Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 2
2 MORCITSBL AÐIÐ Föstudagur 5. október 1962.1 Aðalfundur Verzlunar- ráðs hófst í gær AÐAL.FUNDUR Verzlunarráðs ! mundur Islands hófst 4. október kl. 14 í húsakynnum ráðsins að Póst- hússtræti 7. Fonmaður ráðsins Gunnar Guð jónsson setti fundinn og minntist þeirra kaupsýslumanna, er látizt hafa síðan aðalfundur var hald- inn 1961, og heiðruðu fundar- menn minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Guðmundsson og Ársæll Sveinsson. Tillögur um lagaibreytingar, sem bornar voru upp á fundinum voru samþykktar einrónoa. Kvikmyndasýning Germaníu >á fór fram kosning fundar- stjóra og var Árni Árnason, kaupmaður, kjörinn fundarstjóri. Fundarstjóri tilnefndi síðan fundarritara, Helga K. Hjálms- son, viðskiptafræðing, og Anton Kristjánsson. Formaður V.í flutti síðan ræðu um ráðstafanir þær, er gerðar hafa verið í efnahags- málurn þjóðarinnar og árangur þeirra. >á flutti framkvæmda- stjóri ráðsins, >orvarður Jón Júlíusson, skýrslu stjórnarinnar og las upp reikninga V.í. fyrir árið 1961 og skýrði þá. Að því loknu voru kosnar nefndir til að starfa að þeim málum, sem fyrir fundinum liggja. Eftirtaldar nefndir voru kosn- ar: Viðskipta- og verðlagsmála- nefnd: Gunnar Guðjónsson, Krist ján G. Gíslason, Magnús Víglunds son, Sigurður Magnússon, Harald ur Sveinsson, Vilhjálmur Vil- hjálmsson og Bjöm Guðmunds- son. Allsherjamefnd. Othar Ell- ingsen, Sveinn Helgason, Birgir Einarsson, Hannes >orsteinsson, PáM >orgeirsson, Haukur Eggerts son Og Sigurður Helgason. Skattamálanefnd: Hilmar Feng- er, Hjörtur Hjartarson, önund- ur Ásgeirsson, Leifur Sveinsson, >orsteinn Bernhardsson, Guð- NÚ MEB komu vetrar hefjast að nýju kvikmyndasýningar fé- lagsins Germanía, er að undan- förnu hafa notið sérstakra vin- sælda. Verða þær með líku fyrir komulagi og áður, þ.e. um það bil mánaðarlega verða sýndar frétta- og fræðslumyndir. Sýningarnar verða eins og áður í Nýja bíói, og verður hin fyrsta þeirra þar á morgun, laugardag. Frttamyndirnar, sem sýndar verða eru tvær, og eru þær frá helztu atburðum, er geroust á s.l. vori, í apríl og maí, þ. á m. fundum de Gaulle og Ádenau- ers í Baden-Baden, úthlutun lista verðlauna í Berlín o. m. fl. Fræðslumyndimar eru einnig tvær, önnur í litum af listaverk- um byggðum á frásögnum biblí- unnar, en hin um harmóniku- og munnhörpuframleiðslu og notkun hvort tvéggja. Er í mynd inni sýnt með mörgum dæmum, hve margbreytileg sú tónlist er, sem hægt er að fá fram með þess um einföldu alþýðuhljóðfærum, m.a. margbrotin hljómlistarverk. Kvikmyndasýningin hefst kl. 2 e.h., og er öllum heimill aðgang ur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðnum. (Frétt frá Germaniu). Duglegir unglingur .......................... yy <•: [fiinmi Efri myndm synir hversu bíllinn var útleikinn eftir áreksturinn, en sú neðri sýnir vegsum- merkin við Hverfisgötu. (Ljósm. Mbl.: Sveinn >orm.) Brauf níður stálþil og strœtisvagnamerki eðu krukkur óskast til að í þessi hverfi Fálkagötu Framnesveg Vesturgötu II Vesturgötu I Skúlagötu bera MORGUNBLAÐIÐ í borginni: Fjólugötu Bergstaðastræti Skólavörðustíg Óðinsgötu Herskálacamp og hljóp brott at staðnum 1 FYRRINÓTT rakst stór banda rískur bíll á hátt bárujárnsþil á mótum Hverfisgötu og Baróns- stígs, braut það og stórskemmdi hljóp á brott af árekstursstað ásamt farþega, en eigandi bíls- ins, var drukkinn, sat eftir er lögregian kom á staðinn. Ekki er að fullu upplýst hvern ig atburður þessi átti sér stað. Bíllinn var á leið austur Hverf- isgötu og rétt áður en hann kom að mótum Barónsstígs snaraðist hann upp á gangstétt, lenti á háu stálþili, sem umgirði port Rafveitu Reykjavíkur, sópaði stórum hluta þess burt, braut niður skilti, sem merkir strætis vagnastöð og kastaði á brott bekk, sem þarna er. Stórskemmd ist bíllinn að sjálfsögðu. Ökumaðurinn, sem var kona hljóp á brott ásam'. farþega, sem í bílnum var, en eigandi sat í aftursæti, að því er hann seg- ir, og kveðst bafa verið svo drukkinn að hann muni lítið cít ir atburði þessum. Konan var tekin til yfirheyrslu hjá rann- sóknarlögreglunni í gærmorgun, og kvaðst hún hafa verið allsgáð er óhappið varð. — Mál þetta er enn í rannsókn. Virkt dufl um borð >INGEYRI, 4. okt. — Um há- degið í gær kom togarinn Jupi- ter hingað, en hann hafði fengið dufl inn með vörpunni, er hann var á veiðum undan Jökli um nóttina. Sigldi togarinn hingað til >ingeyrar. Landhelgisgæzlan sendi hingað Gunnar Gíslason með flugvel, til að gera duflið óvirkt ef með þyrfti, og nær sam- tímis kom varðskipið Ægir. Kommúnistar níöast á andstæðingum Neita oð afhenda kjörskrn Dagsbrúnar f G Æ R gerðust þau tíðindi í Verkamannafélaginu Dags- brún, að kommúnistarnir, sem félaginu stjórna, neituðu að afhenda umboðsmanni B-listans, lista lýðræðissinna, kjör- skrá þá, sem gildir í kosningunum, sem fara fram í félag- inu á morgun og á sunnudaginn. Samkvæmt reglum A.S.Í. um allsherjaratkvæðagreiðslu ber að afhenda kjörskrá a.m.k. tveim sólarhringum áður en kjörfundur hefst og hefði því átt að afhenda hana í síðasta lagi kl. 10 f. h. í gærmorgun. >egar farið var fram á að fá kjörskrána afhenta í gær, gáfu kommúnistar enga skýr- ingu á neitun sinni aðra en þá, að þeir væru ekki vanir að afhenda hana fyrr en kosning hæfist. Þess má geta, að hvert og eitt einasta verkalýðsféiag á landinu, hver svo sem stjórnar því, afhendir kjörskrá tveim sólarhringum fyrir kjörfund, nema Dagsbrún. — þannig fengu t. d. kommúnistar þeir, sem bjóða fram lista í Sjómannasambandinu, afhenta kjörskrá Sjómanna- félags Reykjavíkur kl. 9 í gærmorgun. I Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, fá kommúnistar ætíð, þegar þeir bjóða fram, afhenta kjörskrá með sama fyrirvara. Og í félagi járniðnaðarmanna afhentu kommúnistar sjálf- ir andstæðingum sínum kjörskrá samkvæmt gildandi reglum. — Engin rök eru til sem réttlæta það, að í stærsta verka- lýðsfélagi landsins skuli grundvallarlög Alþýðusambands- ins og almennar lýðræðisreglur þverbrotnar með þessum hætti. Hér hefur það enn einu sinni gerzt, að kommúnistar hafa kastað grímunni og sýnt sitt rétta innræti. >eir lýð- ræðissinnaðir verkamenn, sem hingað til hafa léð komm- únistum fylgi sitt, hafa nú enn eitt tilefni til að endurskoða afstöðu sína til þeirra. >ess má að lokum geta, að í þetta skipti liggur fyrir ákveðin vitneskja um, að starfsmenn Dagsbrúnar hafa þeg- ar afhent kommúnistaflokknum og vissum flokksmönnum, kjörskrá félagsins eða hluta úr henni til undirbúnings kosn- ingasmölun sinni. Verður e.t.v. talin ástæða til að ræða nán- ar þann hluta þessa máls síðar. Lagðist Ægir við bryggju, en Jupiter var úti á höfninni. Voru skipsmenn látnir fara í land með an duflið var rannsakað og Gunnar gerði duflið óvirkt, þar eð það reynd. st vera virkt, þýzkt dufl frá stríðsárunum. Jupiter íer svo héðan aftur á veiðar síðdegis. — M. A. Skyndihappdrætti Sjál f stæðisf lokksins Miðar fást í Austurstræti (í happdrættisbílunum sjálfum) og í skrifstofu happdrættisins í SjálfstæðishúsiDu við Austur- völL —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.