Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugárdagur 6. okt. 1962 ^ JMwgrottMitHfr trtgeíandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsso- Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. UTAN UR HEIMI NÆG ATVINNA OG ÖRYGGI A sl. vori héldu Framsókn- armenn og kommúnistar því fram að hin pólitíska bar- átta í bæjar- og sveitarstjóm- arkosningunum snerist um Viðreisnarstjómina og stefnu hennar. En hver urðu úrslit 'þeirrar baráttu? Úrslitin urðu þau að þeir flokkar, sem styðja núver- andi ríkisstjórn hlutu yfir- gnæfandi meirihluta í kaup- stöðum og kauptúnum lands- ins. Þjóðin sýndi þannig, að ekki varð um villzt, að mikill meirihluti hennar studdi við- reisnarstefnuna og taldi mik- ils um vert að framkvæmd hennar yrði haldið áfram. Þetta urðu þeim þjóðfylk- ingarmönnum vissulega mikil vonbrigði. Þeir höfðu gert sér von um að stjórnarflokk- amir fengju slæma útreið í bæjarstjórnarkosningunum, e. t. v. eins slæma og flokkar vinstri stjómarinnar fengu veturinn 19581. En eins og kunnugt er beið vinstri stjórnin þá hið mesta af- hroð og stjómarandstaðan, Sjálfstæðisflokkurinn, vann einn mesta kosningasigur, .sem unninn hefur verið hér á landi. En ekkert slíkt gerðist í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum á sl. vori. — Stjómarflokkamir héldu fyllilega velli, kommúnistar töpuðu verulega, en Fram- sóknarflokkurinn vann nokk- uð á, aðallega frá kommún- istum. ★ 1 kosningunum, sem nú fara fram innan verkalýðs- samtakanna á fulltrúum til Alþýðusambandsþings, halda þjóðfylkingarmenn því enn fram að baráttan snúist um viðreisnarstefnu ríkisstjóm- arinnar. En stjórnarflokkarn- ir þurfa sannarlega ekki að kvarta undan því. Verka- menn, sjómenn, iðnaðarfólk og verzlunarmenn, sem kjósa fulltrúa á Alþýðusambands- þing finna það betur en flestir aðrir, hvaða þýðingu jviðreisnarstefnan hefur haft fyrir afkomu þeirra. Fólkið veit að viðreisnarstefnan hef- ur skapað varanlega atvinnu, háar atvinnutekjur og meira öryggi um afkomu fólksins, en það nokkru sinni hefur átt við að búa. Góðærið, sem ríkir á íslandi í dag, hefur bætt afkomu og efnahag þús- unda launþegaheimila og fólksins, sem vinnur við framíeiðsluna um land allt. Þetta hlýtur fólkið innan verkalýðssamtakanna að hafa í huga þegar það gengur til kosninga innan samtaka sinna á þessu hausti. Við- reisnarstefnan kom í veg fyrir það hrun, sem við blasti þegar vinstri stjómin stökk fyrir borð og gafst upp. En hún hefur jafnframt skapað blómlega atvinnu og af- komuöryggi fyrir fólkið. — Undir merki viðreisnarinnar mun uppbyggingin og þróun- in halda áfram í hinu ís- lenzka þjóðfélagi. Þess vegna hlýtur fólkið innan verka- lýðssamtakanna að fylkja sér um hana en hafna verð- bólgustefnu kommúnista og Framsóknarmanna. NÝTT GEIMAFREK CJóknin út í himingeiminn ^ heldur áfram. Að þessu sinni hafa Bandaríkjamenn unnið nýtt stórafrek á sviði geimferða. Walter M. Schirra fór sl. miðvikudag 6 hringi umhverfis jörðu og er þessi för hans talin bezt heppnaða geimför Bandaríkjamanna fram til þessa. Það sem mesta athygli vek- ur í sambandi við þessa síð- ustu geimför Bandaríkja- manna er sú nákvæmni, er öll stjórn hennar og fram- kvæmd mótaðist af. Geim- farið lendir á svo að segja nákvæmlega þeim stað sem því var ætlað, eftir að hafa lokið 6 hringjum umhverfis jörðu. Naumast má nú á milli sjá um það, hvorir séu komn- ir lengra á sviði geimferða, Bandaríkjamenn eða Rússar. Rússar virðast þó erm standa framar á sviði eldflaugna- smíði. Þeir virðast eiga sterk ari og öflugri eldflaugar, enda byrjuðu þeir töluvert á undan Bandaríkjamönnum á smíði eldflauga til geimferða. Bandaríkjamenn hafa hins vegar sent töluvert fleiri gervihnetti út í himingeim- inn, búna margbrotnum vís- indatækjum til hvers konar rannsókna. Þeir hafa . enn- fremur orðið fyrstir til þess að nota gervihnött í þágu sjónvarps og fjarskipta. Er þar um að ræða geysimerki- legt afrek, sem hafa mun stórkostlega þýðingu í þágu friðsamlegra samskipta þjóða heimsins. Geimskotin og geimferð- irnar eru stórbrotið vísinda- IUiller fædd dóttir Á myndinni sjáið þið leik ritaskálidið Arthur Miller kjá við nýfædda dóttur sína á meðan að móðir hennar Inge org Miller tekur mynd af henni. Litla stúlkan fæddist í september sl. og var skírð Rebecca Augusta. Miller og kona hans búa á stórum búgarði í Conecticut í Bandaríkjunum. Þau gengu í hjónaband fyrir tæpu ári, en áður var MiIIer eins og kunnugt er kvæntur leikkon unni Marilyn Monroe, en þau skildu eftir stutta sambúð og varð ekki barns auðið. Rebecca Augusta er þriðja barn Millers, en hann á tvö börn af fyrsta hjónabandi. Hagnýting kjarnorku til raforkuframleiðslu Dr. Sigvard Eklund, fratn- framk'væmdastjóri Alþjóðakj arn- orkumálastofnunarinnar, flutti nýlega fyrirlestur í Salzburg um framtíðarfiagnýtingu kjarnork- unnar. Hann sagði að ljóst væri, að kjarnorkan kæmi ekki fyrir- varalaust í stað þeirra orkulinda, sem við þekktum nú, heldur •myndu heilbrigðar efnalhagsleg- ar atlhuganir látnar ákvarða hve ör sú þróun yrði. Hann sagði að legt afrek. Snilligáfa manns- andans hefur enn einu sinni unnið stóra sigra. En yfir geimferðunum hvílir þó einn skuggi. Kapphlaupið milli austurs og vesturs um að fara sem flesta hringi um- hverfis jörðu eða komast til tunglsins, er að verulegu leyti hemaðarlegs eðlis. Sú dapurlega staðreynd dylst engum hugsandi manni. Bar- áttan um heimsyfirráðin stendur ekki lengur á jörðu niðri eða í gufuhvolfi jarðar. Hún hefur færzt upp í há- loftin, jafnvel til annarra hnatta sólkerfis okkar. FRJÁLS VERZLUN ---FULLAR BLJÐIR 'inðreisnarstjómin beitti sér ’ fyrir því að koma á hér á landi verzlunar- og við- skiptafrelsi. Því takmarki hefur að verulegu leyti verið náð. í kjölfar verzlunar- frelsisins hefur siglt stórbætt ástand í viðskiptamálum þjóð arinnar. Öllu svartamarkaðs braski hefur verið útrýmt. Verzlanir kaupmanna og kaupfélaga um land allt em fullar af vörum. Almenning- ur hefur öðlazt meira val- frelsi í innkaupum sínum en oftast áður, Slíkt verzlunarfrelsi er ó- metanlega mikils virði fyrir þjóðina. Vöruskortur, verzl- unarhöft og svartamarkaðs brask felur í raun og veru í sér mikla kjaraskerðingu fyrir allan almenning. Fólk- ið á þess þá engan kost að velja og hafna. Það verður að kaupa það, sem að því er rétt, hvort sem því líkar var- an vel eða illa, hvort sem hún er góð eða léleg. Hin frjálsa verzlun, hinar fullu búðir varnings um land allt em afleiðing viðreisnar- stefnunnar. Um leið og frá henni yrði horfið og sama jafnvægisleysið og verð- bólguástandið skapaðist sem ríkti hér á tímum vinstri stjórnarinnar, væri verzlun- arfrelsið fokið út í veður og vind. Vöruskorturinn og svartamarkaðsbraskið héldi þá innreið sína að nýju. áætla mætti með raunsæi að frá 1980 eða þar um bil myndi þátt- ur kjarnorkunnar • raforkufram- leiðslu heimsins nema um helm- ingi þeirrar aukningar sem yrði árlega. Dr. Eklund sagði að orkulindir veraldar, sem nú væru kunnar, væru allmikiu auðugri en talið hefði verið fyr- ir ndkkrum árum, en bá töldu menn að þær myndu senn ganga tiil þurrðar. Þrátt fyrir það myndi þáttur kjarnorkunnar í orkuframleiðslu æ stærri næstu áratugina. Það væri augljóst, sagði dr. Bklund, að ef ménn horfðu nægilega langt. fram í tímann, þá væri kjarnorkan hið eina, sem komið gæti í stað ann- arra orkulinda. En eigi kjarn- orkan að hafa slíka úrslitaþýð- ingu fyrir orkufrarríleiðslu 'heimsins, sagði dr. Eklund, verð ur að framleiða í stórum stíl nýja gerð kjarnaofna, því að þeir sem nú eru notaðir nýta aðeins að litlu leyti uraniumeldsneytið. Dr. Eklund vék einnig að noíkan kjarnorku í hernaði. Mannkyn- ið gæti nú eytt sjálfu sér, þeirri ógnun yrði að berjast gegn og 'henni yrði að eyða. Gamlar að- ferðir við að leysa deilur milli þjóða og viðtekinn skilningur á hugtakinu „sjálfstæði" væri hivorttveggja úrelt. Eina viðun- andi lausnin væri að breyta stonfskrá SÞ þannig að sambökin færðu út kvíarnar og gætu ann- azt eftirlit með þéim vopnabún- aði, sem nú væri til og með öll- um kjarnaofnum. Glasgow, 1. okt. — (NTB) — • 1 dag varð sá atburður á flugvellinum í Glasgow, að hjólbarðar sprungu á tveim hjólum á SAS-þotu af gerð- inni DC-8. — Flugvélin stöðv aðist á miðri iendingarbraut og tók þrjár klukkustundir að skipta um hjólbarðana, en á meðan varð að vísa öðrum þotum frá vellinum. 1 vél- inni voru 142 bandarískir golf leikarar og sakaði engan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.