Morgunblaðið - 03.10.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 03.10.1962, Síða 12
12 Miðviku'dagur 3. okt. 1962 mtiitiirifaMfr Dtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. A TB URÐIRNIR í MISSISIPPI L tburðimir, sem hafa verið að gerast í Missisippi undanfarna daga, eru taldir til alvarlegustu innlanlands- óeirða í Bandaríkjunum sl. 100 ár. Orsakir þessara at- burða eru tvíþættar, eins og _fram hefur komið í fréttum. Er þar annars vegar um að ræða kynþáttahatur, sem svo víða hefur reynzt erfitt að uppræta, og hins vegar deil- ur um valdssvið sambands- stjómarinnar og fylkisstjórn- anna. Við Islendingar höfum sem betur fer ekki kynni af kyn- þáttavandamálum og gengur erfiðlega að skilja hvernig þau geta leitt til stórfelldra átaka. Hérlendis hefur hins vegar af pólitískum ástæðum komið til þess að ofbeldis- menn hafa gert tilraunir til að hindra sjálfan löggjafann í störfum og við allmörg tækifæri hefur verið efnt til skrílsláta. Með hliðsjón af slíkum atburðum, sem jafn- vel gerast hér á landi, verð- ur kynþáttavandamálið skilj- anlegra, þótt framferði þeirra, sem berjast fyrir að- skilnaði kynstofnanna sé eft- ir sem áður jafn óréttlætan- legt. Hitt er aftur á móti fyrir- gefanlegt þótt menn greini á um það, hve víðtækt valds- svið sambandsríkisins skuli vera og hve víðtæk sjálf- stjóm fylkjunum sé eftirlát- in. En því miður virðist í máli blökkumannsins Mere- dith, sem þessi ágreiningur sé notaður sem yfirvarp yfir fyrirætlanir þeirra, sem berj ast fyrir fomeskjulegum kenningum um aðskilnað kynstofnanna. Bandaríkjastjórn hefur sýnt mikla festu í þessu máli, og hafa Kennedy forseti og bróðir hans í stöðu dóms- málaráðherra snúið bökum saman. Þegar þetta er ritað bendir allt til þess að þeir hafi undirtökin, en þó getur ógæfan. enn skeð. Þannig óttast sumir t.d., að ofbeldis- menn freisti þess að ráða .. blökkustúdentinn af dögum, en slíkt gæti haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Svipuð átök áttu sér stað í Little Rock 1957. Þar tókst þó að koma á reglu og síðan hafa hvítir og svartir verið saman í skólum. 1 lengstu lög treysta menn því að þannig fari einnig í Oxford- háskóla í Missisippi, og þá er líka stórum áfanga náð, sem flýta mun fyrir því, að end- anlega verði aðskilnaðar- draugurinn kveðinn niður. ÖGNARLEG SLYS CJíðustu vikumar hafa menn ^ naumast opnað svo dag- blað, að þar væri ekki skýrt frá fleiri og færri umferðar- slysum. Með vaxandi um- ferð má að vísu gera ráð fyrir, að slysahætta aukist eitthvað, en ýmis slys ber að með þeim hætti, að ljóst er, að þau voru ekki óhjá- kvæmileg. Menn hljóta þess vegna að velta því fyrir sér, hvað hægt sé að gera til að draga úr slysahættunni. Lögregla og stjórnendur umferðarmála gera áreiðanlega það, sem í þeirra valdi stendur, og eðli- legt er að þeir, sem áhrif hafa á almenningsálitið, blaðamennirnir, séu hugs- andi yfir því, hvort þeir geri einnig skyldu sína. E.t.v*. hlífast blöðin um of við að skýra frá þvi, hverjir slysum valdi, en þess er þá að gæta, að oft er vandi að taka ákvörðun í þessu efni. Flestir menn eru þannig gerðir, að þrátt fyrir allt er það þeim mikil hegning að hafa valdið slysum og fá dóm fyrir, þótt ekki bætist við að nöfn þeirra séu birt í í öllum blöðum. Þar að auki er oft erfitt að gera sér grein fyrir því, hvort um ósæmi- legt skeytingarleysi hafi verið að ræða eða óhappa- tilviljun. Hér á landi hafa blöð ver- ið gætnari en víðast annars staðar að ræða viðkvæm einkamál, og er það þeim til sóma að gera ekki ógæfu annarra að umræðuefni. En þegar menn gera sér leik að því að valda sjálfum sér og öðrum lífshættu í umferð- inni, er spurning um, hve lengi er hægt að hlífast við að beita því varnarvopni, sem upplýsingar blaðanna hljóta að vera. GEGN VERÐBÓLGU FVamsóknarmenn segjast nú * allt í einu. vera orðnir einlægir baráttumenn gegn verðbólguþróun. Mbl. hlýt- ur að fagna því, ef svo er í raun, því að vissulega er full i MORCVNBLAÐIÐ UTAN UR HEIMI j Forsætisráðherrafrúin er leikkona LÍKLEGA hefur það ekki gerzt áður að nokkurt land hafi for- sætisráðherrafrú, sem var þekkt af öllum landsmönnum sínum áður en hún varð „önnur frú landsins" eins og það er kallað, fyrr en Danir fengu sína nýju forsætisráðherrafrú, frú Helle Virkner Krag. — En hvaða Dani, og jafnvel fleiri, þekkja ekki Helle, eins og hún er daglega kölluð í Dan- mörku, Það hefur orðið til þess, að maðurinn hennar hefur verið kallaður einfaldlega Jens Otto manna á meðal. Fólk sat ekki heima hjá sér og talaði um herra og frú Krag. En for- sætisráðherra- ■hjónin geta lát- ið sér það í léttu rúmi liggja, því það er góðs viti þegar þjóðin tal ar kunnugiega um ráðamenn sína. Segja má að það geri ráða mennina svolít- ið jarðbundnari. Og nú er leik konan Helie Virkner Kraig sem sagt orðin forsætisriáið- herrafrú og bjóða allir Dan- ir hana hjartan- lega velkomna í þann sess. Að nokkru leyti mun nún hafa það léttara en fyrirrennar- ar hennar en á sumum sviðum nokkuð erfiðara. Einmitt vegna þess að hún er þekkt af svo mörgum áður. Það gerir auknar kröfur til hennar. Hún er líklega einasta for- sætisréðherrafrúin í heiminum sem er kvikmyndastjarna. — Hún hefur sagt að hún vilji halda áfram leikferli sínum, en hlutverk hennar 1 framtíðinni ■munu mjög nákvæmlega valin áður en hún tekur þau að sér. Enda .etti hún ekki að þurfa að segja skilið við leikstarfsem- ina, því hún virðist líta svo skynsömum augum á þessi tvö hlutverk sín, sem hún á að leika í framtíðinni. — Hún hefur sagt ■að fyrst komi hinar opinberu skyldur og hlutverkið sem eigin kona og móðir. Hún segir enn- fremur, að hún muni ekki taka neinu kvikmyndahlutverki, nema bví aðeins að maðurinn hennar samþykki það fyrst. Hún mun sem sé ekki segja já, ef ■hann segir nei. Einhverjar smásálir kunna e.t.v. að láta sér finnast eitthvað, — þegar þeir sjá forsætisráð- herrafrú sína á auglýsinga- spjaldi kvi'kmyndahúsanna. En við því er ekkert að gera. Danir geta verið alveg róleg- ir, þegar forsætisráðherra þeirra leyfir konu sinni að leika í kvik mynd, þá hlýtur það að vera í lagi. — Kom Bretum óþægiíega á óvart London, 1. október NTB—AFP. TALSMAÐTjR brezka utanríkis- ráðuneytisins skýrði frá því í dag, að stjórn Bretlands hljótl að endurskoða afstöðu sína varð- andi vopnasölu til Mið-Austur- landa, þar sem stjórn Bandaríkj- anna ætli að selja fsrael eld- flaugar. Talsmaðurinn sagði, aff sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar hefði komið Bretum óþægilega á óvart. Bætti hann við, að þeim hefði verið íilkynnt um ákvörð- unina rétt áður en hún var birt opinberlega en engar viðræður hefðu farið fram milli stjórn- anna áður. Myndir sem sýna Margréti pri: .„u smekkle„a klædda með bera hnjé'kollana hafa verið fá séðar, en eftir að hún giftist Tony hefur smekkur hennar á fatnaði breytzt og þykir nú vera ástæða að berjast gegn því, að hér þróist verðbólga á ný. Sem betur fer er viðreisn- in nú orðin það traust að hún á að geta staðið undir þeim hækkunum, sem orðið hafa að undanförnu, þótt auðvitað komi ekki nema nokkur hluti kauphækkán- anna til góða sem kjarabæt- ur. —• En fram að þessu hafa Framsóknarmenn sízt verið eftirbátar kommúnista í kröfum um hvort tveggja í senn, kauphækkanir og verð- hækkanir. Þar að auki hafa þeir lagt megináherzlu á það að peningamagn væri aukið í umferð, þó að hér sé vinnu- aflsskortur, auðvitað til að ýta undir það, að á ný skap- ist verðbólga. Hljóta menn þess vegna að taka með var- úð fullyrðingum þeirra um það, að þeir vilji nú hindra það, að hér komi ný verð- bólguþróun. En við bíðum og sjáum hvað setur. mjög góður. Ungu hjónin, sem eru m, jg namingjusöm, eins og sjá má - myndinni, voru nýlega í fríi . kotlandi .Fóru bau það an þrem vikum fyrr en ráðgert hafði /erið og styrkti það orð- róm þann, sem upp var kominn um að prinsessan ætti von á barni, og hefði hún farið frá Skotlandi til þess að hitta lækni sinn í London. — En brezka hirð in, sem vön er að gefa út til- kynningar 6 mán .ðum áður en von er j. konunglegum erfingja hefur verið þ’_al sexn gröfin. Sagt ei að hún hafi komið til London til þess að taka þátt í ráðstefnu SamveldisL-.." ,-.na.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.