Morgunblaðið - 03.10.1962, Side 1

Morgunblaðið - 03.10.1962, Side 1
24 sidur tsnvm 49. árgangur 219. tbl. — Miðvikudagur 3. október 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins nn er ólgn i Oxford — en 12000 hermenn haSda uppi lögum og reglu ■í:'.... ':.v.. •. Oxford, 2. okt — AP — 0 ALLT var með kyrrum kjörum í Oxford í Missis- sippi í dag, en mikil ólga lá ennþá í lofti. Sambandsher- menn héldu uppi lögum og reglu í borginni — en þeir eru nú orðnir 12000 talsins. Var leitað að vopnum á fólki og í bifreiðum og reyndust margir borgarbúar vel vopn- aðir. — Q Ross Barnett, sem hafði verið stefnt fyrir rétt í New Orleans, að viðlögðum sekt- um og yfirvofandi handtöku, 'kom ekki til réttarins, en sendi í þess stað lögfræðing sinn. Sagði lögfræðingurinn, að Barnett hefði ekki getað framkvæmt fyrirskipanir sambandsstjórnarinnar, þar sem hann hefði ekki haft á að skipa nægilegu lögreglu- liði. — O Blökkustúdentinn James H. Meredith, sótti fyrirlestra aftur í dag í fylgd tíu vopnaðra lög- reglumanna og bar ekki til tíð- inda — en þriðjungur nemenda skólans sátu heima. Herma óstaðfestar fregnir, að þeir hafi sagt sig úr skólanum, en skóla- stjórnin segir að allir stúdentar, sem þess óski, geti tekið sér frí næstu viku, án þess hart verði á því tekið. James H. Meredith hefur feng Framhald á bls. 23. Viidu rífa múrinn með höndunum Vestur-Berlín, 2. október AP I D A G söfnuðust mörg hundruð manns saman við Berlínarmúrinn til þess að vera vitni að því, er ind- verslci friðarsinninn, Tapesh- war Zutshi, gerði tilraun til þess að rífa niður múrinn með berum höndum. Yfirvöldin í Vestur-Berlín til- kynntu Zutshi, að hann yrði handtekinn, ef hann gerði þessa tilraun og hætti hann þá við, 109 börn meðal þelrra 380, sem fórust á Spáni — 280 enn saknað Barcelona, 2. október. AP—NTB. Upplýsingamálaráðherra Spánar, Manuel Fraga Viri- barne skýrði fréttamönnum svo frá í dag, að nú sé vitað með vissu að 380 manns hafi farizt í flóðunum í síðustu viku, — en ókunnugt er enn- þá um afdrif 280 manna. — Meðal þeirra sem fórust voru 109 skólabörn. í gær var haldinn í Barcelona minningarathöfn um þá er fór ust og var Franco hershöfð- ingi viðstaddur. en lýsti því yfir að hann myndi í þess stað skora á íbúa Vestur- Berlínar að safnast þar saman til bænagerðar. í gærkveldi reyndi þýzkur prófessor, Berthold Rudin, að náð ast á múrinn og hafði meitil að vopni. Austur-þýzka lögreglan jók viðbúnað, hafði til reiðu brunaslöngur sínar og skaut úr byssum yfir höfuð hans. Vest- ur-þýzkir lögregluverðir hand- tóku ftubin, þegar hann neitaði að hætta þessu uppátæki. 200 metrar á dag PEGAR flogið er yfir Hafnar fjörð vekur athygli ljóst strik ofan við bæinn og þetta strik lengist með hverjum degin- um sem líður, Þarna er verið að steypa nýja Keflavíkurveg inn, 200 m langan kafla á dag. Þegar ljósm. Mbl. flaug þár yfir um. miðja síðustu viku og tók þessa mynd í átt til Reykjavíkur, var vegurinn or'ðinn 600 m langur. Búið er að undirbyggja Keflavikurveginn á 12 km. leið frá Engida., og nú á að steypa 5 km. veg suður fyrir Hvaleyrarholt. — Þó er kafli hjá Setbergi látinn bíða með an athugun fer fram í sam bandi við beiðni bæjarstjórn ar Hafnarfjarðar og hrepps nefndar Garðahrepps um að L undirgöng undir veginn. Mbl. spurðist fyrir um það hjá vegamálastjóra hvernig verkið gengi. Sagði hann að það gengi ágætlega, en hætta þyrfti öðru hverju, tii að færa mótin, því vinnukraft vantar Aðalverktakar sjá um’steyp- unina og nota til þess vélar sem voru sérstaklega keypt- ar í tilefni af þessi. verkefni. Jafnframt þvi sem verið er að steypa verður haldið á- fram að undirbyggja veginn í vetur. Aðspurður sagði vegamála- stjóri, að hægt ætti að vera að ljúka veginum eftir 2-3 ár ef fé yrði fyrir hendi. nw% iwrwii^.. Síldariannsóknarstöð \ einhverjum tirði Noregs? Ársþing Alþjódlega hafrannsóknarráðs- ins hafið í Kaupmannahöfn Kau'pmannahöfn, 2. okt. — (NTB — RB) — í DAG hófst í Charlotten- lundhöll í Kaupmannahöfn ársþing Alþjóða hafrann- sóknarráðsins, en það sækja 180 vísindamenn frá 17 lönd- um. — Þingið starfar í 20 nefndum, og meðal sér- nefnda, sem kjörnar voru í dag, er fjögurra manna nefnd, er athuga skal mögu- leikana á því, að koma upp rannsóknarstöð í einhverjum firði í Noregi, til þess að rannsaka hagi og eðli síld- armnar. Nefndarmennirnir fjórir eru: Finn Devold frá Noregi, Dr. Bert helsen forstöðumaður fisiki- og hafrannsókna í Danmörku, Dr. G. Hempe frá háskólanum 1 Hamborg og B. Parrish, magister frá fiskirannsóknarstöðinni í Ab erdeen. Tillaga um að koma á fót fyrr- greindri rannsóknarstöð kom fyrst fram af hálfu Breta árið 1949, en Danir tóku málið upp að nýju fyrir nokkru. Fyrirhugað er að gera ýmsar athuganir á vesturströnd Noregs í því augna- miði að finna, hvar hentugast væri að koma rannsóknarstöð- inni fyrir. Firðinum verður að vera auð- velt að loka, auk þess sem hann verður að vera náttúrulegt heim- kynni afmarkaðs síldarstofns. Hentugar aðstæður eru einnig fyrir hendi við strendur Frakk- lands og Svíþjóðar, en stofnarmr þar ekki nægilega afmarkaðir til þess að unnt sé að stunda rannsóknir á fullkomlega vís- indalegum grundivelli. Kjarnorkutilraun Washington, 2. október — AP. TILKYNNT var í Washington að kjarnorkuspcengja hefði verið sprengd í gulohvolfinu yfir John ston eyju í Kyrrahafi. S/o menn farast í flugslysi Santa Maria, 2. október — NTB—AP. í GÆRKVELDI fórst í nágrenni Santa Maria í Kaliforníu tveggja hreyfla flugvél af gerðinui de Haviland. Fórust með henni sjö menn, — sex þeirra voru eld- flaugasérfræðingar á leiðinni til Vandeberg flugstöðvarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.