Morgunblaðið - 26.09.1962, Side 17
Miðvikudagur 26. sept. 1962
MORGVHBLAÐ1Ð
17
Hannes'ma Sigurðardóttir
- Minningarorð
FYRIR nokkrum dögum var ég
staddur á heimili venzlafólks
míns og vina, frú Hannesínu Sig-
urðardóttur og barna hennar, að
Ljósvallagötu 16. Þar átti ég með
þeim ágæta og ógleymanlega sam
verustund, sem leið fyrr en varði.
Húsfreyjan fylgdi mér til dyra að
vanda, fasprúð og virðuleg og
kvaddi mig með bros á vör. —
Hinn 20. þ. m. frétti ég að hún
væri látin, hefði háttað hress að
kveldi, en'var liðið lík klukkan
þrjú að nóttu. Sannast hér enn
sem fyrr, að „fótmál dauðans
fljótt er stigið“. Þetta vitum við
öll mannanna börn, en munum
sjaldnast eftii því, nema þegar
dauðinn heggur óvænt skarð í
vorn eigin vinahóp. Segja má að
þetta ætti að vera okkur til lær-
dóms og áminningar um að hafa
allt í lagi, ef vor biði líkur dauð
dagi. En hver er jafnan viðbúinn
að kveðja pennan heim? Svari
hver fyrir sig. Segja má einnig,
að gott sé fyrir þann sem snögg-
lega deyr, að iosna við mikil veik
indi lengri eða skemmri tíma, en
fyrir þá, sem eftir lifa, eru svona
atburðir mikil andleg raun, sem
oft veldur htilsutjóni. — En
hvenær sem vinur deyr, er sem
allt hljóðni í vitund manns um
sinn. Litið er til baka með sár-
um trega, en jafnframt fyllist
hugur manns þakklæti til hins
horfna vinar, fyrir allt, sem hann
var okkur. Og í því ljósi skulu
hér rituð nokkur minningarorð
um frú Hannesínu Sigurðardótt-
ur.
Hún var fædd að Akri á Eyrar
bakka 9. júní 1890. Foreldrar
hennar voru þau hjónin Sigurður
Jónsson, verzlunarmaður og Vik-
toría Þorkelsdóttir. Voru þau af
þekktum ættum austur þar og
mestu sæmdar hjón, sem veittu
börnum sínum hið bezta uppeldi.
Bræður Hannesínu, eru hinir
þjóðkunnu skipstjórar Jón og
Kolbeinn og Ólafur, sem einnig
er sjómaður, allir búsettir hér í
bæ. Lítið var um skólagöngu
kvenna á æskuárum Hannesínu
þegar batnaskóla sleppti. En
fyrsti vísir að húsmæðraskólum
var hússtjórnarskóli Hólmfríðar
Gísladóttur, Þingholtsstræti 18.
Þar var Hannesína við nám einn
vetur. Árið 1907 giftist hún Þor-
leifi Guðmundssyni frá Háeyri.
Þau bjuggu fyrstu árin á Eyrar-
bakka og í Reykjavík en 1914
fluttust þau til Þorlákshafnar, þar
sem Þorleifur rak búskap og út-
gerð jöfnum höndum til ársins
1927 að þau fluttust til Eyrar-
bakka. Þar bjuggu þau í „húsinu“
(Garði) til ársins 1930. Þá fluttu
þau aftur til Reykjavíkur og áttu
þar heima jafnan síðan. Þor-
leifur andaðist vorið 1941. Þá
voru þau hjón fyrir nokkru flutt
að Ljósvallagötu 16 og þar hefur
frú Hannesína búið síðan með
þeim börnum sínum, sem ekki
hafa enn myndað sjálfstætt
heimili. Börn þeirra Þorleifs eru:
Sigrún, iðnaðarmær, Viktoría,
verzlunarmær, Sigurður fyrr-
verandi skipstjóri, Guðmundur,
Stýrim., Sigríður, sjúklingur og
Kolbeinn, stúdent. Ennfremur
hafa þrjú fósturbörn alizt upp
á heimilinu: Haraldur Eyvinds,
sjómaður, frændi Þorleifs, og tvö
dótturbörn þeirra hjóna Hanna S.
Georgsdóttir, skrifstofumær, og
Hörður Skúíason, er andaðist
9 ára gamall og var öllum harm-
dauði. Allur er þessi barnahópur
ágætlega greint fólk og hinir nýt
ustu þegnar þjóðfélagsins, sem
bera foreldrum sínum og heimili
hinn bezta vitnisburð. Skal ekki
farið um það fleiri orðum hér.
En geta skal þess, að eitt barn-
anna, Sigríður, hefur nú dvalið í
sjúkrahúsi meira en aldarfjórð-
ungsskeið haldin þungbærum
sjúkdómi. Má öllum ljóst vera
hvílík raun það er — ekki sízt
móðurinni.
Þegar litið er yfir framanskráð
er augljóst, að frú Hannesína hef-
ur átt annríkt um dagana, eink-
um fyrri hluta ævinnar meðan
börnin vöru að komast1 á legg,
og meðan þau Þorleifur bjuggu
í Þorlákshöfn. Þar var þá afar
fjölmennt heimili, búskapur
mikill og útgerð. Auk þess var
þá fjöldi báta gerður út frá Þor-
lákshöfn og höfðu útgerðarmenn
þá margskonar viðskipti og fyrir
greiðslu hjá búendum í Þorláks-
höfn. Var þar því mikill gesta-
gangur. — Árið 1919 til 1923 var
Þorleifur annar þingmaður Ár-
nesinga bg því langdvölum að
heiman ár hvert. Var þá enn
meiri vandi á höndum húsfreyj-
unnar, en hún stjórnaði hinu
stóra heimili með festu og skör-
ungsskap. Hún stóð við hlið
bónda síns í önn dagsins með
hinni mestu prýði og var það þó
ekki alltaf auðvelt því að mágur
minn, Þorlejíur, var ör í lund
á yngri árum, og hafði* stundum
mörg járn í eldinum. En konu
sinni unni hann mjög og hafði
hún því mikil áhrif á hann alla
tíð og reyndist honum hinn trygg
asti og styrkasti förunautur, sem
hvarvetna kom fram með prúð-
mennsku og glæsileik. Hún skóp
honum og börnunum ágætt heim-
ili og að síðusu stundaði hún
mann sinn í langri og þungri
banalegu með frábæru ástríki og
nærgætni, sem allir kunnugir
munu lengi minnast.
Þau hjón voru samhent um að
veita börnum sínum hið bezta
uppeldi. Meðan þau bjuggu í Þor-
lákshöfn höfðu þau jafnan heim-
iliskennara og síðan voru börnin
studd til framhaldsnáms eftir
mætti.
Ég hygg að börnin muni öll
vera sammála um, að þau hafi
átt frábæra og ástríka móður,
sem öllu vildi fórna fyrir velferð
þeirra, enda var samlíf þeirra
með ágætum allt til hinztu
stundar.
Frú Hannesína var glæsileg
kona í sjón og framkoma henn-
ar öll prúðmannleg og virðuleg.
Hún var ágætum gáfum gædd,
skapmikil en stillti skap sitt svo
að fágætt mun vera. Ég hefi
þekkt hana um fjögurra áratuga
skeið og séð hana bæði á gleði-
og sorgarstundum. Ég minnist
hve frábært þrek hún sýndi við
fráfall eigiivmanns síns og ást-
sæls dóttursonar, og í þungbæru
veikindastríði elskaðrar dóttur,
sem varað hefur nú um þriggja
áratuga skeið. En frú Hannesína
æðraðist aidrei og talaði fátt um
eigin hag því hún var dul í
skapi og óhiutdeilin um ann-
arra hag. — Hún lét því almenn
félagsmál lítt til sín taka, því að
heimilið var hennar heimur. Á
hinn bóginn var hún ákveðin í
skoðunum um almenn mál og
ræddi um þau með einurð og
festu, sem herini var eiginleg og
var því mjög rökvís í umræðum.
Hún las mikið alla tíð og var
mjög fróð um þau mál, sem efst
voru á baugi hverju sinni. Það
var því ánægjulegt og lærdóms-
ríkt að vera gestur hennar og eiga
samræður við hana. ,Hún var
tryggur vinur, sem jafnan var
gott að leita til og vera samvist1-
um með.
En nú er hún horfin sýnum
og jarðarförm fer fram í dag.
Fjölmennur hópur ástvina og
frænda hefur misst eina traust-
ustu stoðina úr hópi hinna eldri
og finnst skarðið stórt. En ekki
skal æðru mæla. Sá hinn sami
hópur þakkar hinni látnu það
sem hún var þeim og mun jafnan
minnast hennar með^ást °S virð-
ingu.
Ingimar Jóhannesson.
NYKOMIÐ FKA
Max Factor
i
Varalitir 8 nýir litir
Pancake-Panstick
Cremepuff — Laust púður
Hreinsunar og næringarkrem
Allt til augnasnyrtinga.
v/Lækjartorg.
Verkamenn
vantar í vinnu á Seltjarnarnesi.
Upplýsingar á skrifstofunni sími 18088.
Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps.
Drengnr eða stulka
15 til 16 ára óskast til sendiferða.
Hf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Afgreiðsjustúlka í blómabúð -
ó s k a s t .
Umsóknir með meðmælum og mynd, ef til eru,
sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. sunnudag, merkt:
„Blómabúð — 3418“.
Skipnsmiðii
Dráttarbrautina h.f. Neskaupstað vantar nokkra
skipasmiði. — Mikil vinna. Getum útvegað íbúðir.
Uppl. Hótel Vík herb. nr. 4 frá kl. 2—5 í dag.
Duglegur sólumaður
óskast strax.
PLASTPRENT S/F Skipholti 35.
Skrifstofustúlka óskast
Stúlka vön skrifstofuvinnu óskast um 3ja mánaða
tíma' í forföllum annarrar. Til greina kæmi V2 dags
vinna. — Upplýsingar í síma 20420, fimmtudag
kl. 10 til 12.
VÖLUNDARSMÍÐI
á hinum fræga Parker
V-5121
Líkt og listasmiðir löngu liðinna tíma, vinna Parker-smið-
irnir nú með óvenjulegri umhyggju við að framleiða eftir-
sóttasta penna heims Parker “51”. Þessir samvizkusömu
listasmiðir ásamt nákvæmum vélum og slitsterkara efni, er
það sem skapar Parker “51” penna. . . . viðurkenndur um
heim allan fyrir beztu skrifhæfni.
íyrir yður eða sem gjal parker “51”
A PRODUCT OF <£> THF PARKER PEN COMPANY