Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 2
2 UORCriVRT.AÐlÐ Laugardagur 29. sept. 1962 Gaman að fá tækifæri til að heimsækja ísland sögíu Anna Borg og Poul Reumerl SEM kunnugrt er bauð Nor- ræna félagið hinum góðkunnu leikururn önnu Borg og Poul Reumert hingað til lands í til- efni af 40 ára afmæli félags- ins. Munu hjónin koma fram á hátíðasamkomu, sem félagið efnir til í Þjóðleikhúsinu í kvöid. ÍLesa þau þar ljóð og síðasta þátt Fjalia Eyvindar. Fréttamenn hittu önnu Borg og Poul Reumert að máli í gær á heimili bróður frú önnu, Geirs Borg, og ræddu við þau nokkra stund. Sögðust þau bæði vera á- nægð með að hafa fengið tækifæri til að koma til ís- lands og sagði Poul Reumert, að hann hefði alltaf komið til íslands þegar tækifæri hefði gefizt, frá því að hann kom hingað fyrst 1929. Anna Borg og Poul Reumert eiga son,' sem er giftur og bú- settur hér á landi og ekki sögðust þau mega gleyma barnabarni sínu, stúlku á þriðja ári. Það væri skemmti- legt að geta heimsótt fjöl- skylduna. Poul Reumert sagðist aldrei hafa komið á heimili sonar síns í Hafnarfirði fyrr en í gær. En hjónin sögðust hafa séð sonardóttur sína í vetur, er hún kom til Kaupmanna- hafnar og var viðstödd há- tíðahöldin í sambandi við 60 ára leikafmæli afa síns. í sjónvarpsdagsskrá kom litla stúlkan fram af tilviljun og vakti mikla hrifningu. Frú Anna sagði okkur aðra skemmtilega sögu af litlu sonardótturinni. Eitt sinn kom Anna Borg og Poul Reumert hún í leikhúsið, þar sem frú og það þótti henni mjög Anna var að æfa. Faðir henn- skemmtilegt. Þegar faðir henn ar kom með hana inn á svið ar fór með hana út sagði hún: — Ég vil inn í lætin aftur. Hjónin voru spurð hvort þau myndu hafa á móti því að litla sonardóttirin legðt út á leiklistarbrautina. Þau brostu hvort til annars og voru sam- mála um, að þau myndu ekki ráða henni frá því. í samibandi við það, að hjón in ætla að lesa síðasta þátt Fjalla Eyvindar voru þau spurð hvort þau hefðu leikið í leikritinu. Anna Borg sagði, að í fyrsta skiptið, sem hún kom á leik- svið, hefði hún leikið Tótu í Fjalla Eyvindi. Var það 1912. Sagðist Anna alveg muna enn- þá eftir leik Guðrúnar Indriða dóttur, sem lék Höllu í þetta sinn. 1930 lék ég svo Höllu, sagði frú Anna. Hjónin sögð- ust hafa leikið í Fjalla Ey- vindi í Kaupmannahofn. Leik- ritið hefði ekki orðið vinsælt þar og sagði Poul, að til þess væri það of íslenzkt, þ.e.a.s. Dánir skildu ekki nægilega vel hugsunarháttinn. Hjónin halda til Danmerk- ur nk. þriðjudag og voru þau spurð hvað fyrir lægi er þang- að kæmi. Anna Borg setti í fyrra á svið óperuna Rigolebto og nú á að taka upp aftur sýningar á henni í Kaup- mannahöfn. Fyrsta verk sitt sagði frúin, mýndi verða, að hlusta á ítalskan söngvara, en hann mun syngja í Rigoletto sem gestur. Poul Reumert er nú að æfa hlutverk í leikriti um Thomas Beckett eftir Anouilh, en sýn- ingar á því hefjast bráðlega. Einnig sagði Reumert að í haust myndi hann m. a. leika í Álfhól eftir J. L. Heiberg. Hefur hann leikið konunginn í því leikriti í 40 ár. Reumert sagði, að Álfhóll hefði verið sýndur í Kaupmannahöfn frá 1828. Oftast við einhver hátíð- leg tækifæri. Var það t. d. fyrsta leikritið, sem sýnt var í Konunglega leikhúsinu eftir að Danmörk varð frjáls í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. í haust yrði leikritið sýnt þegar skólaböm fengju haustleyfi. Álfhóll væri yfirleitt fyrsta leikritið, sem dönsk börn sæju í Konunglega leikhúsinu. FULLTRÚ ARA® SFUNDUB verður í Valhöll kl. 2.30 í dag laugardag. Dagskrá: a) Kosning uppstillingar- nefndar. b) Umræður um félagsmál. Klúbbfundur verður kl. 12.30 í laugardag í Þjóðleikhús- kjallaranum. ísland tapaði gegn Israel VARNA, Búlgaríu, 28. sept. (AP) — Fyrsta umferð úrslitakeppni Olympíuskákmótsins var tefld 1 dag. Úrslit urðu sem hér segir: A-flokkur: Sovétríkin — Búlg- aría 1%:1% og biðskák hjá Kerea Og Minev (Padevski gerði jafn- tefli við Botvinnik), Júgóslavía — Ungverjaland 214:1%, Austur- Þýzkaland — USA 2.2, Argentína — Vestur-Þýzkaland 2Vz :0 og biðskák, Tékkóslóvakía — Hol- land 2:2 og Rúmenía — Austur- ríki 314:14. B-flokkur: Belgía — England 2y2:iy2, Sviss — Svílþjóð 2%:1%, ísrael — íslanid 314:14' (Arinbjörn, sem tefldi á 1. borði, gerði jafntefli), Spánn — Ðan- mörk 2:2, Kúba — Finnland 2:2 og Pólland — Mongólía 4:0. í C-riðli vann Noregur Grikk- land á öllúm borðum. Fulltrúar á þing ASÍ EFTIRTALIN félög hafa kjörið fulltrúa á þing Alþýðusarobands íslands, auk þeirra, sem áður hafa verið upp talin hér í blaðinu: Landssamband vörubifreiðastj.: Mkrumah óánægður: Ritskoðun og frétta- menn reknir úr landi ACCRA, 28. sept. — NTB-AP RÍKISSTJÓRN Ghana setti á föstudag ritskoðun á allar fréttasendingar úr landi og gaf út opinhera tilkynningu þar að lútandi. Einnig hefur 2 fréttamönnum verið vísað úr landi. Fyrr um daginn hafði blaðið „Ghanaian Times“, sem fylgir stjórninni að málum, farið hörð- um orðum um brezk blöð og borið þeim mikla spillingu á brýn. Þau væru ekkert annað en málpípur nýrrar nýlendustefnu, Grafiksýning Braga As- geirssonar KL. 2 E.H. í dag opnar Bragi Ásgeirsson, listmálari, sýningu á 60 graíikm., ndum að Laugavegi 16. Saimtimis sýnir hann 15 olíu myndir á pappdr í Mokkakaffi við Skólavörðustíg. — Á grafik sýningunni á Laugavegi 18 eru my..dir, som listamaðurinn hef ur gert sl. 10 ár. Sýningin verð- ur opin í 10 daga, ! sem teygði sig úm gervallan heiminn. Kvað blaðið fréttir frá Ghana hafa verið mjög rang- færðar. Það væri einnig vel- kunn staðreynd, að ýmsir af verst innrættu skemmdarverka- og undirróðursmönnum heims- ins væru einmitt í hópi vest- rænna fréttamanna, segir blaðið. Á fimmtudag var fréttaritara brezka stórblaðsins „Daily Ex- press“ vísað úr landi í Ghana, og í dag fékk fréttaritari „Daily Telegraph", Richard Heeston, einnig fyrirskipun um að hafa sig á brott úr landinu fyrir kl. 7 á laugardagsmorgun. Helga Weisshappel sýnir í Oslo OSLO, 28. sept. — Helga Weiss happel opnaði í dag í listasal Halvorsens sýningu á 57 mynd- um, þar af 45 vatnslitaimynd- um. Listdómendur blaðanna heimsóttu sýninguna í gær Qig fara þeir mjög lofsamleguim orð- um um listakonuna í blöðum sínum í dag. Nokkrir boðsgestir skoðuðu listaverkin í dag, þ-á.m. Haraldur Guðmundsson, sendi- herra, og frú og finski sendi- hercann, Þú. Leino Larsson. Sk. Sk. Tvöfaldur greiddur ALLT bendir til þess að sölu- skattur sé tekinn tvisvar af áfengi því, sem selt er af veit- imgahúsum í Reykjavík og ann- ars staðar. Áfengisverzlun ríkis- ins selur veitingahúsum áfengið með söluskatti inniföldum í verð- inu, en veitingahúsin leggja síð- an 3% söluskatt á áfengið við endanlega sölu þannig að við- skiptavinurinn greiðir í raun og veru 6% söluskatt. Lög um söluskatt kveða svo á að skatturinn skuli bundinn við síðasta stig viðskipta, og neytandi teljist sá, sem ekki endurselur vöruna. Nú er það svo að sé áfengis- flaska keypt í útsölum Afengis- verzlunarinnar er innifalinn 3% söluskatttir í verðinu, sem rennur til ríkissjóðs. Yeitingahúsin kaupa áfengið af Áfengisverzl- uninni fyrir sama verð og hver annar kaupandi og er því söluskatturinn innifalinn í því, en með öllu er greinilegt að hér er ekki um síðasta stig viðskipta að ræða, því að veitingahúsin endurselja áfengið til viðskipta- vina sinna, — og leggja þá enn á 3% söluskatt, sero rennur til söluskattur af áfengi ríkissjóðs. Mætti telja eðlilegra að veitingahúsum yrði selt áfeng- ið við 3% lægra verði en útsölu- verð áfengisverzlunarinnar er, þannig að þessi tvískattlagning eigi sér ekki stað. Einar Ogmundsson, Rvik., Pétur Guðfinnsson, Rvík, Asgrímur Gíslason, Rví'k, Magnús Þ. Helga son, Kefla-vík, Haraldur Boga- son, Akureyri, Sigurður Ingvars son, Eyrabakka, Kristinn B. Gíslason, Stykkighólmi, Hrafn Sveinbj annarson, Hallanmsstað, og Ólafur B. Þórarinsson, Patreks firði. Flugvirkjafélag fslands: Gunn ar Valgeirsson. Félag klæðskerasveina „Skjald borg“: Helgi Þorkelsson. V erkalýðsf élagið „SkjöWur‘‘í Flateyri: Eyjólfur Jónsson og Kolbeinn Guðmundsson. V enka lýðsf é lagið „Súgandi", Sudureyri: Bjarni Friðriksson: '/‘NAIShnit.r / SV 50 hnuiar )f Sn/iioma » ÚSi 7 Slrúrir K Þrumur KuUoaht Z/ HHatkH H HmA | Rigning var víða um land í gær, þó var þurrt víðast hvar á Norðurlandi. Mest rigndi í Skaftafellssýslu og á Aust- fjöröuim, því að þar stóð vind ur af hafi. Á Faguhhólsmýri í öræfum mældist únkomu- magnið tveir ag hálfúr senti- roetri í fyrrinótt. Það er vel vökvað, eða jafnt og 250 tonn á hektara. Segja má, að djúpa lætgðin fyrir suðvestan ísland stýri vindum á öllu kortsvæðinu. Má búast við henni við suður strönd landsins í dag. keyptu á veitingahúsum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.