalega eða á annan hátt Hér þurfa allar þjóð ir, sem við þau skipta, að vera vel á verði. ekki sízt smáþjóðir með lítt þróaða atvinnuvegi. gegn hjónaböndum FRÉTTABLAÐIÐ „News Features" — sem jafnan flytur athygilsverð tíðindi af málefnum stúdenta og æskufólks víða um heim sagði hinn 25. júní sl. frá því, að mikið hefði síð- ustu vikurnar gengið á hjá kommúnistastjórninni í Kína til þess að sporna gegn því að ungt fólk gengi of snemma í hjóna- band. Aðvaranir, sem kommúnistastjórnin hefur gefið út um þetta, hljóða m. a. á þá leið, að slíku fylgi bæði líkamlegt og andlegt heilsuleysi, getu- leysi og ellisljóleiki um aldur fram. Það er æskulýðsblaðið „Ohung-kuo Ohingnien Pao“ í Peking, sem aðallega virð- ist hafa þessa baráttu með höndum. Þar er birt mikið bréfaflóð frá „lésendum“ um þessi mál, en „bréf frá les- endum“ eru hvarvetna mikið notuð í áróðri kommúnista, ýmist skrifuð af áróðursstjór- unum sjálfum eða notuð af þeim sem tilefni til þess að útlista stefnu flokksins. í formála að sérstöku hefti blaðsins, sem eingöngu er helg að þessu nýja baráttumáli kínverskra kommúnista, ýmist lýsir ritstjóri „Chung-kuo Ohi‘ ingnien Pao“ því yfir, að allir bréfritarar ljúki upp einum munni um það, að „vissulega sé skaðsamlegt“ að ganga of snemma í hjónaband og beri því að vara ungt fólk við sliku. Segir ritstjórinn, að nám og starf eigi að ganga fyrir, síðan komi hjónaband- ið. 25 ára og hálfa ævina í hjónabandi Meðal bréfanna, sem birt eru, er eitt frá Liu Fa, 25 ára gömlum Peking-búa, sem seg ist vera „fórnarlamb ótíma- bærs hjúskapar". Eftir 12 ára hjónaband er hann fjögurra barna faðir og hins fimmta von á næstunni. Liu Fa skrif- ar: „Ekkert barna okkar hef- ur þroskazt og vaxið eðliiega. Kona mín er. .mjög veik- burða. .og liggur oft sjúk.“ Annað bréf er frá Hsu Shuang, 19 ára gamalli stúlku frá Shansi ,sem segir farir eins vina sinna og jafnaldra ekki sléttar. Hann hafí gifzt. Áður hafi hann staðið sig mjög vel s skólanum, en nú hafi allt sig'ð á ógæfuhlið, „són.am þess, að hann rífst oft við konu sína og viil fá skilnað og getur þvi ekki ver ið með hugann við námið." Hsu Shuang segir einnig frá kvenstúdent, sem giftist of snemma og nú, eftir að hafa alið tvö börn, „deltur oft útaf sofandi í kennslustundum." í síðara tölublaði af æsku- lýðsblaðinu lýsir forstöðumað ur þeirrar dsildai læknaskól- ans í Peking, sem fjaiiar um heilsufar almonnings, yfir þeirri skoöun, að „rétt: ald- urinn“ til giftingar sé milli 23 og 27 ára aldurs að því er kvenfólkinu viðvíki en frá 25 upp í 29 ára aiour hjá karl- mönnum. Staðreyndirnar að baki Allir geta eíiaust verið sam mála um, að hér sé um að ræða mál, sem hyggilegt er fyrir ungt fólk um allan heim að hugleiða. Hitt er svo aftur sérstak athugnarefni, hversvegna slikur ofurþungi er um pessar mundir iagður á málið af kínverskum komm únistum. En orsaka þess er að leita í hinu hörmuiega á- standi, sem nú rikir meðal kínversku þjóðarinnar. Til þess að vega á móti hinum gifurlega matvæla- skorti ’ landinu, liafa Frh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.