Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 12
12 r MORCUNTtLAÐIÐ Föstudagur 5. október 1962. Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. HAGUR VERKAMANNA ¥Tm langt skeið hefur'® kommúnistum tekizt að nota verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík sem tæki í flokkspólitískri bar- áttu, andstætt hagsmunum verkalýðsins. Um þetta eru mýmörg dæmi, sem ekki verða öll rakin hér, en látið nægja að minnast á það, að margsinnis hafa verkamenn verið látnir heyja harða verk fallsbaráttu og kostnaðar- sama til þess eins að greiða götu almennra kauphækk- ana, þar sem aðrir hafa borið meira úr býtum og verðlag síðan allt stórhækkað. Berlegast auglýstu komm- únistar tilgang baráttu sinn- ar í launþegasamtökunum, þegar þeir höfnuðu boði Viðreisnarstjórnarinnar í vor að tryggja verkamönnum raunhæfar kjarabætur. Þeir sögðu þá, að á slíkt vildu þeir ekki einu sinni hlusta og slitu þegar í stað viðræðum við ríkisstjórnina, þegar hún hafði gefið yfirlýsingu sína í þessu efni. Afstaða kommúnista kom líka greinilega í ljós, þegar þeir studdu af alefli mun meiri kauphækkanir til ann- arra stétta en til verkamanna. Þá sáu þeir hilla undir það, að þeir myndu á ný geta feng ið verkamenn út í pólitísk átök, þar sem eðlilegt væri, að þeir vildu fá hlut sinn rétt ann, þegar aðrir höfðu fengið meiri hækkanir. En verkamenn hafa gert sér grein fyrir hinu pólitíska eðli þessarar baráttu, og þess vegna snúast þeir í vaxandi mæli á sveif með kjarabóta- mönnum, þeim mönnum, sem vilja vinna að hagsmunum þeirra og rétta hlut þeirra með heilbrigðri verkalýðs- baráttu. Nú um helgina hafa verkamenn tækifæri til þess að sýna kommúnistum, að þeir afþakka pólitíska for- ustu og þeir vilja afla sér þeirra kjarabóta, sem rétt- mætar eru. Á sama hátt munu sjó- menn sýna, að þeir vilja ekki á ný svikamyllu uppbóta- kerfisins, heldur krefjast þeir þess, að þeir fái áfram greitt fullt verð fyrir þann afla, sem þeir færa á land, en ekki einhvers konar Lúðvíksverð. KJÖR OPINBERRA STARFSMANNA i uðvitað hlýtur alltaf að verða togstreita um skiptingu hins sameiginlega fengs þjóðarheildarinnar. — Þannig er það í öllum lýð- ræðisþjóðfélögum, og þannig hlýtur það að verða. Óhætt er að fullyrða, að opinberir starfsmenn eru meðal þeirra, sem einna rýr- ust fastalaun hafa. Hins veg- ar er það opinbert leyndar- mál, að fjöldi þeirra hefur fengið tekjur sínar drýgðar með ýmiss konar bitlingum og aukagreiðslum, þannig að þeir hafa getað komizt sæmi- lega af. 'Slíkur háttur á kaup- greiðslum er þó vægast sagt óskemmtilegur, og það er heldur ekki í hag þjóðar- heildarinnar, að æðstu emb- ættismenn verði að drýgja tekjur sínar með aukastörf- um, þannig að þeir geti ekki helgað sig hinum mikilvægu embættum að fullu. Með hliðsjón af þessu er það eðlilegt, að þegar kjör opinberra starfsmanna verða endanlega ákveðin, væntan- lega af kjaradómi, þá verði allmiklar breytingar gerðar. Þær munu beinast að því að fastalaun ýmissa embættis- manna hækki verulega. En samhliða á að ganga strangt eftir því, að bitlingapólitík hverfi úr sögunni og menn sinni störfum sínum af fyllstu samvizkusemi og stundi ekki aðra atvinnu en þá, sem þeir eru skipaðir til að gegna. Á sínum tíma vék Mbl. að því, að stórlega ætti að hækka fastakaup ráðherra og hæstaréttardómara. — Kommúnistamálgagnið reis þá upp á afturfætuma. En þegar Mbl. spurði að því, hve miklu laun, ásamt bitl- ingum og bílagróða t.d. Hanni bals Valdemarssonar hefðu numið, þegar hann var ráð- herra, þá fékkst ekkert svar. Sannleikurinn er sá, að þjóð- arheildin mun hagnast beint og óbeint á því að greiða emb ættismönnum sínum vel, en krefjast líka mikils af þeim. ÞRENGSLAVEGUR t’ins og skýrt var frá hér í ' J blaðinu í gær hefur veg- ■ UTAN UR HEIMI Handtekinn fyrir njósnir Krafizt að tveir Ítussar verði sendir heim var Ihann í bifreið ásamt Prok horov. í sætinu milli þeirra lágu nokkur leyniskjöl banda ríska sjóhersins. Vyrodov, sem ekið hafði landa sínum til fundar við Drummond, beið 'hans í kaffihúsinu. Rússarnir neituðu að segja til nafns og voru fluttir á skrifstofur ríkislögreglunnar þar sem þeim var haldið unz þeir sögðu til sín. Var þeim þá samstundis sagt, að þeir Prokhorov. EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum var bandarísk- ur sjóliði, Oornelius Drumm- ond, handtekinn s.l. föstudag, sakaður um njósnir í þágu Sovétrí'kjanna. Á Drummond að ’-afa látið tveimur fulltrú um Sovétríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum í té skjöl, sem snerta bandaríska sjófher inn. Þess hefur verið krafizt að Rússunum tveimur Evgeny Prökhorov og Ivan Y. Vyro- dov, sem sagðir eru hafa tek ið við skjölunum verði vísað úr landi. Drummond bíður nú yfirtheyrslu og ef sannað verður, að hann hafi afhent sovésku fulltrúunum skjöl þau er um ræðir, á hann yfir höfði sér líflátsdóm eða ævilangt fangelsi. Randaríska ríkislögreglan handtók Drummond í New York fyrir utan kaffihús eitt. Þegar hann var har ’tekinn, þjóðunum, að fulltrúar lands ins hjá samtökunum hefðu stundað njósnir og var þess krafizt, að þeir yrðu sendir heim. Rússeu: mótmæltu þvi hinsvegar, að útlendisréttur mannanna tveggja hefði efcki verið virtur, er þeix voru fluttir til skrifstofu lögregl- unnar. Eins og áður er sagt var það aðeins gert þar sem þeir neituðu að segja til sín. Ríkislögreglan komst á snoðir um njósnirnar m. a. vegna þess, að Drummond, sem gegnir herþjónustu á Rlhode Island, var í fjárhags- örðugleikum. Hafði hann að undanförnu farið nokkrum sinnum til New York og kom ið til baka með fullar hendur fjár. Einnig höfðu fundizt í fórum hans 11 leyniskjöl og Mtil Ijósmyndavél, sem síðar sannaðist að hann hafði keypt af sovétskum stjórnar erindreka í febrúar s.l. i Drummond. mættu fara, því að ekki mátti hafa þá í haldi vegna útlend- isréttar þess, sem erlendir sendimenn njóta. Tvímenningarnir neituðu þó að yfirgefa Skrifstofur lög reglunnar fyrr en Rússneskur embættismaður sendinefndar iandsins hjá Sameinuðu þjóð unum kom og sótti þá. Bandaríkin mótmæltu því harðlega við sendinefnd So- vétriikjanna hjá Sameinuðu Minningarguðsþjónusta um dr, Vilhjólm Stefónsson urinn um Þrengslin nú verið opnaður, þótt hann sé ekki fullgerður. Er hér um að ræða geysimikla samgöngu- bót, sem fagna ber. Sigurður Jóhannsson vega- málastjóri bauð nokkrum gestum að vera við opnun vegarins, en á hans herðum hefur framkvæmd þessa mannvirkis hvílt, stöðu hans samkvæmt. Við gerð þessa vegar hefur verið reynt að hagnýta betri og fullkomnari tæki en áður, enda fleygir vegagerð nú hratt fram, þannig að menn sjá fram á það, að ekki líði enn margir áratugir þar til gott vegasamband verður komið um allt land og fjöl- fömústu vegirnir gerðir úr varanlegu efni. Fátæk þjóð þarf í mörg horn að líta, og vel má vera að ekki hafi verið unnt að verja meira fé til vegafram- kvæmda hingað til en gert hefur verið. En nú sjá menn’ fram á vaxandi tekjur, ekki sízt vegna heilbrigðrar stjóm arstefnu, og þess vegna er tímabært að stórauka vega- gerðarframkvæmdir. I Minningarguðsþjónusta um dr. Vilhjálm Stefánsson var baldin í Víkurkirkju að Mountain, N. Dakota, kl. 2. e.h. sunnudaginn 9. september sl, en, eins og kunn- ugt, er, ólst hinn víðfrægi land- könnuður og rithöfundur upp þar í byggð. Séra Kolbeinn Sæmundsson, sem þjónar Mountain prestakalli um stundarsakir, stjórnaði minn ingarathöfninni, las viðeigaridi ritningarorð og flutti bæn. Kirkju söngfólk úr kirkjukórum Moun- tain — Og Garðarkirkju, en ein- söng sungu Alfred Sigfússon, Garðar, og Mxs. G. Goodman, Milton, hinn fyrrnefndi á ensku en hin síðarnefndi á íslenzku. Dr. Richard Beck, prófessor í norrænum fræðum við Ríkishá- skólann í N. Dakota og ræðis- maður íslands þar í ríkinu, hélt minningarræðuna. Flutti hann í málsbyrjun stutt ávarp á ís- letnzku, en mælti síðan á ensku. Rakti hann í megindráttum ævi- feril dr. Vilhjálms og lagði áherzlu á hinn merkilega og var anlega skerf, sem hann hefði laigt til aukinnar þekkingar og nýs skilnings á Norðurheimskauts- löndunum með víðtækum rann- sóknarf erðum sínum á þeim slóðum og ritum sínum um þau. Hefir ræða dr. Becks verið birt • í heild sinni í Lögberg-Heims- krjmglu í Winnipeg, en áður kom útdráttur úr henni í Grand Forks Herald. Fólki víðsvegar úr íslenzku byggðinni sótti guðsþjónustuna og voru í þeim hópi æskuvinir og gamlir nágrannar dr. Vil- hjálms. Nokkrir samkomu gesta voru einnig lengra að komnir. Þótti minningarathöfn þessi hin virðulegasta. Við fráfall hans fluttu dag- blöðin í N. Dakóta ítarlegar ævi- minningar dr. Vilhjálms og ýmis þeirra, svo sem Bismarek Trib- une og Minot Daily News hafa einnig flutt mjög lofsamlegar ritstjórnargreinar um hann, og starf hans og rit. Salisbury, S-Rhodesíu, 2. október — AP. JOSHUA Nkomo, leiðtogi stærsta flokks Afríkumanna í Suður- Rhodesíu, Zimbabwe, kom í dag til Salisbury, flugleiðis frá Tanga nyika, þar sem hann setti á lagg- irnar útlagastjórn fyrir S-Rhode- síu. Jafnskjótt og hann kom til flugvallarins var hann tekinn höndum. Verður hann fluttur til heimkynna sinna í lögreglufylgd, en þar verður hann hafður í stofu fangelsL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.