Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 6
MOKCTJlSJtT 4Ð1Ð Synyur á hátíðarsamkomu Norræna félagsins í kvöld Á hátíðarsamkomu Norræna félagsins í Þjóðleikhúsinu í kvöld mun norskur söngvari Olav Er- iksen syngja lög eftir Grieg. Morgunblaðið hitti hann að máli í herbergi hans á Hótel Borg þegar hann var í þann mund að fara á söngskemmtun Tijt Kuus ik í Gamla Bíó í gærkvöldi. Hann sagði þetta vera fyrsta íslandsferð sína »g hann væri öijög ánægður að hafa fengið tækifæri til að koma hingað. Hann er glaðlegur maður og sagði okkur að hann hefði stund- að nám í Stokkhólmi samtímis Guðmundi Jónssyni og síðan hefði hann heyrt hann syngja hlutverk Rigolettos í Konung- lega Leikihúsinu í Kaupmanna- höfn. Hann kvaðst hafa sungið í fimm ár í söngleikahúsum í Þýzkalandi og síðan við Operuna í Osló, en nú uin nokkurt skeið hefði hann verið „free lance" ag kynni því ágætlega. Hyggð- ist hann halda því áfram um nokkurt skeið, því með því móti gæti hann ferðazt aieira og kynnzt fleiru. Hann var með Árna Kristj- ánssyni á æfingu í dag, og þó þeir hefðu aldrei sézt áður væri ákaflega gott að vinna með hon- um. Hann fer héðan á mánudag Hann sagði að lokum að sig langaði til að fá tækifæri til að koma hingað aftur og hafa þá aðstöðu til að dveljast lengur en úr því gæti ekki orðið að þessu sinni. Olav Eriksen og mun þá dveljast fram til 10 október í Oslo við upptökur fyr- ir útvarpið og sjónvarpið, en síð- an fer hann í söngför um Nor- eg og síðan um Evrópu. Kafflsula vegna Hallgrímskirkju HVAÐ líður smíði Hallgríms- kirkju í Reykjavík? Þeir, sem leið eiga framhjá, sjá ekki mikil vegsummerki frá í fyrra, en það er sökum þess, að í sumar hef- ur verið unnið innan veggja, og svæðið afgirt. Brátt kemur að því, að steypt verður gólf og súlur reistar, og fyrr eða síðar mun hin fagra minningarkirkja gnæfa fyrir borgina. Þegar kirkjan er risin í allri sinni tign, má þakka það sam- vinnu margra aðila, en eitt er víst — að þegar sagan verður skráð, gleymist ekki hlutur kvenfélagsins, sem með trú- mennsku hefur lagt á sig sinn skerf í mörg ár, mest í kyrrþey, en stundum gerir félagið vart við sig á þann hátt, að það hvorki á né má fara framhjá neinum. Þá kalla kvenfélagskon- urnar allan almenning til liðs við sig. En það er einkennandi fyrir þennan félagsskap, að til- tölulega sjaldan biðja konurnar almenning að gefa, heldur að kaupa það, sem þær sjálfar hafa gefið, eða útvegað hjá kunningj- um sínum. Þannig býður félagið öllum safnaðarmönnum og Reykvíkingum yfirleitt í Silfur- tunglið á sunnudaginn kemur, til þess að kaupa kaffi og kökur sanngjörnu verði, til að styðja þá sjóði, er síðan verða til styrkt ar Hallgrímskirkju. Ég vil leyfa mér að þakka fyrirfram öllum þeim, sem þannig leggja sitt fram til hins góða málefnis, bæði þeim, sem drekka eftirmið- dagskaffið í Silfurtunglinu, for- stöðumanni veitingahússins fyr- ir hans lipru samvinnu — og síðast en ekki sízt kvenfélags- konunum, sem nú eru sem óðast að baka og brasa, hver á sínu heimili. Ég vænti þess, að sem allra flestar kvenfélagskonur verði með í því að leggja eitt- hvað til, „bakkelsi" eða vinnu, enda hefur aldrei á því staðið hingað til. Það er óþarfi að hafa fleiri orð um þetta. Sumum þykja betri stuttar „ræður" en langar, en allir eru sammála um það, að gildi hverrar ræðu sé aðal- lega fólgið - því, að breytt sé eftir henni. Og í þetta sinn er ég ekki í vafa um, að Reykvík- ingar fara að mínum orðum, er ég hvet þá til að koma til móts við kvenfélagið á- sunnudaginn og drekka sinn kaffisopa í Silf- urtunglinu. Með fyrirfram þökk. Jakob Jónsson. Dar Es-Salaam, Tang- anyika, 27. sept. — • ÞingifS í Tanganyika sam- þykkti í dag ákvæði, er heim- ila stjórn landsins, að láta handtak.i fólk, sem talið er ógna öryggi ríkisins og halda því í fangelsi um ótakmarkað- an tíma, án þess að leggja mál fyrir lög og dóm. Rashidi Kawawa forsætisráð herra landsins lýsti því yfir í þingræðu í dag að þessar ráð- stafanir hefði átt að gera fyr- ir löngu, því sá hefði lengi ver ið vilji þjóðarinnar. Þjóðdansafélag Reykjav. hefur vetrarstarfið STARFSEMI Þjóðdansafélags Reykjavíkur hefur aukizt mikið á undanförnum árum. Alltaf fjölgar sýningum á vegum fé- lagsins og hafa margir erlendir Yfirlýsing vorðandi samkomu- lag „Sexmannqnefndor" Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing: „Vegna ný afstaðinne samn- inga mil'li fulltrúa fraimleiðenda og neytenda í „Sexmannanefnd" um búvöruverð fyrir næsta verð lagsár, viljum við undirritaðir lýsa yfir því, að við teljum þá óviðunandi fyrir bændur og ó- eðlilega eins og málin lágu fyrir. Með samkomulagi þessu eru rök studdar lágmarks kröfur fulltrúa fundar bænda á Laugum 13. ág. sl. og síðasta aðalfundar Stétt- arsambands bænda, um leiðrétt- ingu á afurðaverði, sniðgengn- ar í höfuðatriðum. Teljum við þetta svo alvarlegt, að ekki verði hjá því komizt að mótmæ'la þessu samkomulagi, því sitt er hvað að lúta ranglát- um dómi, sem hægt er að áfrýja eða leggja okið á eigin herðar eins og nú hefur verið gert. Trúnaðarmenn framleiðenda í „Seximannanefnd'" virðast hafa litið á þessar kröfur bænda sem toppkröfur, sem heimilt væri að slá af til samkomulags, eins og oft tíðkast í vinnudeilum. Sú aðferð er í beinni mót- sögn við afgreiðslu síðasta stétt- arsamibandsfundar, enda andstæð hugsunarhætti bænda, sem gera yfirleitt ekki hærri kröfur en hægt er að rökstyðja sem brýna nauðsyn fyrir atvinnurekstur þeirra og hljóta því að halda til streytu. Viljum við skora á alla bænd- ur og búnaðarsamtok í landinu, að þrýsta sér sem fastast saman um réttindi stéttarinnar — og viðurkenna í engu gerða samn- inga um hin nýja verðgrundvöll, nema sem bráðabirgða lausn __ þar til viðunandi niðurstaða er fengin á verðlagningu land'bún- aðarafurða og láta engin annar- leg sjónarmið villa sér sýn í þeirri baráttu. Árnesi 18. sept. 1962 Hermóður Guðmundsson Baldur Baldvinsson Teitur Björnsson ferðamenn látið í ljós óskir um að sjá íslenzka þjóðdansa. Það hefur tíðkazt undanfarin sumur, að félagið hefur verið beðið um sýningar fyrir stóra ferða- mannahópa, og nú í sumar var tekin upp sú nýbreytni, að sýna íslenzka þjóðdansa að Árbæ við góðar undirtektir. Félaginu berast árlega boð frá ýmsum löndum um að senda þátttakendur á þjóðdansamót. Því miður er alltof sjaldan hægt að sinna slíku, en félagið vinn- ur að því, að þetta geti orðið oftar, og er að slíkum gerðum góð landkynning. Nú er vetrarstarfsemi félags- ins að hefjast og verður tekin upp sú nýbreytni ^ð hafa einn- ig kennslu í nýjum dönsum, til þess að auka enn fjölbreytni í starfsemi félagsins. Starfræktir verða flokkar fyr- ir börn, unglinga og fullorðna, auk þess sem alltaf er starf- ræktur sérstakur sýningarflokk- ur. —• Kennsian hefst 2. okt. I Al- þýðuhúsinu. Innritun í síma fé- lagsins 12557. Port Alhere, Brazilíu, 26. sept. — AP—NTB — Látinn er í Brazilíu, fyrrver- andi forsætisráðherra landsins Francisko Brochado Barocha. Hann sagði af sér embætti fyr ir 12 dögum. + MABUR í HOLTINU SKRIFAR: Ekki man ég Gest Pálsson, en um þrjátíu ára skeið hafði ég náin kynni af nokkrusm þeim mönnum, er honum höfðu verið kunnugir, sumir gagn- kunnugir. Allt voru það vel menntaðir menn, en langt var frá að allir sæju þeir lífið af sama sjónarhól. Eitt var þeim þó sameiginlegt: öllum þótti þeim iílnilega vænt um Gest. Þá var ég í barnæsku er ég las bókarkorn hans, „þrjár sögur", og við þann lestur heillaðist ég aí honum. Hann er enn í dag einn þeirra rithöfunda sem mér eru kærastir. Enginn íslenzkur rithöfund- ur hefir eins og hann kunnað að beita háðinu til lækningar þjóðfélagsmeinunum, enda seg- ir hann (orð hans man ég ekki með ná/kvæmni) að háðið, nógu sárbeitt, haff um allan aldur verið bezti læknir mannkyns- ins. Og hvað ég hefi óskað þess heitt og lengi að Alfaðir vildi láta Gest Pálsson endurfæðast með íslenzkri þjóð. Skyldi nokkur sá, er hlýddi á útvarpserindi Haralds J. Hamars mánudagskvöldið 24. september, hafa komist hjá því að hugsa þá um Gest Pálsson, ef hann annars þekkti rit hans? Ég trúi því ekki. Svo það var þá til maður sem bæði þorði að halda uppi fyrir okkur spegl inum og hafði lag á að gera það, svo að við sæjum sjálf okkur skýrt og greinilega. Ham ingjunni sé lof. Því að hverj- um manni er það hollt að sjá sjálfan sig eins og aðrir sjá sjálfan sig eins og aðrir sjá hann. Flestum mun hafa kom- slíkt á óvart, en þess hefi ég síðan orðið var, að fleiri en ég eru nú þessum manni þakklátir. Við skulum vona að erindið verði endurtekið í útvarpinu. Með því væri þjóðinni vel þjón að. >f\ '*£ En verður það með réttu kall að háð að sýna okkur eins og erum? Þeirri spurningu verður ekki svarað hér. En meira þyrft um við að fá af slíkum mynda- sýningum. Gott eitt getur þar af stafað. • BURT ME» ANDSTYGGB INA. Snæbjörn Jónsson skrifar: Varla mun þykja viðeigandi að segja það, en samt er þa3 blákaldur sannleikur, að ekki höfum við fslendinigar margt til að stæra okkur af fraim yfir aðrar þjóðir. Til sæmdar eru okkur þó þeir menn, er við eigum það að þakka að hér er nú lögbannað á aknennum vett vangi það andstyggilega nauta- at, sem með hræsniorði er nefnt hnefaleikar. Á síðastliðnu vori átti ég bréfaskifti við Lady Edith Summerskill í tilefni af hennar hetjulegu viðleitni að fá samskonar banni komið á með Bretum, og þá gat hún bess, að Kjartan læknir Jó- hannsson væri maður sem sig langaði til að hitta. (Læknis- orðstír sjálfrar hennar er mik- ill). Um það ætlaði ég þó ekki að ræða. En úr því að alþingi hefir gefið öðrum þjóðum for- dæmi í þessu máli, væri það þá ekki vel að blöðin vildu hætta að flytja hroðasögur af þessuim. níðingslegu „skemmtunum" þar sem þær tíðkast? Varðar okkur nokkuð um þær? Væri ekki rúminu betur varið til annars? Nú um sinn keppast þau við að dreifa fræðslu um villi- mennskuna út um landið. Sn. J. / fc^^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.