Morgunblaðið - 16.08.1962, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.08.1962, Qupperneq 10
10 MORGVTSBLÁÐÍB Fimmtudagur 16. ágúst 1962 (Jtsölustaðir: Verzlunin BRYNJA Laugavegi 29, sími 24320. Geimfararnir I sex mínútn TILKYNNT var í Moskvu snemma í gærmorgun, að rússnesku geimfararnir tveir, Andrian Nikolajev og Pavel Popovitsj, hefðu lent heilu og höldnu í auðninni suður af Karaganda í Kasakstan. Þeir höfðu komið til jarðar með sex mínútna millibili, en ekki hefur verið sagt, hvernig lendingin fór fram, hvort >eir lentu sjálfum geimför- unum eins og flugvélum, eða hvort þeir svifu til jarðar í fallhlíf. Þegar eftir lend- ingu voru þeir fluttir í þyrlu til stöðvarinnar, þaðan sem þeim var skotið á loft, en þar munu þeir gangast undir ýt- arlega rannsókn nsestu daga. Karaganga er 2.560 km. fyr ir sunnan Moskvu og 560 km norðaustur af Baikonour, en þar telja fréttaritarar í j Moskvu, að geimrannsóknar- stöðin sé. Ekki hefur það þó verið staðfest af hálfu stjórn- ar eða vísindamanna. Samkvæmt frásögn Tass fréttastofunnar eru geimfar- arnir við hina beztu heilsu. Þeir hafa þolað vel hina löngu ferð og afturkomuna til jarðar og geimförin sjálf reynzt afar vel. AP-frétt frá Kaupmanna- höfn hefur eftir málgagni danska kommúnistaflokksins, Land og Folk, að geimskipin sjálf hafi verið hálf níunda lest að þyngd, hvort um sig, eða nær helmingi þyngri en geimför Gagarins og Titovs. Segir blaðið geimförin hafa verið svo vel útbúin, að menn •irnir um borð hafi getað tek- ið af sér hanzka og höfuð- hjálma, alveg eins og á jörðu niðri. Engar aðrar fregnir Þessi mynd var tekin fyrir skömmu, er þeir í sumarleyfi við Svartahafið. Andrian Nikolajev og Pavel Popov itsj voi u Hér getur að líta sovézku geimfarana, frá vinstri: Andrian Nikolajev, majór, Pavel Popovitsj, liðsforingi, Juri Gagarin, majór og Gherman Titov, majór. Myndin var tekin fyrir nokkru er þeir voru að hefja fallhlifarstökksæfingu, sem var liður í þjálfun þeirra, sem geimfara. SéC/L ra!magnshancSverkíœri eða hafa borizt um stærð gerð geimfaranna. (k) í frásögnum af lendingu geimfaranna segir, að Moskvu útvarpið hafi stöðvað venju- legar fréttasendingar kl. 9.37 í morgun og boðað mikils- verða tilkynningu. Eftir nokkra þögn hafi svo verið tilkynnt, að geimfararnir væru komnir til jarðar og vegnaði vel. Tass hermir, að þeir hafi sofið í 6Yz klst. í nótt, og hvorugur hafi fundið til þeirra óþæginda, er Titov fann fyrir á leiðinni til jarð- ar. — Nikolajev var nærri fjóra sólarhringa í ferð sinni og fór 64 hringi umhverfis jörðu, en Popovitsj 48 hringi. Moskvu og er þegar hafinn undirbúningur að miklum há tíðahöldum á Rauða torginu, en þar verður þeim fagnað, sem þjóðhetjum, eins og fyrri geimförum Sovétríkjanna, þeim Juri Gagarin og Gher- man Titov. Tass-fréttastofan segir enn fremur, að samkvæmt um- sögn sovézkra vísindamanna sé geimferð þeirra Nikolaj- evs og Popovitsj mikilverður áfangi í áætluninni um að senda menn til annarra stjarna í sólkerfinu. í fregn- um frá London segir jafn- framt eftir Sir Bernard Lov- ell, forstöðumanni athugunar stöðvarinnar á Jodrell Bank, að honum mundi ekki koma á óvart, þótt Rússar sendi mannað geimfar til tunglsins eftir nokkra mánuði. f fregn frá Canaveralhöfða á Florida segir, að bandarísku geimfararnir og visindamenn hafi fylgzt af miklum áhuga með geimferð Rússanna og dáist mjög að þessu vísinda- afreki. Heillaóskaskeyti hafa í dag streymt hvaðanæva að úr heiminum til Rússlands til Krúsjeffs og geimfaranna sjálfra. Meðal annarra, sem sent hafa heillaóskaskeyti, eru Macmillan forsætisráð- herra Bretlands, Tage Erland er, forsætisráðherra Svía og Jens Otto Krag, utanríkisráð- herra Dana. Áður höfðu Kennedy Banda Eftir nokkra daga eru geim ríkjaforseti og bandarísku fararnir væntanlegir til geimfararnir sent heillaóskir. Yfirmenn sovézka sjónvarpsins, S. Zakharov (jakkalaus) og A. Petrachenko fylgjast með sjónvarpsmyndunum úr geim- förunum Vostok III og Vostok IV. b yggingavörur h.f. J.B. PÉTURSSON BLIKKSMIÐJA • STÁLTUNNUGfRÐ JÁRNVÖRUVfRZLUN Laugavegi 178, sími 35697. Ægisgötu 4, sími 15300. } i I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.