Morgunblaðið - 03.10.1962, Page 5

Morgunblaðið - 03.10.1962, Page 5
Miðvikudagur 3. okt. 1962 MÖRCUNBT/AÐIÐ 5 m/WM II HINN 8. október tekur dans skóli Hermanns Ragnars Stef- ánssonar til starfa á ný og hefst þar með fimmta starfs ár Skólans hér í Reykjaví'k. Eins og undanfarin ár verða í vetur kenndir barna- og sam- kvæmisdansar fyrir börn á aldrinum 4 til 12 ára í þrem- ur aldursfloikkum, auk þess sem skipt er í floikka eftir því, hvort um byrjendur er að ræða, eða þá sem lengra eru komnir. Unglingum verð- ur kenndur samkvæmisdans og verður aðaláherzlan löigð á suður-ameríska dansa. sér- stakir flokkar verða fyrir hjón en þeir hafa notið mikilla vin- sælda á undanförnum starfs- árum skólans, svo að aldrei hefur verið hægt að anna allri eftirspurn. Hermann Ragnar er ný- kominn heim úr kynnisferð til Ameríku þar serp hann á- sami þrem-ur öðrum áhuga- mönnum um íslenzka æsku- lýðsstarfsemi kynntu sér starf bandarískra æskulýðsleið toga í tveimur borgum þar vestra. — Hvaða aðili bauð ykkur í þessa kynnisferð, Hermann? - Upplýsinigaþjónusta Banda- ríkjanna bauð okikur fjórum fslendingum til að sækja fyr- irlestra um æskulýðsstarf á- samit fulltrúum frá öðrum þjóðum, og var einnig miðað að því, að við gætum unnið á æskulýðsheimdlum í 10 vik- ur. — Er æskulýðsstarfsemin vestra mjog fjölbreybt að sum arlagi? — Já, það er mikil áherzla iögð á, að gera hana sem fjöl- breyttasta og fjölsóttasta af unga fólkinu. í Bandaríkjun- um er það miklu meiri erfið- leikum háð, allt að tvítuigu að fá sumarstarf heldur en reynd in er t.d. hér á landi. Það verð ur að finna leiðir svo að þessi ungmenni geti varið skóla- leyfinu sem bezt og geti ver- ið í góðum félagsskap og þrozkast andlega og líkamlega með hjálp sérfróðra manna, sem vei'ta þeim tilsögn á sum- arheimilunum. — Hvernig er starfinu hátt- að á þessum heimilum? — Heimiilin eru opin fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 til 18 ára og er eðlilega skipt niður í aldursflofcka. Það er unnið daglega frá 9-5 og þá helzt stundaðar íþróttir eð farið í ferðlög. Ég starfaði með drengjahópi í Chicago og það var mikil fjölbreytni í dagskránni og áihugi strákanna Hjónin Unnur og Hermann Ragnar Stefánsson ásamt kennurum k sínum í dansskóla Arthur Murray í Chicago. Þau hjónin verða I aðalkennarar í dansskóla Hermanns í vetur ásamt IngibjörguJ Jóhannsdóttur og Rannveigu Ólafsdóttur. ) mikill. Eitt af því sem mikið var lagt upp úr, voru sýn- ingar á kvikmyndum um á- kveðin tímabil eða viðburði í sögu Bandaríkjanna. Og jafn framt því sem við fengum að vinna sóttum við fyrirlestra um æskulýðsmál við háskóia í Ohicaigo. — Hafðirðu tækifæri til að kynna þér einhverjar nýjung- ar í dansi? — Já, við fengum að bera fram persónulegar óskir um sérskóla, sem við hefðum á- huga á að heimsækja og valdi ég þá dansstudio. Síðan gafst okkur Unni, eiginkonu minni, þess kostur að stunda dans- nám hjá Arthur Murray og nutum þar kennslu tveggja frægustu kennara skólarms, þeirra Mr. Hunter og Mr. Van- Straaten, en sé síðarnefndi er Hollendingur og einn af eftirsóttustu kennurum í saimkvæmisdansi þar vestra Við fengum tækifæri til að komast í kynni við flesta dansa sem komið hafa til sög- unnar að undanförnu, en það verður að taka þessu með mik illi varúð, því að það er liðið undir lok áður en maður veit af. Við lærum mikið af svo- kölluðum „restaurant“-spor- um hjá þessum tveimur kenn- urum, því að þau geta komið sér mjög vel hérna heima, þar sem ekki er um eigin- lega danssali að ræða og þrengsli oft mikil. Svo höfum við í hyggju að hefja kennslu í vetur í marnbo, sem við lærðum í Ameríku. — Einhverjar fleiri nýjung ar? — Ég gæti sagt frá einni, sem kemur til framkvæmda í vetur, en hún er sú, að danskennarasamibönd víðs veg ar um hei-minn hafa komið sér saman um alþjóðlegt dans kerfi, sem kennt verður um allan heim og hafa danskenn- arar, sem eru meðlimir þess- ara samitaka fengið ákveðna kennsluskrá, sem fara á eft- ir og er þá verið að reyna að miða að því, að þeir, sem lært hafa þetta sarna kerfi geti óhikað mætt dansfélaiga með sama stigi. f þessu sam- bandi verður gefið sams kon- ar hæfnis merki um gjörvall- an heim. Fram til þessa hafa námskrár hinna ýmisu dans- kennara sambanda verið all mismunandi, þannig að dans- kennarar hér heima, sem eru í sitt hvoru sambandinu hafa kennt dansa á mismunandi hátt og það leitt til óþæginda fyrir nemendur. En nú er verið að samræma þetta og verður það til mikilla bóta. Loftleiðir: í»orfinnur Karlsefni er væntanlegur frá N.Y. k1. 05.00. Fer til Oslo og Helsingfors kl. 06.30. Kemur til baka kl. 24.00. Fer til N.Y. kl. 01.30. Leifur Eiríksson er væmtanleg- ur frá N.Y. kl. 06.00 fer til Gauta- borgar, Kauj: mannahafnar og Stafang urs kl. 07.30. Eiríkur rauði er vænt- enlegur frá Stafangri, Kaupmanna- höfn og Gautaborg kl. 23.00. Fer til N.Y. kl. 00.30. Hafskip: Rangá er á Akureyri. Laxá er í Keflavík. F/imskipafélag Reykjavíkur H.f.: Katla er í Rauma, Askja er á leið til Bilbao. Flugfélag íslands H.f.: Millilandaflug Millilamdaflugvélin Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08: 00 í dag. Væntanleg aftur til Reykja- víkur kl. 22:40 1 kvöld. Millilanda- flugvélin Skýfaxi fer til Glasgow ©g Kaupmannahafnar kl. 08:00 í fyrra málið. Innanlandsflug: f dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Húsa- yíkur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópa ekers, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í Limerick, Arnarfell er væntanlegt tii Dale á morgun, Jökulfell lestar á Austfjörðum, Dísarfell fór í gær frá Antwerpen til Stettin, Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa, Helgafell er á Dalvík, Hamrafell er væntan- legt á morgun. H.f. Eimskipafélag íslands: Brúar- foss er á leið til NY Dettifoss er á leið til Reykjavíkur. Fjallfoss er í Reykjavík, Goðafoss er á leið til Reykjavíkur, Gullfoss er á leið til Reykjavíkur Lagarfoss er á Akranesi, Reykjafoss er á leið til Kaupmanna- hafmar, Selfoss fer frá Hamborg á morgun til Reykjavíkur, Tröllafoss er í Vestmannaeyjum, Tungufoss er á leið til Gautaborgar. H.f. Jöklar: Drangajökull er í Riga Langjökull er á leið til íslands, Vatna- jökull er á leið til Reykiavíkur. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Anna María Sigurð- ardóttir, Lynghaga 12 og Bern- hard Petersen, Flókagötu 25. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Ragna Gunn- arsdóttir, hárgreiðslunemi, Reykjavíkurvegi 31 og Þorgeir Baldursson prentnemi, Sigtúni 41 Heilagur himinninn vefur að hjartanu synduga jörð. — Mig furðar, hve sætt hún sefur, og svo halda stjörnurnar vörð, þangað til sólskinið sæta segir við dali og fjöll: „Ég ætla ykkur ekki að græta og ekki hinn nábleika völl. Þið verðið að vaka og biðja og viljann að ástunda minn. Að kyssa er mín unaðar-iðja iðrunartárin af kinn“. Svona hef ég sofnað á stundum syndum og heiminum frá. En enginn strauk ástríkum mundum iðrunartárin af brá. (Páll Ólafsson: Jörðin og ég) Það bætir ekkert úr heimskunni þótt hún sé öskruð upp. — Spurgeon Spurningunni: Hvað er frelsi? svar- aði vitur maður þannig: Góð sam- vizka. — Th. G. Hippel. Frið, ef unnt er. en sannleikann umfram allt. — Luther. Stúlka óskast til starfa við Heyrnleys- ingjaskólann. Uppl. I síma 1328i9 eftir kl. 3. Radíófónn Til sölu sænskur Marconi radíófónn. Tækifærisverð. Uppl. í Húsgagnaverzlun- unni Þórgötu 15. Lítil íbúð til leigu fyrir barnlaust fólk sem getur látið í té húshjálp um mánaðartíma. Tilboð merkt: ,,1200 — 3476“, send ist fyrir fimmtudagskvöld. Konur takið eftir Tek að mér breytingar og lagfæringar á kjólum, nýj- um og notuðum. Aðeins hreinir og vel með farnir kjólar koma til greina. — Uppl. í síma 16735. Myndavél Voigtlánder 35 mm. með aðdráttar og gleiðhorna linsum, ódýrt, til sýnis og sölu í Hraðmyndum, Lauga vegi 68, eða í síma 50146 eftir kl. 7. íbúð óskast Vantar 3ja herb. íbúð. — Hjón með barn á 3. ári. Uppl. í síma 12841. Barngóð stúlka óskast strax í vist á heimili Þorgeirs Þorsteinssonar, — lögreglufulltrúa, Grensási 3 Njarðvíkum. — Sími um Keflavíkurflugvöll. — Sími 2176. Barnlaus reglusöm hjón óska eftir íbúð næst Miðbænum. — Upplýsingar í síma 35357. BIFREIÐAEIGENDUR Þvoum, hreinsum, bónum bíla. Vönduð vinna. Reynið viðskiptin. Sækjum — Sendum. Uppl. í síma 38075. Ytri-Njarðvík Herbergi óskast. Uppl. í síma 1369. Vil kaupa lítið, gott píanó eða pían- ettu. Uppl. í síma 19878. Moskwitch 1955 til sölu. — Simi 32507 eftir kl. 6 e. h. Keflavík Til sölu notað sófasett. — Uppl. á Vatnsnesvegi 15, niðri. — Sími 1150. Herbergi óskast Má vera í kjallara. Uppl. í sima 22150. Keflavík Tapazt hefur kvenarm- bandsúr, gyllt, á leið frá Hafnargötu 30 út á Berg. Fmnendi vinsaml. hringi í síma. 1916. Fundarlaun. Keflavík 2 herbergi til leigu. Uppl. í síma 1905 eftir hádegi. Herbergi óskast fyrir tvo námsmenn í 4 mánuði. Uppl. að Hótel Skjaldbreið, herb. nr. 25. 5 herbergja íbúð í Drápuhlíð til sölu. Bíl- skúr fylgir. Uppl. gefur Sigurður Baldursson, hrl. Laugavegi 18 — IIII. hæð. Ung hjón með lítið barn óska eftir 2ja—3ja herbergja íbúð nú þegar. Upplýsingar í síma 34731. Herbergi Ung stúlka óskar eftir að taka á leigu forstofuher- bergi. Upplýsingar í síma 20902. Sendiferðabíll Sendiferðabíll, ný viðgerð- ur og sprautaður og með stöðvarplássi, til sölu. Gjald mælisleiga getur fylgt. — Uppl. í síma 32455 kl. 12—1 í dag og næstu daga. Húsgagnasmiður óskar eftir vinnu. Er vanur allri vélavinnu. Tilb. send- ist afgr. Mbl. fyrir föstu- dagskvöld, mert: „Hús- gagnasmiður — 3505“. Óska eftir að kaupa Wilton gólfteppi. — Sími 35037. Ung hjón með árs gamlan son óska eftir 2ja herb. íbúð. Hús- hjálp eða barnagæzla kem- ur til greina. Uppl. í síma 33438. Fokhelt hús 190 ferm. ein hæð í Silfurtúni til sölu. — Innbyggður bílskúr. INÍýja Fasteígnasalan Bankastræti 7. — Sími 24300 og kl. 7,30 til 8,30 e.h., sími 18546. Trésmiðir Trésmíðavélar til sölu. Uppl. í síma 32374 eftir kl. 7 í kvöld og annað kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.