Morgunblaðið - 26.09.1962, Page 1
24 síðun
49 árgangur
213. tbl. — Miðvikudagur 26. september 1962
Prentsmiðja Morgxnblaðsins
12 fórust
16 saknað
Leitinni var hætt i gær
London, 25. sept. — AP —
L í T IL von er nú talin til
þess, að nokkur þeirra 16,
sem saknað hefur verið, frá
því Super-Constellation flug-
Miðstöð
fiskveiða
Rússa á
Kúbu
Key West, 25. sept. — NTB
■Frá því var skýrt í útvarps-
sendingu í dag, að Rússar
myndu senn hefjast handa um
að byggja höfn á Kúbu. Á hún
að vera miðstöð fyrir fiski-
flota Rússa á Atlantshafi.
Tekið var fram í tilkynning-
unni, að Fidel Castro hefði
tekið ákvörðun um að leyfa
byggingu þessarar hafnar.
vél félagsins „Flying Tiger'
nauðlenti vestur af írlandi á
sunnudag, séu enn á lífi.
12 lík hafa þegar fundizt,
og því er fullvíst talið, að
slysið muni hafa kostað 28
mannslíf.
Tvö björgunarskip með 48
manns innanborðs eru á leið
til hafnar í vondu veðri. —
Annað þeirra, kanadíska flug-
vélamóðurskipið „Bonadven-
ture“, sendi í dag nánari frá-
sögn af slysinu. Þar segir
meðal annars:
„48 hafa bjargazt á undur-
samlegan hátt, þegar tekið er
tillit til veðurofsa og sjógangs á
hafinu, er flugvélin nauðlenti
með 76 um borð.
Þegar flugvélin lenti á hafinu
rifnaði þegar af annar vængur-
inn. Vélin stöðvaðist því þegar
í stað. Allir, sem sátu þeim
megin, þeyttust fram á við, er
sætin rifnuðu upp úr gólfinu.
Sumir þeirra slösuðust allmikið.
Þeir, sem sátu hinum megin,
urðu fyrir miklu minna hnjaski,
og meiðsli þeirra voru lítil.
Enginn virðist gera sér fulla
Framh. á bls 23
ÍÍÉlf
A sunnudaginn tók að snjóa um norðvestanvert landið og jafnvel á Snæfellsnesi varð hvítt nið-
ur að sjó. Kerlingarskarð varð ófært nema á keðjubíium. — Þessi mynd var tekin á mánudag í
Grundarfirðinum. (Ljósm. Mbl.: Sveinn Þorm.)
Grundvallarbreyting á skil-
yrðum aðildar Breta dþörf
Bonn, Strassborg, London, I ráðamenn í Bonn um væntan-
25. sept. — NTB-AP — lega aðild Breta að Efnahags-
EDWARD Heath, varautanríkis- bandalagi Evrópu.
ráðherra Breta, ræddi í dag við I • I tilkynningi:, sem vestur-
Þessi mynd af Volkswagen-bílunum þrem — sem allir eru fagurbíáir — var tekin við Skúlaskála í gærdag. (Ljósm.: ól. K. M.)
Þrír Volkswagen í skyndihappdrætti
Dregað eftir manuð í Skyndihðppdrætti
Sjálfstæðisflokksins, sem hefst í dag
i
GLÆSILEGASTA skyndi-
liappdrætti, sem efnt hef-
ur verið til hér á landi,
hleypur af stokkunum í
dag. Er það skyndihapp-
drætti Sjálfstæðisflokks-
ins, þar sem vinningar eru
3 Volkswagen-bílar, ár-
gerð 1963. — Happdrættið
stendur í aðeins einn mán-
uð og kostar miðinn 100
krónur.
Um ágæti Volkswagen-bíl-
anna er óþarft að fjölyrða.
Þeir hafa. sjálfir kynnt sig
um land allt á undanförnum
árum og eru hinir mörgu
kostir þeirra því fyrir löngu
á flestra vitorði. Og víst er,
að árgerðin 1963 af Volks-
wagen gefur í engu eftir því
bezta, sem almenningur hef-
ur áður reynt af bílum þess-
um. Volkswagen-bíllinn birt-
ist aér í sinni fullkomnustu
mynd. — Sá er því áreiðan-
lega vandfundinn, sem ekki
vill eignast slíkt farartæki.
HVER VILL EKKI?
Einn meginkostur happ-
drættisins er sá, að því verð-
ur að fullu lokið á aðeins
einum mánuði — 30 dögum.
Fer dráttur fram hinn 26.
október. Þann dag munu þrír
Volkswagen-eigendur g e t a
hrósað happi. Spurningin er
aðeins, hverjir það verða,
Framh. á bls 2
þýzka stjórnin gaf út, segir, að
Heath hafi skýrt svo frá, að
brezka stjórnin hafi ekki tekizt
á hendur nýjar skuldbindingar
gagnvart brezka samveldinu, á
ráðstefnu þeirri, sem nýlega
var haldin í London.
• Þá er það haft eftir Heath,
að ekki þurfi að gera neinar
grundvallarbreytingar á skil-
yrðum þeim, sem Efnahags-
bandalagið hefur sett fyrir að-
ild Breta.
• Ráðherranefnd Fríverzl-
unarsvæðisins (EFTA) kom í
dag saman í Strassborg. For-
maður nefndarinnar, O. C.
Gundersen, lýsti því yfir, að öll
verzlun og viðskipti í Evrópu
myndi styrkjast mjög við nán-
ara samstarf EFTA og Efnahags-
bandalags Evrópu. Lagði hann á-
herzlu á aukið samstarf, einkum
á sviði peningamála.
• 1 yfirlýsingu vestur-þýzku
stjórnarinnar, sem birt var í
dag, að loknum viðræðum Heath
og hinna vestur-þýzku ráða-
manna, segir enn fremur, að það
sé ósk brezku stjórnarinnar að
leiða til lykta, svo skjótt sem
unnt er, viðræður við fulltrúa
EBE um aðild Breta.
Heath er sagður hafa vakið
máls á því, m.a. við Gerhard
Schröder, utanríkisráðherra, að
einstök lönd innan samveldisins
óttist, að Efnahagsbandalagið
kunni að verka til einangrunar
einstakra landa. Telji þau, að
sum þeirra landa, sem nú stefna
að uppbyggingu, með aðstoð frá
öðrum löndum, kunni að missa
þýðinjjarmikil viðskiptasam-
bönd.
V-þýzku ráðamennirnir munu
hafa lýst þeirri trú sinni, að
þrátt fyrir, að mörg erfið mál
yrði að leysa, er viðræður hefj-
ast á nýjan leik í Brússel, þá
muni samt takast að finna þá
lausn, sem bundið geti endi á
þau vandamál, sem nú rísa hæst.
• Ráðherranefnd EFTA sam
þykkti í lok fundarins í Strass-
borg í dag ályktun þess efnis,
Framh. á bls. 23