Morgunblaðið - 03.10.1962, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.10.1962, Qupperneq 3
Miðvikudagur 3. okt. 1962 MORGUTSBIAÐIÐ 3 HAFNARFIRÐI. — í október siðastliðnum hófust fram- kvæmdir við klaustur Karmel systra og hafa nú verið byggð- ar tvær almur sem eru að flat- 1 armáli um 300 fermetrar og að mestu tvær hæðir. í nýju byggingunni, sem systurnar l vona að verði tilbúin til notk- unar í mai eða júní á næsta ári, verður stór kapella og rúm góður kór en í honum biðjast innisysturnar fyrir og þangað ; mega ekki aðrir koma. Kap- Klaustur Karmelsystra í Hafnarfirði. Tveim ur álmum hefir verið bætt við klaustrið. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Klaustur Karmelsystra stækkað að mun Þrjár ungsystnr hafa hætt í klaustrinu ellan verður hins vegar fyrir hinar tvær útisystur og messur sem prestur annast daglega, og aðra sem þangað óska að sækja. I>á verða í álmunum tveim svefnherbergi, borðstofa og önnur herbergi fyrir starf systranna. Sér Dröfn h.f. um byggingaframkvæmdir, en hol lenzkur verkfræðingur, sem er tengdur einni systranna, hefir teiknað húsið. Gengið á fund príórinnunar Fréttamaður blaðsins lagði leið sína upp í klaustrið í gær- morgun og var mættur þar kl. 10 en þá var honum boðið að koma samkvæmt símtali daginn áður og hitta príórinn- una að máli. Heitir hún Míríam sem er hebreskt nafn og þýðir María. Hefir hún ver ið í klaustrinu síðan 1946 og príórinna nú síðustu 4 árin, en annars skiptast systurnar á um að hafa það starf á hendi. Má hver um sig vera 6 ár príór- inna, en bægt er þó að skipta um áður en sá timi er liðinn. Sköminu eftir að fréttamað- ur blaðsins hringdi bjöllunni birtist önnur útisystirin, en þær eru tvær, og hann var boðinn velkominn í klaustur Karmelsystra. Var gengið inn ganginn og í lítið herbergi, þar sem krossar og myndir eru á veggjum, til dæmis af Hólabiskupi Jóhannesi Gunn- arssyni. Þá er þar skápur með dýrlingastyttum og fleira, sem systurnar hafa jafnan til sölu. Og við manni blasir dá- lítið op í um mittishæð, um meter á hvern veg, og er það alsett rimlum, sem svart tjald er dregið fyrir. Innan tíðar var tjaldið dregið frá og fyrir innan var príórinnan og önnur systir með henni. Töluðu þær báðar ágæta íslenzku eins og reyndar fieiri í klaustrinu, því að meðal þeirra 14 talsins er ein, sem lagt hafði stund á íslenzk fræði við Háskólann hér. Einnig höfðu þær, sem komu hér fyrst, lært íslenzku. Ekki verður farið út í að lýsa klausturlífinu í smáum atriðum. Það var gert í ágætri grein hér i blaðinu fyrir nokkr um árum. Ekki verður þó komizt hja því, þegar minnzt er á klaustrið, eð gefa lesend- um blaðsins nokkra hugmynd um gang ’íisins innan klaustur veggjanna. Urðu þær systurn- ar fúslega við ósk fréttamanns ins um nokkurt rabb um klausturhald þeirra Karmel- systra í Hafnarfirði. Reynslutiminn 4(4 ár Hingað til lands komu fyrstu Karmelsysturnar árið 1939 og voru þær þrjár að tölu. Var þá lokið við bygg- ingu klaustursins en vegna stríðsins héldu þær til Ameríku og þar lézt ein þeirra. Hinar tvær komu svo hingað aftur 1945 og í klaustr- ið fluttust þær árið eftir ásamt 11 öðrum, sem komu frá Hollandi. Hafa þær nú flestar öðlast íslenzkan' ríkisborgara- rétt og mæta jafnan á kjörstað við kosningar. Á þessum tíma hefir ein iátizt, árið 1955, og var hún um fimmtugt. Hún er jarðsett í klaustursgarðinum. Þá hafa komið þrjár ungsystur síðan klaustrið tók til starfa, en svo nefnast þær stúlkur, sem eru að byrja sína fyrstu klausturveru. Ein þeirra var frá Svíþjóð, fimmtug að aldri, ein dönsk 23 ára og hollenzk stúlka, sem var 21 árs. Þegar ungsystur koma fyrst í klaust- ur Karmelsystra klæðast þær svÖrtum borgaralegum fötum, en að hálfu ári liðnu fá þær brúna búninginn, sem þær systur klæðast. Reynslutíminn er hins vegar 4% ár og geta þær á þeim tíma snúið aftur til hins fyrra lífernis en að þeim tíma liðnum lokast klausturhliðin fyrir fullt og allt og ekki verður snúið aftur. — Reynslutíminn er að sjálf- sögðu hafður nokkur ár, því að mikið viljaþrek og sjálfsaf- neitun þarf til að standast klausturheitið, sem varir ævi- langt. Af þessum stúlkum er það annars að segja, að þær yfir- gáfu klaustrið áður en reynslu tHinunnurnar á bæn í kapellunni tíminn var útrunninn og sneru heim. Sú yngsta fór að vísu í annað klaustur í Frakklandi og gerðist þar kennari og hin danska er gift í Ameríku og hin býr i Sviþjóð. Von á tveimur nýjum Með til komu hinnar nýju byggingar verður nú hægt að taka á móti fleiri systrum og kemur ein ungsystir frá Hol- landi nú í vikunni en önnur næsta ár þegar byggingin verð ur tilbúin Eru þessar hol- lenzku stúlkur, sem munu hefja sína fyrstu klaustur- göngu, á aldrinum 20 — 30 ára. Flestar mega Karmel- systurnar vera 21 og er það hámark þeirrar tölu, sem má vera í hverju klaustri þeirra. Vonast þær til að fleiri bætist í nópinn á næsta ári, en nú er ekki pláss fyrir fleiri. Þegar hér var komið spurði fréttamaðurinn um daglegt líf í klaustrinu. Þegar klukkuna vantar tuttugu mínútur í sex er risið úr rekkju og bæn hefst kl. 6. Þá messar katþólski prestur- inn á Jófríðarstöðum kl. 8. Aftur er bæn kl. 11 — 11,30 en þá snæða systurnar og ganga að því búnu út í klaust- urgarðinn ef vel viðrar. Bæn og helgistund er milli 2 og 3 og 4,45 til 6, frá 7,30 til 8,15 og loks kl. 9—10,30 síðd. Þá er gengið til rekkju. Þær mega ræðast við tvisvar á dag 45 mínútur í hvort skipti en þess á milli íást þær við ýmis konar föndur, innrömmun mynda, prjóna, sauma og fleira. Tvær sjá um matseld og skiptast á um það sína vik una, en mest borða þær af fiski, brauði, osti og eggjum, en kjöt mega þær ekki bragða. Þær rækta kartöflur, rófur og ýmiss konar kál í klausturgarð inum og hænsni hafa þær og selja egg. Bók bókanna Eins og íyrr segir eru tvær útisystur og 'eru þær nokkurs konar milliliður hinna systr- anna við hinn veraldlega heim. Þær fá ekki að koma inn til þeirra nema fjórum sinnum á ári, en biðja sínar bænir í kapellunni. Ein staka sinnum koma ættingjar systranna í heimsókn en ekki er mikið um það. Hins vegar gera þær mikið af því að skrifa ættingjum í Hollandi. — Að lokum sögðust þær systur aldrei hlusta á útvarp né lesa olöð. Þeirra lestrarefni er bok bokanna. — G. E. Aðolfundur Sjúlfstæðisiélogs Vutnsleysustrunduhrepps AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Vatnsleysustrandarhrepps, var haldinn sunnudaginn 2. sept. sl. Formaður félagsins Jón Kristjánsson skólastj. setti fund- inn. Fundarstjóri var kjörinn Ánni Hallgrímsson, hreppstjóri, og fundarritari Pétur Jónsson, oddviti. Jón Kristjánsson flutti skýrslu stjórnarinnar og Jón Guðmunds- son gjaldkeri, lagði fram reikn- inga félagsins. Félagsstarfið var í miklum blóma sl. starfsár. Axel Jónsson fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, flutti erindi um flokksstarf- ið og ræddi sérstaklega um skipulag og starf flokksins í Reyk j aneskj ördæmi. Fráfarandi formaður Jón Kristjánsson, skólastj. og gjald- keri félagsins Jón Guðmundsson, eru að flytja af félagssvæðinu og voru þeim þökkuð ágæt störf í þágu félagsins. í stjórn voru kosnir: Guðmund ur Björgvin Jónsson, formaður, Pétur Jónsson, Eiiríkur Krist- jánsson, Jón Þorkelsson og Þor- björn Eiríksson. Varamenn í stjórn: Rafn Símönarson og Hannes Kristjánsson. Endurskoð- endur Árm. Hallgrímsson og * Jón Benediktsson. Þá kaus fundurinn fulltrúa i fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Gullbringusýslu og kjördæmis- rað Sj álfstæðisflokksins í Reykja neskjördæmi. Að loknum aðalfundarstörfum voru almennar umræður og tóku þessir til máls: Jón Þorgilsson, Jón Kristjánsson, Þorbjörn Ei- ríksson, Axel Jónsson, Eirikur Kristjánsson, Pétur Jónsson, Árni Hallgrímsson, Jón Guð- mundsson og nýkjörinn formaður Guðmundur B. Jónsson. K !A K S T11 \ \ lí Einstakt rugl Forystugrein Tímans í gær ei eitthverl það einstakasta rugl sem sézt hefur á prenti í ís- lenzku blaði. Það er því haldið fram að „verðbólgan sé af-. kvæmi viðreis:. irinnar". Mbi, ' telur rétt að lesendur þess fái að sjá niðurlag þessarar ein- stæðu ritsmíðar. Þar er komizt að orði á þessa leið: „Ef vel væri, ætti það vissu- lega að vera megin verkefni næsta þings að stöðva verðbólgu ölduna, sem „viðreisnin" hefur reist. Því miður verður það þó ekki gert á næsta þingi. Ef nokkuð verður gert þar, mun það aðeins verða til að auka á „viðreisnar“-vitleysuna. Núver- andi valdhafar hafa bersýnilega ekki neitt lært, enda vakir ann- að meira fyrir þeim en að stöðva verðbólguna. Verðbólgaa þjónar einmitt því aðalmarki þeirra að skapa hér þjóðfélag hinna fáu ríku. Stefnubreyting getur þvi — aðeins orðið í þessum. efnum, að þjóðin svipti stjórnarflokk- ana þingmeirihluta sínum í næstu kosningum. Að öðrum kosti verður stefnt enn lengra út í verðbólguna og ófæruna". Margt skrítið í kýrhausnum Það er margt skrítið í kýr- hausnum. Það má nú segja. Vit leysa Tímans ríður ekki við ein teyming. Mennirnir, sem höfðu nærri því leitt þjóðargjaldþrot og algjört hrun yfir íslenzku þjóðina fyrir 4 árum þykjast þess nú umkomnir að staðhæfa að jafnvægis og viðreisnarstefna núverandi ríkis.f jórnar hafi skapað „verðbólguöldu"! Þessar fáránlegu staðhæfing- ar Tímans eru verstar fyrir Framsóknarflokkinn. Alþjóð veit að það kom í hlut viðreisnar- stjórnarinr. au reisa íslen-'.t efnahagslíf úr þei... rústum, sem vinstri stj„.mn skildi við það í. Núverandi stjórn varð jafnframt að leggja grundvell að nýrri uppbvggingar og þró- unarstefnu Þetta hefur henni tekizt svo vel að nú ríkir á fslandi meira góðæri en nokkru sinni fyrr. Atvinna er meiri og tekjur fólksins hærri en nokkru sinni áður. Jafnvægisráðstafanir ríkisstjórnarinnar hafa einnig leitt til þess að aðstaða landsins út á við hefur stórbatnað. Láns- traustið hefur verið endurreist og íslenzkir ban..ar eiga nú stórkostlega gjaldeyris vara sjóði í staðinn fyrir stór skuldir í tíð vinstri stj jrnarinnar. Enginn viti borinn maður getur látið sér til hugar koma að það væri íslenzku þjóðinni ha~- kvæmt að svipta núverandi stjórnarflokka þingmeirihluta í næstu kosningum og fá þjóðfylk ingu kommúnista og Framsókn armanna völdin að nýju. Nýr kennaraskóli Kennaraskóli íslands er wú að flytja í nýja og glæsilega ingu. Er það vissulega vel farið. Kennaraskólinn hafði um Iangt skeið búið við gersamlega óviðuna '.di húsnæði. Sem betur fer er nú aðsókn að aukast all verulega að skól- anum. Standa því vonir til að á næstu árum rætist úr þeim tilfinnnlega skorti á kennurum, sem gert hefur vart við sig á undanfömum árum. Það þarf einnig að gera kennarastarfið eftirsóknarverðara heldur en það hefur verið. Kei narastéttin vinnur mikið og gagnlegt starf í þágu alþjóðar. Þess vegna er þýðingarmikið að í hana veljist traustir og dugandi menn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.