Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 13
Föstudagur 5 októb'er 1962. MOncvvnr AMB 13 Frjálst efnahagskerfi er grundvöllur undir nú- tíma vestrænu lýðræöisþjóöfélagi Ræða Gunnars Guðjónssonar, formanns Verzlunorráðs íslands á aðalfundi ráðsins í gær FLESTIR munum vér því marki brenndir, að vér teljum oss bera talsvert skynbragð á stÖrf ann- arra og jafnvel taka þeim fram að þekkingu i þeirra fagi, en oft vill sá skilningur vera yfirborðs- kenndari, en vér gerum oss grein fyrir, og því minni sem slík störf þurfa að byggjast á meiri sérhæf- ingu eða vísindalegri þjálfun. Fæstir munu þó haldnir slíkri oftrú á eigin brjóstviti, þótt slík dæmi þekkist, að þeir hiki ekki við áður en þeir til dæmis takast á hendur að reikna út gang him- intugla, og yfirleitt munu menn verða að viðurkenna og beygja sig fyrir flestum þeim vísinda- legu staðreyndum, sem efnishlið nútímalífs byggist á. Flestir nú- tímamenn munu óhikað leggjast undir skurðaðgerð, jafnvel þótt hættulegt sé, ef læknavísindin hafa kveðið upp þann dóm, að þeir þjáist af meinsemd, sem þurfi að fjarlægja, og yfirleitt fylgja þeim íyrirmælum og ráð- leggingum, sem þessi vísinda- grein lætur þeim í té. Þetta gera xnenn einfaldlega vegna þess, að fæstir ætla sér þá dul, að þeir viti betur en læknavísindin. Þó eru vitasku.d þær undantekning- ar meðal frumstæðra þjóða, að menn afneiti þessari vísindá- grein og kjósi heldur að fara að ráðum særingamanna og kuklara úr sínum hópi. En meðal sið- menntaðra þjóða mun það helzt vera í baráttunni við ofneyzlu matar og drvkkja, að vísindin fá ekki staðist ofurlöngun mann- fólksins sm'ming. Er þetta vita- skuld mjög mannlegt fyrirbæri, þar sem lækning krefst þess sem kunnugt er, að sjúklingurinn láti mikið á móti sér. ‘ Ein er sú vísindagrein, sem fjallar um meginreglur þær, efna hagslegs eðlis, sem nútíma þjóð- félag byggist á, hvort heldur það þjóðfélag er austan tjalds eða vestan. Sú vísindagrein kveður ekki á um, hvort þjóðir eigi að búa við austrænan socialisma eða vestrænt lýðræði, en hún skil- greinir í báðum tilfellum m. a. hvaða forsendur verði að vera fyrir hendi til þess að ná ákveðnu marki svo og orsakir og afleið- ingar í efnahagslífi þjóða. Fæstir höfum vér tækifæri til þess að nema þessa vísindagrein eða kynnast henni að nokkru ráði, og verðum því í raun og veru að hafa orð annarra fyrir því að hún sé til, eins og reyndar á við um aðrar vísindagreinar. Menn verða einfaldlega aff trúa því að þær séu til, á r.ama hátt og eTfitt er að efast um tilvist atomvísinda, þegar menn heyra um vetnis- sprengjur, jafnvel þótt þeir hafi ekki heyrt hvellinn og kunni ekki sjálfir aff framleiða þær. En því er það þá, að oss sem þetta land byggjum, hættir svo við að skelia skollaeyrum við grundvallarlcgmálum, sem hag- vísindin uppáleggja oss í efna- hagslegu til'iti, þó að við í öðrum efnum séum þess albúin að byggja líf vort á vísindinum. Þó eru þetta í eðli sínu mjög ein- föld lögmái, sem hver skynsam- ur maður með nokkra búmanns- hæfileika á auðvelt með að skilja, að ekki tjóir að hrófla við. Svarið væri væntanlega, að svo mikið væri búið að hártoga og skrumskæla þessar kenningar í hinura pólitísku hjaðningavíg- um, sem hér tíðkast og naumast eiga sinn líka í nokkru siðuðu landi, að dómgreind stórs hiuta almennings hafi brenglast. Er það því einnig ofur mannlegt, að menn freistist til þess að velja Ijúfustu leiðina fremur þeirri, sem krefst nokkurs sjálfsaga og mótlætis, hafi manni verið talin trú um, að hún leiði að sama marki. Vissuiega, en því miður, þægilega leiðin er alveg örugg- lega ekki fær. Menn kunna að undrast það, að ég læt mér hér svo tíðrætt um þessi viðhorf íslendinga til vís- indanna, en ég tel nauðsynlegt að rifja upp og gera að höfuð- efni þessa ávarps, einmitt á þess um tíma, árangur efnahagsað- gerða þeirra, sem kenndar eru við viðreisn, er framkvæmdar voru í byrjun ársins 1960, en þar sem kunnugt er var um að ræða stóraðgerð á efnahagskerfi þjóð- arinnar. Engri heilvita mann- eskju duldist þá, að stóraðgerðar var þörf, og þó að svo að segja öllum sviði í bili undan þeim ráðstöfunum, sem nauðsynlegar voru til þess að losna undan þvi óbærilega ástandi, sem skapast hafði, og beirri sjálfheldu, sem þjóðarbúið var komið í, hygg ég að meiri hluta þjóðarinnar ætti að vera ljóst, að þær kenningar, sem aðgerðirnar byggðust á, hafi í hvívetna reynzt réttar. Ég mundi jafnve! ætla, að þeir sem ofsalega hafa snúizt gegn þessum efnahagsaðgerðum, hefðu um síð- ir borið gæíu til þess að beygja sig fyrir þeim óumflýjanlegu lög- málum, sem þær byggðust á, og vildu nú gjarnan þá Lilju kveðið hafa. Hinsvegar stoðar ekki að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að þjóðin hefir ekki sýnt þá bið- lund og þann þroska, sem vænta hefði mátt að hún hefði öðlast eftir um 20 ára árangurslausa bar áttu við verðbólguna, en þess verður ef nl vill naumast krafist af kynslóð, sem hefir alið allan sinn aldur við verðbólgu, að hún geri sér á tiltölulega skömmum tíma grein fyrir skaðsemi henn- ar. Illu heilli reyndist því af þess- um orsökum nauðsynlegt að lækka gengi islenzku krónunnar á miðju síðastliðnu ári, til að mæta kauphækkunum, sem ekki voru í samræmi við aukin fram- leiðsluafköst þjóðarinnar, en kauphækkanir þær sem launþega samtökin þvinguðu fram nú ný- verið, fela svo í sér hættuna á annari umferð í vítahringnum, ef þjóðin gætir ekki nógu vel að sér. Framúrskarandi árangur síld- veiðanna, oæði sunnan- og norð- anlands það sem af er þessa árs, kann að gera það að verkum, að sú framleiðsluaukning geti staðið undir þessum hækkunum, þó svo fremi að rkynsamlegir kjara- samningar fáist á síldveiðiflotan- um á haust- og vetrarvertíð. Sú bráða hætta vofir hinsvegar yfir, að skyndileg aukning þjóð- arframleiðsiunnar ásamt almenn um kauphækkunum orsaki áður en langt um líður óyfirstígan- lega erfiðleika þeirra sömu út- flutningsatvtnnuvega, sem öfluðu hinna auknu verðmæta, og þeim sama gjaldeyrisskorti, sem vér svo lengi bjuggum við. Við þurf- um ekki annað en renna augun- um aftur til góðæranna 1947, 1956 og 1958 til þess að sannfærast um, hvílík hætta efnahagskerf- inu er búin undir slíkum kring- umstæðum, ef ekki eru þegar Gunnar Guðjónsson gerðar ráðstafanir til þess að hindra ofþenslu. Þær ráðstafanir hljóta jafnan að felast í því, að lánsstofnanir gæti ýtrustu varúðar í útlánum, jafnframt því sem ríkisstjórnin hafi þá steínu, að ríkisbúskapur- inn sé ekki einungis rekinn án halla, heldur með verulegum tekjuafgangi, og að fyllsta hófs sé gætt í öllum fjárfestingum hins opinbera. Þetta er bráðnauðsyn- legt, að allri þjóðinni sé gert skilj anlegt, jafnframt því sem hún átti sig á, hvað í húfi er, sé út af brugðið. Væri í því sambandi'ekki úr vegi að rifja upp, hvernig þess- um málum vai komið snemma á árinu 1960, þegar hinar svo- nefndu viðreisnaraðgerðir voru framkvæmdar, til þess að menn geti gert fér ljóst, hvað áunnizt hefir með því að herða um stund arsakir að sér mittisólina, og hvort þeir teldu það þjóðinni og sér í hag, að sá árangur verði að engu gerður með gálausu hátt- erni um fjármál þjóðarinnar. í stuttu máli vai gjaldeyrisástand- ið þannig, í lok febrúar mánaðar 1960, að gjaldeyrisskuldir bank- anna námu samtals 216 milljón- um króna, en nú tveimur og hálfu ári seinna, eða í ágústlok 1962, nam gjaldeyriseign þeirra 879 milljónum króna, eða sam tals hefir gjaldeyrisstaðan batn- að á þessu tímabili um 1095 millj ónir króna. Menn munu minnast hinna átakanlegu hallærisspádóma hinna óraunsæju andstæðinga við reisnaraðgerðanna. Það hallæri kom aldrei, þrátt fyrir það, að fyrsta hálfa annað árið eftir fram kvæmd þeirra voru mjög erfið vegna minnkandi fiskafla og lækkaðs verðs á síldarafurðum. Því var haldið fram, að þau er- lendu lán, að upphæð samtals um 590 milljón krónur, sem tekin voru til þess að standa undir upphafi frjálsra gjaldeyris viðskiþta, mundu reynast hrein eyðslulán. Þessi staðhæfing reynd ist heldur ekki á rökum reist, því í síðastliðinni viku tilkynnti Seðlabankinn, að þau hefðu þá verið að fulhi greidd. Vissulega hefir það kostað landslýð talsverða erfiðleika, að þessi árangur hefir náðzt, og munu eflaust flestir hagsmuna- hópar telja sinn hlut hafa verið verstan. En hitt má fullyrða, fólkið í þessu landi hefir ekki búið við harðrétti af völdum þessara aðgerða, því vart má telja að þjóð, sem hefir efni á því að flytja inn, á 8 fyrstu mánuð- um þessa árs, bifreiðir fyrir 145 milljónir króna, eigi ekki til hnífs og skciðar. Ekki hafa spá- dómar um atvinnuleysi heldur rætzt, því skortur á vinnuafli ger- ir nú mjög vart við sig, sérstak- lega í öllum greinum iðnaðar, og mætti það vera mönnum nokkur ábending um að siglingin sé að verða of nróð. Því væri það þjóðinni mikil ógæfa, ef hún reyndist nú ekki kunna fótum sínum forráð. Megn- ið af sparitjáraukningu lands- manna er nu bundið í gjaldeyris varasjóði þeim, sem þeim hefir tekizt að koma sér upp með skyií samlegu hátterni. Þó er þessi varasjóður eigj stærri en svo, að hann tilsvarar þeirri þriggja mánaða gjaldeyrisnotkun, sem hverri þjóð er talið nauðsynlegt lágmark að eiga, til þess að hún njóti fjárhagslegs trausts út á við, og til þess að óvæntum skakka- föllum verði mætt. Þessi varasjóður er þó upp- urinn, ef eitthvað bjátar á, hvað þá heldur ef þeirri stefnu er ekki stranglega fylgt, að 'hindra oiþenslu í efnahagskerf- inu. Því hefir mjög verið haldið á lofti af hálfu hallæristrúar- manaa þeirra, sem ég gat u n áðán, og gert að umkvörtunar- efni, að sparifé landsmanna hafi verið fryst og búi niú við hir.a mestu vosbúð í frystihvelfingum seðlabankans í stað þess að leika lausurn hala í efnaihgskerfirra. Slík afstaða bei ekki vott miklu n skilningi á meginatriðum fjár- málakerfisins. Að lokum, hver er svo afstaffa verzlunar og iðnaðar til efna- hagsmálanna? Hún er í stut- u máli sú, að vér staðhæfum, að frjálst efnahagskerfi sé grun 1- völlurinn andir nútíma vestrænu lýðræðirþjóðfélagi. Vér berum fram þá kröfu, að öllum tálmun um, sem ekki samræmast slíku þjóðfélagsformi eins og það tíðk- ast í öðrum lýðræðisríkju n vesturálfu, verði tafarlaust rutt úr vegi, og vér bjóðum fram og æskjum samsta fs við öll sam- tök launastétta til þess að vinna að bættri skipulagningu og meiri framleiðni, í þeirri öruggu vissu að á þann hátt einan er að vænta raunverulegru hagsbó ;a fyrir alla aðila. IMýir starfshættir við uppmælingar á trésmiði MEISTAHAFÉLAG húsasmiða er um þessar mundir að taka upp nýja starfshætti við uppmæling- ar á trésmíði. f eldri samningum var gert ráð fyrir einhliða upp- mælinigu sveina á hverju verki, en nú verður sú breyting á að fulltrúar frá bæði sveinum og meisturum munu sjá um upp- mælingar. Fréttamaður Mbl. átti í gær tal við Gissur Sigurðsson, for- mann Meistarafélags húsasmiða um mál þetta. Sagði hann að samhliða kaup og kjarasamn- ingi, sem gerður hefði verið við sveina í sumar, hefði verið gerð- ur nýr málefnasamningur, sem kvæði allítarlega á um sam- skipti sveina og meistara. Einn þáttur þessa samnings var um framkvæmd á uppmælingum. Gissur sagði að á undanförn- um árum hefði orðið nokkuð tíðir árekstrar í sambandi við uppmælingar og túlkun ákvæð- isvinnutaxtans. I mörgum tilfell- um hefði þessi ágreiningsmun- ur ekki komið fram fyrr en út- reikningar uppmælingafulltrúa komu, Og þá verkin komin á það stig, að erfitt var að gera sér grein fyrir öllum kringum- stæðum og hvað unnið hefði ver- ið. f eldri samningi var gert ráð fyrir einhliða uppmælingu full- trúa sveina. Meisturum fannst sá háttur hins vegar í alla staði óviðunandi, enda verður að telja óeðlilegt að fulltrúi launþega framkvæmi slík störf einn. Vegna þessa lagði meistara- félag húsasmiða mjög mikla áherzlu á að fá í samninga ákvæði um að þegar mæling er framkvæmd skuli fulltrúi meist- arafélagsiris jafnan vera við- staddur og fylgjast með mæling- unni á vinnustað. Hann athugax að rétt einingarverð séu notuð og reiknar út allar mælingar. — Hvernig hagið þið svo fram kvæmd á uppmælingum? — Meistarafélagið hefur ráðið Þórð Jasonarson, byggingafræð- ing, sem fulltrúa sinn og er starf inu hagað þannig: Þegar beðið er um uppmælingu, fara fulltrúar beggja félaganna á vinnustaðinn, mæla verkið og skrifa allt sem unnið hefur verið. Síðan reiknar fulltrúi trésmiða verkið og skil- ar síðan útreikningum sínum til fulltrúa meistara, sem ber sam- an „upptökuna", athugar, að rétt einingarverð séu notuð, og reikn ar hana út eins og ég sagði áðan. Ef ekkert er athugavert þá stimplar hann uppmælingarreikn inginn með endurskoðunarstimpli Meistarafélags húsasmiða og er þá mælingin tilbúin til inn- heimtu. Ef ágreiningur er um skilning á verðskránni þá er hon um hins vegar vísað til verð- skránefnda, sem þegar taka mál- ið til meðferðar. — Skapar þetta fyrirkomulag þá ekki mun meira öryggi í því, að uppmælingar séu réttar? — Já, tvímælalauat ér það mjög mikið öryggi, og þá sér- staklega fyrir húsbyggjendur eða verkkaupann, sem í fæstum til- fellum hefur þekkingu eða að- stöðu til að sannprófa, hvort hann er að greiða réttan reikn- ••• ■$•••• •••.AJSW■ • y.sxw • «X-'S- Gissur Sigurðsson ing. Þar sem verðskrá í húsa- smíði er mjög fjölþætt, og mörg og breytileg einingarverð, hlýtur það að vera mikilsvirði að þessi þjónusta sé framkvæmd af manni með fagþekkingu og kunn ugleika á verðskránni. Þar fyrir utan er ekki hægt að viðurkenna það fyrirkomulag, að framkvæmdar séu vandasamar uppmælingar og útreikningar á vinnu fyrir tugi milljóna króna árlega, einhliða af fulltrúa þeirra sem verkið vinna, án endurskoð unnar. Rétt er að það komi greinilega fram, að Meistarafélag húsasmiða viðurkennir enga upp- mælingu í húsasmíði sem rétta og greiðsluskylda, nema hún sé stimpluð og árituð af endurskoð anda félagsins, sagði Gissur Sig- urðsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.