Morgunblaðið - 29.09.1962, Síða 22

Morgunblaðið - 29.09.1962, Síða 22
22 Laugar'dagur 29. sept. 1962 ÞÓRÓLFUR BECK stóð á flugr- vellinum í Glasgow á þriðjudag inn er Helgi Daníelsson kom þangað til að athuga möguleika á því að feta í fótspor Þórólfs sem atvinnumaður í knatt- spymu. Það urðu góðir vina- fundir qg síðan tóku forsvars- menn Motlierwell við Helga, en Helgi er gestur þeirra í tvær vikur, eins og kunnugt er. Fréttamaður Mb'.. í Glasgmv srieri sér i gær til Mofcherweil og spurði frétta af Helga. BobDy Anoheil framkvæmdastjóri Moth erwell varð fyrir svörum og sagði: „Helgi hefur æft með liðs mönnum okkar frá því hann kom hingað. Við fyrstu sýn íízt mér vel á hann, en end- anlegan dóm getur maður ■ ekki fellt um leikmann fyrr en hann hefur tekið þátt í ? eintim til tveimur „alvöru“- leikjum. Hann á^r.jög góðan ferii á íslandi, en standard- inn þar er Iægri en hjá okk- | ur r Skotlandi. Ég er hihs vegar sannfærð- ur um, að Helgi muni reynast vel, hélt Bobby Ancell áfram „og innan skamms ákveð um við hvort Helgi flytur hingað til Glasgow með konu sína og bört»“. | Helgi leikur sinn fyrsta jleik í búningi Motherwell í dag. Hann verður þá í marki í varaliði félagsins, sem mæt- ir Patrick Thistle í Glasgow. Fréttaínaðurinn hitti einnig Heíga, som þegar vekur atihygli fyrir áð vera kröftuglega vaxinn herðibreiður og hár. — Ég mundi mjög gjarna vilja komast áfram innan skozkrar knattspymu og þetta er mjög kærkomið tækifæri, sem mér hefur hlotnast, sagði Helgi. Fréttamaðurinn segir að Motih erwell hafi viljað fá Helga fyrr Motiherwell hefur lengi haft orð á sér fyrir að leika fallega knattspyrnu. Samleikur liðsins er -tuttur og hraður og stingur stúf við leik margra annarra liða. Motiherwell hefur oft verið meðal beztu liðanna í deildinni skozku, en það sem af er bessu keppnistímabili hefur liðin gengið heldur illa. í fjórum leikj hefur uppskeran aðeins orð ið 3 stig. Sameinað IMorðurlandalið gegn Balkanlöndum að ári Keppnin fer fram í Helsingfors í júlí í HÖFUÐDRÁTTUM hefur nú náðst samkomulag um keppni í frjá.lsuin íþróttum milli Balkan landanna og Norðurlandanna. Stjórnarnefnd íþ.'óttasambands Balkanlandanna hefur sair.þykkt boð um að keppnin fari fram í Helsingfors 16. og 17. júlí næsta ár. • Meðmæltir keppm. í svari Balkanlandanna við tilboði Norðurlanda segir: „Slík keppni yrði kærkomin lokaraun fyrir Bal'kanleikina, sem haidnir verða í Soffíu í septembermán- uði“. Frá sjónarhóii Norðurlanda er ein.ig ástæða íil að fagna keppi inni. Finnar fagna þessari keppni ekki sízt þar sem þeir bjóðast til að standa fyrir henni. Norð menn hafa tekið í sama streng. Ekki er að efa að Danir og ís- iendirigar fagni henni, því bar gefst kærkomið tækifæri kepp endum þaðan, sem bó fá ekki allt of marga möguleika á góðri keppni. Svíar einir hafa e-kki sagt orð, en munu vart standa í vegi fyrir keppninni. sem hér um í Aþenu fyri • Endurgjald. Slík keppni ræðir fór fram allmörgum árum. Standa Norð urlönd því í skuld við Balkan- ríkin um aðra keppni, sagði skrifstofustjóri norska sam- bandsins við fréttastofu NTB. Eftir er að leita samþykkis hjá stjórnum sambanda allra Norð urland.mna og málið verður sennilega tekið upp á ráðstefnu norræna ilþróttasambandsins, sem haldið verður í Stakkhólmi 27. og 28. aktóber n.k. Fyrir dkkur Íslendinga er þessi keppni ekki stórkostleg röskun Eins og málin standa nú munu aðeins tveir ísl. frjáls- íþróttamenn hafa möguleika á að komast í keppnina, þeir Vil hj'álmur og Valbjörn. IJrslit Islands- mótsins aíhentur? U M helgina fara fram tveir þýðingarmiklir leikir í 1. deild — og jafnvel þeir síðustu. Vera má að síðdegis á morgun verði íslandsmeistarar krýndir, en til þess að svo megi verða, verða þó KR-ingar, núverandi meist- arar, að taka stig af Akurnes- ingum og hrein úrslit að fást í aukaleik Fram og Vals, sem verður á sunnudag kl. 4. Báðir Ieikirnir eru ákveðnir á Laug- ardalsvelli, en rigni fyrir leik- ina verða þeir fluttir á Mela- völlinn. •, • KR — Akranes KR — Akranes mætast í dag kl. 4. Leikurinn getur haft mik- il áhrif á úrslit mótsins. Vinni Akurnesingar eru þeir jafnir Val og Fram og blanda sér í úr- slitastríðið. Þá hlýtur líka KR 5. sætið á mótinu. Það vilja KR- ingar ógjarna og munu því án efa berjast vel fyrir sti-gi eða stigum og hljóta með sigri 3. sæti á mótinu. Nokkuð mun það veikja liðin að Helgi Dan. verð- ur ekki í marki Akraness og Gunnar Felixson ekki með KR. Báðir eru utanlands. Fram — Valur Leikur Fram—Vals verður á sunnudag kl. 4 e. h. Það verður hreinn úrslitaleikur mótsins, ef KR tekur stig í leiknum í dag. — Verði liðin jöfn eftir 2x45 mín. verður framlengt 2x15 mín. — Verði leikur liðanna úrslita- leikur mótsins og fáist úrslit verður hinn nýi íslandsbikar af- hentur í fyrsta sinn að ieik loknum. Danir unnu Hollendinga 4:1 DANIR UNNU Hollendinga í landsleik í knattspyrnu með 4 mörkum gegn 1. Er þetta finrjnti landsleikssigur Dana í röð. — Höfðu Danir miklar áhyggjur af Notaði Patterson deyfiiyf? ! VIL D I PatterscMi ekki berjast? Var þessi hnefa- leikakeppni sett á svið? Var Patterson undir áhrif- um deyfilyfja? Þannig skrifar fréttamaður stórblaðsins Daily Express, Demond Hackett frá Chieago og segir, að þessar og þvílíkar spurningar fljúgi um borg- ina. Þær rísa af því að hið risavaxna ruddamenni varð konungur hnefaleikara, án þess að verða fyrir frekari meiðslum en herdeild fær sem gengur inn í virki and- stæðinga er veifa hvítu flaggi. Patterson var barinn á 116 ev sek. án nokkurrar mótstöðu. í veði voru nær 6 millj. doll- ara. „Eg veit“, heldur frétta- maðurinn áfram, „að strax eftir leikinn undirgekkst Patterson 25 mín. læknis- skoðun fyrir luktum dyrum. Eg hef beðið um niðurstöðu skoðunarinnar en mér var sagt að „trúnaðarskýrslur" þar um yrðu sendar íþrótta- ráði Chicago, sem er ábyrgð- araðili, keppninnar. Blaðamaðurinn segir að þegar Patterson loksins hafi mætt kröfum blaðamanna um fund eftir keppnina hafi hann sogið hnefa sina, sem ekkert gátu móti andstæð- ingnum og hann segist hafa punktað hjá sér eftirfarandi iýsingu á Patterson. „Augun eru hálflokuð en þó ójöfn. Vinstra augnalokið lafir mun meir. Hann lítur út eins og drukkinn maður eða sá er neytt hefur eiturs.“ En blaðamaðurinn bætir við: — Svona gætu auðvitað allir litið út eftir að hafa mætt Liston. Fjórum stundum síðar seg- ist Hackett hafa hitt Don Florio, þjálfara Pattersons. Hann sat afsíðis og horfði á tóman kaffibolla eins og hann byggist þar við að finna lausn vandamálsins, sem kramið hafði hjarta hans. „Floyd var í eins góðu formi og er hann mætti Ingo í þriðja sinn, harður af sér, líklegur til alls. Eg yfirgaf hann ekki allan daginn. Hann virtist utan við sig í búnings- klefanum. Og ■ þegar hann kom í hringinn sagði hann ekki eitt einasta orð alian tímann sem við vorum þar fyrir keppnina. Hann var þjálfaður til að gera leiftur- sóknir, slá hart og ótt frá sér, en hverfa síðan frá undan höggum risans. Hann gerði enga sókn ,og hann vék aldrei undan höggum Listons." Þetta voru ummæli Flori- os þjálfara að sögn Hacketts. Um sannleiksgildi tilgátu blaðamannsins veit enginn. liði sín.u fyrir leikinn gegn Hol lendingum, sem margir eru at- vinnumenn, en á daginn kom að sigur danska liðsins var fylli- lega verðskuldaður og „það á- nægjulegasta var“, segja Danir, „sigurinn var ekki of stór“. • Vítaspyrna. Holiendingar höfðu frum- kvæði í leiknum fyrstu 20 mín., en fengu aldrei góð færi og skutu hræðilega illa. Síðan náðu Danir tveggja marka for- skoti og litlu síðar fengu þeir sér dæmda vítaspyrnu er bak- vörður Hollendinga varði með hendi á marklínu. Vítaspyrnuna brenndu Danir af og í stað þess að ná 3:0 þá náðu Hollendingar að skora sitt eina mark svo að í hálfleik stóð 2:1. • Danir hættulegri. I síðari hálfleik bættu Dan- ir 2 mörkum við og unnu bví 4:1. Henning Enoksen skoraði tivö mörk Dana, Ole Madsen og Carl Bertihelsen sitt hvor. Sókn Dana var alitaf hættuleg og það reið baggamuninn. Þeir áttu mun fleiri tækifæri en mörkin sýna. Úti á vellinum voru liðin lík, en er að marki dró voru Danir margfallt hættulegri og verðskulduðu sigur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.