Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ J>riSjudagur 2. október 1962. Fram „bezta knattspyrnu- félag íslands 1962“ Vann Val í úrslitaleik með 1:0 EFTIR 15 ára baráttu komst Fram aftur í fremstu röð knattspyrnuliða og vann í auka-úrslitaleik sigur yfir Val 1—0. Sigurlaunin erhinn nýi íslandsbikar og titillinn: „Bezta knattspyrnufélag ís- lands 1962“. Það voru því hreyknir og ánægðir Fram- arar, ungir og gamlir, sem fögnuðu eftir leikinn. Fram var vel að sigri kom- ið. — Fram til síðustu sek. gat þó allt skeð, ekki sízt vegna þess hversu hvasst var, og það jafnvel svo að markvörður Fram þurfti jafnvel að vera viðbúinn að verja sín eigin útspörk er stormurinn feykti þeim til baka. Ofsarok gerði er á leið leikinn og það svo að útilok- að var að leika knattspyrnu. Fram vann hlutkestið og kaus að leika undan vindi. Var þá ekki mjög livasst og stuttu síðar lygndi næstum alveg. En það var lognið fyrir storminn. Hann fór smávaxandi og höfðu Framarar Island í Glympíu- keppni ÍSLAND, Svíþjóð og Dan- mörk eru meðal 44 landa, sem þegar hafa tilkynnt þátt- töku í knattspyrnukeppni Olympíuleikanna í Tokíó. — Norðmenn og Finnar hafa enn ekki tilkynnt þátttöku en frestur er til 31. des. n. k. Þessi lönd hafa tilkynnt þátttöku: Albanía, Argen- tína, Brazilía, Búlgaría, Ceyl- on, Chile, Danmörk, Frakk- land, Þýzkaland, Grikkland, Japan, Indland, Indónesía, íran, ísland, fsrael, ítalía, Júgóslavía, Kenýa, Columbía, Líbanon, Líbería, Luxem- borg, ríkjasambandið Mali, Malaya, Vestur-Indíur, Hol- land, Nigería, Panama, Pól- land, Rúmenía, Svíþjóð, Sviss, Senegal, Sovétríkin, Suður-Kórea, Togo, Tékkó- slóvakía, Túnis, Tyrkland, Ungverjaland, Sambandsríki Araba og Vietnam. nærri hælum hjá Fram. Hrannar bjargaði á línu er Geir mistókst inngrip í leikinn og knötturinn smaug við stengur ýmist fyrir atbeina VaJsmanna eða bara vindsins. En markið hélzt hreint og það voru Framarar sem unnu þennan bikar í fyrsta sinn sem um hann er keppt alveg eins og þann gamla. Um liðsmenn verður ekki mik- ið rætt eftir þessum leik því ekki fengu þeir tækifæri að sýna hvað þeir geta. Hins vegar var barizt vel einkum í vörnum liðanna og dró þar enginn af sér. Enn einu sinni vakti Hrannar framvörður mikla athygli, svo og Baldvin miðherji liðsins. Hjá Val komu Guðmundur miðvörður og Árni bakvörður vel. frá leiknum. En leikurmn var mest leikur markvarðanna. Björgvin var bezti maður Vals og Geir átti góðan leik — og naut góðrar aðstoðar. Guðm. Óskarsson, fyrirliði með bikarinn, sem Gelr mark- vörður gefur hýrt auga. Bikarinn var að vonum kærkominn því 15 ár eru síðan Fram vann fslandsmótið. (Myndir allar tók Sv. Þorm.) Baldur Scheving, sem skor- aði sigurmarkið og Guðjón Jónsson sem varði á línu. vindinn í bakið 30—35 mín. en Valsmenn allan síðari hálfleik- inn. Fram átti allan fyrri hálfleik- inn að undanskildum tveim upp- hlaupum Vals sem urðu hættuleg. Steingrímur „kiksaði" í góðu færi og síðar átti Þorsteinn Sívert sen skot sem Geir hafði ekki hend ur á, en þá var Guðjón bakvörð- ur kominn á réttan stað á mark- línu. I En að öðru leyti var næstum um einstefnu að Valsmarkinu að ræða. Áttu Framarar skot yfir og utanhjá réðu ekki við meðvind inn, misstu yfir endamörk og auk þess varði Björgvin markv. Vals oft vel og greip vel inn í leik- inn. Á 32. mín. kom úrslitamark leiksins. Það var sókn á vinstri væng, leikið að endamörkum og gefið fyrir. Björgvin markvörður missti af sendingunni og Baldur Scheving h. úth. komst í gott færi og tókst að skjóta yfir þá varnar menn sem tóku sér stöðu á lín- unni. Laglega gert. í síðari hálfleik hvessti til muna. Valsmenn sóttu nú og hending var ef Fram tókst að koma knettinum yfir miðju og skeði ekki nema nokkrum sinn- um í hálfleÍKnum. En sóknin var oft af meira kappi en forsjá und- an rokinu. Skotin flugu yfir og framhjá og samspil fór að mestu út um þúfur. Hurð skall þó oft$> KR missti 4:1 forystu í jafn- tefli og Akranes héit 3. sæti ÞAÐ var fullkomin úrslitaleiks-1 og máttu Skagamenn vel við stemning yfir leik Akraness og una, en KR-ingar naga sig í KR á laugardag. Margt bar til, handarbökin fyrir tvær mis- ekki sízt það að Akranes gat I heppnaðar vítaspyrnur og ýmsa Ellert skorar með skalla. með sigri haft möguleika á fs- landsbikarnum og með sigri gat KR komizt í 3. sæti mótsins. — Eftir allsögulegan leik lyktaði þessum ágæta leik með jafntefli fslandsmeistarar Fram. Sig. Jónsson form. Fram, lengst t. v. og Björgvin Guðm., form. knattpsyrnunefndar. Til hægri Guðm. Jónsson þjálfari. erfiðleika, sem dómarinn bak- aði þeim, og ekki sízt fyrir að missa 4—1 forskot niður í jafn- tefli. — KRR tók forystu í mörkum eftir aðeins 10 mín. Jón Sigurðs- son fékk þá óvænt knöttinn eft- ir misheppnað markskot Ellerts og skoraði með föstu skoti. Akranesliðið jafnaði leikinn á nokkrum mínútum. Úr vel fram kvæmdri hornspyrnu fengu Þórð ur og Ingvar unnið návígi við Heimi og skorað. Og fjörið hélt áfram. Á næstu 3 mín. skorar Ellert tvívegis, bæði skiptin með skalla. Hann fékk góðar sendingar en var auk þess óvaldaður og afgreiddi vel af stuttu færi. Útherjarnir Hall- dór og Örn áttu fyrirsendingarn- ar. — Og enn skorar KR á næstu mínútu. Það var Halldór út- herji með föstu og fallegu skoti. Þegar hér var komið hafði KR notað sér vel veilurnar í vörn Akraness, en hafði líka heppn- ina með. Bæði fyrir og eftir þessa mark súp KR-inga komust Skaga- menn í góð íæri við KR-markið án árangurs. Það var hraði i leiknum og barátta. En síðan tóku Skagamenn að saxa á forskotið. Ingvar skoraði mark eftir mikla sóknarlotu að KR-markinu og nokkru síðar skoraði Þórður Þórðarson með föstu skoti frá vítateig í blá- horn. Þetta skot hans minnti sannarlega á hans gömlu góðu daga. Nú stóð 4—3 og baráttan komst í algleyming, var á köfl- um nokkuð hörð og óvægin. — KR-ingar fengu tvær vítaspyrn- ur en þær mistókust báðar hjá Gunnari Guðmannssyni, önnur Framhald á bls. 23. Týr „datt fyrir ború" S J ö lið eru nú eftir I úrslita- keppni Bikarkeppninnar. Átt- unda liðið, Týr, Vestmannaeyj- um, féll „fyrir borð“ á sunnu- daginn í kappleik við Keflvík- inga, sem fram fór í Hafnarfirði. Keflavík vann með 2—0. Veður hafði veruleg áhrif á þennan leik og hann varð því aldrei skemmtilegur. Keflvík- ingar skoruðu mark á 35. mín. leiksins og annað í upphafi hálf- leiks, þó á móti vindi væri. Keflvíkingar voru vel að sigri komnir nú. Týs-menn hafa hins vegar vakið mikla athygli í þess ari keppni. Þeir hafa unnið þrjá fyrri leiki sína með yfirburðum, samtals 10—0 og m. a. keppt við í B-lið Fram og KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.