Morgunblaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 10
10 MORGUNBL4ÐIÐ Fimmtudagur 4. okt. 1962 Landið okkar ÞAÐ spurðist á Eskifjorð, þegar fréttamaður Morigun- blaðsins var þar staddur fyrir nokkru, að þá síðustu da.ga hefðu nokkriir bílar farið nýja veginn milli Stöðvarfjarðar og Rreiðdals með sæmilega Ihægu móti, en ekki bar mönn um saman um hve hægu. Þeir sem vanir eru greiðum samjgöngum, sfcrætisvagnaferð- um og óslitnu símsambandd alla daga, gera sér ekki alltaf grein fyrir því hvers virði lagninig eins vegar, þótt ekki Ferð, sem áður tók 4—5 klst. tekur nú tæpan hálftíma sé ýkja langur, er fyrir fóLk- ið úti á landsbyggðinni, þar sem byggð er strjál, sími að- eins opinn hluta úr degi og áætlunarferðir með allt að viku millibili. þessi nýi vegur er afar mik ilvægur fyrir Austfirðinga, — einkum þó íbúa Breiðdals og Stöðvairfjarðar sem hafa bar- izt mest fyrir því að hann yrði lagður. Til þess að komast ak- andi þar í milli hefur orðið að fara nær tvö hundruð kíló- metra leið hátt í fimm klst., akstur, en með tilkomu nýja vegarins styttist leiðin í tutt- ugu kílómetra sem fara má á tæpum hálftíma. Að saima skapi styttist leiðin til Horna- fjarðar frá fjörðunum norðan Breiðdals. Það var freistandi að sjá þennan veg og freista þess að komast hann til Breiðdals, þangað sem ferðinni var heit- ið, og því var það að frétta- maður Mbl. á Eskifirði G-unn- ar Wed'holm Steindórsson sett- ist undir stýri og við lögðum upp í ferð. Vegir mega heita sæmilegir fyrir Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, en þyrftu betra viðhaldis við. Nýi vegurinn hefur reynzt nokkuð erfiður viðfangs. Hann er að nokkru leyti iagður í bröttum skriðum, sem hafa reynzt torveldar við að eiga, sumsstaðar vegna bieytu. Langt er að sækja m.alar- burð, annars vegar er hann fenginn við Stöðv- ará, hinsvegar ekki fyrr en í Breiðdal og eftir því sem verkstjóri vegavinnuflokksins, Sigurjón ÓLafsson sagði okkur hefur vegurinn kostað nálæigt hálfri annanri milljón króna. Fyrst var hafizt handa um lagningu vegarins fyrir tveim árum en aðallega unnið við hann í fyrrasumar, þrjá mán- uði samfleytt. í vor var byrj- að 4. júní og er verki surnars- ins þar nú lokið, hafði verið unnið fyrir 150 þús. kr. um- fram fjárveitingu í ár. Héðan í frá verður vegurinn ekinn, þegar fært er, þótt efcki sé hainn fullgerður. Verður ef- laust að fara þar varlega fyrst um sinn og eins gobt að bif- reiðastjórar heillist ekki um of af útsýninu, sem er undur- fagurt til fjalla og hafs. — Ég er hræddastur núna við Hvalnessfcriðuna, sagði Ýtan, sem notuð hefur verið við vegalagninguna. Hana hefur fyrirtækið Bjarg h.f. í Reykjavík lánað. Sigurjón Ólafsson, verkstjóri. verkstjórinn, er við ræddum saman. Það er hætt við hún bólgni af vatni í vetur. — Hvar hefur vegurinn ver ið erfiðastur við að eiga? — í hvamminum innan við Kambskriðuna, þar var erf- iðast vegna bleytu. En nú hef- ur Kamlbskriðan sjálf verið að angra okkur, við höfum ýtt þar í þrjá daga í röð, en allt- af hrunið aftur. — Hvenær heldurðu að veg urinn verði fuUgerður? — Það get ég ekfci sagt um, væntanlega fljófclega. Ég myndi álíta að með 5—700 þúsund króna viðbótarfjárveit ingu yrði vegurinn frá Hval- nesi að Snæhvammi orðinn á- gætur. Á hinn bóginn eru hér fyrir innan, í Stöðvafirð- inum, tvær ár, sem nauðsyn- legt er að brúa áður en litlir bílar geta farið þessa leið. Ennfremur þrír lækir að sunn en, á Hvalnesströndinni, sem eru erfiðir, en á þá ættu stór ræsi að duga. En það er geysi mi'kil bót að þessum vegi og því, að Sfcöðvará hefur verið brúúð, hún er gersamilega ó- fær á flóði. — Hvert er ferðinni heitið næst? — Við erum senn að hætta hér, og förum nú yfir að Stöðvarárbrúnni að ýta þar smáspotta, — en síðan eigum við eftir að vinna fyrir um 200 þús. kr. í Fástorúðsfjarðar vegi. — Náið þið því fyrir haust- ið? -— Við vonumst til þess, ef ekfci verður því erfiðari tíð. — mbj. X ★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * s 3 > td * KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR ★ Austurbæ jarbíó: ALDREI A SUNNUDÖGUM Ég minnist þess ekki að hafa séð hér gríska kvikmynd fyrr en þessa, sem Austurbæjarbíó sýnir um þessar mundir. Mynd- in gerist í gríska hafnarbænum Piræus og segir frá xmgri og fríðri stúklu, Illia að nafni, sem notar óspart yndisþokka sinn til fjáröflunar og fer ekkert leynt með það. Hún er þó frábrugðin flestum .vændiskonum að því leyti að hún gefur sig ekki að öðrum mönnum en þeim, sem henni geðjast »ð og stundar „aldrei á sunnudögum" þessa „atvinnu“ sína. Hún er ákaflega lífsglöð og heillaMdi, enda þyrp- ast karlmennirnir um hana hvar sem hún fer. Hún er líka traust og hald kynsystra sinna, sem stunda sömu „atvinnu" og hún, en þær eru flestar í þjón- ustu eiganda stærsta gleðihúss- ins í Piræus, sem nefndur er Smettið, en Illia starfar ekki á vegum þessa náunga. Stúlkur Smettisins gera verkfall vegna þess hversu afskiptar þær eru í viðskiptunum við hann og tek- ur Illia að sér stjórn verkfalls- ins og ber sigur af hólmi. — Bandaríkjamaður, Hómer að nafni, hittir Illiu af tilviljun. Hann er kyndugur náungi, ein- faldur hugsjónamaður, er of- býður spillingin í þessum hafn- arbæ. Þegar hann kemst að því hverju lífi Illia lifir ákveður hann að bjarga henni og gera hana raunverulega hamingju- sama. Hann eltir hana, eins og skugginn, hvert sem hún fer og reynir að tala um fyrir henni. Kostar það hann margt blátt augað, sem aðdáendur og vinir Illiu gefa honum við hvert tækifæri sem býðst. Loks semst honum og Illiu svo um að hún hlíti leiðsögn hans í líferni sínu í hálfan mánuð. Harm sér henni fyrir góðum og menntandi bók- um og klassískri tónlist á plöt- um. En brátt fer Illiu að leiðast þetta rólega líf og þegar hún verður þess áskynja að Smettið, sem vill losna við Illiu sem hættulegan keppinaut, hefur stutt Hómer fjárhagslega við þessa „björgunartilraun“ hans, verður hún ókvæða við og rek- ur Hómer á dyr. Nokkrum dög- um seinna hverfur Hómer frá Píræus, ríkari af lífsreynslu en áður.... Mynd þessi er bráðskemmti- leg. Þar er alltaf eitthvað að gerast og atburðarásin er hröð. Aðalhlutverkið Illiu, leikur hin fræga, gríska leikkona Melina Mercouri.' Hefur hún leikið bæði í grískum og frönskum kvikmyndum og hlotið mikið lof fyrir. Hún fékk Cannes- verðlaunin 1960 fyrir leik sinn I þessari mynd. Hómer leikur Jules Dassin og er hann einnig leikstjórinn. Á hann að baki sér merkan feril sem leikari og leikstjóri. Hann hefur og samið handritið að þessari mynd. Leiðlnleg framkoma íslenzks ræöismanns DAGANA 18. til 22. septemiber stóð í Rotterdam í Hollandi al- þjóðlegt kastmót á vegum Inter- national Casting Federation. — Þetta mót er 6. sinnar tegundar. Kastmót þessi eru keppni veiði- manna um nákvæmni í að kasta agni með veiðistöng. Á móti þessu voru 137 þátttakendur frá 13 löndum. Þar á meðal voru tveir íslendingar Albert Erlings- son og Bjarni Karlsson, og enn- fremur var kona Alberts með í ferðinni. Blaðið hafði í gær fregnir af því, að þátttaka íslands hefði að þessu sinni orðið söguleg, þó með nokkuð raunalegum hætti væri. Blaðið hafði þvi í gær tal af Albert Erlingssyni, sem hefur ver ið þátttakandi í þessum mótum frá upphafi, og innti hann frétta. Hann kvað það hafa verið venja á þessum mótum, að þau væru sett með allmikilli viðhöfn, líkt og önnur íþróttamót. Fls^g stöng væri reist fyrir hverja þjóð, sem þótt tæki í mótinu, og síðan drægi fararstjóri hvers hóps fána sinnar þjóðar að hún við setninguna. Þegar að því kom á þessu móti, og íslenzki hópurinn var kom- inn að sinni fánastöng, var þar enginn fáni fyrir hendi. Þótti löndunum þetta að vonum miður og sneri Albert sér því til móts- stjórnarinnar til að vita hverju þetta sætti. Mótsstjórinn svaraði því þá til, að hann hafi gert sitt ýtrasta tíl að útvega fána, og hafi snúið sér til ræðismanns Islands í Rotterdam með þriggja vikna fyrirvara og beðið hann að út- vega sér fána íslands. Hafi það verið velkomið en enginn kom fáninn, og þetta hefði síðan ver- ið svikið hvað eftir amnað síð- ustu dagana. Loks hafi mótssetn- ingunni verið frestað klukkutíma meðan lögreglubifreið hefði ekið um þvera borgina til að reyna að hafa uppi á ræðismanninum, bæði á heimili hans og skrifstofu, en án órangurs. Albert kvaðst ekki trúa þvi, fyrr en hann fengi fyrir þvf sannanir, og neitaði síðan að taka þátt í keppninni fyrr en fáni íslands væri kominn að hún. Morguninn eftir hékk á flagg- stöng Islands eitthvert merki, sem hvorki hafði hlutföll eða litbrigði íslenzka fánans, og á mótssfcaðinn var kominn Seeuw- en, ræðismaður íslands og um- boðsmaður Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna. Sagði hann það rétt vera að hann hefði lofað að útvega íslenzkan fána, en hann hefði aðeins ríkisfána, sem ekki mætti nota við slík tækifæri. —. Merki það. sem nú blakti við hún hefði hann sjálfur látið sauma, til þess að gera sama gagn. Virtist ræðismaðurinn taka þessu afar kæruleysislega, en sagði þó, að hann hefði ítrekað snúið sér hingað til íslands og þá helzt til Feraskrifstofu rikis- ins, en enga úrlausn fengið. Merkið hékk svo þarna allan daginn, íslandi til skammar. Daginn eftir hafði mótsstjórnin útvegað íslenzka fánann frá Amsterdam. Framkoma sem þessi hlýtur undir öllum kringumstæðum að verða lögð íslendingum til van- virð., sagði Albert, enda var þessi atburður gerður að umtals- efni í blöðum í Rotterdam, og vonandi er þessi ræðismaður við- bragðsfljótari og úrræðabetri i öðrum störfum sínum fyrir ísland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.