Morgunblaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 8
8 MORCUNfíLAÐlÐ Miðvikudagur 3. okt. 1962 Tilkynning iró söngsveitinni Fílhnrmoníu Æfingar á MESSÍASI eftir Handel hefjast í október. Nýjir söngfélagar gefi sig fram við formann söng- sveitarinnar, frú Aðalheiði Guðmundsdóttur í síma 10146 eða söngstjórann, Dr. Róbert A. Ottósson í síma 17473 milli kl. 19—21 þessa viku. íbúðir fil sölu 3ja herbergja hæðir í sambýlishúsi við Safamýri. Seljast tilbúnar undir tréverk, sameign inni múr- húðuð, húsið fullgert að utan, tvöfalt gler o. fl. — Aðeins 4 íbúðir saman um þvottahús. — Ágæt teikning. — Hagstætt verð. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4. — Símar 14314 og 34231. IMýEeg fiskverzlun til sölu Til sölu er ein af vönduðustu fiskverzlunum borg- arinnar ásamt tilheyrandi tækjum og þar á meðal frystitækjum. Nýtt húsnæði, nýjar vélar. Verzlun- in er í fullum gangi. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl. Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Símar 14314 og 34231. S'zuiJabréf óskast Hefi kaupanda að ríkistryggðum skuldabréfum að upphæð kr. 250—300 þús. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl. Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Símar 14314 og 34231. Söngmenn Karlakórinn Fóstbræður óskar eftir nokkrum góðum söngmönnum strax. Upplýsingar í síma 12553 (séra Hjalti Guðmundsson) eftir kl. 17 í dag og næstu daga. Börn, unglingar eða fullorðið fólk óskast til að bera út Morgunblaðið í Garðahreppi. Upplýsingar í síma 51247. Hafnarfjörður Unglinga til blaðadreifnga vantar í nokkur hverfi. Afgreiðsla Morgunblaðsins Arnarhrauni 14. — Sími 50374. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Smith & IMorland h.f. Suðurlandsbraut 4. Ingibjörg Hiagnúsdóttir prestsekkja frá Laufási Fædd 11. maí 1867. Dáin 28. september 1962. VITUR maður hefur sagt: „Sönn menntun er í því fólgin að þekkja góðan mann, þegar mað- ur sér hann“. En það þurfti hvorki mennt- un eða langa viðkynningu við Ingibjörgu Magnúsdóttur til að komast að raun um að hún hafði góðan mann að geyma. Það geislaði af henni góðvildin allt til hinztu stundar. Ég kynntist Ingibjörgu, mág- konu minni, ekki fyrr en ég hafði verið gift bróður hennar í sex ár, er þau hjónin heim- sóttu okkur að Vífilsstöðum ár- ið 1919. í þann tíð voru sam- göngur á milli landsfjórðunga ekki eins auðveldar og þær eru nú. Þær voru að vísu ekki eins erfiðar og þegar það tók tengda- foreldra mína þrjár vikur að flytja búferlum frá Hofi á Skagaströnd að Skorrastað í Norðfirði. Þó að nú séu liðin 43 ár frá þessum fyrstu samfundum minn- ist ég enn glöggt leiftursins í augum séra Björns þegar hann sagði við mág sinn: „Finnst þér ekki ég hafa farið vel með hana systur þína í 24 ára hjónabandi?" Og hann svaraði: „Það hefurðu sannarlega gert, það má heita að hún sé eins falleg og þegar ég fór að heiman“. En þá höfðu þau systkinin ekki sézt í meira en 20 ár. „Það var grundvöllur- inn að lífshamingju minni, þeg- ar ég kvæntist henni systur þinni“, sagði séra Björn. Ingibjörg var fædd á Skorra- stað í Norðfirði 11. maí 1867. Foreldrar hennar voru þau prestshjónin Vilborg Sigurðar- dóttir frá Hóli í Kelduhverfi og séra Magnús Jónsson, prestur að Hofi og síðar að Laufási, al- þekktur bindindisfrömuður. Á unga aldri gaf Ingibjörg föður sínum loforð um að hún skyldi aldrei bragða áfengi og hélt auðvitað það heit. Að Laufási fluttist Ingibjörg með foreldrum sínum 1883, þá 16 ára gömul. Árið 1895 giftist hún séra Birni Björnssyni, sem vígzt hafði að- stoðarprestur hjá föður hennar, en hafði jafnframt á hendi kennslu á Akureyri og dvöldust þau þar að meira eða minna leyti þangað til 1901 að séra Magnús andaðist og fékk séra Björn þá veitingu fyrir Laufás- prestakalli, og hélt því þangað til hann lézt 1923, aðeins 52 ára gamall. Um heimilið í Laufási skrifar sóknarbarn þeirra hjóna á átt- ræðisafmæli Ingibjargar: „Það var gott að koma í Lauf- ás og vera gestur þeirra hjóna. Ég á rrrargar bjartar endurminn- ingar frá þeim tímum. Þar nutu allir hinnar beztu gestrisni og greiðasemi. Þau hjónin eignuðust sex mannvænleg börn og er þau ól- ust upp var sama velvildin, sama hlýjan í fari þeirra til samferðafólksins og hjá foreldr- unum. Var Laufásheimilið al- þekkt víða um sveitir af rausn og myndarskap og heimilisbrag- ur allur þannig að ógleymanleg- ur verður heimilisfólki og gest- um. — Frú Ingibjörg er göfug- lynd og góð kona, sem öllum hefur hjálpað af alúð og kær- leika hvar sem hún hefur náð til. Og aldrei var hún glaðari en er hún gat rétt öðrum hjálpar- hönd. Manni sínum var hún góður og ástríkur lífsförunautur, börnum sínum nærgætin og blíð móðir, hjúum sínum um- hyggjusöm og góð húsmóðir og gestum sínum veitandi, sem bezt verður á kosið. Þess vegna hefur öllum, sem kynntust henni verið óvenjulega hlýtt til hennar. Dagfari hennar og fram komu allri má líkja við sólar- geisla, sem vermir og gleður allt, sem hann nær til. Slíkar konur hafa auðgað mannlífið og gert það fegurra, bjartara og betra.“ Undir þessi 15 ára gömlu um- mæli hins gamla sóknarbarns get ég tekið af öllu hjarta. Bet- ur er ekki hægt að lýsa Ingi- björgu allt til æviloka. 95 ár er langur tími, það liggur við að mann sundli þegar hugsað er til þeirra breytinga, sem orðið hafa á lífskjörum manna á þess- um tíma. Ingibjörg var 12 ára þegar fyrsti olíulampinn kom á heimili foreldra hennar, það var dýrðlegt ævintýri að horfa á þetta skæra ljós, sem reyndar var aðeins notað í skrifstofu prestsins. Að nota það t. d. í hlóðaeldhúsinu kom ekki til mála. Eftir lát manns síns fluttist Ingibjörg til Reykjavíkur með börnum sínum og hefur dvalið hér síðan. Börn þeirra Laufás- hjóna eru: Magnús, stýrimaður á varðskipum, kvæntur Dóru Magnúsdóttur, dáinn 1960. Björn, bankafulltrúi, kvæntur Þórhöllu Þórarinsdóttur, dáinn 1944, Jón, bankafulltrúi, kvæntur Agnesi Oddgeirsdóttur, Vilborg, varð- stjóri við Landssímann, sem alla tíð hefur átt heimili með móður sinni og hjúkraði henni af frá- bærri alúð seinasta árið, eftir að ellin fór að leggjast á hana. Stefán Ólafur, fyrrv. stýrimað- ur, nú tollvörður, kvæntur Maríu Kristinsdóttur og Jó- hannes læknir, fyrri kona hans, Guðrún Erlendsson, seinni kona Ásta Árnadóttir. Skömmu eftir að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur lét hún reisa húsið Sólvallagötu 17, sem alla tíð hefur verið griðastaður fjölskyldu og vina. Þó að þar hafi búið 3—4 fjölskyldur, var Framhald á bls. 23. Eftir reynslu hér á landi og erlendis hefur verið bœtt inn mörgum nýjum atriðum sem stefna að því að gera trygginguna að fullkominni HEIMILIS- TRYGGINGU. Leitið nánari upplýsinga hjá aðalskrif- stofunni eða umboðs- monnum SAMVININUTRYGGINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.