Morgunblaðið - 04.10.1962, Síða 1

Morgunblaðið - 04.10.1962, Síða 1
24 síftuv Hefði gefað ver- ið á lofti í sól- arhring Engin geinvferð Bíindaríkja- manna hefur tekizt betur „I»ETTA er fallegur, lítill fugl,“ sagði Walter M. Schirra, geimfari, og leit á geimfar sitt, „Sigma VII“, er hann var tekinn um borð í þyrlu bandaríska flotans í gærkvöld. Þá fcafði Schirra lokið lengstu og bezt heppnuðu geimför Sandaríkjamanna fram til þessa. Schirra er fyrstur bandarískra geimfara til að fara fleiri hringi en þrjá umhverfis jörðu. Allt frá því honum var tkotið á loft kl. 12.15, eftir íslenzkum tíma, og þar til hann lenti á Kyrrahafi, heill á húfi, 9 klukkustundum og 13 mín- litum síðar, hafði ferð hans gengið eins og bezt varð á kos- ið. Hvergi skeikaði neinu, og slík var nákvæmnin, að er hann lagði upp, var talið að hann yrði 2 mínútum skemur á lofti, en raun bar vitni. Svo vel tókst Schirra til við stjórn geimfarsins, að hann rotaði aðeins Vs hluta þess eldsneytis, sem geimfarið hafði til að knýja stjórnartækin. Hefði hann því getað verið á lofti í a.m.k. sólarhring, þar eð hann hafði súrefni til 28 tíma. Hins vegar stóð aldrei til, að hann færi nema 6 hringi umhverfis jörðu, og kom hann því aftur til jarðar á þeim tima, er gert hafði verið ráð fyrir. Fer hér á eftir nánari frá- sögn af geimferðinni: Walter M. Sohirra er fimmti geimfiari Bandaríkjamanna. — Hann er 3'9 ára gamall, liðsfor- ingi í sjóhernum, kvæntur, og tveggja barna faðir. • Áætlað hafði verið að skjóta geimfarinu, „Sigma VII“, á loft kl. 12.00, eftir ísl. tíma, en síð- ustu athuganir sérfræðinga 1-eiddu í Ijós að radartæki þurftu athugunar við, og var þá ákveð- ið að fresta geimskotinu um 15 mínútur. • Tveimur klukkustundum og 15 mínútum fyrir áætlaðan brott farartíma fór Schirra inn í geirn- farið til þess að framkvæma síð- ustu athuganir á tækjum þess. • Kl. 10.26, eftir ísl. tíma, var hann síðan lokaður inni í „Sigma VII“ og þar sat hann í tæpar tvær klukkustundir áður en Atl- as-eldflaugin hófst á loft. • 35 mínútum fyrir áætlaðan brottíarartíma var eldflaugin, sem bar geimfarið, fyllt elds- neyti, fljótandi súrefni. • 5 mínútum áður en Sohirra skyldi skotið á loft, áttu sérfræð ingar að hafa framkvæmt loka- athuganir. I>á kom hins vegar í Ijós, að radartæki þurftu lagfær ingar við, og var skotinu frestað um 15 mínútur. • Klukkan nókvæmlega 12.15 var kveikt á eldflaugahreyflum Atlas-flaugarinnar, og hún tók að lyftast frá jörðu, hægt í fyrstu, en síðan með síauknum hraða. Gífurlegur mannfjöldi fylgdist með, úr 3 km fjarlægð, þeir, sem næstir vonu. Áhorf- Walker M. Schirra, í geiimfarabúningi sinum endur skiptu þúsundum, og höfðu sumir sofið um nóttina á ströndinni við tilraunastöðina. • Aðeins 1 mínútu og 25 sek. eftir að flaugin hófst á loft, til- kynntu sérfræðingar á Canaveral höfða, að allt væri í besta lagi, öll tæki störfuðu, eins og til væri ætlazt. # Tveimur mínútum 33 sek. eft ir skotið, sáu þeir, sem með fylgdust, ljósan reyk leggja frá eldflauginni. Þá losnuðu tveir af hreyflum aðalflaugarinnar frá. Hraðinn var þá um 11.200 km á klukkustund, og eldflaugin í 62.4 km hæð. Var hún þá farin að sveigja nokkuð út yfir Atlantshafið. O Kl. 12.20 var eldflaugin kom in í þá hæð, sem gert var ráð fyrir, að hún hefði nóð eftir 5 mínútna flug. Þá var hraðinn um 28.000 km á klukkustund. Einni mínútu síðar var geimfarið laust við sjálfa eldflaugina og , Sigma VII“ komið á braut umhverfis jörðu. • Þá þegar tók Schirra sjálfur við stjóm geimfarsins, en í því eru stjórntæki, sem sumpart er stjórnað af sjálfum geimfaran- um og sumpart stjórnast af sjálf virkum útbúnaði. Skömmu síðar er geimfarið var nærri Bermudaeyjum, til- kynnti Schirra, að hann hefði mælt blóðþrýsting sinn, og reynd ist hann eðlilegur. 6 hringir á heim tíma, sem áætlað var. Er „Sigma VII“ losnaði frá At- Framhald á bls. 23. - * I Foro jbe/V aftur? Símstöð sprakk í loft upp 20 fórust strax, en 100 særðust — óttazt um líf margra New York, 3. okt. — (AP) — GÍFURLEG sprenging varð í dag í símstöð Bell símafé- lagsins í New York, er ketill í kjallara hyggingarinnar sprakk og þeyttist gegn um vegg, inn í matsal þar sem á annað hundrað sátu að snæðingi. Um 20 létu þegar lífið og a. m. k. 100 særðust. I Óttazt er, að enn fleiri hafi látizt, því að fólk er grafið í öyggingunni. Sprengingin varð í hádeg- inu, er rúmlega 100 manns, aðallega konur, sátu að snæð- ingi. — Eftir að ketillinn sprakk, þeyttist hann inn í matsalinn, upp í loft og braut það, svo að fólk á efri hæð- inni féll niður í kjallarana. Sumir, er voru á næstu hæð fyrir ofan þeyttust út um glugga. — Hroðalegt var um að litazt í matsalnum. Þar lá fólk látið eða stórslasað og gat sér litla björg veitt. Samkv. upplýsingum slökkvi- liðsins, mun ketillinn, er var var mjög stór, hafa rutt sér leið, allt að 65 m, gegnum bygging- una. Þeir, sem komust út úr kjall- ara hússins töldu sumir, að um kjarnorkusprengju hefði verið að ræða. Ekki er vitað, hvað því olli, að ketillinn sprakk. Um 400 manns voru við vinnu í símstöð- inni, er slysið varð. Moskvu, 3. október — NTB. FRÁ því var skýrt í Moskvu í dag, að næsta geimfar Rússa yrði mannað einum hirvna fjögurra geimfara Rússa, sem þegar eru þekktir fyrir afrek sín. Þeir eru, sem kunnugt er,l Juri Gagarin, Gherman Titov! Andrian Nikolayev og Pavel Popovitsj. Tilkynningin um þetta birt-l ist í „Izvestia“, og er þar rætt um vænlanleg afrek Rússa á sviði geimvísinda. Hins vegar ' er tekið fram, að þar sem enn hafi ekki verið unnið úr þeim upplýsingum, sem fengust, er Popovitsj og Nikolayev fóru umhverfis jörðu, þá muni enn líða nokkur tími, þar til Rúss- ar sendi upp mannað geimfar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.