Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 3
-V Laugardagur 6. okt. 1962 MORGU'NBLAÐIÐ 3 Með SIF í GÆR var fréttamönnum boðið í flugferð með hinni nýju flugvél landhelgis- gæzlunnar, sem hlotið hef ur nafnið SIF. Flogið var austur með suð- urströnd landsins yfir Stokks- eyri og Eyrarbakka og stefn- an síðan tekin út til Vest- mannaeyja. Síðan var sveigt vestur yfir Selvogsbanka og haldið upp undir Grindavík, en stefnan síðan tekin vestur yfir Eldey og þá haldið norð- ur yfir Faxaflóann um fimm sjómílur innan við landhelg- islínuna. Er komið var móts við Snæfellsnes var haldið upp undir Svörtuloft og síðan með ströndinni á sunnanverðu Snæfellsnesi og síðan suður um Mýrar og heim til Reykja- víkur. Hin nýja flugvéla landhelg- isgæzlunnar er af gerðinni Skymaster DC 4. Hún hefir verið innréttuð svo sem henta þykir fyrir þau störf, sem henni eru ætluð. Láta starfs- menn landhelgisgæzlunnar mjög vel yfir öllum aðbúnaði í vélinni. öll aðstaða til stað- arákvörðunar á skipum er mjög góð um borð í vélinni, sem búin er fulLkomnustu tækjum. Pétur Sigurðsson for stjóri Landhelgisgæzlunnar hafði leiðsögu á hendi í þess- ari kynningarför. ★ Sem gestir voru auk blaða- manna, Torfi Hjartarson toll- stjóri, Örn Johnson forstjóri Flugfélags íslands, Sigurður Jónsson yfirmaður loftferða- eftirlitsins og Eiríkur Kristó- fersson fyrrv. skipherra. í þessari för vélarinnar var Henning Bjarnason flugstjóri, en flugstjórar Flugfélags ís- lands stjórna vélinni fyrst í stað meðan Guðjón Jonsson er að þjálfa sig til að taka við flugstjórn vélarinnar. Garðar Pálsson er skipherra á flug- vélinni. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, ræðir við Guðjón Jónsson, flugstjóra. f landganginum. f röðinni til vinstri eru: Henning Bjarna- son, flugstjóri, Guðjón Jónsson, flugstjóri, Björn Jónsson, flugmaður og Asgeir Halldórsson, loftskeytamaður. í röð- inni til hægri eru: Garðar Pálsson, skipherra, Garðar Jóns- son, loftskeytamaður, Bjarni Helgason, siglingafræðingur og Ingi Loftsson, vélamaður. nýju flugvél landhelgisgæzlunnar Borgarstjðrn!n fellst á skipulag við miðbæinn Eiríkur Kristófersson, skipherra, ræðir við Garðar Pálsson, skipherra á Sif. ****** Oifusbændur slátra vegna heyleysís Á FUNDI horgarstjórnar Reykja víkur 4. þ.m. var rætt um skipu- lag reitsins milli Laugavegs, Bankastrætis, Ingólfsstrætis, Hverfisgötu og Smiðjustígs. Nokkuð er síðan uppdrættir af skipulagi á þessum reit voru hafðir almenningi til sýnis, og endanlegar tillögur skipulags- stjóra, Aðalsteins Richter, komu fram 28. júlí s.l. Á fundi borgar- ráðs 11. september staðfesti það skipulagið fyrir sitt leyti. Málið kom fyrir borgarstjórnarfund 20. september, en ákvörðun var þá frestað að ósk Alfreðs Gíslason- ar (K). Alfreð tók til máls á Þarf að fá duglega krakka og unglinga, til að bera blaðið til kaupenda þess víðs vegar um borgina og úthverfi hennar. Talið við skrifstof- una eða afgreiðsluna strax. Sími 22480. borgarstjórnarfundinum 4. þ.m. og lagði til, að málinu yrði enn frestað. Taldi hann að við gerð uppdráttarins hefði aðallega ver- ið haft í huga, að bílastæði yrðu sem flest og núverandi lóðamörk héldust eftir því sem unnt væri. Hins vegar kvaðst Alfreð telja, að fleiri atriði þyrfti að taka til athugunar og að skipulagsupp- drátturinn þyrfti endurskoðun- ar við. Geir Hallgrímsson borg- arstjóri benti á, að uppdráttur- inn hefði farið í gegnum hreins- unareld margra aðila og lengi ver ið til athugunar hjá borgarfull- trúum. Væri þess ekki að vænta, að frekari töf yrði til góðs, —- þvert á móti væri samjþykkt skipúlags nú á þessum reit, hin- um fyrsta sem skipulagður er í heild á miðbæjarsvæðinu. próf- steinn á það, hvort borgarstjórn gæti leyst það mikla verkefni að köma sniði á skipulag í miðbæn- um. Lagði borgarstjóri til, að skipulagsuppdrátturinn yrði af- greiddur á borgarstjórnarfund- inum og í sama streng tóku Þór Sandholt (S) Einar Ágústsson (F) og Þórir Kr. Þórðarson (S). Tillaga Alfreðs Gislasonar um að fresta málinu var felld með 10 atkv. gegn einu og skipulags uppdrátturinn síðan samiþykktur í borgarstjórn með 11 atkv. gegn einu. Selfossi 5. október. SLÁTRUN hjá Sláturihúsi Suð- urlands hófst hér 12. sept. sl. og var fyrst siútrað úr heimahög- um. Stóð sú slátrun til 19. sept. en þá hófst slátrun af afrétti. Slátrað er hér úr öllum hrepp um Árnessýslu nema Þingvalla 'hreppi og Selvogsihreppi. Sláturhúsi SS hafa borizt 55,000 sláturbeiðnir í haust og er það hið mesta frá bví að slátr un hófst hér, Mun fjölgunin á sláturfénu stafa af heyskorti bænda, en heyskapur gekk erfið lega í sumar.' í fyrrahaust var slátráð 49,800 fjár hjá Sláturfé- lagiiju. Á þriðjudag í .þessari viku var metdagur í s turhúsinu og var þá slátrað 1980 fjár. í ár mun slátrun sauðfjár standa til 20. október en þá hefst slátrun stórgripa. Við sláturhúsið starfa rúmlega 100 manns, þar af 14 fláningsmenn. Sláturhússtjóri er Hs'.i Jóhanns scnn að Núpum í Ölfusi, STAKSTEIMAR „Stofnlánadeild landbúnaðarins“ Norðlenzkur bóndi skrifar blaðinu eftirfarandi: „Halldór á Kirkjubóli ritar í Tímann um landbúnaðarmál 26. sept. m. a.: „Það er mín skoðun og hún er byggð á reynslu að menn séu yfirleitt góðviljaðir og sann- gjarnir þegar þeir átta sig á málavöxtum. Hættan er sú mest að menn, sem ekki hafa kynnt sér málin láti æsa sig upp, en við þurfum þess öll að hver stétt skilji aðra og mál séu leyst með samkomulagi, „að beztu manna yfirsýn“. Þetta er drengilega mælt. En á öðrum stað í sömu grein, segir hann líka: „Eftir á er svo lagður á þá (þ. e. bændur) EINA MANNA (leturbr. hér) sérstakur skattur til að draga úr lánsf járkreppu í landinu". Hann segir þetta meira að segja tvisvar sinnum með breyttu orðalagi. Lét villa sér sýn Ekki verður hjá því komizt að hugsa við lestur þessara orða: Þessi góðviljaði maður hefur látið villa sér sýn. Með lögum frá síðasta vori, var Stofnlánadeild landbúnaðar- ins fengið 60,5 millj. kr. fram- lag og auk þess 18—20 millj. á ári eftirleiðis af almannafé. Að- ur hafði hún 4 millj. kr. ríkis- framlag á ári. Móti þessu er bú- vörugjald frá bændum 1%, á- ætlað 8 millj. kr. á ári. Með þessum ráðstöfunum er fjármálaöngþveiti búnaðarsjóð- anna leyst, sem voru gjaldþrota fyrirtæki er vinstri stjórnin fór frá 1958. Útgerðarmenn hafa sinn Fiski- málasjóð, sem er samskonar lánasjóður fyrir þá og Stofnlána- deildin fyrir bændur. Þeir hafa um langt skeið greitt af sinni framleiðslu til hans samkvæt t lögum „sérstakan skatt“ 1,8% af brúttóverði vörunnar, eða yfir 30 millj. kr. á ári. Þeir fá á móti frá ríkinu 2 miilj. kr. á ári. Skyldu þeir vilja skrifa undri með Halldóri: Lagður er á bændur EINA MANNA sér- stakur skattur tii að draga úr lánsfjárkreppu? Of margir láta æsa sig upp Iðnaðarmannasamtökin hiðja um löggjöf til eflingar atvinnu- lánasjóðum fyrir þá og bjóðast til að borga mikið á móti, ef þeir fái eitthvað frá ríkinu. Það er alveg rétt hjá Hall- dóri á Kirkjubóli, að allt of margir láta æsa sig upp með áróðri óvandaðra manna og fá þá ekki skilið aðalatriði mála, sem lýðskrumarar vilja dylja fyrir þeim í von um atkvæða- feng út á svikna vöru. Sú lausn á fjármálaöngþveiti búnaðarsjóðanna, sem náðist í fyrra er ákaflega mikils virði fyrir hændur og þjóðfélagið í heild. Og „að beztu mafkna yfir- sýn“ er émögulegt að nota það mái til árása á þá, er þau lög settu. Ekki með réttu, ef menn skilja málavexti. Og þegar sá sanngjarni maður, Halldór Krist- jánsson á Kirkjubóli hefur áttað sig á málavöxtum þar að lút- andi, eftir að hafa látið Tímann „æsa sig- upp“ til ósarminda tvisv ar sinnum af misskilningi, væntir maður þess að hann taki ekki oftar til máls um það mál í sama tón og 26. september. Það stríð- ir á móti innræti hans og yfir- lýstum skoðunum á réttu og röngu“. Þetta sagði bóndinn fyrir norðan. Mun flestum finnast Ó.J. hann hafi vei mælt og viturlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.