Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 8
8 MORCVISBLAÐIÐ Laugardagur 29. sept. 1982 Hl Á íslendingaslóoum í Kaupmannahöfn BJÖRN TH. BJÖRNSSON: Á íslendingaslóðum í Kaup- mannahöfn. 232 bls. Heims- kringla, Reykjavík MCMLXJ. SÍÐUSTU árin hafa nokkur helztu bókaforlögin tekið upp þann sið að gefa út fyrir jólin eina eða tvær verulega vandað- ar bækur, nokkurs konar skart- bækur. Hafa þau keppzt um að gera þessi rit sem allra vegleg- ust, og er slík samkeppni vissu- lega til mikilla bóta. „Skartbók" Heimskringlu fyrir síðustu jól var bók Björns Th. Björnssonar, „Á íslendingaslóðum í Kaup- mannahöfn," eín hín vandaðasta bók sem hér hefur verið gefin út að öllum ytra frágangi, og bei að þakka það Gísla B. Björns- syni sem réði umbroti bókarínn- ar, Birgitte Jordahn sem tók hin- ar ágætu ljósmyndir, Prentsmiðj- unni Hólum og Hólabókbandi. Ekki er samt ínníhaldið síðra en umbúðirnar. Ég hef ekki i háa herrans tíð lesið öllu fróð- legri og skemmtilegri bófc, og þykir leitt hve dregizt hefur að ég færi um hana nokkrum orð- um. Hins vegar á bók eins og þessi ekki að þurfa að fyrnast, og er það mín afsökun. Stúdent í Höfn reikaði ég um þær slóðir, sem bókin lýsir, heil- an vetur og hafði að vísu óljósa vitneskju um að ýmislegt sögu- legt hefði gerzt í öngstrætum þessarar gömlu og glaðværu borgar. Ellefu árum síðar les ég bók Björns Th. Björnssonar og uppgötva nýjan heim í þessum gamalkæru götum, heim þrung- inn af sögu og sérstæðum atvik- um, þar sem örlög fjölmargra íslendinga voru ráðin, bæði til góðs og ills. Hafði það nokkurn tíma verið vafamál að Kaupmannahöfn var um margra alda skeið eitt helzta vígi íslenzkrar menningar, þá tekur bók Björns af öll tvímæli um það. Hér hlutu ekki aðeins upprennandi leiðtogar þjóðarinn ar nauðsynlega og oft dýrkeypta menntun til starfa heima á Fróni, heldur var íslenzk menning varð veitt, ræktuð og varin í Kaup- mannahöfn, saga okkar grafin úr gleymsku, frelsisbarátta þjóðar- innar skipulögð og síðast en ekki sízt tengslin við evrópska menn- ingu varðveitt og styrkt. Það eru engar ýkjur, að Höfn hafði forð- að íslenzku þjóðinni frá algerri nesjamennsku og menningarlegri hrðrnun. Þetta mega menn gjarna hafa í huga þegar þeir álasa dönskum valdamönnum og kaupmönnum réttilega fyrir sví- virðilega framkomu í viðskiptum þeirra við íslenzku þjóðina. Tengsl okkar við Dani voru í senn bölvun okkar og blessun, og enginn skyldi gleyma því að Við áttum sjálfir snaran þátt í niðurlægingu okkar. Bók Björns Th. Björnssonar er í senn leiðarvísir um gömlu Kaup mannahöfn og merkilegt sagn- fræðirit. Hann tekur lesandann við hönd sér og leiðir hann götu úr götu, inn í húsasund, upp á hanabjálka, út að borgar- múrunum og jafnvel út í skóg. Hvarvetna verða fyrir honum grasi gróin spor íslendinga, og á stöku stað rekst hann á löngu gleymd spor landa sinna. Frásögnin er krydduð fjölmörg um fróðlegum og oft bráð- skemmtilegum tiivitnunum í dönsk og íslenzk rit, sem ævin- lega varpa skærara ljósi yfir sviðið. Stíllinn er í senn glæsi- logur og einatt glettinn,'og þó er eins og höfundur sé að rabba við lesandann á göngu sinni. líjörn Th. Björnsson. Það er ekkert óðagot, allt er gaumgæfilega kannað, en hvergi verður þessi hægláta bók lang- dregin eða leiðinleg. Það er erfitt að segja hvaða kaflar bókarinnar eru minnis- stæðastir. Þar gætir svo margra grasa, og allt vekur með ein- hverjum hætti forvitni lesand- ans og eftirvæntingu. Við kynn- umst ýmsum helztu andans mönn um Islendinga á siðustu öldum, heimsækjum Jón Sigurðsson og sjáum hvernig hann bjó, gistum Jóhann Sigurjónsson bæði með- an hann var fátækur og bjó í Silfurgötu, þar sem þeir Gunnar Gunnarsson sneri „Fjalla- Eyvindi" á íslenzku, og eins eftir að hann er orðinn efnaður og býr á Johannevej 3, þar sem alltaf var gestkvæmt og glatt á hjalla. Við kynnumst glæsileg- um æviferli Jóns Eirílkssonar og fylgjumst með honum og fylgj- fylgjumst með honum síðasta spölinn út á Löngubrú, skoðum síðustu vistarverur Baldvins Ein- arssonar og Jónasar Hallgríms- sonar, skyggnumst í einkalíf Sveinbjarnar Egilssonar rektors, Gríms Thomsens, Gísla Bryn- jólfssonar og fjölmargra annarra, höfum svipuð kynni af ýmsum nafnkenndum sérvitr- ingum, einkum þó Magnúsi frat- er og Þorleifi Repp, kynnumst ömurleigum heimilisástæðum Konráðs Gíslasonar, erfiðleik- um góðmennisins Eiríks Jóns- sonar í viðskiptum hans við drykkfellda og róstusama landa hans á Garði, sláumst í för með þeim Eirilki frá Brúnum og Gísla Brynjólfssyni þegar þeir fara að heimsækja kónginn með koffort- ið góðá á milli sín, hittum hinn orðlagða prakkara og tossa, Ber- til Thorvaldsen, í Grænugötú, förum út í Klampenborg og kynn umst brautryðjandastarfi Jóns Hjaltalíns, heimsækjum kunn- ustu freistingastaði íslendinga, bæði við Kóngsins Nýjatorg, Sívalaturn og svo í Hólmsins- götu, þar sem við kynnumst ólík- um viðhorfum þeirra Eiríks frá 3rúnum, ögmundar Sívertsens og Sveinbjarnar Egilssonar yngra. Þannig mætti lengi halda áfram að telja, því bók- in geymir óhemju mikinn fróð- leik um menn og mannvirki, allt frá því er Arnaldur íslendingur heimsótti Absalon biskup á 12. öld til þess er Sigfús Blöndal orðabókarhöfundur var hrókur alls fagnaðar á samkomum ís- lendinga í Höfn með gítarspili og söng á 20. öld. Samt held ég að mér hafi orðið minnisstæðastar lýsingarnar á kjörum og meðferð íslenzkra brotamanna á Brimarhólmi, í Stokkhúsinu og í Spuna- og rasp húsinu. Þar áttu mörg hundruð íslenzkir sakamenn ömurlega vist og oftast mjög skamma, því þeir hrundu niður eins og pestarfé. Pólskan og mannvonzkan á þess- um stöðum var svo himinhróp- andi, að maður á erfitt með að skilja að ekki skuli vera nema rúm öld síðan þessir smánar- blettir voru máðir burt, og það hjá þjóð sem er meðal fremstu og mannúðlegustu menningar- þjóða sam,tímans. Hinu skyldi þó ekki gleymt, að harka íslenzkra embættismanna við afbrotamenn var oft með ólíkindum, eins og t.d. þegar Jón Jakobsson sýslu- maður dæmir ungan mann til dauða fyrir að hafa fallið í þá freistni að teikna nákvæma eftir likingu ríkisbankaseðils og kaupa sér sætindi fyrir hinn falsaða seð- il. Saga þessa unga manns og niðja hans er gott dæmi um þá einkennilegustu örlagaþræði sem oft spunnust í Kaupmannah. þar sem íslendingar áttu í hlut, en örlög hans voru hins vegar harla ólík örlögum nær allra fslend- inga sem lentu í dönsku þræla- kistunum. Höfundur víkur á einum stað að morðinu á Guðmundi Kamb- an og segir réttilega: „Undarlega fór hljótt um þetta mál heima. Engu var líkara en íslenzk stjórn arvöld tækju grunsemdirnar líka fyrir sönnun; opinber greinar- gerð var engin birt, og aldrei hef ég til þess heyrt að rannsókn eða máJsókn hafi farið fram. Þegar lík Kambans var flutt heim ti'l íslandis og jarðsett, varð í engu séð að þar væri kvatt eitt mesta skáld íslenzkrar samtíðar. Hafi aðrir ekki rétt hlut Kamb ans, mun hann gera það sjálfur. í einu síðasta kvæði hans standa þessi orð um víg annars íslenzks skálds, en eiga þó eins vel við hann sjálfan: Nóttina land þitt "lorðintrjanum merkir, en morðsins hefnd skal falin þinni list." (Bls. 176—177). Prentvillur sá ég fáar í bók- inni, en þó nægilega mangar til að gera þetta merkilega rit ekki alfullkomið! Um sagnfræðilega nákvæmni þess er ég ekiki bær að dæma, en af því ég er stadd- ur í Grikklandi og málið er mér skylt, vil ég leiðrétta eina villu sem raunar hefur fyrr komið fram á prenti heima á fslandi. Á bls. 113 segir: „Sigfús Blöndal var maður klassiskrar menntun- ar og hinn eini íslendinga — ut- an meistara Brynjólfs Sveinsson ar, að því er sagan hermir — sem mælandi hefur verið á gríska tungu." Þetta er ekki rétt, og get ég nefnt tvo unga íslendinga, bekkjabræður meira að segja, sem mælandi eru á gríska tungu. Hydru, 18. 9. 1962. Sigurður A. Magnússon. \ i K«n^ winn;. að augiysing i .i^prsia og útbreiðdasta blaðino horear sig bezt. Asgeir Þorsteinsson: Tryggmgama fiskiflotans í GREIN í Vísi 26. þ. m. eftir Jón Erling Þorláksson trygginga- fræðing, ,,um tryggingaviðskipti við útlönd og endurtryggingu fiskiflotans", er vakið máls á mJög þýðingarmiklu en flóknu vandamáli. Þessvegna er það mjög hvim- leitt, að mál þetta skuli jafnan sæta handahófsmeðferð. í Aiþýðublaðinu 14. nóv. 1961, var aðalgrein með heitinu „Skipa tryggingahneykslið", sem fjallaði um tryggingar fiskiskipa á ís- landi. Þar var kjarni málsins sú fullyrðing, að slíkar tryggingar væri ,,20% dýrari en samskonar tryggingar í Noregi". í grein Jóns E. Þorlákssonar í Vísi, er einnig vísað í saman- burð milli norskra og íslenzkra tryggingariðgjalda, sem „væri miklu hærri hér en í Noregi". En þar er jafnframt sagt á þessa leið um botnvörpuskip sér- staklega: „Vátryggingariðgjöld af brezkum togurum eru meira en helmingi lægri en á íslenzkum togurunum". Svona málsmeðferð er vægast sagt losaraleg af blaðamanni, en ófyrirgefanleg af tryggingafræð- ingi. Hvað mundu menn segja um (þá vitneskju, að Merinoféð væri helmingi ullarbetra en íslenzka sauðféð, sem rök fyrir niður- lægingu í íslenzkri sauðfjárrækt? Það er gersamlega út í bláinn að gera slíka samanburði sem hér voru nefndir, milli íslands og annarra landa. Hið eina sem skiptir máli, þeg- ar rætt er um tryggingariðgjöld skipa, er samhengið milli þeirra Samkomur Samkoma í kvöld í samkomusal Hjálpræðishersins. Frjálsir vitnisburðir. Allir vel- komnir. — Sigurður Jónsson, Bjarnastöðum. og tjónakostnaðarins, sem þau eiga að standa undir. í þessum efnum er Jóni E. Þorlákssyni ekkert að vanbúnaði. Hann hefur haft gögn fiskiskipa- flotans, sem er undir 100 rúm- lestum, til meðferðar um langt bil, og hefði i grein sinni mátt minnast á þá staðreynd, að meir en helming-ur alls tjónskostnað- ar bátanna eru viðgerðir vegna tjóna, sem verða í höfnum inini, og beztu hafnirnar eru verstar i þeim efnum, snmar hverjar. Hann hefði einnig getað minnzt þeirrar staðreyndar um botn- vörpuskipin, sem birtist í greia í Morgunbl. 6. des. sl., „Um skipatryggingar", að á tímabilinu 1947 til 1959, nam greiðsla tjóns- bóta frá erlendum aðilum, 15 millj. króna hærri fjárhæð en, iðgjaldaupphæðin til þeirra á sama tíma. Þetta átti við tæpl. 40% af verðmætum botnvörpu- skipaflotans. Hafa þetta þá reynzt „gagns- laus viðskipti og eingöngu til stórtjóns frá sjónarmiði þjóðar- heildarinnar", eins og Jón E. Þorláksson fullyrðir. Mér þykir Ieitt að þurfa a$ tala í þessum tón til Jóns E. Þorlákssonar, sem kemur manni vel fyrir sjónir, en greinin í Vísi veldur því, Og hann neyðist til þess að skrifa aðra grein, þar sem byggt er á raunhæfum upp- lýsingum málanna hér á landi, úr tryggingarsögu fiskiskipanna einna, en ekki bornar á borð óviðkomandi og villandi upplýs- ingar, eins og heildarskýrsla Landsbankans um vátrygginga- viðskiptin við útlönd. Ásgeir Þorstelnsson. Samkoniuhúsið ZION, Óðinsgötu 6 A. Á morgun. Almenn samkoma kl. 20,30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. K.F.U.M. Almenn samkoma annað kvöld kl. 8.30. Jóhannes Sigurðsson tal- ar. Allir velkomnir. Hafnarfjöröur Unglinga til blaðadreifingar vantar í nokkur hverfi. Afgreiðsla Morgunblaðsins Arnarhrauni 14 — Sími 50374. Verkamenn óskast strax Byggingarfélagið Brú h.t. Borgartúni 25 — Sími 16298 og 16784. Sendisveinn óskast strax. 8. Árnason & Co. Hafnarstræti 5 — Sími 22214.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.