Morgunblaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 4. okt. 1962 Þrengslavegur opnaöur bilurn í vetur Gestir við opnun Þrengslavegarins. Aðeins 2 sækja um lögreglu- stöður FYRIR nokkru voru auglýstar lausar lögreglumiannastöður í Reykjav., en þar mun vanta 12—15 menn. Umsóknarfrest- ur rann út 1. október sl., og höfðu þá aðeins tveir menn sótt um stöður. Umsóknar- frestur hefur nú verið fram- lengdur um óákveðinn tíma. NO EE lagningu Austurvegar eða Þrengslavegar það langt komið, að unnt verður að taka í notkun til vetrarumferðar kafl- ann úr Svínahrauni um Þrengsli á Selvogsveg hjá Vind- heimum og losna þannig við vetrarumferð á Hellisheiði. Á Alþingi 1926 voru samþykkt lög um lagningu járnbrautar að Þjórsá um Þrengsli, en aukin tækni í bifreiðasmíði á næstu árum Jró mjög úr trú manna á járnbrautarlagningunni og 1932 voru samþykkt lög á Alþingi um nýjan veg frá Lækjarbotnum um Þrengsli austur í Ölfus. Úr framkvæmdum varð þó ekki, en í stað þess var byrjað að leggja Krísuvíkurveg. í janúar 1956 var á Alþingi samþykkt 20 aura hækkun á benzínskatti og skyldu 40% af henni renna til Austurvegar. — Sama ár var vegarlagningin haf in í Svínahrauni og varið til hennar 400 þús. kr. Alls hafa fjárveitingar Alþingis til vegar- ins numið 9,85 millj. kr. Er fjár- veiting yfirstandandi árs var þrotin um miðjan ágúst, heimil- Geir Hallgrímsson. aði ráðuneytið, að unnið yrði fyrir allt að 2 millj. af væntan- legri fjárveitingu næsta árs til þess að náð yrði því marki að hleypa vetrarumferð á veginn í vetur. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður tæpar 12 millj. kr. þegar vinna hættir, sennilega í næsta mánuði. Þess má geta, að helmingur fjárins til Austurvegar hefur verið veittur á síðustu tveimur árum, 4 millj. á þessu ári og 2 millj. í fyrra. Þessi aukning fjárveitinga mun spara vegagerð inni mikið fé í vetur. Þess má geta, að snjómokstur á Hellis- heiði hefur numið % tdl 1 millj. kr. árlega. Slitlag vantar enn á veginn og verður hann því aðeins notaður yfir blá-vetrarmánuðina. Auk þess verður að aka 12 km eftir Selvogsvegi, og er hann hvergi nærri nógu breiður til að anna umferðinni um Suðurlandsveg Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins Miðar fást í Austurstræti (í happdrættisbilunum sjálfum) og I skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu við Austur- völL — nema um háveturinn. Hellis- heiðarvegur til Selfoss er nú 58 km. á lengd, en leiðin ,sem aka verður í vetur um Þrengsli er 69 km. frá Reykjavík til Sel- foss, þar sem aka verður alveg upp að Hveragerði. Ekki er full- víst hve langur vegurinn verður í framtíðinni, en endurskoða þarf vandlega legu hans vegna mýrlendis í Ölfusi. í tilefni af þessum áfanga bauð Sigurður Jóhannsson, vegamála Ingólfur Jónsson. stjóri, fjármálaráðherra, sam- göngumálaráðherra, borgarstjór anum í Reykjavík, þingmönnum og öðrum framámönnum Suður- landsundirlendisins, að skoða framkvæmdirnar. Flutti hann þeim þakkir fyrir velvild og skilning á nauðsyn Austurveg- ar. — Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, flutti ávarp. — Kvaðst hann mjög ánægður með þau stórvirki, sem unnin hafa verið á síðustu árum í vega málum íslendinga. Nú væri byrjað að steypa Keflavíkurveg og búast mætti við að margir km. yrðu upp frá þessu steyptir árlega af ýmsum þjóðvegum. Álafossvegur yrði næstur. Hann sagði einnig að nú væri starf- andi milliþinganefnd, sem senni lega skilaði af sér á komandi þingi, og væri von á ýmsum ný- mælum í vegamálum. Loks þakkaði ráðherrann öll- um, sem starfað hafa að verk- inu og ynnt það dyggilega af hendi. Geir Hallgrímsson borgarstjóri tók einnig til máls og þakkaði verkið fyrir hönd Reykvíkinga. Kvaðst hann fagna mjög þessari samgöngubót, sem stuðla mundi að auknum samskiptum mdlli íbúa Suðurlandsundirlendis og Reykjavíkur. Síðast en ekki sízt væri það öllum Reykvíkingum mikið fagnaðarefni að nú er lít- il hætta á, að bærinn verði mjólkurlaus af völdum sam- gönguskorts. Óskaði hann öllum til hamingju með veginn. Kosnir fulltrúar sjó- manna á ASÍ-þing ÁKVEÐIÐ hefur verið að kosn ing fulltrúa Sjóm.samb. til 28. þings ASÍ verði að viðlhafðri allsherjar atkvæðagreiðslu laug ardaginn 6. þessa mánaðar og sunnudaginn hinn sjöunda. Kosning hefst á laugardag kl. 10 f.h. og stendur þá til kl. 22. Á sunnudag hefst kosning kl. 10 f.h. og stendur til kl. 22 og er þá lokið. í Reykjavík fer kosningin fram í skrifstofu Sjómannafé- lags Reykjavíkur. í Hafnar- firði í skrifstofu Sjómannafélags Hafnarfjarðar, á Arkranesi í Skrifstofu Verkalýðsfélagsins, í Keflavík í Ungmennafélagshús inu uppi og Grindavík í Kven- félagslhúsinu. Gaitskell á fundi Verkamannaflokksins: Stjórnmálaaðild Breta að EBE lok samveldisins Fundurinn vill endurskoðun samkomu- lag, sem náðst hefur við EBE Brighton 3. okt. (NTB). Á LANDSFUNDl brezka Verka- mannaflokksins, sem haldinn er í Brighton var í dag samþykkt nær einróma ályktun, er sam- rýmist afstöðu formanns flokks- ins Hugh Gaitskells til aðildar Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu. f ályktuninni er vísað á bug því samkomulagi, sem náðst hefur í viðræðum Breta við E.B.E. í Briissel, en ekki talið útilokað að Bretar gerist aðilar V/'NAIShnit'r ] y SVS0hnútor H Snjókoma > 06i 7 Skúrír K Þrumur W/5& KuUosh'! ZS HitnkH H Hmt L Lm,l U M 'hádegi í gær var allstór en ekki kraftmikil lægð suð- vestur af Islandi, en háþrýsti svæði yfir Bretlandseyjum og annaö yfir N-Grænlandi. Úr- komubelti fyrir sunnan landið þokast norðaustur aftur og mun fara yfir suðaustanvert landið. Hiti hér á landi var víðast 8—10 st., en um 15 st. á Bretlandseyjuim Veðurspáin kl. 10 í gærk ^öldi SV-land og miðin: Sunnan og SA kaldi, skúrir. Faxaflói og Breiðafjörður og miðin: Austan kaldi og rigning fram eftir nóttu, SA kaldi og skúrir á morgun. Vestfirðir og miðin: Aust- an kaldi en NA-stinningskaldi á miðunum, rigning öðru hverju. No-ðurland og miðin: Aust an og SA kaldi, skýjað en þurrt að mestu. NA-land og: miðin: SA kaldi og rigning í nótt, sunn an kaldi en stinningskaldi á miðunum og þurrt að mestu á morgun. AuÁfirðir, SA-land og mið in :SA kaldi og rigning í nótt SV kaldi eða stinningskaldi og skúrir á morgun. að bandalaginu ef samkomulag náist um nýja og betri skilmála. í ályktuninni er ennfremur lögð áherzla á það. að hagsmun- ir samveldislandanna á sviði verzlunar verði tryggðir. Kraf- izrt er, að Bretar geti sjálfir ákveðið stefnu sína í utanríkis- málum og efnahagsmálum, að þeir geti staðið við skuldbinding- ar sínar við markaðsbandalags EFTA-löndin og tryggt brezk- an landbúnað. Auk þessa krefst Verkamannaflokkurinn þess að Svíiþjóð, Austurríki og Sviss verði ekki neitað um aðild að E.B.E. vegna hlutleysisstefnu landanna. ★ Áður en gengið var til atkvæða um ályktunina hélt Gait skell ræðu og sögðu margir þing- fulltrúar, að hún hafði verið sú versta, sem harm hafi haldið frá þvi að hann tók við formennsku flokksins. Lagði hann í ræðunni áherzlu á ýmis atriði, sem fram kpmu í ályktuninni, en auk þess krafð- ist hann m.a., að þjóðaratkvæða- greiðsla yrði látin fara fram um aðild Breta að E.B.E þegar skil- yrðin fyrir henni yrðu endan- lega kunn. Einnig sagði Gait- skell, að það yrði að vera ljóst, að Bretland yrði ekki annað en eitt ríki innan Bandaríkja Evrópu, ef landið sameinaðist E.B.E. stj órnmálalega og það myndu verða endalok samveld- isins. Ríkisstjórn landsins myndi missa völdin í hendur sameigin- legrar stjórnar Evrópu. Bretland, miðstöð samveldisins yrði ósjálf- stætt hérað í Evrópu, og væri fjarstæða að ætla, að það gæti haldið áfram að vera móðurland í samfélagi sjálfstæðra ríkja, eins og samveldið væri orðið. Gaitskell sagði, að hins veg- ar væri mjög æskilegt, að Bretar hefðu nána samvinnu við önnur lönd í V.-Evrópu, án þess að það kæmi niður á samveldinu, en þetta tækist ekki þegar byrj- að . væri á því að fórna hags- munum samveldislandanna. — Lagði Gaitskell áherzlu á að skil yrðin, sem þegar hefði náðst sam komulag um í Brússel væru óað- gengileg. Gaitskell sagði, að ekkert al- varlegt myndi gerast, ef Bretar yrðu ekki aðilar að E.B.E. I sam- vinnu við lönd markaðsbandalags ins (EFTA) og samveldislöndin væri mikið hægt að gera til aukningar viðskipta, og síðar væri hægt að lækka tollmúrana, sem allstaðar stæðu í vegi heims verzlunar. Við viljum ekki loka dyrunum að aðild að E.B.E. sagði Gait- skell að lokum. Skilmálar okkar eru aðgengilegir, en ef fulltrú- ar okkar leggja þá ekki einu sinni fram, má Verkamannaflokk urinn ekki hvika frá stefnu sinni. Oxford, Mississippi, 3. október — NTB—AP. ALLT var með kyrrum kjör- um í Oxford í dag, þriðja dag- inn, sem blökkumaðurinn James H. Meredith sækir tíma í háskólanum. — Um 4000 her menn, sem gæta áttu þess, að allt færi fram með friði og spekt á lóð háskólans, eru nú á brott. Hins vegar munu tvö- falt fleiri hermenn enn vera til staðar, ef enn á ný skyldi draga til óeirða. Þarf að fá duglega krakka og unglinga, til að bera blaðið til kaupenda þess víðs vegar um borgina og úthverfi hennar. Talið við skrifstof- una eða afgreiðsluna strax. Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.