Morgunblaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 24
FBÉITASÍMAK MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Landið okkar Sjá blaðsíðu 10. Sala Suðurlands- síldar stdraukin NÝLEGA var undirritaður í Varsjá samningur við Rúm- ena um sö!u á 25 þús. tunn- um af heilsaltaðri Suður- landssíld. Af þessu magni verður að af- greiða 10 þús. tunnur í október eða nóvember, en 15.000 tunnur eiga að afgreiðast á tímábilinu desember 1962 til febrúar 1963, og er sá hluti samningsmagnsins háður innflutningsleyfi frá rúm- enska utanríkisverzlunarráðu- neytinu. Á sl. ári keyptu Rúmenar héð- an 5000 tunnur af saltsíld. 4 ára snáði stalst í Kcflavíkurrútuna í GÆR um kl. 2 var saknað fjögurra ára drengs, sem á það til, að sögn móður hans, að skjót- ast upp í sti'ætisvagna og ferðast með þeim sér til gamans. Lögreglan leitaði drengsins í gær og kom ioks í ljós að hann hafði farið upp í áætlunarbif- reið, sem fei til Keflavíkur. Fannst hann þar syðra. Var hann á leið til bæjarins seint í gær- kvöldi. Sala til Pólverja Þá hefir verið undirritaður samningur við Pólverja um sölu á 30 þús. tunnum af venjulegri Suðurlandssíld. Sú síld á að af- greiðast í janúar og febrúar n.k. Samningurinn við Pólverja er, eins og undanfarin ár, háður innflutningsleyfi frá pólskum innflutningsyfirvöldum. Á sl. ári voru seldar héðan til Póllands 20 þús. tunnur af salt- síld. — A sl. ári voru seldar héðan til Póllands 20 þús. tunnur af salt- síld. Sala til Austur-Þjóðverja Ennfremur hefir verið undir- ritaður í Berlín samningur við Austur-Þjóðverja um sölu á 30 þúsund tunnum af venjulegri saltaðri Suðurlandssíld og á sú síld að afgreiðast á tímabilinu jan.—marz 1963. Verði innflutn- ingur á austur-þýzkum vörum til íslands, á tímabilinu frá 15. sept. til ársloka, minni en and- virði síldarinnar nemur, hafa Austur-Þjóðverjar rétt til að minnka samningsmagnið hlut- fallslega. Á sl. ári keyptu Austur-Þjóð- verjar héðan 6000 tunnur af saltsíld. Flött síld til V.-Þjóðverja Áður hafði verið gerður samn ingur við Vestur-Þjóðverjá um sölu á 25.000 tunnum af sérverk- aðri, flattri Suðurlandssíld. JSÍhroð kommún- ista í Frama ATKVÆÐI í allsherjarat- kvæðagreiðslunni í bif- reiðastjórafélaginu Frama, sem fram fór í gær og fyrradag, voru talin í gær. A-listi iýðræðissinna fékk 215 atkvæði. B-listi framsóknarmanna 146 atkvæði. C-listi kommúnista 96 at- kvæði. Kjósa skyldi 7 fulltrúa. Tveir menn voru bæði á lista framsóknarmanna og komm- únista og reis ágreiningur í kjörstjórn um það, hvort telja skyldi þeim atkvæði beggja listanna, þannig að þeir væru kjörnir, en þeir höfðu áður opinberlega lýst því yfir, að þeir teldu sig ekki vera á nema öðrum listanum. Eng- inn ágreiningur varð hins vegar um að lýðræðissinnar hefðu fengið hina fimm full- trúana rétt kjörna. M arblettirnir að- eins útlitsgalli BLAÐINU hefir borizt svofelld frétt frá Síldarútvegsnefnd: „f sambandi við blaðaskrif, sem orðið hafa um marbletti á saltaSri Suðulandssíld, hafa blaðinu borizt eftirfarandi athuga semdir frá síldarmatsstjóra: 1) Blettirmr eru ekki nýtt fyrirbæri og er ekki meira um þá nú í ár en á undanförnum árum. 2) Við sölíun og pökkun er fjarlægð síld með áberandi blett- um. 3) Síldarmatið hefir nú metið milli 30 og 40 þúsund tunnur af síld til útflutnings, og hefir ekki komið til þess, að vegna blóð- bletta hafi þurft að neita síld, sem undirbúin hefir verið og lögð fram til mats. 4) Síldarmatið fylgir nákvæm- lega sömu reglum um þetta atriði, hvaða kaupandi eða land sem í hlut á“. Ekki meira nú en venjulega Fréttaritari blaðsins á Siglu- firði segir að vegna óvenjumikils umtals og biaðaskrifs um mar- bletti á síld hafi hann aflað sér nánari uppiýsinga um málið. Snéri hann sér til Einars Hauks Ásgrímssonar verkfræðings, sem hefir athugað þetta fyrirbrigði nú í sumar og leitað orsaka þess. Segir Einar að ekki sé meira um þessa marbletti nú en verið hafi að undanfö> nu. í sumar hefir hinsvegar borizt óvenju mikið magn af mjög góðri síld, sem sjómenn netna demantssíld hing- að til Norðurlandshafna. Hefir ekkert verið út á þá síld að setja nema marblettina og mun það vera orsökin til blaðaskrifanna. Niðurstöður Einars Hauks liggja ekki enn fyrir, en hinsvegar mun það fráleit skoðun, sem fram kom í einu dagblaðanna í gær, að marblettirnir orsakist af sýru- myndun í síldinni. Þessi skoðun hefir hvergi kom- i6 fram annsrs staðar og er eng- um rökum studd, enda hláleg kenning. Marblettirnir eru útlitsgalli á síldinni, en rýra hinsvegar ekki gæði hennar á neitt hátt. i UM kl. 11 í gærmorgun kviknaði í tjörupotti hjá starfsmönnum Vegagerðarinn ar í stöð þeirri, er framleiðir svonefnda tjörumöl, sem ver- ið er að gera tilraun með á veginum ofan við Arbæ. — Slökkviliðið var hvatt á vett- vang og tókst því á skömm- um tima að ráða niðurlögum eldsins. Skemmdir urðu litlar á mannvirkjum en allmikið af tjöru eyðilagðist. Það var Ímikið verk fyrir slökkviliðs- menn að hreinsa föt sín og tæki, því tjaran flóði um allt brunasvæðið. Eldsupptök urðu þau að vatn er starfsmenn vissu ekki um var í tjörupottinum undir tjörunni. Er hitna tók í pott- inum lyftist tjaran og flaut út úr. Sveinn Þormóðsson tók þessa mynd er slökkvilið- ið vann að því að ráða niður- J lögum eídsins. ) --—------ Tregur afli togara Narfi hæstur AFLI togara hefir verið tregur á Grænlandsmiðum að undanförnu. Þó hafa skipin farið langt norð- ur undir Disko-banka, en hvergi hefir afli verið góður allt suður um Hvarf. Á Nýfundnalandsmið- um er sömu sögu að segja. Þar hefir afli einnig verið tregur. íslenzku togaraimir April og Narfi eru nýkomnir af fjarlæg* um miðum, þeir einu er þar voru. Apríl kom með tæp 200 tonn af N ý fundna I andsm i ð um, en N arf i aí Gr ænlandsim i ðu m með 211 tonin. Júní er á vestur- leið. Aðrir íslenzkir togarar eru á heimajmiðum og hefir afl.i þeirra verið tregur, innan við 100 tonn í veiðiför. Þrír efstu togaramir frá ára* mótum eru með aflamaign, serni hér segir: Tillcgur um laun opinberra sfarfsmanna: Þrjátíu og einn Sauna- flokkur trá 5—30 þús. NÚ FARA í hönd erfiðir dagar fyrir dagblöðin og stendur það í sambandi við að skólarnir taka nú 11 starfa. Veldur það miklum breytingum á starfsliði því er annast hefur útburð Morg- unblaðsins til kaupcnda þess, ckki aðeins hér í Reykjavík, heldur og í kaupstöðum og kauptúnum utan Reykjavík- ur, þar sem blaðið er borið til kaupenda. Af þessum sökum má bú- ast við að það ^eti orðið erf- iðleikar á að koma blaðinu skilvíslega til kaupenda þess' næstu daga. Vill Morgunblað ið biðja velvirðingar á þessu, um leið og það fullvissar kaupendur sina um að allt verði til þess gert að koma útburðinum á blaðinu í eðli- legt horf hið allra fyrsta. ALMÆLT er nú hér í Reykja vík, að kjararáð Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar hafi nýlega gengið frá til- lögum um hvaða kröfur bandalagið skuli gera í samn ingum þeim við ríkisvaldið, sem fyrir dyrum standa um kaup opinberra starfsmanna. Hér mun þó aðeins vera um frumtillögur að ræða, sem send- ar hafa verið félögum innan BSRB og ræddar verða á þingi bandalagsins, sem hefst á föstu- daginn. Sem kunnugt er var rík- isstarfsmönnum veittur samn- ingsréttur með lögum fra síðasta þingi, og mun hin nýja launa- skipan, sem nú er unnið að, taka gildi ekki síðar en 1. júlí á næsta ári. Morgunblaðið hefur reynt að afla sér upplýsinga um tillögur þær, sem nú eru til umræðu inn- an BSRB. Forráðamenn í þeim samtökum vörðust allra frétta er við þá var rætt. Hins végar er talað um það, að launaflokk- arnir séu samkvæmt tillögunum 31, en í gildandi launalögum eru launaflokkarnir hins vegar að- eins 16. Samkv. tillögunum munu laun í 1. (lægsta) launaflokki eiga að vera rúmlega 5.000 kr. á mánuði og laun í hverjum flokki eru síðan fundin með því að bæta 5,5% við næsta flokk fyrir neðan. Verða þá launin í 31. (hæsta) flokki rúmlega 30 þús. kr. á mánuði. í þeim flokki er sagt að séu ráðuneytisstjórar ístjórn arráðinu, ríkisendurskoðandi, póst- og símamálastjóri, hag- stofustjóri, landlæknir, biskup- inn yfir Islandi, yfirsakadómari, yfirborgardómari og lögreglu- stjórinn í Reykjavik. — Launa- munur í hæsta og lægsta flokki myndi að sjálfsögðu verða mun minni, þegar skattar hafa verið dregnir frá laununum. — Blað- ið mun segja nánar frá máli þessu, er upplýsingar fást frá þeim, sem um það fjalla. Narfi 1734 tonn. Víkingur 1507 tonn. Maí 1045 tonn. Aðrir ísilenzku togaratnina hafa minni afla. Stórsigur í Ólafsvík AllsherjiaratkvaeiðagTiBiðsIa um fulltrúa á Alþýðusam- bands þing fór fram í verka- Iýðsfélaginu Jökli í Ólafsvík. Úrslit urðu þau að listi lýð ræðissinna fékk 111 atkvæði en Iisti kommúnista 51. Full trúar félagsins eru Elínberg ur Sveinsson og Guðbrandur Guðbjartsson. Kommúnistar hafa haft fulltrúa verkalýðs- félagsins síðan 1948. ÍEinnig var kosið í Aftureld- ingu á Hellissandi og hlaut i kosningu Júlíus Þórarinsson. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.