Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 17
' I ¦¦¦'•¦: Laugardagur 29. sept. 1962 MOKCr'NfíJ AÐIÐ 17 Ingibjörg JóhannsdóttT forstööu- kona Löngumýri lætur af starfi KONA ER að láta af umfangs imiklu ábyrgðarstarfi, það er Ingibjörg Jóbannisdóttir, for- 6töðukK>na húsmæðraskólans á ÍLöngumýri. Ég hef notið þeirrar énægju að hafa náin kynni af Ihenni og störfuim hennar á liðn um áratugum. Tel ég hana tví mselalaust mikilhæíustu konu, sem ég þekki, sokum frábærra mannkosta oe hæfileika á mörg um sviðum. Persónulega kynnt- ist ég henni sem stjórnanda og kennara, þegar hún veitti for- stöðu húsmæðraskólaaum að Staðarfelli. Hún vann þann skóla upp til vegs og virðingar, evo bann var fullskipaður öll þau ár, sem hún starfaði þar, utan fyrsta veturinn. Þó var húsakostur og annar aðbúnaður mun lakari þar þá en síðar varð, þegar búið var að stækka skóla hiúsið. Ég var við prófin í Staðar fellsskóla á hverju vori hjá Ingi Ibjörgu. Það var ánægjulegt að boma á betta fjölmenna heimili. Þar ríkti andi gleði og friðar. Engum dylst, að mikill vandi og ábyrgð hvílir á þeim, sem á íiverju hausti taka á móti mö>g- um ólíkum unglingum. Ingi- björg tók á móti stúlkunum með Ikærleika og skilningi, var vinur þeirra og leiðbeinandi ,leysti vanda þeirra, eins og bezt verð ur á kosið, gerði hópinn sam- stilltan við störf og nám. Sjálf kenndi forstöðukonan bókleg fræði. Hún er afburða fræðari og kennari. Það var ótrúlegt, favað nemendur hennar gátu á einum vetri lært mikið t.d. í íslenzku, bókmenntasögu og upp eldisfræði, svo eitthvað sé nefnt. í handavinnu og hússtjórn lærðu stúlkurnar svo mikið og margt, að enginn hefði trúað því, sem ekki sá handavinnuaf ¦ leöstin sjálfur. Þar var tíminn notaður vel, iðjusemi og staiís gleði fór saman undir leiðsögn og stjórn forstöðukonu og kenn ara. Stúlkurnar kvöddu skólann sinn með innilegu þakklæti og hlýhug. Áreiðanlega eru það dýrmætustu laun kennara aS eiga vináttu og traust nemenda sinna. Hugur Ingibjargar Jóhanns- dóttur "ndi norður á bóginn, liún þráði að láta sýslu sína og sveit njóta starfskrafta sinna. Þess vegna flutti hún til Skaga- fjarðar og stofnaði húsmæðra skóia á föðurleifð sinni, Lön^u mýri. Með ótrúlegum dugnaði og ódrepandi viljaþreki tókst henni á í um áru.n að byggja skóla Ihús, leggja heim, um langan veg, hei'.. og kalt vatn, leggA veg og fegra og prýða utan húss með blómum og trjágróðri. Ilún er mikil garðyrkjukona. Þarna hefur hún starfað síðari árin af fórnfýsi og skyldurækni, enda skóli hennar alla tíð full- ¦kipaður. Margar ágætar kennslukonur befur Ingibjörg haft sér við hlið, en ein hefur bó lengst bor ið hita og þunga starfsins með henni, það er Björg Jóhannes- dóttir. Hún hefur verið í mörg ár, og er enn, saumakennari. Björg er afburða dugleg og fjöl hæf i starfi sínu. Það sýna mun- irnir, sem nemendurnir hafa haft með sér úr skólanum, en góðu áhrifin, sem hún hefur haft á skólalífið allt, verða ekki met in eða vegin að verðleikum. Hún er góð og göfug kona, enda elsk uð og virt af öllum nemendum sínum og og öCrum, sem hana þekkja. Ég óska þess, að skól- inn á Löngumýri megi enn um árabil njóta heilbrigðrar glað- værðar hennar og starfskrafta. Aldrei hef ég heyrt Ingibjörgu barma sér yfir lágu kaupi, þó hefur hún oft borið minna úr býtum en aðrir fyrir hliðstæð störf. Hún hefur unnið fyrir hug sjónina, þá göfugu hugsjón að fræða og leiðbeina þekn, sem henni hefur verið trúað fyrir. Það er „móðins" að dæma unga fólkið fyrir óreglu og aðra miður góða framkomu. Það hef- ur Ingibjörg aldrei gert, bún hefur komið auga á gullið í sál- um nemenda sinna og leítazt við að fága það og auka. Ég hef, í löngu starfi og um- gengni við börn og unglinga, sannfærzt um, að miklu meira af góðu en illu býr í hverri barns sál. Poreldrar, lcennarar og aðr- ir, sem móta börnin, þurfa að hafa vit og vilja til að þroska Guðdómseðlið í sálum þeirra ungu, það er ekki gert með ávít um og hörðum dómum, heldur meo ^^erleika og umbt. "arlyndi og :'.:ilningi á mannlegu eðli. Ekkert blóm getur lifað og þroskazt : kulda yg myrkri, og þv: síður mannssálin. Þegar Ingibjö.g á Löngu- mýri tur -ú til baka og hugsar um starf sitt, veit ég, að hún á margar yndislegar endurmiríh- ingó^- um þær stundir, sem hún hefur verið að sá í góðan jarð- veg. Nemendur" hennar eru dreifðir um allar byggðir þessa lands og víðar, þær blessa hana og þakka frækornin góðu, sem hún sáði. Þau halda áfram að vaxa og bera ávöxt. Ingi'björg Jóhannsdóttir er mikil trú'kona. "r djúpi sálar hennar hafa .nargar heitar bæn ir stigit til Guðs, um að skóla- vera stúlknanna mætti verða þeim til þi-oska og andlegrar uppbyggihgar. Nú hefur hún gefið þjóðkirkjunni skóla sinn og jörð, hún hefur gefið óska- barnið sitt þeim aðilja, sem hún treystir bezt til að láta það þroskast og dafna. Ég óska kirkj unni til hamingju með þessa miklu og góðu gjöf, og veit, að forráðamenn hennar munu starf rækja skólann á þann hátt, að hann verði ótal mörgum til hamingju og blessunar. Ég bakka þér, Ingibjörg mín, ótal margar ógleymanlegar á- nægjustundir og vináttu alla við mig og fjölskyldu mína. ílg vona, að þú eigir enn eftir að ausa mörgum úr gnægtabrunni vizJkr. þinnar og lífsreynslu. Þvi starfi þínu er ekki lokið, þótt þú hvílist í bili. Þú getur með gleð. og góðri samvizku litið yf- ir liðinn starfsferil. Á þér sann ast orð Skáldsins: „Þar sem góð ir menn fara, þar „ru Guðs veg- ir". Sesselja Konráðsdóttir. göfugir foreldrar gáfu þeim með sér út í lífið. Við Gísli vorum jafn gamlir, á sama árinu, hann var aðeins nokkrum mánuðum eldri. Vin- átta okkar varð til á unglingsár- unum þegar Gísli var að byrja búskap, en eg verzlunarmaður í Hólminum. Þá var Gísli til sjós á vorin, á skútum hjá okkur, frá páskum til sláttarbyrjunar, en þá kölluðu búsannirnar hann heim að Ölkeldu. — Ég man vel eftir því þegar hann, óharðnaður ungl- i'ngur, kom gangandi norður yfir Kerlingarskarð, oft í erfiðri færð og illviðrum, með pjönkur sínar á bakinu, til þess að fara á skútu og afla sér ijár. — Þá var hann að vísu ekki hár í lofti, erí hlað- Gísli Þórðarson bóndi — Minning Snæbjörn C. Jóns- son trá Sauðey/um Þ E I M fækkar nú óðum gömlu Breiðfirðingunum, sem gerðu garðinn frægan um og eftir síð- ustu aldamót, þegar Flateyjar- hreppur var talinn blómlegust byggð hér á landi. Var það að sjálfsögðu fyrst og fremst að þakka því manndómsríka fólki, sem þar átti heima. í dag verður til moldar borinn einn þessara manna, Snæbjörn G. Jónsson. Snæbjörn var fæddur í Sauð- eyjum á Breiðafirði 15. júlí 1893. Foreldrar hans voru Jón Ormsson bóndi þar og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Til Reykjavíkur fluttist Snæ- björn 1918 og stundaði þar hús- gagnasmíði til æviloka. En hug- ur hans var þó alltaf öðrum þræði heima í átthögunum. 1934 gekk Snæbjörn að eiga eftirlifandi konu sína, Önnu Friðriksdóttur, hina mætustu konu. Varð þeim tveggja sona auðið: Snæbjarnar Þórs og Stefáns Jóns en auk þess tóku þau í fóstur Þorvald Valsson. Snæbjörn yar einn af aðal hvatamönnum um stofnun Breið firðingafélagsins og vann því slíkt er hann mátti til hinztu stundar. Heimili hans og frú Önnu stóð ævinlega opið Breið- firðingum. ótalin eru þau skipti, er þau hjónin buðu tugum Breið firðinga heim, að loknum út- varpsdagskrám, söngfeiðalögum, fundarhöldum o.s.frv. er þeim hjónum fannst vert að þakka vel unnin störf. Þá tóku þau hjónin ein að sér að sjá um þakkir félagsins. Slíkur var höfð ingsskapur Snæbjarnar og hins samhenta lífsförunautar hans, frú Önnu. Eitt af síðustu verkum Snæ- bjarnar var að smíða forkunn- arfagran predikunarstól, sem hann færði Grafarnesskirkju að gjöf. Það gerði Snæbjörn meðal annars í minningu gömlu breið- firzku sægarpanna. En Grundar fjörður var ein helzta lífhöfn þeirra við Breiðafjörð. Snæbjörn var gleðimaður mikill og hagyrtur vel og hrók- ur alls fagnaðar heima og á mannamótum, málsnjall og drenglyndur. Það er því mikill söknuður að honum fyrir Breiðfirðinga- félagið og meðlimi þess. En sárastur er þó söknuðurinn fyrid ástvini hans, eiginkonu, syni og fósturson. Félagarnir í Breiðfirðingafé- laginu votta þeim dýpstu samúð í harmi þeirra. Breiðfirðingur. F. 12. ágúst 18860 D. 20. sept. 1962 ÞEGAR okkur berast fregnir um andlát gamalla vina, sem við höf- um reynt að tryggðarvináttu um hálfrar aldar skeið, fer ekki hjá því, að sorg og söknuður grípi hug okkar. Svona var þetta um míg þegar fregnin um andlát Gísla á ölkeldu barst mér. — Ég vil nú minnast þessa góða vinar míns nokkrum orðum. Foreldrar Gísla voru Þórður Gíslason bóndi á Háagarði í Stað arsveit og kona hans Ólöf Jóns- dóttir. Hann missti föður sinrí þegar hann var 6 ára gamall, og ólst síðan upp með móður sinni, hinni ágætusu konu, á ýmsum stöðum í Staðarsveit. Þegar Gísli var orðinn 16 ára gamall, árið 1903, fékk hann sér Ölkeldu byggða, en jörðin var ein af kivkjujörðum Staðastaðar og sýndi presturinn þar hinum unga manni því mikið traust, en hann hefur eflaust séð hvað í hon um bjó. — Á ölkeldu hóf Gísli búskap með móður sinni, sem hann bar einstaka umhyggju fyrir-. Aðalhvötin hjá Gísla til að búa svona ungur var, að skapa móður sinni heimili og sama- stað, en hún hefði verið á hálf- gerðum hrakningum með dreng- inn sinn. — Þegar ég var ungur var mér sagt, að þeir piltar, sem væru góðir við og hefðu um- hyggju fyrir mæðrum sínum, yrðu fyrirmyndar eiginmenn, nærgætnir og hugulsamir við konur sínar þegar þeir giftust, þetta er víst heilagur sannleikur og sannaðist á vini mínum Gísla á Ölkeldu. Gísli bjó með móður sinni í 12 ár, en árið 1915 giftist hann Vil- borgu Kristjánsdóttur frá Hjarð- arfelli, sem hefur reynzt honum hinn bezti förunautur á langri lífstíð. Yfir hjónabandi þeirra hefur hvílt blessun Guðs, og eiga þau sjö efniJeg börn uppkomin, sem nú skulu talin: Þórður kenn- ari og bóndi á Ölkeldu giftur Mar gréti Jónsdóttur, — Elín gift Þórði Kárasyni lögregluþjóni í Reykjavík, — Alexander ókvænt ur heima á ölkeldu, — Hjörtur bóndi á Possi giftur Rannveigu Jónsdóttur, — Ólöf Fríða gift Sveini Gunnarssyni bónda í Hrosshaga í Biskupstungum, — Guðbjartur, sem nú hefur tekið við búi á föðurleifð sinni, — og Lilja gift Marteini Folmer-Niel- sen í Reykjavík. — Öll eru börn Gísla og VHborgar nýtir þjóðfé- lagsþegnar og bera vott góðs upp- eldis og þess veganestis, sem inn viljastyrk og áhuga fyrir þvi að bjarga sér. — Hohum tókst líka í lífinu, að vinna sig upp úr fátækt til góðra efna og álits. Gísli var jafnvígur á báða aðal- atvinnuvegi þjóðarinnar. — Hann var fyrirmyndar bóndi og dugn- aðar sjómaður Þegar hann hafði verið nokkur vor háseti á skút- unum í Stykkishólmi, fór hann vestur á fsaíjörð, tók þar fiski- skipstjórapróf og varð þar skip- stjóri um 4 ára bil (1914—18) hjá Ásgeirsverzlun. Hann aflaði þar vel og þótti stjórnsamur og var í miklum metum hjá útgerð- armanni sínum hinum merka verzlunarstjóra, Árna Jónssyni. Loks brá hann sér til Grimsby seinni hluta vetrar árin 1928—25 og var þar á enskum togurum. En þó að GísM færi í verið til að afla sér íjár, var samt hugur hans ávallt heima á ölkeldu, og lét hann aflafé sitt í að kaupa jörðina, byggja hana upp og rækta, og þetta tókst honum svo vel, með aðstoð sona sinna eftir að þeir komust á legg, að nú er Ölkelda stórbýli, vel hýst og rækt að, svo s.ð vekur aðdáun þeirra, sem um Staðarsveit fara. — Þeg- ar Gísli for að búa á Ölkeldu árið 1903 voru þar máske 50 hest burðir af tö'ðu af kargaþýfðu tún inu, en nú eru þar á annað þús. hesta töðufall á báðum búun- um, en á hálfri jörðinni býr Þórður elzti sonur Gísla. Hafa þeir feðgar tekið í þjónustu sína allar tækninýjungar í jarðrækt jafnskjótt og þær komu til lands- ins. — Auk mikilla starfa var Gísli forustumaður í félagsmál- um sveitar sinnar, m. a. í hrepps- nefnd í 25 ár og oddviti hennar í tvo áratugi, einnig var hann sýslunefndai-rnaður jafn lengi, auk fleiri trúnaðarstarfa. — Dugnað Gísla og framtakssemi verðlaunaði orðunefndin með því að sæma hann Fálkaorðunni. Sendisveinn Röskur piltur óskast til sendiferða, sem fyrst. Vélsmiðjan Héðinn h.f. Gísli á Ölkeldu átti hýjan hug og viðkvæmt hjarta í barmi, fullt af samúð til þeirra, sem verr voru á vegi staddir. Hann gat samt verið djarfmæltur þegar hann þóttist reka erindi réttlætisins, en ávallt sáttfús og mildur þegar á reyndi. — Ég votta konu hans, börnum og öðrum aðstandendum innilegustu íamúð mína. f dag verða hin lúnu bein hans lögð til hvíldar við hliðina á móður hans í kirkjugarðinum á Staðastað. Við þökkum Guði fyrir líf þessa góða manns. Oscar Clausen. Bílst|óri Iðnaðarfyrirtæki vantar nú þegar ábyggilegan mann til þess að sjá um útkeyrslu háifan daginn. Tilboð merkt: „Útkeyrsla — 3458" sendist afgr. Mbl. fyrir 3/10 '62.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.