Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 8
8 MOKCUNBT4T)lÐ LauÉfardagtir 6. okt. 1962 Rlekkingar kommúnista í TILEFNI af kosningum Sjó- mannasambandsins til Alþýðu- sambandsþings sneri Morgun- blaðið sér til Péturs Sigurðsson- ar, en hann er ritari stærsta aðildarfélagsins, Sjómannafélags Reykjavíkur, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. — Hvað einkennir þessar kosn ingar helzt? — Ef litið er á heildina, þá má sjá, að kommúnistar eru hvar vetna á undanhaldi, þar sem lýð- ræðissinnaðir verkamenn og sjó- menn á annað borð taka upp baráttuna gegn þeim. — En innan Sjómannasam- bandsins? — Furðulegar blekkingar komm únista. En meðal annars hafa þeir reynt að kenna forystumönn um Sjómannasambandsins um niðurstöður meirihluta gerða- dómsins, þót.t skýrt liggi fyrir, að formaður Sjómannasambands- ins, sem tók sæti í gerðadómn- um til að fy’gja eftir þeim kröf- 'um, sem-sjómenn höfðu borið fram í samningaviðræðum, gæfi út sérálit, ar hljóðaði á sama veg og fram hafði komið af hendi sjómanna í samningaviðræðun- um. — Hvert er álit sjómanna á gerðadómnum? — Ég álít að allir síldarsjó- menn séu sammála um það að niðurstöður gerðadómsins hafi komið þeim mjög á óvart. Þes's finnast vart dæmi, ef litið er á þá gerðadóma, sem til hafa orðið við svipaðar kringumstæður, þar sem báðir deiluaðilar telja sig ekki geta vikið frekar frá kröf- um sínum, at úskurðurinn verði á þann veg, að hann taki ein- hliða afstöðu með kröfum ann- ars aðilans. — En höfðu sjómenn ekki góð ar tekjur af síldveiðunum? — Svona spurningu liggur beinast við að svara með annarri spurningu: Voru ekki tekjur út- gerðarmanna einnig all-sæmileg- “ar? Annars er það rétt, að þetta síldarsumar reyndist með afbrigð um gott og reyndist góð búbót síldarsjómönnum, sem litlar og engar tekjur hafa haft á annan áratug. Annars er rétt að benda á það, að meðalhlutur síldveiði- sjómanna í sumar mun reynast um 60 þúsund krónur fyrir 87 daga úthald. Hins vegar veit ég dæmi þess, rð 16 ára unglingur, sem vann 83 dag í verksmiðju norðanlands, hafði 59 þús. króna tekjur. Það er algjörlega óraunhæf við miðun að benda á toppskipin og ég er sannfærður um, að ef rann- sókn færi fram á vinnutíma, vinnuskilyrðum, reynslu og þekk ingu þessara manna og annarra launþega þjóðfélagsins, þá komi * í Ijós, að tekjur þeirra væru ekki slíkar, að orð þætti á gerandi, heldur væri full ástæða til að horfa á það eitt, hversu gífur- legar tekjur starf þessara manna hefur fært þjóðarbúinu í heild. — Hins vegar tel ég persónulega, að þar munu margir fleiri sjó- menn mér sammála, að ríkis- stjórnin hafi ekki átt annarra kosta völ en að gefa út bráða- birgðarlögin, þegar bæði fulltrú- ar sjómanna og útvegsmanna auk sáttasemjara höfðu gefið út yfir- lýsingu um, að þýðingarlaust væri að halda áfram samningavið ræðum. Urn hitt má endalaust deila, í hvaða formi slík löggjöf hefði átt að vera, en ég tel þó, að ríkisstjórnin hafi verið sjálfri sér samkvæm, er hún í þessari lög- gjöf sinni vildi ekki taka af- stöðu með cðrum deiluaðilanna, en fól hins vegar hlutlausum aðila úrslitavaldið. — Þú hefur að undanförnu verið á farskipunum, Pétur. Hvað segir þú um grein þessa „far- manns", er birtist í Þjóðviljan- um í gær? — Þessi aumingja maður telur sig þess umkominn að gagnrýna gerðir Sjómannafélagsins á þeirri forsendu, að það hafi ekki gert neina nýja samninga fyrir farmenn. Sannleikurinn er hins vegar sá, að farmenn hafa tví- vegis fengið kauphækkun á þessu Pétur Sigurðsson. sumri, er nema samtals 9%. Þá samþykkti Alþingi á s.l. vetri lög um lífeyrissjóð togara- sjómanna og farmanna, er mun nú á næstu vikum gefa þeim möguleika a því, sem kornmún- isti þessi getur um í Þjóðvilja- grein sinni i gær. En sannleikur- inn er bara sá, að kommúnistr á Alþingi börðust eins og ljón gegn aðild farmanna að lífeyris- sjóði togarasjómanna og það sama gerðu kommúnistar innan Sjómannafélagsins, sem nú eru á framboðslista B-listamanna og beittu þeir ser jafnvel fyrir undir skriftasöfnun ötil öað mótmæla þessari réttarbót sjómannastéttar innar. Nú koma þeir og biðla til þessara sömu manna, að þeir greiði þeim atkvæði sitt, og snúa staðreyndum við jafnt í þessu máli sem öðrum. — Hvað segir þú um kosninga stefnuskrá núverandi stjórnar ASÍ? — Sumt í henni gladdi mig mikið, eins og t. d. það, að þai hafa verið tekin upp baráttu mál okkar lýðræðissinna bæði : Alþýðusambandsþingi og annar staðar, um vinnuhagræðingu O' staðar, um vinnuhagræðingu og vinnurannsóknir. En því er ekki að neita, að ' stefnuskránni gætir einnig hinna pólitísku öfga stjórn ar Alþýðusambandsins. En um stefnuskrána að öðru leyti mun að sjálfsögðu ítarlega rætt á Al- þýðusambandsþinginu. iHalboro-tríóið leikur hér HINGAÐ er komið á vegum Tón listarfélagsins, Marlboro-tríóið frá Bandaríkjunum og ætlar að halda tvenna tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins. Þeir verða í Austurbæjarbíói n. k. mánudags og þriðjudagskvöld kl. 7. MARLBORO-TRÍÓIÐ var stofn ið í sambandi við hina kunnu tónlistarhátíð, sem ber sama nafn og sem píanóleikarinn frægi, Rudolf Serkin, hefur skipulagt og stjórnað. Kosið í Dagsbrún um helgintf Verkamenn fylkj sér um B-fistam í DAG og á morgun fer fram í Verkamannafélaginu Dagsbrún allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör 34 fulltrúa félagsins á þing Alþýðusambands íslands. Kosið verður í skrifstofu félagsins í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu og hefst kosning kl. 10 f. h. og stend ur til kl. 7 e.h. en á morgun verður kosið frá kl. 10 f. h. til kl. 11 e.h Sögulegur aðdragandi Aðdragandi þessara kosninga, sem nú fara fram, er nokkuð sögulegur. Kommúnistastjórnin í Dagsbrún var staðráðin í að láta kosningu fara fram á félagsfundi, sem auglýstur var fyrir 3 vikum og voru kosningarnar eina mál á dagskrá. Aí því varð þó ekki, þar sem yfir 640 verkamen kröfðust þess skriflega, að fran færi allsherjaratkvæðagreiðsl: og neyddist stjórn Dagsbrúnar a verða við beirri kröfu, þótt hú þrjóskaðist við fram á síðust stund. Kjörskrárhneykslið f sambandi við þessar kosning ar hefur kjörskrá Dagsbrúna verið mjög til umræðu af mörg um ástæðum. Félagið kýs n fulltrúa á Alþýðusambandsþir, fyrir 3400 meðlimi en aðeins ur 2600 eru á kjörskrá í félaginr Auk þessa hefur verið sýnt frai á, að þeir verkamenn skipta mörgum hunax'uðum ef ekki þús undum, sem hvergi eru á skr. hjá Dagsbrún, hvorki sem full gildir félagar eða „aukameðlim- ir“. Jafnframt því sem fjölda starf andi verkamanna er þannig hald ið utan réttinda, er hinum og þessum kommúnistum haldið á kjörskrá árum saman, þótt þeir stundi fjarskyld störf og séu jafn vel atvinnurekendur. Má sem dæmi nefna Andrés Haraldsson, eiganda Fiatbílaverkstæðisins, Ágúst Elíasson, sjoppueiganda, Jón Rafnsson, skrifstofumann Kommúnistaflokksins og marga fleiri. Valdníðsla Loks gerðu kommúnistarnir í Dagsbrún sig enn einu sinni seka um þá valdníðslu að neita að af- henda umboðsmanni B-listans kjörskrá félagsins á sama hátt og lög mæla fyrir um og tíðkast í öllum öðrum verkalýðsfélögum. Þessi framkoma forystumann- 1 anna í stærsta verkalýðsfélagi landsins segir sína sögu um það, hversu vel þeím er trúandi til að fara með málefni heildarsamtaka verkalýðsins. Því hefur aldrei verið meiri ástæða en nú fyrir Iýðræðissinnaða verkamenn til að fylkja sér um lista sinn, B-list ann, og sýna þannig kommúnist- um, hvaða álit þeir hafa á vinnu brögðum þeirra. Húsnæðismdl Menntaskólam rædd í borgnrstjórn Loftpressur 'jp' krana til leigu. Gustur hf. Sími 23902. Á FUNDI borgarstjórnar Reykja víkur 4. þ.m. flutti Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins tillögu þess efnis, að borgarstjórn Reykjavíkur skori á Alþingi og ríkisstjórn hefja undirbúning að byggingu nýs Menntaskóla í Hlíðunum, ennfremur að búið verði svo að gamla skólanum, að astaða nemenda og kennara batni. Urðu allmiklar umræður um tillöguna, og tóku fulltrúar allra flokka til máls. Þórir Kr. Þórðarson, Þór Sandholt, Þór Vil- hjálmsson og Sveinn Helgason, borgarfulltrúar Sj álfstæðisflokks ins tóku til máls í umræðunum og bentu m.a. á, að undirbúning- ur hvorttveggja þessara fram- kvæmda er hafinn, og væri því aðeins verið að leggja það til, sem þegar hefur verið ákveðið. Hins vegar kváðust þeir sam- mála Kristjáni um hina brýnu 'þörf þessara framkvæmda. í ræðum borgarfulltrúa Sjálf- stæðismanna kom fram, að ríkis stjórnin og stuðningsflokkar hennar hafa ákveðið að beita'st fyrir pví, að byggingarfram kvæmdir hefjist hið bráðasta bæði í nágrenni Menntaskólan. við Lækjargötu og á mennta- skólalóðinni við Hamrahlíð. Mun jafnframt verða séð fyrir fjár- magni til framkvæmdanna eftir þörfum. Undirbúningur málsins stendur nú yfir. Hafa verið gerð ir uppdrættir að eigi færi en sjö hugsanlegum úrlausnum varð- andi nýbyggingar ofan við gamla menntaskólann, og arkitekt sá, sem á sínum tíma teiknaði menntaskóla við Hamrahlíð, hef- ur fengið það verkefni að end- urskoða fyrri teikningar með til liti til nýrra viðhorfa. Þórir Kr. Þórðarson flutti tvær breytingatillögur, við ályktunar- tillögu Kristjáns Benediktssonar, en í ninni upphaflegu tillögu kom ekki fram með réttum hætti, hvar mál þetta er á vegi statt. Breytingartillögur Þóris voru samþykktar og síðan tillaga Kristjáns Benediktssonar svo breytt. Almennar samkomur Boðun fagnaðarerindisins kl. 8 í kvöld, miðvikudag, Hörgshlíð 12, Rvík. Meðlimir tríósins eru þessir: Anton Kuerti, píanó. Þessi efni- legi píanóleikari vann Leventritt verðlaunin árið 1957. Hann kom fyrst opinberlega fram sem ein- leikari með fílharmónisku hljóm- sveitinni í New York. Hann hef- ur komið fram sem einleikari víðsvegar um Bandaríkin og Kanada, og einnig í Evrópu, þar sem hann hefur m.a. leikið á tónlistarhátíðunum í Spoleto, Ítalíu og Dubrovnik, Júgóslavíu. MISHAEL TREE, fiðla. Hann hóf nám sitt í fiðluleik hjá föð- ur sínum aðeins 4 ára gamall. — Er hann var 12 ára gerðist hann nemandi hjá Efram Zimbalist við Curtis tónlistarskólann í Phila- delphia. Hann hélt fyrstu opinber legu tónleika sína í Carnegie Hall. Undanfari-n 5 ár hefur hann komið mjög víða fram sem ein- leikari, auk þess sem hann hefur leikið með þessu tríói. DAVID SOYER selló. Þessi ungi sellóleikari er fæddur í borginni Philadelphia, þar sem hann hlaut tónlistarmenntun sína og þar kom hann einnig fyrst fram sem einleikari með hinni frægu sinfóníuihljómsveit borgarinnar, undir stjórn Eugene Ormandy. Síðan hefur hann látið til sín heyra á tónleikum víða u.m Bandaríkin og utan þeirra og hlotið mikið lof gagnrýnenda. Það má eflaust vænta mikils á tónleikum þessara þremenninga. Á efnisskránni er verk eftir Haydn, Beethoven, Schumann, Mendelssohn og Ravel. Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins Miðar fást í Austurstræti (I happdrættisbílunum sjálfum) og í skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu við Austur- völl. — luglegir unglingur eðu krukkur óskast til að bera MORGUNBLAÐIÐ í þessi hverfi í borginni: Fálkagötu Bugðulæk j’jólugötu Kringlumýri Bergstaðastræti Skerjafjörð, sunnan Óðinsgötu flugvallarins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.