Morgunblaðið - 29.09.1962, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.09.1962, Qupperneq 1
24 síður oumedienne varnamálaráðherra í stjórn Ben Bella Khemisii verður utanríkisráðherra Algeirsborg, 28. sept. — NTB — FORSÆTISRÁÐHERRA Alsír, Ahmed Ben Bella, lýsti yfir því á þingi á föstu- dag, að hann hefði tilnefnt Houari Boumedienne, ofursta, varnamálaráðherra í ríkis- stjóm sinni. Khemisti verð- ur utanríkisráðherra, Ahmed Francis f jármálaráðherra, Ah med Medecher innanríkisráð- herra, Amar Bentoumi dóms- málaráðherra og Amar Ouz- gane landbúnaðarráðherra. Ben Bella sagði, að hin nýja ríkisstjórn mundi virða Evian- samkomulagið milli Alsír og Frakklands. Kvað hann stjórn- • Erhard tilnefndur Kirchenheim, 28. sept. — (NTB) — bingmenn Kristi- lega demókrataflokksins frá Bayern tilnefndu á föstudag dr. Ludwig Erhard sem sinn frambjóðanda í stöðu ríkis- kanzlara, þegar dr. Adenau- er lætur af því embætti. Tyrklandsstjórn: Engin skip til Kúbu NEW YORK, 28. sept. (NTB) — Tyrkneska stjórnin hefur lagt bann við því, að tyrk- nesk skip sigli til Kúbu. Tvö tyrknesk skip, sem nú eru á leið til kúbanskra hafna, hlaðin vörum, hafa fengið fyrirskipun um að afferma þær annarsstaðar. — Þessar upplýsingar gaf utanríkisráð- herra Tyrklands, Feridum Eerkin, í New York á föstu- dag. Stjórnin hefur tekið um- rædda ákvörðun í samræmi við tilmæli ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja í New York, er Tyrk- land ennþá eina landið, auk Bandaríkjanna, sem sett hafa Kúbu í algjört viðskipta bann. SETNING alsírska þingsins. Myndin sýnir fulltrúa á hinu nýkjörna þingi Alsír, er það kom saman í fyrsta skipti í Algeirsborg sl. þriðjudag. Al fundinum var Ferhat Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra alsírsku útlagastjórnarinnar, kjörinn forseti. Hann var einn í framboði og hlaut 155 \ atkvæði — en 36 skiluðu I auðu. — J ingu fjögurra ráðherra ann- arra. VILL EININGU ARABA Æðstu menn hersins hafa á- kveðið að sett skuli á fót lýð- veldisráð fjögurra manna og verður Aly Osman í forsæti. Þá hefur herstjórnin gefið út yfir- lýsingu um stefnu sína í stjórp- málum, þar sem m.a. er tekið fram, að lýðveldið muni hafa náið samband við Arabaríkdn. Vilja hinir nýju ráðamenn efla Arababandalagið og styrkja sam starf Araba á efnahagssviðinu. Á vettvangi alþjóðamála, segir í yfirlýsingunni, að lýðveldið muni berjast gegn heimsveldis- stefnunni og erlendri íhlutun. Landið vill standa vörð um sátt- mála Sameinuðu ' þjóðanna og eiga vinsamleg samskipti við allar þjóðir, sem viðurkenna sjálfstæði landsins. Ennfremur er það tekið sér- staklega fram að Jemen muni styðja arabíska þjóðernisstefnu og ríkið skuldbindur sig til að vinna að einingu Araba með sameiningu þeirra í eina þjóð fyrir augum. Framhald á bls. 28. Verkfall .við brezku járn- brautirnar LONDON, 28. sept. (NTB) — Samband brezkra járnbrauta- starfsmanna áikvað á föetudag að halda til streitu ákvörðun sinni um sólarhringsverkfall hinn 3. október. Mun verkfallið ná til allra meðlima sambandsins, en þeir eru um 334 þúsund tals- ins. Hefur sambandið vísað á bug málamiðlunartillögu samgöngu- málanefndar, en sú nefnd hefur rrueð hönduim stjórn brezku rík- isjárnbrautanna. Járnbrautarstarfsmenn krefjast þess, að nefndin falli frá áætl- unum sínum um breytingar á rekstrinum þ.e. fækkun við- gerðarverkstæða, en hún hefði í för með sér nokkra fækkun starfsfóiks. Áformað hefur ver- ið að breytingarnar kæmu til framkvæmda á næstunni. ina mundu reyna að finna grundvöll að samvinnu á jafn- réttisgrundvelli við Frakkland. Þá lagði forsætisráðherrann áherzlu á nauðsyn þess, að hefja hið bráðasta umbætur á sviði landbúnaðar í Alsír. Og loks lét hann þess getið, að her lands- ins mundi brátt verða samein- aður undir eina sljórn. Stjdrn undir forsæti Sallal sezt að völdum í Jemen Fyrrverandi utanríkisráðherra og 9 leiðtogar aðrir teknir af lífi Krónprins Al-Hassan á leið til landsins Aden, 28. sept. — NTB — ABDULLAH Ale Sallal, of- ursti, tók á föstudag við emb- ætti forsætisráðherra Jemen, og verður hann jafnframt yfirmaður hersins. Var frá þessu skýrt í Sanaa-útvarp- inu, en það er í höndum upp- reisnarmanna. Sallal var áð- ur yfirmaður í lífverði hins látna konungs landsins. Sam- tímis var skýrt frá útnefn- Ahmad konungur — lézt í síðustu viku 71 árs. Mohammed Al-Badr konungur — tók við af föður sfnum, en fórst í rústum konungshallarinn- ar í byltingunni. Samningaviðræöur m aðild Noregs að EBE í jan.-feb. Versnandi ástand á landamærum PEKING, 28. sept. (NTB) — Kínversk blöð skýrðu frá því á föstuidag, að ástandið á norð- austur-landamærum Tíbet og Indlands væri nú verra en áður. Sögðu þau að bardagar héldu ófram á þessum slóðum. í blaðafregnunum er veitzt all harkalega að Indverjum. Segir þar m.a., að 5 kínverskir landa- mæraverðir hafa fram til þessa orðið fórnarlömb hinna ind- versku árásarmanna. Aðgerðir þeirra séu liður í skipulögðum árásaraðgerðum meðfram endi- löngum landamærum' Kína og Indlands. Þegar stöðugt séu högigvin skörð í raðir kinverskra landamæravarða eigi Kínverjar ekki annars úrkosta en að snúast til vopnaðrax varnar segir í blöð- unum. OSLÓ, 28. sept (NTB) — Einn af leiðtogunr. Efnahagsbandalags Evrópu, dr. Jean Rey, sem veitir forstöðu þeirri deild bandalags- ins, sem fjallar um samskiptin við utanaðkomandi aSila, lét svo um mælt hér í dag, að gert væri ráð fyrir að samningavið- ræður um aðild Noregs að Efna- hagsbandalaginu færu fram um mánaðamótin janúar/febrúar næstkomandi — og mundu ekki taka langan tíma. Eins og kunnugt er lagði Hal- vard Lange utanríkisnáðlherra Norðmanna, greinargerð fyrir bandalagið hinn 4. júlí sl. Var þar lýst afstöðu norsku stjórn- arinnar til þeirra mála er varða aðilda Noregs að bandalaginu. í framhaldi af þessu er gert ráð fyrir að í lok október eða byrjun nóvember eigi sér saci viðræður til þess að skýra frek-, ar nokkur sérstök atriði, m.a. afstöðuna til fiskimála. Hinar raunverulegu samninga- viðræður munu svo væntanlega hefjast eftir áramótin, og kvað dr. Rey óþarft að bíða þess að gengið hefði verið frá aðild Breta. Ekki kvaðst dr. Rey gera ráð fyrir að umræðunum um aðild Breta yrði lokið fyrr en um páska, enda þótt ýmsir bjart- sýnismenn gerðu ráð fyrir að þeim gæti lokið um næstu áraimót Að því er snertir umisóknimar frá Svíþjóð, Sviss og Austurrífci, sagði dr. Rey, að það hefði ver- ið einn liður í þeim, sem undrun hefði vakið, þ.e. ósk þeirra um að tekið yrði upp í samning um aukaaðild ákvæði, sem heimilaði úrsögn úr bandalaginu. Augljóst væri, að stjórnmálaleg sameining Evrópu væri meginatriði í sam- bandi við tengsl við bandalagið, enda væri af þess hálfu litið svo á, að aukaaðild væri skref á sviði stjórnmála með þeim af- leiðingum, sem slíku fylgdi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.