Morgunblaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 4. okt. 1962 MORCVISBLAÐIÐ 23 Kartöfluumbúðir gróðr- arstía fyrir bakteríur segir matsmaðurinn 1 FYRRADAG hélt áfram rann sókn kartöflumálsins og kom þá fyrir réttinn yfirmatsmaðurinn, Kári Sigurbjörnsson. Kvaðst Kári þar hafa verið þeirrar skoð unar að kartöflurnar, sem hafa komið á markaðinn í haust hafi ekki verið flokkunarhæfar, og að hann hafi bent forstjóra grænmetisverzlunarinnar á það. Hefði forstjórinn sarriþykkt það en ekki talið vera hægt að gera neitt við því, ella yrði landið kartöflulaust. Hinsvegar hefðu kartöflurnar ekki verið þannig að hann teldi sig geta neitað að framkvæma matið. Hefur því greinilega orðið að slaka á flokk unarkröfunum til þess að geta framkvæmt flokkunina. Taldi hann umibúðir græn- metisverzlunarinar, svo ^g geymsluski'yrði, verzlana vera óhentug, þannig að kartöflupok arnir yrðu jafnvel gróðrarstía baktería. Kartöflur þær, er komu utan af landi, kvaðst hann yfirleitt ekki framkvæma mat á, heldur væri það gert á þeim stöðum sem kartöflurnar væru ræktað- ar . Rannsókn málsins er nú að komasi á lokastig, en enniþá verða þó líklegast leidd fram einhver vitni. Síðan verður mál ið sent Saksóknara til umsagn- ar. — Geimfarinn Framh. af bls. 1. laseldflauginni, átti Schirra fyrir höndum 270.000 km ferð í geimn um. Gert hafði verið ráð fyrir, að eftir 9 klst. og 11 mín. myndi Schirra vera kominn aftur til jarðar. Sú áætlun stóðst, þannig, að ekki munaði nema tveimur mínútum. Verður það að teljast frábær nákvæmni. Hann var á lofti alls 9 klst. Og 13. mínútur, lenti kl. 2>1.28, eftir ísl. tíma. Hraði geimfarsins í dag, er það var á ferð umhverfis jörðu, var 17.560 mílur, eða sem næst 28.250 km á klukkustund. Geimfarið fór með 8 km. hraða á sekúndu. Umferðatími þess var 88.5 mín útur og mest fjarlægð frá jörðu var 283 km, yfir Ástralíu, en minnst 160 km, yfir Bermuda- eyjum. Þevar í upphafi gekk allt vel. Strax kom í ljós, er Schirra hafði samband við Canaveral- höfða, að allt gekk vel. Heilsa hans var góð, og blóðþrýstingur eðlilegur, eins og fyrr segir. — Hjartsláttur hans var hins vegar nokkuð ójafn á köflum, eða frá 60 slögum á mínútu upp í 120. Hins vegar olli það honum eng- um óþægindum. Það eina sem háði Schirra, var, að hitinn í geimferðabún- ingnum varð nokkru meiri, en gert hafði verið ráð fyrir. Þessa tók strax að verða vart á fyrsta hring, en er leið á annan hring- inn, tilkynnti geimfarinn, að hitinn hefði lækkað úr 29.4 stig- um á Celcius, en það varð hann hæstur í 27.7 stig. Er Schirra kom í annað skipti yfir Kanaríeyjar, var hitinn hins vegar nokkuð lægri, eða aðeins rúmlega 24 stig. Var hann þá enn að lækka. Reyndi Schirra að hafa áhrif á hitann með því að hagræða ventlinum á búning sín- um. Var Schirra ráðlagt að reyna Pð bæta sér upp vökvamissinn, sem af þessu leiddi, með því að drekka vatn. Er Schirra var á annarri um- ferð sinni um jörðu, hafði hann samband við athuganastöð í Kano í Nigeríu, og þá tilkynnti hann, að líðan sín væri ágæt, betri en á fyrri umferðinni. Er hann kom inn yfir Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna öðru sinni, átti hann samtal við John Glenn. Skömmu áður hafði hann látið sjálfvirku stjórnartækin taka við stjórn geimfarsins. Skýrði hann Glenn frá því, að ©llt gengi vel, og þá var ljóst, að ekkert var því til fyrirstöðu, að förinni yrði haldið áfram. Schirra sá einnig agnir. Sohirra skýrði Glenn frá því, er þeir ræddust við, að hann hefði einnig séð Ijósagnir í geimn um. Þetta er fyrirbæri, sem vís- indamenn hafa ekki enn getað skýrt, en fyrri geimfarar, bæði bandarískir og rússneskir hafa íýst þeim á þann hátt, að þær ®éu líkastar stórum snjóflygs- um. Þó sögðu síðari fréttir í dag, að hér gæti verið um að ræða málningaragnir, er losnuðu af sjálfu geimfarinu. Schirra sagði einnig frá því, að ótrúlega fagurt væri að líta til jarðar. Sagði hann Kaliforníu geysifallega á að liita. Þegar hér var komið, var Ijóst, að allur útbúnaður geimfarsins hafði reynst eins vel og hægt var að búast við, og að ekkert yrði því til fyrirstöðu, að Schirra færi sex hringi umhverfis jörðu, eins og ákveðið var að reyna í upphafi. Einstök verkefni Schirra. Eins og áður hefur verið skýrt frá. þá er tilgangur geimferðar- innar fyrst og fremst sá að gera ýmsar tilraunir, sem leitt geta til betri bekkirigar á geimnum og búið geta menn betur til lengri geimferða. • Ein fyrsta tilraunin, sem hann gerði var yfir Ástralíu, þegar í fyrstu umferðinni. Á athuganastöðinni við Woomera, í Ástralíu, var kveikt á þremur geysisterkum ljósum, og átti Schirra að reyna að greina þau, og ákveða um styrkleika þeirra. Rigning var og skýjað yfir at- huganastöðinni, en samt tókst Schirra að greina ljósin. Runnu þau saman í eitt, vegna skýja- þykknisins. Hins vegar tókst hon- um að greina styrkleika þeirra með sérstökum Ijósmæli, sem hann hafði meðferðis. • Þá var Schirra lagt fyrir. að láta geimfarið „reka“ stjórn- laust, er fyrstu umferð væri lok ið. Tók hann þá stjórnarkerfi „Sigma VII“ úr sambandi. Valt geimfarið þá nokkuð um öxul sinn, en hélt samt réttri stefnu. Gekk svo þar til Schirra kom öðru sinni yfir Kyrrahafsströnd- ina, eins og áður segir. 9 Um 2 klukkustundum og 20 mínútum eftir geimskotið átti Schirra að reyna að ákvarða stöðu geimfarsins, með því að miða við afstöðu til stjarna. • Um 3 stundum og 15 mínút- um eftir að honum var skotið á loft átti hann að neyta fæðu í fyrsta sinni, bæði fastrar og fljótandi. Tókst það vel. # Einn þátturinn í tilraununum var ljósmyndun. Sá þáttur átti að hefjast rúmum 4 og hálfri klukkustund frá upphafi ferðar- innar, eða um tæpum stundar- fjórðungi fyrir kl. 17.00. Þá var Sohirra að ljúka þriðju umferð- inni, og átti hann að taka myndir af Suð-austurhluta Bandaríkj- anna. Hér var fyrst og fremst um landslagsmyndir að ræða. Hins vegar átti Schirra einnig að taka myndir af skýjamyndun- um, er hann fór í fyrsta skipti yfir Indónesíu, í fjórðu umferð. Loks átti hann að ljósmynda fjallamyndanir í S-Ameríku, í fimmtu umferð. # Ýmsar fleiri tilraunir voru á áætlun Schirra. Hann átti að gera tilraunir með fjarskipta- samband við ýmsar athugana- stöðvar. # Ein síðasta tilraunin átti sér stað í 6. umferð, er Schirra átti enn að reyna að greina ljós frá ljóskastara í Durban í S-Afríku. Ferðin hálfnuð um kl. 17.00. Um kl. 17.00, eftir ísl. tíma, var ferðin hálfnuð, en þá hafði Schirra lokið þremur umferðum. Allt gekk þá enn mjög vel, nægt brennsluefni var enn fyrir hendi í géimfarinu, enda hafði stjórn- tækjunum ekki verið beitt alláh tímann. Endanleg ákvörðun um, að Schirra skyldi halda ferðinni áfram, unz hann hefði lokið 6 umferðum. var tekin kl. 16.47. Þar með var ljóst, að Sohirra yrði fyrstur bandarískra geim- fara til að fara meira en þrjá hringi umhverfis jörðu. Jafnframt var tilkynnt, að Schirra myndi lenda um 440 km norðaustur af Midway eyju á Kyrrahafi, um kl. 21.27 eftir ísl. tíma. Milljónir fylgdust með í sjónvarpi. Tæpri xlukkustund eftir að Schirra hafði verið skotið á loft gátu milljónir Evrópubúa horft á í sjónvarpi, er eldflaugin hóf sig á loft. Var myndunum sjón- varpað til Evrópu frá Bandaríkj unum um gervihnöttinn TEL- STAR. Sendingin stóð um 20 mínútur, og sást sjálft skotið mjög greini- lega, þótt stór hluti sendingar- innar hefði ekki verið sem skýr- astur. Hins vegar heyrðist alltaf til þeirra, sem skýrðu myndirn- ar. Þá var ætlunin að sjónvarpa síðar í kvöld myndum af geim- skotinu til landanna fyrir austan járntjald. í Bandaríkjunum sjálfum fylgdust milljónir manna með atburðinum í sjónvarpi. Ken- nedy, forseti, .var sjálfur sagður hafa fylgzt gaumgæfilega með öllu. Hins vegar var ekki sagt frá geimskoti Bandaríkjamanna í blöðum í Moskvu í dag. Þó munu menn þar í landi fá að fylgiast með atburðinum í sjónvarpi síðar í kvöld, eins og áður segir. Lendinvin. Kl. 21.07 í gærkvöldi. eftir ísl. tíma, var kveikt á eldflaugum þeim í geimfarinu, sem draga áttu úr hraða þess á leiðinni gegn um andrúmsloft jarðar. Þá var geimfarið statt yfir Ástralíu og stefndi á vesturströnd Banda- ríkjanna. Nokkrum mínútum síðar missti Schirra, geimfari, allt samband við umheiminn í um 5 mínútur, þar eð hitamúr sá, er myndast umhverfis geimfarið, er það kem ur í andrúmsloft jarðar, hindrar loftskeytasendingar. Sérstök athugunastöð, um 800 km frá Guam á Kyrrahafi, hafði tæki til þess að setja hemlaeld- flaugarnar af stað, ef geimfarinn skyldi ekki gera það á réttum tíma sjálfur. en mikið er undir því komið, að svo sé. Geimfarið fer með 8 km hraða á sekúndu, og því getur smávegis skekkja gert strik í reikninginn, er að lendingu kemur. Schirra kveikti hins vegar sjálfur á eldflaugunum, og mun ekki hafa munað nema 2 sek frá áætlun, þannig að geimfarið komi niður svo til nákvæmlega, þar sem ákveðið hafði verið. í næsta nágrenni við lending- arstaðinn var bandaríska flug- móðurskipið „Kearsage", og jafn skjótt voru sendar þyrlur á vett- vang til að ná í Schirra. Lendingarstaðurinn var fyrir norðan Midway-eyjar í Kyrra- hafi. Mikill viðbúnaður var þar til að taka á móti honum. 40 skip voru til reiðu, ásamt 150 flugvélum, en alls voru 40.000 menn viðbúnir því að koma hon um til hjálpar eftir lendinguna. Walter M. Schirra er fimmti geimfari Bandaríkjamanna, — þriðji þeirra, sem fer umhverfis jörðu. ÞETTA eru vinningarnir í hinu glæsilega skyndihapp- drætti Sjálfstæðisflokksins — 3 f: rurbláir Volkswagen-bíl- ar — samtals að verðmæti 360 þúsund krónur. Tín.inn þangað tii dregiú verður styttist nú óðum. Miðarnir — sem kosta aðeins 100 kr. — fást í happdrættisbílun- um sjér.fum í Austuratræti ( ið Útvegsbankann) og » skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu. Kaupið miða áður en það verður um seinan. 1 þessu einstæoa happdrætti verða allir að eiga miða. Happdrætti DAS f GÆR var dregið í 6. fl. Happ- drættis D.A.S. um 100 vinniniga og féllu vinningar þannig: 4ra herb. ÍBÚÐ Ljósheimum 20, VII. hæð (A). tilbúin undir tréverk kom á nr. 57695. Umboð Hreyfill. 2ja herb. ÍBÚÐ Ljósiheimum 20, VII. hæð (E). tilbúin undir tréverk kom á nr. 23408. Umboð Akranes. WOLKSWAGEN fólksbifreið kom á nr. 12937. Umboð Aðalum- boð. RENAULT DAUPHINE fólks- bifreið kom á nr. 36255. Umboð Borgarfj. eystri. Eftirtalin númer hlutu húsbún að fyrir kr. 10.000,00 hvert: 3296 9657 10726 24563 26125 32061 39401 49140 62424 63502 Eftirtalin númer hlutu húsbún að fyrir kr. 5.000,00 hvert: 1410 1698 1711 1801 1975 2396 2451 2782 3115 5375 6927 7278 7361 9481 9815 12356 13120 13719 15414 15463 15930 16087 17892 18611 18805 19782 20099 20410 21217 24096* 24928 24938 24955 25157 25441 26947 28005 28152 29036 29322 30867 30943 32004 32605 34218 36120 36820 36840 37397 37661 38021 38171 38435 38435 38964 38997 39124 40807 40917 41491 42944 45183 46043 47084 47290 47556 47641 47708 49360 49590 51149 51655 51763 53015 55529 56605 56641 57455 58275 58940 59248 59919 61619 62236 62983 64563. — (Birt án ábyrgðair). Kassagerðin FÆREYSKUR stórútgerðarmað- ur, Paul Hansen að nafni, hefur fest kaup á 10 þúsund ösikjum undir frysta síld. Átti sending þessi, sem var til reynslu, að fara með Drottningunni í morgun. Sonur Paul Hansen, sem hér var á ferð síðastliðinn vetur, fékk áhuga á framleiðslu Kassagerðar innar, en hún er fyrir löngu að góðu kunn hérlendis, enda hefur fyrirtækið vaxið mjög og dafnað á imdanförnum árum. — Ferð Þróttar Framh. af bls. 22 Haraldur að málið væri mjög ýkt. Tveir úr hópnum — ekki leikmenn í kappleikjunum — hefðu eitthvað bragðað vín og lent í smávægulegu tuski, sem ekki væri mikið orð á gerandi og taldi Haraldur fráleitt að gefa upp nöfn þeirra í blöðum. Haraldur neitaði sögusögnum um að þeir hefðu verið lokaðir inni á hótelherbergjum í hegn- ingarskyni og sagði fráleitt að þeim yrði vikið úr félaginu við heimkomu eins og látið hefðd verið að liggja í blöðunum. Kaupum hreinar lérefístuskur Prentsmiðja fJ|$rri$jjjjMtó>i®i Þarf að fá duglega krakka og unglinga, til að bera blaðið til kaupenda þess víðs vegar um borgina og úthverfi hennar. Talið við skrifstofuna eða afgreiðsluna strax. Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.