Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 6
e MORCVTSBLAÐÍÐ Föstudagur 5. október 1962. Vetrarstarf KFIJIVfl og K BAFNARFIRÐI — Vetrarstarf KFUM og K er n.ú a<5 hefjast pg verður fyrsta samnikonvain á Bunnudagiskvöld. Þá hefst einnig Bunnudagaskólinn M. 10,30 fyrir bládagi og drenjgjafundur kl. 1,30 P.h. Annars verður vetrarstarfið Bieð svipuðu sniði og síðasta vet- J*r. Fyrir utan ofantalið verða Unglingafundir á mánud. ki. 8 fyrir 12 ára drengi og eldri, og biblíulestur og kristniboðsstarf á þriðjudögum. Eru allir velkomn- ir á samkomur og fundi félag- pnna. í KFUM er til sjóður, sem ber nafn séra Friðrks, og er hann ætlaður tdl að styrkja kristilegt starf. Er gjöfum veitt móttaka í hann, en þessa er mánnzt hér fyrir þá, sem óska að styrkja sjóðinn og ekki hafa vitað um hann fyrr. Nýlega voru KFUM sendar kr. 500 í nafnlausu bréfi. f sumar dvöldust drengir og telpur á vegum KFUM og K í Kaldárseli eins og unda/nfarin sumur. Var verið þar í þrjá mán uði og komust færri aö en vildu. Hefir starfið gengið með hinum mestu á'gætum og aðstandendur barnanna lofað það mjög.____G.E. Aldrei fleiri nemendur í Stýrimannaskólanum Þilplðtuhneykslið UNDANFARIÐ hefur mikið ver- i6 rætt um austurviðskiptin og nauðsyn þess, að þar yrði gerð breyting á hið fyrsta. Ýmis dæmi hafa veri nefnd um óhagkvæmni þessara viðskipta, en eitt gleggsta dæmið hefur þó verið um innflutning á hörðum þilplötum, því þar hefur legið fyrir samanburður á verði hinna ýmsu landa. Nú hefur einnig verið aflað upplýsinga um heild- arinnflutning á öllum plötum úr viðartrefjum (fiberboards), en þær eru: Cellótex, insúlít, tré- tex, masonít, jonít og aðrar þess konar hljóð- og hitaeinangrunar- plötur og heyra undir tollskrá 44/7. Skv. upplýsingum Hagstofu ís- lands er innflutningur síðustu sex ára, sem hér segir. 1956 — 2063.8 tonn 1957 — 1725.5 — 1958 — 1576.7 — 1959 — 1®25.7 — 1960 — 1674.7 — 1961 — 1180.1 — Stýrimannaskólinn, var sett- irr 3. okt. í 72. sinn síðan skól- Bin tók til starfa. Skólasetninga ræðu flutti Jónas Sigurðsson í Hpphafi minntist hann Friðriks V. Ólafssonar, skólastjóra, er lézt 19. sept. síðastl. Viðstacídir vottuðu hinum látna skólas*'óra virðingu síiia með þí að rísa ár sætuim Nemendur í Skólanum ervj fleiri nú en nokkru sinni fyrr eða 193. Þar af eru fiskimenn 141 í 7 bekkjardeildum og far inenn 52 í 3 deildum. Farmenn brautskráðir 1961 færðu skólanum, að gjöf mál- verk af 'orsteini Kr. Þórðarsyni stýrimannaskólakennara, er lézt fyrir trveim árum. Orð fyrir þeim hafði Pétur Sigurðsson, al þingismaður. Jónas Sigurðsson þakkaði gjöfina fyrir skólans hönd. Fob. verðmæti innflutningsins 1961 var kr. 6.192.000.00. Af framanskráðu sést, að inn- flutningsyfirvöld hafa stórminnk að kvótann fyrir plötur úr viðar- trefjum á árinu 1961, og tölur fyrir fyrri helming ársins 1962 benda til sömu tregðu í leyfis- veitingum. Þar sem hér er um svo örlít- inn hluta heildarinnflutnings landsmanna að ræða, verður að telja sanngjarna kröfu frá iðn- rekendum og byggingarefnasöl- um, að innflutningur á vörum þessurn verði þegar í stað gefinn frjáls. Húsbyggjendur eru fyrir löngu örðnir þreyttir á að greiða 30— 40% hærra verð fyrir lélegar plötur frá Austur-Evrópu en úr- valsplötur, sem fáanlegar eru frá Vestur-Evrópu. Þar sem það er yfirlýst stefna með viðreisninni að losa smám saman um innflutningshöftin, hlýtur nú að vera komið að byggingarvörunum, sem þýðing- armest er að séu fyrsta flokks vara. Treysta innflytjendur þvi, að nú verði hafizt handa með því að setja fyrrnefndan vöruflokk á frí lista, en síðan fyligi smám sam- an aðrir flokkar byggingarvara á eftir, þar til er allar bygging- arvörur eru komnar á frílista. Fyrr verður eigi sagt, að við- reisnin hafi tekizt til fulls. Reykjavík, 4. okt. 1962. Leifur Sveinsson. Slys á Ólafsvík SL. þriðjudagsmorgun varð það slys á Ólafsvík að kona féll úr stiga með þeim afleiðingum að hún hlaut slæmt fótbrot. Var konan að fare upp á háaloft og notaði til þess rennistiga, en er hún var komin áleiðis upp rann stiginn út af hleranum á loft- inu og féll ásamt konunni niður á gólf. Varð konan með ein- hverjum hætti með annan fótinn milli stigans og gólfs. Brotnuðu báðar pípur ( fætinum og var það opið brot. Björn Pálsson var staddur úti á Reykjavíkurflugvelli og hafði nýlokið við fiugáætlun til Akur- eyrar er kall kom frá Ólafsvík. Hætti hann við Akureyrarförina og sótti konuna til Ólafsvíkur. f gærmorgun flaug Björn til Hornafjarðar og sótti þangað lít- inn dreng, sem fengið hafði botn langakast. Var hann fluttur á Landsspítala nn. Tollalækkanir gáfu auknar tolltekjur — Vegna jbess oð dró úr smygli KOMBD hefur í ljós, að þrátt fyrir víðtæka tollalækkun á ýmsum tollháum vörum, sem leitt hefur til að allt að 40% verðlækkunar þeirra á innlendum markaði, þá hafa toUatekjur ríkisins sízt farið minnkandi af þessum vörum, heldur aukizt stórlega. Þannig hefur komið í Ijós, að tekjur ríkisins af umræddum vörum, þ.e. aðallega ytri fatnaði, skófatnaði, aiðursoðnum ávöxt- um o. fl. hafa aukizt um 17.7 milljónir króna, úr 47.8 miHjón- um á tímabilinu jan. — júní 1961, í 65.5 milljónir á sama tíma í ár. Verðlækkunin, sem hér um ræðir, er ailt frá 13 — 40%. Þannig lækkaði verð um 18 — 30% á kvensokkum, 14 — 16% á kvenskóm, 16% á niðursoðnum ávöxtum, 16 —16% á ljósakrón- um, 33 — 39% á snyrtivörum og jafnvel enn meira á sumum vöru- tegundum. Stærsti þátturinn í þessari breytingu er, að dregið hefur stór lega úr smygli, eftir verðlækk- anirnar, og fer nú innflutningur fram eftir réttum leiðum. Upplýsingar þessar gaf Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, í i Vísi í gær. Mokafli Aikrainesi 3. októbe.. MOKAFLI er nú hér hjá trillun- ttm. Drgnótatrillan Sigursæl'l landaði í morgun 1500 kg af kola og 680 kig. af þorski. Tvær drag- nótatrillur lönduðu í gærkvöldi hvor 500 kg. og Happsæll 650 bg. Af línutrillunuim var Bensi afla hæstur í gær með 1600 kg. af ýsu og sigldi drekkhlaðinn til Reykjavíkur með aflann og Seldi þar. í gær fékk Ingvi 1120 kg. af ýsu og 250 kg. af háf. í dag fékk Bensd 1000 kg a-fla. — Oddur. • Frúnni mótmælt Benedikt Gíslason frá Hof- teigi skrifar: í þáttum Velvakanda í Morg unblaðinu 3. okt. þ. á. er pist- ill eftir eina frúna í Reykja- vík. Frú þessi heitir Geirþrúð- ur Sigurjónsdóttir og pistill hennar sýnir það, að ekki eru þær með öllu horfnar úr sög- unni valkyrjurnar. Þessi frú vill fara í stríð við bændur út af þessu háa verði, sem hún segir að sé á þessum vörum. Ekki birti hún þó neinn sam- anburð á verðlagi t.d. mjólkur og öls, en með sanni veit ég að fínar frúr í Reykjavík geta gefið allt að tífallt meiri pen- inga fyrir ölpottinn en mjólk- urpotturinn kostar, einmitt þegar þær eru sem allra fín- astar, og 80—100 falt meira fyrir konjakspottinn, líka í fínheitum. Nú vill frúin að kynsystur hennar, sem hún kallar húsmæður, hætti að kaupa mjólk og kjöt í eina 2—„ daga — nema þá handa börnum — ’ það er skrítið að börnin skuli ekki mega taka þátt í stríðinu! En veit ekki frúin að eftir hennar ágætu viðskiptareglum gæti pottur- inn af þessari barnamjólk orð- ið jafndýr og konjakspottur- inn og hver hefði þá grætt á stríði frúarinnar? • Framleiðslukostnaðinn þarf að greiða Það er gott að frúrnar komi út úr búðunum með blessunarorðin um matinn, og þakklætið til guðs fyrir sína fæðu, eins og siðgott fólk gerði fyrr á íslandi, því þá er hægt að kenna þeim á sama vettvangi. Reyndar virðist þessi frú vera eins og hrepps- ómagarnir, sem verstir voru og gerðu sér matinn að illu, þegar annað fólk blessaði. yfir hann og það er gömul reynsla á íslandi að það getur skort mat, eins og i móðuharðind- unum, og ný reynsla er það, að nú geta komið móðuharð- indi af mannavöldum, og frú- in er einmitt að leggja því máli lið. Hún vill að fólkið svelti sig þangað til bændurnir hætta að framleiða mjólk og kjöt. Þá kynni hún að þurfa að láta fasteign fyrir sauðarlæri, eins og ýmsir gerðu í móðuharð- indum, því varla er frúnni ætlandi sú grunnhyggni — og þó — að vita ekki, að enginn framleiðir neitt til lengdar nema að fá framleiðslukostn- aðinn greiddan. Nú segir frúin að bændur séu ekki einyrkjar, sem virðist heldur út í hött að segja. Þetta er hennar þekk- ing á framleiðslukostnaði þess- ara vara og framleiðsluháttum, og er það víst eins og Guð- ' 'S’É i I ^ oM</ mundur Hannesson sagði við sjúklinginn, það minnsta vit sem hægt er að komast af með. • Þurfa líka eitthvað En það er rétt að upplýsa þessa frú um það, að bændur skiptir það ekki máli, hvort hún og hennar líkar éta kjöt eða ekki, því bændur geta selt það allt úr landi, að vísu með sama tapi og selja henni það í búðum í Reykjavík. En þá kemur nokkuð til, sem kynni að snerta hjartað í þessari frú. Kjötkaupmennirnir lenda í móðulharCindi, því en eiga iþeir einn bita, rúmlega, af hverj- um fjórum, sem finíin vill hætta að kaupa, af lakari hluta kjötsins, en eitt læri af þremur og einn hrygg af þrem- ur, sem hún vill ekki lengur kaupa í veizlumatinn. Getur frúin verið svo hjartalaus að fara svona með þessa ágætu kaupmenn? Og frúin ætti líka að vita það, að kaupmenn þurfa að fá eitthvað fyrir að halda svo fínar búðir að val- kyrjur geti komið þar ir»! En um mjólkina er það að segja, að þessari frú er bezt að spara hótanir og atvinnuróg, því bændur ráða því alveg sjálfir hvort hún og börn hennar fá mjólk. Og frúin ætti að þakka fyrir, að bændur hafa vit á því, að selja sína mjólk með réttu verði því á meðan fær hún og hennar börn mjólk. Annars fær frúin sín móðuharðindi. 3. okt. 1962 Benedikt Glslason frá Hofteigi. ★ P.s. Velvakandi telur rétt að birta þennan pistil í mjólk- ur- og kjötstríðinu, en hætt er við að hann verði að endur- skoða afstöðu sína til áfram- haldandi deilna, ef öllu stór- yrtari innlegg í deiluna berast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.