Morgunblaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. okt. 1962 Smánarmúrinn. — Til hæeri sést hvar múrað er upp í glugga húss, sem stendur á mörkunum. SMÁNARMÚRINN Þættir frá Berlín haustið 1962 Frá fréttaritara Morgunblaðsins ER ég var staddur í Berlín uan miðjan þennan miánuð skriíaði ég Willy Brandt borgarstjóra stutt bréf og bað hann um að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Morgunblaðs- ins. Ég hitti borgarstjórann fyrir sjö árum og var bá á blaðamannafundi hjá honum í ráðhúsinu í Berlín. Borgar- stjórinn svaraði a.m.k. einni spurningu minni óbeint sama kvöldið í rabbi sínu við borg- ■arbúa, sem flutt var um Berlínarútvarpið. Hann sagði að hann liti svo á að Berlín- arbúar hefðu ekkert að óttast sérstaklega í sambandi við atburðina, sem um þessar mundir eru að gerast á Kúbu. En í Berlín (elus og annars staðar i heiminum) velta marg ir borgarbúar vöngum yfir því, hvað gerast muni hjá þeim, ef Bandaríkin komast að þeirri niðurstöðu að ekki verði hjá því komizt að eyðileggja borgarvirki Riússa á Kúbu með hervaldi. Grípa Rússar þá taekifærið og ráðast inn í Vestur-Berlín? WiHy Brandt borgarstjóri flytur með vissu millibili kvöldrabb í Berlinarútvarpið til samiborgarara sinna, til þess að telja í þá kjark, skýra málavexti og hvetja bá til þoli. iæði. Óneitanlega hlýtur það stundum að vera vanda- samt verk fyrir mann, sem líta verður á allt sem gerist í Berlín frá sjónarhóli heims málanna, að ná tökum á hug og hjarta hinna óbreyttu Ber- línarbúa, sem fyrst og fremst líta á það sem er að gerast fyrir utan g' ..ggann þeirra. Og það sem þar gerist stund- um getur valdið jafnvel mestu harðjöxlum sársauka. Borgarstjórinn kom víða við í rabbi sínu, en meginþráði -- inn var þó hvatning til sam- borgaranna um að gæta hófs í allri framkomu og sýna þol- inmæði. Hvatti hann samborg arana alveg sérstaklega til þess að sýna ekki hvatvisa óbilgirni þeim bandamanni Berlínarbúa, sem m. a. vegna þess að hann er valdamestur, hefur jafnan reynst þeim bezt. Átti hann þar að sjálf- sögðu við Bandaríkjamenn. Tilefnið til þessara ummæla mun vera það, að daginn sem Peter Fleaohter lá í klukku stund sárkvalinn í blóði sínu, hrópandi um hjálp að austan- verðu við smánarmúrinn, hel særður af byssukúlum lög- reglumanna í Austur-Berlín, kom fámenn amerísk her- deild að múrnum að vestan- verðu. Amerískur liðsforingi leit yfir vegginn og mælti: „Hér fáum við ekkert að gert“ — og gekk burtu. Allur þessi atburður um Peter Feohter, en frá honum hefir verig sagt ítarlega í fréttum Mbl., hefir fengið mjög á Berlínarbúa. Þorri borgarbúa gerir sér grein fyr- ir því, að „meríski liðsfor- inginn hafði rétt fyrir sér Öll afskifti af hans hálfu fyr- ir austan múrinn myndu hafa haft i för með sér hina geig- vænlegustu atburði. En óneit anlega var það hart, að þurfa að sitja auðum höndum og horft á meðan Peter blæddi. Eins og r”ir ferðamenn í Berlín um þessar mundir ók ég um Bernauerstrasse. Eng- in orð fá lýst því, sem þar blasir við augum,- Bernauer- strasse er vafalaust jafnlöng Laugaveginurr. eða lengri. Þegar ekið er eftir götunni eru á aðra h’ nd fimm til sex hæða hús úr rauðum múr- steini jg á milli þeirra er hluti af smánarmúrnum. Svo langt ganga yfirvöldin í Aust ur-Berlín í smán sinni, að víða við þessa götu þar sem múrinn er svo lágur, að sjá mætti yfir hann hafa þau, 5—10 föðmum innan við múr- inn, látið gera annan vegg úr þilplötV-A, svo að öruggt sé að ekki sjáist á miiu borgar- hlutanna. En þao eru þó sjálf húsin við Þ sa götu, .em mestum hryllingi valda. í þessum húsum bjuggu hundruð fjölskyldna fyrir rúmu ári, en nú er búið að flytja allt fólkið í b 'tu, múra upp í glugga og 'hurðir og svo langt hefir verið geng- ið víða, að gaddavírsgirðing- um, hefur verið komið fyrir á húsaþökum. Á nokkrum stöðum fyrir framan þessi hús sjást blóm og kransar. Blómin marka þá stað' þar sem fólk, sem vildi „neyta al menns kosningaréttar síns með fótunum" þ. e. velja um það hvort það vildi vera kyrrt í Austur-Berlín ða fiýja vest ur, hefir látið lífið. Þetta orða tiltæki um „kosningaréttinn" er ekki mitt, heldur tekið úr áðurnefndu erindi Willys Brandt. Einhver hér á landi hefir sagt, að smánarmúrinn væri ekki hár og það er satt hann er víða rétt rúmlega mannhæð og nauðaómerki- legur, hlaðinn úr múrsteini, með glerbrotum og gaddavír ofaná, sannarlega enginn kín verskux múr, ef litið er hann sem mannvirki. Og bar sem stór auð svæði eru að austan verðu er ekkert gert til þess að hindra að maður sjái yfir. Þar er hvort sem er ekkert að sjá nema mannlausar rústir úr heimsstyrjöldinni. En hvaða máli skiftir hæðin í raun og veru? Allir vita að vopnaðir verðir eru ó hverri hundaþúfu. Á einum stað í Bernauerstre—e sá óg her- mann með hríðskotabyssu í nokkurskonar hreiðri hátt uppi í limum trés eins austan við smánina. Um nætur er múrinn víða flóðlýstur. Til þess að gera sér grein fyrir því, hvaða bönú hafa verið rofin milli ættir.gja og vina með smánarmúrnUm, geta menn hugleitt hvaða áhrif það myndi hafa ef slík- ur Berl'narmúr yrði r'-' ’ ur 1 ' í Reykjav’’ t. d. við Hring brautina og Snorrafc: mtina. Allt samband, sau.göngur, símasainband, útvarr. bókstaf lega a111 mannlegt samband yrði með því rofið milli aust- ur og vestu ’ _:jarins Ekkert sambanu, bókstaflega ekkert við farlama foreldra, sjúk systkini, ástvini eða nokkurn annan mann. í Bernauer- strasse sá ég gömul hjón standa og veifa í sífellu vasa- klútum á stærð við koddaver. Einhversstaðar hinum megin við múrinn vissu bau af ást- vinum, sem kannske fylgdust með þeim þarna í götunni. En þetta mun raunar svo algeng sjón þarna á götunru að varla tekur að segja frá nenni. í Berlín búa að vestanverðu tvæ. nilljónir manna, en ein milljón að austanverðu. Útlendingar geta auðveld- lega komizt inn í Austur-Ber- lín. Þeir þurfa ekki annað en -a í aðrahvora járnbrautina, borgarbrautin, sem er ofan- jarðar éða neðanjarðarbraut- ina en þessar brautir hafa löng um verið aðalumferðaræðar Berlínar. Þegar komið er í ákveðna stöð, Bahnho: Fried- riohsstrasse i Austur Berlín, er sýnt vegabréf og gert grein fyrir ferðatilgangi og maður er Kominn „innfyrir". Eki.ert skal ég um það segja hvort slí'kt ferðalag sé ráðlegt fár- áðum ferðamanni o sumir segja að fátt segi af eirum, þegar komið er austur. Sjálf- ur vil ég tal— fram að ég hefi komið tvívegis austur fyrir og aldrei orðið neins misjafns var í þessum skilningi. Að þessu sinni valdi ég leiðina um hið fræga Charlie hlið við Friedridhsstrassu. Þar skilja Vestur og Austur-Berlín nokkrar raðir af þykkum lág um múrveggjum með þrong- um hliðum ýmist á hægri eða vinstri vegarbrún. Þegar kom ið er að Oharlie „hliðinu" að vestanverðu er farið greið- lega framihjá varðmönnum Bandaríkjanna. Ég var í stór- um ferðamannavagni ásamt nokkrum tugum annarra ferða manna. Okkur fannst biðin nokkuð löng þegar komið var að varðskýli austanmanna, að eins 20 30 föðmum frá vest- anmönnum. Það tók 40 — 45 mín. að afgreiða þennan litla hóp gegnum vegabréfsskoðun- ina Allt sem gerist er að menn gefa upp þá peninga sem þeir hafa meðferðist og sýna vep </ toréf. Að því búnu er hliðinu •— bómunni — lyft og ekið er austur. Á sama hátt og Berlín er miðdepill kalda stríðsins er Oharlie „hliðið“ miðdepill í átökunum milli Vestur og Austur-Berlínar. Enginn vafi er á því, að rétt er hermt, þegar sagt er, að stundum hafi munað mjóu að upp úr syði hjá Oharlie. Jafn vafa- laust er það að óttinn við kjarnorkustyrjöld hefir jafn- an hindrað það, að til raun- verulegra vopnaðra átaka hafi komið. í raun og veru ná segja að þessi litli depiil í miðri Berlín sé á sjöunda tug tuttugustu aldarinnar afn eldfimur og Danzig var á fjórða tugnum. Raunar gildir þetta ekki aðeins um Ch-.riie heldur um allan smánarmúr- inn. Allur þorri manna í Vest- ur-Berlín gerir sér grem fyrir þessu. Það er eftirtektarvert að roskið fólk og gamalt held ur sig jafnan í hæfilegri fjar- lægð frá múrnum. Það er eins og því hrylli við hon- um. Og víst er það, að það hræðist hann. Unga fólkið, sem hvorki man Danzig né Serajevo er dálítið órólegt. Það vill að „eitthvað" sé gert til að afmá smánina. Eg átti tal við roskinn mann, sem búið hefir í Berlín tvær heims styrjaldir og lifað þá alla, Vil- 'hjálm keis_ia, Stresemann, Hindentourg og Hitler. Honum er ljóst að smánarmúrinn fæst ekki rifinn fyrr en samkomu- komulag næst milli aðila yfir hinn „múrinn“, óáþreifanlega rnúrinn milli austur og vest- rms. Og ef einhver spyr: Af hverju leyfðu vesturveidin yfirleitt að múrinn var reist- ur, af hve.J.. :fu þau hann ekki niður strax, þá liggja mörg svör nærri, en eitt .eK- ur þó af skarið: Rússar hefðu þá getað reist annan múr nokkru austar, inni á sínu eigin hernámssvæðj Þeir hefðu ekki haft siðferðilegan rétt til þess að reisa þennan nýja múr .frekar en þeir hafa nú, en frá lagalegu sjónar- miði hefði ekkert verið hægt að gera. Árás á smánarmúr- inn 13. ágúst fyrir rúmu éu-i fhefði því aðeins getað orðið til þess að kveikja eldana Eg var við nám í Humboldt háskóla við .ina frægu götu Unter den Linden fyrir tæp- um þrjátíu árurn. A Unter den Linden var þá jafnan mann- haf sem jafnast á við bann mannfjölda, sem við sjáum hér í Austurstræti, á Pict.a- dilly Circus í London, á Strau inu í Kaupmannahöfn, á Ohamps Elysées í París og Times Square í New York. Þegar ég stóð þennan sunnu- dag, 16. september síðastlið- inn við minn gamla fcáskóla í Austur-Berlín og leit í kring um mig, hefði ég getað talið á fingrum mér það fólk, sem ég sá. Viku áður en Hitler tók völdin árið 1933 var ég staddur á stóru torgi, Lust- garten, sem er þama skan., frá, einnig á sunnudegi. Þá voru þar hundrað þúsund manns ,raunar á fundi, fundi til þess að mótmæla væntan- legri valdatöku Hitlers. Nú sást ekki hræða á þessu stóra torgi. Það er að vísu rét* að Unter den Linden er dauð, eða að mestu leyti dauð. Ég kom líka á Alexanderplatz, sem var ein aðalmiðstöð borg arinnar á áratugunum fyrir stríð. (Potsdamer torgið.. sem e.t.v var áður fyrr aðalmið- stöð borgarinnar, næsc á eftir Unter den Linden, en það er einnig á austursvæðinu, er gersamlega dautt, rústir ein- ar) Ekki get ég sagt að mikið hafi verið um að vera þar. Og síðan ók ég niður Karl Marx götu, sem áður hét Frankfurter Alle, en hún er ein af stærstu og breiðustu götunum í Berlín. Þarna er í dag miðstöð Austur-Berlín- ar, þetta er einmitt gatan sem útlendingum er jafnan sýnd, af leiðsögum" mum hr. Ul- briohts, því að þar eru einu raunverulega stórhýsin, sem byggð hafa verið í Austur- Berlín frá stríðslokum. Ég fór að reyna að te’ja bílana, sem vit mættum er við ókum nið- ur þessa aðalgötu. Einn og einn bíll, kannske á hundrað metra færi. Það var eins og að koma í Austurstræti eða á einhvern hinna staðanna, sem nefndir voru áðan, þegar komið var á Kurfurstendamm. Um áratugi fyrir stríð voru Unter den Linden og Kur- furstendamm aðalgöturnar í Berlín. Það sem gerir gæfu- muninn nú er að Kurfúrtsten damm er í V.-Berlín. pól. Unnið að hleðslu múrsins undir hervernd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.