Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 6
6 MORCVNilLAÐIÐ Laugardagur 6. okt. 1962 Ágreiningur um utsvars- álagningu á Akureyri AKUREYRI, 4. okt. — Agrein- jllgai ui iioiuxi uui muvuu ** a llin u«.»v<u»iu6«uii, cu xxxwaa- e)i<u utci iviiu v»0<* rt Uk svarsálagningu á starfssemi SÍS í bænum, en á Akureyri eru aðal- verksmiðjur sambandsins. Hins vegar er svo kveðið á í hinum nýju útsvarslögum, að útsvar skuli leggja í því sveitarfélagi, þar sem aðalstarfsemi fer fram, en þannig er háttað um SÍS. Fróttaribari biaðsins átti tal um þetta við Magnús E. Guðjóns son, bæjarstjóra á Akureyri. Hann sagði að útsvar hefði verið lagt á verksmiðjur SÍS á Akur- eyri, eins og undanfarin ár, þar sem niðurjöfnunarnefnd hefði talið þessa starfsemi verksmiðja sambandsins útsvarsskylda á Ak- ureyri. Útsvarsupphæðin er um 600 þúsund kr. og mun Akur- eyrarbær halda fast um ákvörð- un niðurjöfnunarnefndar uim griðslu þessa fjár. Hann segir ennfremur að þetta mál muni sennilega fara fyrir yfirskattanefnd og hvaða álkvarð- amir hún kunni að taika er ekki vitað um. En hanm, ásamt mörg- um öðrum stjórnenduim bæjar- félaga, telja þessa grein laganna gailiiaða, því samkvæimit henná geti fyrirtæki eins og t.d. Kaup- féag Eyfirðinga með höfuðstöðv- ar á Akuryri, en stár útibú í litl- um byggðarlögum, tekdð útsvör af þeim öllum frá byggingarögun um þar sem þau eru. En víða eru þessá útsvör aðaibakjustofn litlu byiggðarlaganna. — St.e.siig. Berklavarnard ag- urinn á sunnudag ■ Á SUNNUDAGINN kemur er hinn árlegi Berklavarnardagur SÍBS. I tifefni af því var frétta- mönnum boöiö í kynnisför inn í Múlaiund og upp að Reykjalundi. I Múlalundi líður nú að því, að þriðja hæð byggingarinnar verði tekin í notkun. Berlkavarnardagurinn hefur ávallt verið iyrsti sunnudagur í október, og verður í þetta sinn næstkomandi sunnudag. Það er hinn 24. sem haldinn hefur verið. í sambandi við hann verður SÍBS með dagskrá í útvarpinu um kvöldið, og verður hún að þessu sinni með nokkuð léttari blæ en að undanfömu. Á Berklavarnar- daginn verða svo seld merki dags ins, en þau eru öll tölusett, og gildir hvert merki sem happ- drættismiði, svo sem verið hefur. Verður dregið í happdrættinu Strax á mánudag og vinningar eru 15 ferðaútvarpstæki. Enn- fremur verðnr svo selt tímaritið Reykjalundur. Verð þess er 15 krónur, en merkin kosta 10 krón ur. Tímaritið er hið læsilegasta, og er þar meðal annars fróðleg grein um bjálfun fatlaðra. Berklavörn Hafnarfirði NÆSTKOMANDI sunudag, Shinn 7. okt. er hinn árlegi fjár öflunardagur S.Í.B.S. Verða þá seld blöð og merki samtakanna til ágóða fyrir starfsemi þeirra. Eins og að undanförnu, verður kaffisala í Sjálfstæðishúsinu þem.an dag á vegurr. Berkla- , varnar og hefst hún kl. 3 og stendur yfir til 11,30. Um leið og við þöfckum Hafn firðingum góðan stuðning á undanförnum árum, viljum við mega vænta þess, að þeir styrki enn þetta góða málefni og komi ©g njóti hjá ofckur góðra veit- inga. Nefndin biður konur þær, er gefa vilja kökur eða annað í þessu tilefni, vinsamlegast koma þeim í Sjálfstæðisbúsið kl. 10— 12 fjh. á- sunnudag. Múlalundur í Múlalundi er nú starfrækt vinnustofa fyrir fatlaða á tveim- ur hæðum. Á neðri hæðinni er unnin ýmis plastvinna, búin til leikföng, skjaiamöppur, töskur og fl. Verkstjón þar er Jón Tómas- son, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri Múlalundar. Á ann ari hæð er saumastofa, þar sem saumuð eru hlífðarföt úr plast- borðnum dúk, barnagallar úr nyloni og ýmislegt fleira. Verk- stjóri þar er Ingibjörg Hallgríms- dóttir. Nú er verið að ljúka við að innrétta þriðju hæðina, en þar verður saumastofa og geymslu- piáss. Þessum framkvæmdum væri lokið núna, ef ekki væri skortur á fé. í Múlalundi vinna að staðaldri milli 40 og 50 öryrkjar, og er bið- listinn að jafnaði stærri en hóp- urinn, sem þar vinnur. Unnið er í tveimur vöktum, bæði vegna starfsgetu öryrkjanna, svo og til þess að koma þar að fleirum. Reykjalundur Á Reykjalundi eru nú 90 vist- menn. Aðeins kringum 50 þeirra eru fyrrverandi berklasjúkling- ar, og sumir þeirra eru þar ekki einungis vegna berklanna. Karl- menn eru þar í nokkrum meiri- hluta. Þar eru einnig taugasjúkl- ingar og íclk, sem hefur haft hjartasjúkdóma og lungnasjúk- dóma aðra en berkla. Allir vist- menn á Reykjalundi hafa fóta- vist, og er gert ráð fyrir því, að þeir geti un'iið frá þremur upp í sex tíma á dag. Þar er starfrækt trésmiðja og járnsmiðja, sem búa til skólahús- gögn, plastsmiðja, sem býr til húsbúnað, leikföng, plastflísar, eipangrunarror og plastpoka. Vinnan er mjög mismunandi erfið, og finna þar flestir eitt- hvað, sem þeir ráða við. Á Reykjalundi eru tveir fast- ráðnir læknar, Oddur Ólafsson, yfirlæknir og Haukur Þórðarson, sem er sérfræðingur í örorku- lækningum. Ennfremur starfa Jón Eiríksson, berklalæknir, og Jakob Jónsson, geð- og tauga- læknir, þar reglulega. Endurþjálfunardeild í sambandi við ráðningu Hauks Þórðarsonar, er nú verið að setja upp fullkomna endurþjálfunar- deild í kjallara aðalbyggingar- innar, þar sem áður var járn- í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á máiverk- um eftir Þorbjörn Þórðarson, en henni lýkur annað kvöld. Þorbjöm, sem er málarameistari að atvinnu, hefur ekki hald- ið sýningu fyrr, en lengi haft áhuga á málaralist. — Myndin er af Þorbirni við eitt verka sinna. smíðaverkstæði. Verða þar fram- kvæmdar ýmsar prófanir sem leiða í ljós vmnuþrek öryrkja og vinnuhæfni til mismunandi starfa. Þar verður einnig rekin endurþjálfunaistöð, og hefur Jón Ásgeirsson, sjúkraþjálfari, unnið á Reykjalundi reglulega, nú um nokkurt skeið. S f B S Berklavarnardeildirnar á land- inu eru nú orðnar 13 að með- töldum deildunum á vinnuhæl- unum. SÍBS rekur auk Múla- lundar og Reykjalundar, vinnu- hæli í Kristnesi og í samvinnu við Sjálfsbjörg er nú verið að koma upp vmnustofu á ísafirði. Auk þess hefur sambandið með höndum margs konar fyrir- greiðslu fyrrr berklasjúklinga. Ávallt hefur verið tekið vel á móti erindrekum SÍBS á Berkla- varnardeginum, og er ekki að efa að svo verður enn á sunnudag, og að almenningur leggi enn hönd á plóginn. • Landbúnaðarvörur ódýrari hér „Húsmóðir í Reykjavík“ skrifar: Hinn 3. okt. birti Velvakandi bréf frá Geirþrúði Sigurjóns- dóttur, skrifað af svo mikilli fáfræði að ég get ekki orða bundizt. íslenzkir neytendur hafa um árabil notið þess að fá land- búnaðarvörur við svo lágu verði, að undrun sætir, og lægra en hollt er mati þeirra á verðmætum. Undirrituð hef- ur haft aðstöðu til að kynnast verði á landbúnaðarvörum í nágrannalöndunum og Banda- ríkjunum. Þar eru þær hlut- fallslega miklu dýrari. Mundi þó ekki harðbýlla á íslandi? Allir, sem til þekkja og ekki loka augunum fyrir staðreynd- um, vita að fjöldi jarða fara í eyði árlega vegna þess hvað landbúnaðinum er mismunáð á við aðrar stéttir og sanngjörn- um kröfum þeirra um hækkað verð á landbúnaðarafurðum synjað að mestu leyti. Hvað fær G. S. annað sam- bærilegt að gæðum og magni fyrir þær krónur, sem hún greiðir fyrir einn liter af mjólk, svo eitt dæmi sé nefnt? Hún má telja sig lánsama meðan hún ekki þarf að greiða helmingi hærra verð fyrir kindakjöt og mjólkurvörur. • Vinna vélarnar fyrir hana? 1. S. fullyrðir að einyrkjar séu ekki lengur til, þar eð nú vinni vélar öll sveitastörf. Sjálf á hún sennilega heimilis- vélar. Vinna þær öll störf fyr- ir hana? Hefur hún ekki þurft að kaupa þær vélar fyrir pen- inga? Heldur hún að vélar bændanna komi af himnum of- an beint til þeirra og þurfi hvorki viðhald né rekstrar- kostnað? Heldur hún, að mat- vara, fatnaður, húsbúnaður, ljós og hiti, fóðurmjöl, girð- ingar og byggingarefni og aðr- ar nauðsynjavörur berist bænd um í hendur ókeypis eða finnst henni verð á þessum vörum hafa staðið í stað? • Tímarnir breytast . . . og skáldin með. Svo finnst y frændum okkar Norðmönnum a. m. k., ef dæma skal eftir meðfylgjandi mynd, sem ekki mun þurfa skýringar við. Hún birtist nýlega í norsku blaði, sem nýlega hóf göngu sína. Það heitir „Dag og tid“ og verður skrifað á nýnorsku, enda á það að berjast fyrir málstað nýnorskunnar. Islandsk skald í Noreg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.