Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. okt. 1962 tímarádag eruekk- ert ef árangur næst ef íslandsmelstaratitill er eins og góð kaupuppbót — Eg væri ekki að þessu, ef það væri ekki gaman. Eg fer oftast beint úr vinnunni, er mættur á Framvellinum kl. 6,30 og er þar til kl. 11 um kvöldið. Þetta er mitt áhuga mál. Bestu launin eru að flokkarnir, sem maður er að þjálfa nái árangri. Og það er eins og stór og mikil kaup uppbót, þegar íslandsbikarinn vinnzt. Fyrir slíku gæti mað ur fórnað ótal stundum án kaups. Guðmundur Jónsson Eitthvað á þessa leið fórust Guðmundi Jónssyni orð er við hittum hann í gærdag. Hann var að reikna út vinnuskýrslu er við komum en við fengum að trufla það starf. Með sínu hægláta og prúða fasi afsakaði Guðmund- ur einn fínasta vinnuskála í Reykjavík. Guðmundur starfar hjá Reykjavíkurbæ undir yfir- stjórn Bergs Sigurbjörnssonar, sem einnig hefur lagt margar stundir í starf fyrir Fram. En við vorum seztir og ekk- ert fékk stöðvað okkur. — Voruð þið fyrirfram ákveðn ir í að vinna mótið? — Auðvitað stefndum við að því. Og í vor gerðum við okkur fulla grein fyrir því að mótið ynnist á 13 eða 14 stigum og við gætum vel unnið það. Svo fór sem fór, heppni og óheppni, en Framararnir fengu íslandsbik- arinn. — Var það verðskuldað? — Það mundi ég segja. Ekk- ert félag, ekkert lið hefur lagt sig eins fram við æfingar. Ekk- ert félag átti titilinn skilið frek- ar en Fram. Guðmundur Jónsson þjálfari Fram er sonur Jóns Guðjóns- sonar, sem starfar hjá Björns- bakaríi og konu hans, Kristín- ar Guðmundsdóttur. Jón, faðir Guðmundar, var góður knatt- spyrnumaður í Fram og hefur alla tíð unnið sínu félagi, og Knattspyrnuráði Reykjavíkur, mjög vel og kona hans tekið þátt í öllum hans raunum og allri hans gleði í sambandi við knattspyrnu. Þau geta því sann- arlega verið ánægð að eiga son, sem leiðir Fram-liðið fram til sigurs. Guðmundur er hæverskur pilt ur, 32 ára gamall. Hann byrjaði 9 ára að leika knattspyrnu og hefur verið við þá íþrótt riðinn síðan. Hann byrjaði að þjálfa 1954 — þá aðeins 3. flokk. f þeim flokki voru m. a. Rúnar Guðmannsson, Guðjón Jónsson, bakvörður og Grétar Sigurðsson, miðherji. — 1956 tók hann við 4. flokki pg 1957 vann 4. flokkur undir hans stjórn alla sína leiki, skoruðu 67 mörk gegn 3. í þeim hópi voru þeir Ásgeir Sigurðsson, Hrannar Haraldsson og Hall- grímur, sem nú eru í meistara- liðinu. Með þessum piltum hefur Guðmundur verið — og verið sem faðir og þjálfari, þar til nú að sá árangur næst, sem allir vildu unnið hafa. í ár hefur Guðmundur þjálfað meistarafl., I. fl., II. fl., A og B, III. fl. A og B, IV. fl.'A, B og C. — Auk þess sem hann þjálf- aði meistaraflokkinn, sem vann með svo mikilli prýði. — Viltu segja eitthvað sér- stakt um þjálfun? — Þrekæfingarnar í III. fl., sem við höfum reynt, hafa reynzt mjög vel. Árangurinn var sá að á Reykjavíkurmótinu töpuðum við illilega. Á fslands- mótinu vorum í úrslitum gegn Val og töpuðum með 1—2. — í haust unnum við mótið án þess að fá mark á okkur. Þriðji flokk urinn hefur lengi verið vanda- mál hjá okkur, en þessi árangur hans ætti að lyfta honum. — Hvað um ísiandsmeistara- tignina? — Hún er góð út af fyrir sig, en mér finnst líðið ekki nægi- lega sterkt ennþá. Þeir vita all- ir piltarnir hvað þeir eru að gera. Það er einföld taktík leik- in og sú einfalda taktík, samfara mjög góðri æfingu og mjög góðu samstarfi liðsmannanna vannzt árangurinn. Strákarnir hafa allir mætt á æfingum a.m.k. 3Vz tíma í viku. Annars eru þeir settir út úr lið- inu. — Viltu breyta um leikað- ferð? — Sú leikaðferð, sem við höf- um leikið hentar okkar mönn- um. Ég vil að knatspyrnan sé leikin „opin“, þannig að áhorf- andinn hafi gaman af henni. Ég vil að hún sé jákvæð og skemmti leg og að því hefi ég stefnt með Fram-liðið. — Átti Fram skilið að sigra? — Fram liðið er ekkert hæf- ara en önnur lið. Það vissum við í vor. Við gerðum ráð fyrir því að íslandsmótið ynnizt á 13 —14 stigum og stefndum að þvi að ná þ* ' Megingallinn við Framliðið er sá að 50% af leikmönnum okk- ar eru II. fl. menn. Þeir þurfa að leika á laugardögum með sín um aldursflokki og síðan aftur á sunnudegi með meistarafl. — En það var ánægjulegt að fá ungu drengina í meistaraflokks- liðið. Þeir voru vanir því að vinna sína leiki. Þeir komu til að vinna sína leiki. Og þeir unnu sína leiki. — A. St. Svo virðist, sem þennan Iangl mest til þess að fara i röðina með fólkinu, sem bíður eftir strætisvagninum. Maraþonhlaupið — erfiðostn keppiúsgreinin MARAÞONHLAUP hefur lengi verið talin ein erfið- asta grein, sem frjálsíþrótta- menn hafa stundað. Reyndar er kannske ekki að furða, því að fyrsti maðurinn sem hljóp slíkt hlaup. Grikkinn Pheidip ippides, féll dauður niður að hlaupinu loknu. Ha«nn hljóp til þess að segja frá sigrinum yfir Persum. Þetta var hins vegar fyrir löngu, og um langt skeið var aldrei keppt í þessari greio. Maraþonhlaup í núverandi mynd var endurvakið á OJym píuleikunium í Aþenu 1896 . í-fc var það Grikki, sem vann, og nafi hans var Loues. Hann var hirðir, og sagt er, að hann hafi tekið hlaupið létt. Tími hans var 2 klukkustundir, 58 mín. og 50 sek. Vegalengdin, sem hlaupin var bá, var 40 km. Nú á tímum er maraþon- hlaup aðeins lengra, eða 42,195 m. Það verður að telj ast tilviljun, að maraþon- hlaup skuli vera miðað við þessa vegalengd. Sagan er sú að 1908, er Olympíuleikarn- ir voru haldnir í London, átti að láta hlaupinu ljúka fyrir framan stúku konungs. Hlaupið var frá Windsor ð leikvanginum við Wlhite City og vegalengdin að stúku kon ungs var nákvæmlega 42.195 m. Eftir þvi, sem þessi grein hefur orðið eldri og fastari í sessi sem ke^pnisgrein á alþjóðamótum, þá hefur með alaldur þátttakenda orðið lægri: Nú er það ekki óvenju legt að sjó unga menn keppa í maraþonhlaupi. Fyrir að- eins rúmum áratug var það venja, að langhlauparar tækj*i þátt í því, er líða tók að enda keppnisferils þeirra. Þannig má minna á Emil Zatopek 1952 og Alain Mimoun 1956. Hins vegar hafa æfingaað ferðir breytzt n.ikið i þeim tíma, og þannig hefur meðal aldur keppenda í greininni færzt niður. Ekki ber þó á bví, aS mara þonhlaup sé mönnum neitt auðveldara viðfangs þrátt fyr ir það, eins og myndirnar hér sýna. Svitinn lekur af kepp endum, og stundum virðist á- horfendum sem þátttakendur séu eitthvað ringlaðiy. Þetta hafa mar_ kej:_ .--darma staðíest, að keppni lokinni • segja, su...ir a. m. k., að síðustu 40 m geti verið jafn erfiðir og það, sem áður hefur verið hlaupið. Vi.i. 1 mynd irnar vel geta staðfest þetta. Kominn í mark Yfirleitt sviplettir, enda er hlaupið ný hafið. Myndin var tekin i vor, er keppni for fram i Eng landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.