Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 5
f Laugardagur 29. sept. 1962 MORCl'NBLAÐIL 5 ! ! FYRIR skömmu hitti frétta- maður blaösins Heiðar Ást- valdsson danskennara og not- aði tækifærið til að spyrja hann frétta úr heimi dansins. Heiðar sagði okkur, að hann hefði ferðast víða í sumar til að kynna sér nýjungar. — Er nýr sajmkvæmisdans í uppsiglingu? — Nei, það er enginn al- veg nýr dans að ryðja sér til rúms um þessar mundir. Ég mun þó kenna einn nýjan í vetur, svokallað Spring Twist, sem er nokkuð rólegri dans, en hið upphaflega Twist. Spring Twistið er til orðið í Englandi og var kennt á þingi danskennara þar í sumar. Einnig voru kenndir aðrir nýj ir dansar, sem var ákveðið að kenna ekki í dansskólum — — Kennirðu ekki „gamla“ Twistið £ vetur? — Jú, en ég legg enga sér staka áherzlu á það, kenni það bara ef nemendurnir óska þess. — Hvaða lönd heimsóttirðu í sumar? — Ég fór til Noregs og Dan merkur, þar sem ég kynnti mér barnadansa. Þeir eru hvergi kenndir nema á Norð- urlöndum og ég ætla að kenna þá sarahliða öðrum samkvæm isdönsum í yngstu flokkunum. Einnig fór ég til Þýzkalands og gerðist meðlimur í þýzku danskennarafélagi. Síðan heim sótti ég England og Frakk- land. Það er alveg nauðsyn- legt fyrir danskennara að ferðast á sumrin og kynna sér nýjungar. Þó ekki séu á döfinni nýjir dansar eru allt- Guðrún, Guðbjörg og Heiðar- af ný spor og tilbrigði að bæt- ast við þá, sem fyrir eru. a — Hvaða dansar eru vin- sælastir í löndunum, sem þú fórst til? Víðast eru það klassísku samikvæmisdansarnir og svo Twistið meðal unga fólksins. f Frafcklandi er Madison, dans sem til varð í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, töluvert vinsæll, en annars staðar er hann ekki dansaður lepg- ur. — Hvernig verður kennsl- unni háttað í vetur? — Við erum þrír danskenn arar við skólann, ég og systur minar tvær Guðbjörg og Guð- rún. Þær hafa lært í Englandi og við Guðbjörg erum bæði meðlimir The Imperial Society of Teachers of Dancing, en Guðrún fer utan næsta sum- ar til að læra meira og mun hún einnig ganga í félagið. í vetur kennum við eftir nýrri kennsluskrá, sem samin var í sumar af nefnd, er skipuð var fulltrúum frá öllum dans kennarafélögum heims. Var Ástvaldsson. skrá þessi samin til þess að samræma danskennslu um allan heim og verður byrjend um kennt eftir henni. Á skránni eru 10 dansar og er gert ráð fyrir að kennd séu 3—5 spor í hverjum dansi, en í einum dansi geta verið allt að 40 spor. Það á að tafca eitt ár að kenna nemendum þau spor, sem tilgreind eru á skránni, en eftir það kennurn við eftir skrá, sem gefin er út af The Imperial Society of Teachers of Dancing. — Hvað eru margir með- limir i því félagi? — Þeir eru um 7000, bæði þeir, sem kenna samkvæmis- dansa, ballett, þjóðdansa o.fl. Meðlimirnir eru frá öllum heimsálfum og er þetta elzta og stærsa danskennarafélag í heimi. — Hvað ætlið þið að kenna á mörgum stöðum í vetur? — Við höfum fasta tíma í Reykjavík og nágrenni í all- an vetur og einnig ætlum við að halda námskeið út um land. Frá geimi ljóss og lits og hljóms að lífsins kjarna bylgjur falla, sem skálar ilms af blöðum blóms, er barmi að eigin vörum halla, sem bergrödd, er sig hrópar heim, sem himindögg í jarðar eim, er jurtir aftur að sér kalla. Einir Benediktseon; Stofjahreim ur, brot). Söfnin Árbæjarsafnið er lokað nema fyrir hópferðir tilkynntar áður í síma 18000. Tæknibókasafn IMSf. Opið alla virka daga kl. 1—7 e.h. nema laugardaga kl. 1—3. e.h. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 1.30 til 4 e.h. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2. opið dag'ega frá kl. 2—4 nema mánudaga. Listasafn íslands er opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 1.30 til 4 e.h. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og miðvikurdögum frá kl. 1.30 til 3.30 e.h. Tekið á móti tilkynningum trá kl. 10-12 f.h. ÞETTA hafa verið hálfgerð- ar ævintýrafæðingar, sagði húsbóndinn að Grundargerði 16, Ragnar Jakobssson rafvirki eftir að hafa sjálfur tekið á móti þremur af sex börnum þeirra Guðbjargar konu sinnar Síðastliðinn miðvikudags- morgunn fæddist þeim Ragn- ari og frú Guðbjörgu sjötta barnið, og bar fæðinguna svo brátt að, að barnið var fætt áður en ljóstnóðirin gat kom- ið á vettvang. Sagði Ragnar við fréttamann blaðsins, að fæðingin hefði gengið ágæt- lega, en þó hefði ekki mátt tæpara standa, að hann kæmi heim í morgunkaffið og tæki á móti barninu. Ljósmyndari blaðsins fékk að taka þessa mynd á heim- ili þeirra hjóna í fyrrakvöld og eru á henni talið frá vinstri 1 Kristín Ólafía 13 ára, elzta dóttir þeirra hjóna, Hannes sonur þeirra 10 ára, Ragnar, Magnea dóttir þeirra 6 ára, nýfæddi sonurinn og frú Guð bjöng. * Sagði Ragnar, að tveimur L börnum þeirra 4 og 2 ára, hefðu þau komið fyrir í nofckra daga hjá móður sinni og systkinum að Sogni í Kjós. Veizlustöðin, Þverholti 4 Simi 10391. Veizluréttir Kalt borð Smurt brauð Snittur Tvo unga menn utan af landi vantar herb. sem næst Stýrimannaskól- anum. Tilboð merkt. „Reglusemi 3463“, sendist afgr. Mbl. sem fyrst. Keflavík — Suðurnes Úrsmíðaverkstæðið er að Hafnargötu 34 (við hliðina á bókabúðinni). Sími 2204. Hjálmar Pétursson, úrsmiður. Stúlka eða kona óskast til afgreiðslustarfa og önnur til eldhússtarfa. Gott kaup. Austurbar (Silfurtunglið) Snorrabraut 37. Ungur reglusamur maður óskar eftir auka- vinnu eftir kl. 8 á kvöldin. Tilboð sendist Mbl. merkt „Aukavinna — 3457“, fyrir 5. október. Til sölu Til sölu er nýleg spring- dýna. — Tækifærisverð. — Nánari upplýsingar að Grensásveg 54 á sunnudag- inn kl. 2—6. Saumavélaviðgerðir Gerum við allar tegundir saumavéla. Fljót og góð afgr. Baldur Jónsson sf. Barónsstíg 3. - Simi 18994. Skrifstofuvélaviðgerðir Gerum við ritvélar, reikni- vélar og fjölritara. Fljót Oig góð afgreiðsla. Sótt og sent. Baldur Jónsson sf. Barónsstíg 3. Sími 18994. Ný kjallaraíbúð í austurbænum - stór stofa eldhús, bað Og geymsla - til leigu. Fyrirframgreiðsla æskileg. Til’boð sendist Mbl. merkt: „130 B. — 3452“. GRUNDIG útvarpstæki og skápur með innibyggðum plötuspilara til sölu og sýnis á Skóla- vörðustíg 13 í dag, laugar- dag, milli kl. 2—6. Ungan, reglusaman mann vantar vinnu, helst sem bílstjóri. Uppl. í síma 36949 frá kl. 12—17. Unglingur eða roskinn maður óskast í kassaþvott og hreingerningar. — Fiskmiðstöðin h.f. Sími 17857 og 13560. Takið eftir íbúð óskast 1. okt. Reglu- semi. Ársfyrirframgreiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 10305. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa (^ag- vakt) í söluturninum Álf- heimum 2. Uppl. í síma 35248. Volvo 4ra manna einkabíll í góðu standi til sölu nú þegar. — Uppl. í síma 17845 kl. 6—8 á kvöldin. Kenni byrjendum ensku. Upplýsingar í síma 17201 milli kl. 7—8 á kvöld in. Óska eftir heimavinnu eða skúringum Vön saumaskap. Sími 38156 Borðstofusett og svefn- sófi til sölu skni 38156. Lóð Lóð til sölu á góðum stað í Kópavogi, undir einbýlis- hús. — Tilboð sendist Mbl. merkt: „Vesturbær - 3448“ Til sölu rafmagnseldavél að Holts- götu 6, Hafnarfirði. Uppl. í síma 51344, milli kl. 10,30 til 16. RAUDAMÖL Rauðamöl, fín og gróf. — Vikurgjall. — Ennfremur mjög gott uppfyllingarefni. Sími 50997. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglysa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. Óska eftir að taka á leigu 3ja—4ra herb. íbúð. Fyrirfram- greiðsla eftir samkomulagi. Uppl. í síma 20825. HÓTEL AKRANES við leikum og syngjum í Hctel Akranes í kvöld og annað kvöld. FLAMINGÓ OG ÞOR NÍLSEN Ö 1 1 n ý She’s not you Domino Twist Roses are red Dancing Party Rubbdy Dooby ustu Iögin: Bimbó Twist Lover Please Jomb a laya Ja Ja Just tell her jim- baid helllo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.