Morgunblaðið - 03.10.1962, Side 24

Morgunblaðið - 03.10.1962, Side 24
FRÉTTASÍMAR M6L. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Smánarmúrinn Sjá bls. 10. 219. tbl. — Miðvikudagur 3. október 1962 Harður árekstur og slys í gærkvöld Annar billinn steyptist fram af barði og bafnaði i girðingu WÚ FARA í hönd erfiðir dagar fyrir dagbiöðin og stendur það í sambandi við að skólamir taka nú il starfa. Veldur það miklum breytingum á starfsliði því er annast hefur útburð Morg- unblaðsins tii kau.yenda þess, ckki aðeins hér í Reykjavík, heldur og í kaupstöðum og kauptúnum utan Reykjavík- ur, þar sem blaðið er borið til kaupenda þess. Aí þessum sökum má bú- ast við að það „eti orðið erf- iðleikar á að koma blaðinu skiivíslega til kaupenda þess næstu daga. Vill Morgunblað ið biðja velvirðingar á þessu, um leið og það fuilvissar kaupendur sina um að allt verði til þess gert að koma útburðinum á blaðinu í eðli- legt horf hið allra fyrsta. gjósandi hvei-um sem skreytt er blómum, einstaklega smekklega. Blómin þykja ekki standa að baki dönsku blómunum. Segir í skeytinu, að eintök þeirra garð- yrkjumannr.nna af plöntum af ættunum Corton og Dieffen- bachia séu jafnvel fallegri en frá hinum sýningaraðilunum. Verð- laun hafa þeir fengið frá þrem aðilum, þar af af eru tvenn sér- stök heiðursverðlaun. — Enn— fremur veittu íslenzkir garðyrkju menn verðlaun og hlutu .þau garðyrkjumaðurinn Faurschou frá Randers > Danmörku. í bréfi sem Paul Michelsen hef ur skrifað heim til íslands segist hann" mjög ánægður með við- tökurnar í Forum. Kona hans frú Sigríður Michelsen kemur þar fram í íslenzkum búningi og hafa þau hjónin svarað ótal spurning- um um ísland. Fjölmargir íslend ingar hafa skoðað sýninguna þar á meðal sendiherrahjónin og ver- ið hrifnir af deild íslands. hlutu tvenn heið ursverðlaun Þessi mynd var tekin af þeim frú Önnu Borg og Poul Reumert við brottför beirra frá ReRykjavikurflugvelli í gærmorg un. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) íslenzka sýningardeildin á garð yrkjusýningunni miklu í Forum í Kaupmannahöfn hefur vakið mikla athygli, þótt ekki sé ýkja stór í sniðurn og hafa garðyrkju- mönnum í Hveragerði, I.aurits Christiansen og Paul Michels- t verið veitt tvenn heiðursverð- laun. Sýning þessi, sem haldin er í tilefni 75 ara afmælis danska garðyrkjumannasambandsins hef ur verið fjölsótt. Voru dönsku konungshjónin meðal fyrstu gest- anna og fóru þau miklum viður- kenningaorðum um íslenzku sýn- ingardeildina. í Einkaskeyti til Morgunblaðs- ins frá Kaupmannahöfn segir m. a. að þótt norsku, sænsku, — að ekki sé ta’að um dönsku, garð yrkjumennirnir taki meira rúm í sýningarsahium í Forum, þá hafi íslenzka deildin ekki vakið minni athygli. Hún þyki bregða sérlega fallega upp mynd af íslenzkri náttúru — en þar er komið fyrir íslenzku hra.uni, mosa og þrem aftur fyrir bllinn. Það tókst ekki og skall framendi jeppans framarlega á hægri hlið Volks- wagenbílsins. Við áreksturinn snarsnerist jeppinn á veginum og er hann loks stöðvaðist vísaði framendi hans þvi sem næst í þá átt, sem bíilinn kom úr. Volkswagenb'llinn virðist hafa kastast eitthvað til við árekstur inn en fór síðan ská'hallt út af gatnamótunum, steyptist fram af barði og lenti á hárri girðingu um'hverfis gróðrarstöð, sem er •þarna, braut girðinguna og fest- ist í henni. Ökumaður jeppans hljóp þeg- ar til ásamt farþega, sem í jepp anum var. Virtist þeim ökumað ur Volkswagenbílsins ruglaður og utan við sig. Hélt hann um höfuðið en ek'ki voru útvortis meiðsli sjáanleg á honum. Lögregla og sjúkrabíll kom þegar á staðinn og var ökumað- urinn fluttur á slysavarðstofuna þar sem han mun hafa verið í nótt. Mun hann hafa fengið höf uðhögg en ekki var kunnugt um frekari meiðsli í gærkvöldi. Bálarnir stórskemmdust báðir við áreksturinn, einkum þó Volkswagenbíllinn, sem var ó- ökufær á eftir. Þannig leit Volkswagenbíllinn út í giröingunni í gærkvöldi. — (Ljósm. Sv. Þormóðsson). ,79 af stöðinni* frum- sýnd í næstu viku GUÐLAUGUR Rósinkrams þjóðleikhússtjóri, skýrði Mbl. svo frá í gær að kvikmyndin „79 af stöðinni“ yrði að öll- um líkindum frumsýnd í Reykjavík í lak næstu viku. Búið er að „kópiera" myndina lokið hefur verið við tónlist- ina og í fyrradag og í gær var unnið að því að samræma tón, tal og mynd. Myndin verður frumsýnd í tveimiur kvikmyndaihúsum, Austurbæj- anbíói og Háskólabíói. Miðar verða seldir á frumisýnin/garn ar líkt og er með venjulegar kvimyndir. Margir boðsgestir verða að auki í Káskólabíói, bæði fólk, sem vann að töku myndarinnar, blaðamenn og aðrir gestir. Frumsýningardaig ur er ekki endanlega ráðinn, en eins og fyrr segir verður hann trúlega í lok næstu vifcu. Haraldur Björnsson heiðursfélagi L. R. Á FRAMHALDSFUNDI Leikfé- lags Reykjavíkur, síðastliðið mánudagskvöld var Haraldur Björnsson einróma kjörinn heið ursfélagi Leikfélagsins. Leikfélagið er nú að breyta sætaskipun í Iðnó, en við það fækkar sætunum úr 304 í 220. Fyrsta frumsýningin á þessu ári verður svo um miðjan þennan mánuð. Þá verður sýnt leikritið Hart á bak eftir Jökul Jakoibs- son. Langt er komið að æfa leikrit ið og búið að mála tjöld. Verð á síldar- mjoli akveoið RÍKISSTJÓRNIN hefur nýlega ákveðið, samkvæmt tillögum frá stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, verð á síldarmjöli. Er það kr. 5,400 pr. smálest fob. í verk- smiðjuhöfn en eftir 1. nóvember bætast við vextir og vátrygginga iðgjöld. Skaut gúmmí- gæsirnar Selfossi 2. okt. NÝJASTA aðferð veiðimanna í gæsahugleiðingum hér um slóðir cr að hafa með sér gúmmígæsir og flautu til þess að laða að gæsirnar. Maður ein núr höfuðstaðnum kom austur í Flóa til veiða á dög unum og bað leyfi stil þess að skjóta gæsir hjá bónda einum. Fékk hann leyfið og pumpaði upp sínar gæsir og stillti þeim upp. Lagðist hann síðan í skurð og þeytti flautuna. —. Annar maður hafði haft hug á sama veiðistað og fengið leyfi hjá bóndanum. Kom •hann í ljósaskiptunum á stað- inn — og skaut allar gúmmí- gæsirnar. Ekki fara sögur af orðaskiptum skotmanns og gæsaeigenda, en niðurlútir voru þeir er þeir héldu af stað. Garðyrkjumennirnir í Hveragerði 17 M sjöleytið I gærkvöldi varð mjög harður árekstur á mótum Bústaðavegar og Réttarholtsveg ar. Rákust þar saman Volkswag enbíll og jeppi með þeim afleið ingum að ökumaður annars bíls in slasaðist og báðir bílarnir stórskemmdust. Lenti Volks- wagenbillinn á girðingu og braut hana, en jeppinn snarsnerist á veginum og sneri öfugt við upp haflega stefnu sína. Nánari atvik voru það að jeppa bíllinn X 455 var á leið austur Bústaðaveg en Volkswagenbíll- inn M 185 á leið suður Réttar- (boltsveg. Nokkur halli er á gatna mótunum og var Volkswgenbíln um ekið undan brekkunni. Ökumaður jeppans segist hafa ekið á 40—45 km hraða í mesta lagi. Segist hann ekki hafa séð til ferða Volkswagenbílsins fyrr en sá fyrrnefndi var kominn út á gatnamótin. Slæmt skyggni var, myrkur og rigning. Er ökumaður jeppans varð var við hinn bílinn segist hann hafa snögghemlað og reynt að beygja Ekið á mann U M hálfellefuleytið í gærkvöldi varð það slys í Tryggvagötu við hús Eimskipafélagsins að maður varð fyrir bíl og slasaðist Slysið varð þanig að leigubíl var ekið vestur Tryggvagötu, en skammt vestan gatnamóta Póstlhússtræt- is var Guðjón Mýrdal ,rakari á leið yfir götuna. Er bílstjórirm sá til ferða Guðjóns hemlaði Ihann, og reyndi að beygja frá til /instri, en Guðjón skall a bægra framborni bílsins og síð an í götuna. Vinstra framhorn leigubílsins rakst um leið á íkyrrstæðan bíl við götuna og kastaði honum til. Guðjón var fluttur á slysavarðstofuna, og mun hann handleggsbrotinn auk mei la á höfði c_ mjöðr.i.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.