Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 23
pf Laugardagur 6. okt. 1962 MORCTJTSBIAÐIÐ 23 Launamál opinberra starfsmanna aðalmál þings BSRB Fundi brezka Verkamannaflokksins lokið: Sterk samstaöa innan flokksins 22!. ÞING Bandalags starfsmanna rikis og bæja var sett í Haga- skóla í Beykjavík kl. 17.30 í gær. Sitja þingið 138 fultrúar frá 28 félögum samtakanna, 20 ríkis- starfsmannafélögum og 8 bæjar- starfsmannafélögum. Stendur þinigið til mánudagskvölds, og á þriðjudagskvöld munu fulltrúar sitja kvöldverðarboð Gunnars Thoroddsen fjármálaráðberra í Ráðherrabústaðnum. Helztu mál- in, sem þingið fjallar um eru launamál opinberra starfsmanna, niý lög fyrir bandalagið, svo og fjárhagsmál bandalagsins. Breytingar á lögum bandalags- ins stafa m.a. af lögum um samn- ingsrétt opinberra starfsmanna sem samþykkt voru á Alþingi á sl. vetri. Kristján Thorlacius, formaður BSBH, setti þingið með stuttu ávarpi. Gat hann þess m.a. að þingið væri haldið á tímamóta- ári í sögu BSBR, þar eð banda- lagið hefði átt 20 ára afmæli fyrr á þessu ári og auk þess hefði ver ið samþykkt lög á síðasta Al- þingi um samningsrétt opinberra starfsmanna. Væri nú að því komið að sambandið notfærði sér þann rétt. Að loknu ávarpi formanns fluttu gestir ávörp, en þeir voru Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, Þorkell Sigurðsson, fulltrúi Farmanna og fiskimannasam- bands íslands. Kristján Karlsson, fulltrúi Stéttasambands bænda, formaður Landssambands ísl. bankamanna Bjarni Magnússon — Launaflokkar Frh. af bls. 24. Iaunamálanefnd B.S.R.B., en þar eiga öll félög ríkisstarfsmanna fulltrúa, og þess óskað, að félög- in gerðu sínar athugasemdir og breytingatillögur við launastig- ann. Engar óskir komu fram um breytingar á sýnishorninu, nema frá bandalagsfélögunum, sem einnig eru í Bandalagi Háskóla- menntaðra manna, en launamála- nefnd þess taldi nauðsynlegt að fjölga upp í 32 flokka. Við nánari athugun og endur- skoðun ákvað Kjararáð að bæta einum flokki ofan við launastig- ann og eru flokkarnir því nú 31. En jafnframt var launaupphæð í lægsta flokki hækkuð um 5,5% og launastiginn allur samræmd- ur þvi. Rök fyrir þessu voru m.a. eft- irfarandi. a) Með því að fjölga launa- flokkum er gengið til móts við óskir Bandalags háskólamanna og þannig reynt að stuðla að ein- ingu ríkisstarfsmanna. b) Við nánari samanburð við laun á frjálsum vinnumark- aði og fyrri kröfur B.S.R.B. taldi Kjararáð að lægstu flokkarnir í sýnishorninu væru of lágir. c) Um fjölda launaflokkanna og launaupphæð er það að segja, að innan launastigans þurfa m. a. að rúmast launakjör sambæri- legum launum verkfræðinga. Ástæða er til að vekja athygli & því, að raunverulegur mismun ur nettólauna ( að frádregnum tekjuskatti og útsvari) er langt- um minni en launastiginn gefur til kynna. Á meðfylgjandi töflu yfir nettólaun einhleypings og bjóna með 3 börn sést, að slíkur mismunur milli flokka er ekki 5,5% heldur frá 3,3—4,6%. Er þar reiknað með gildandi lögum um tekjuskatt og útsvör. Þannig kemur í Ijós, að hæsti launaflokkur ber í raun og veru úr býtum nærri fimmföld laun á við þann lægsta (eins og kem- ur fram í launaátiganum) heldur réttara að telja: hæstu launin una það bil þreföld lægstu laun.“ og Guðjón Tómasson, formaður Iðnnemasambands íslands. Þá tók til máls formaður kjör- bréfanefndar, Magnús Eggerts- son. Skýrði hann frá því að nefnd inni hefði borizt 138 kjörbréf frá 28 bandalagsfélögum, þ. á m. Ljósmæðrafélagi Islands, sem nú var samþykkt sem félag innan bandalagsins. >á voru kosnir forsetar þings- ins. Kjörnir voru Júlíus Björns- son, 1. forseti, Kristján Bene- diktsson, 2. forseti og Páll Berg- þórsson, 3. forseti. Þá voru og kosnir ritarar þingsins og vara- ritarar. Þá flutti Kristján Thorlacius, formaður BSBR skýrslu stjórnar bandalagsins. Gat hann þess að á árinu hefðu opinberir starfsmenn fengið samtals 11,28% launa- hækkun. Að lokinni skýrslu formanns var gert matarhlé til kl. 21. Að matarhléi loknu var lagt fram frumvarp að nýjum lögum sambandsins, gjaldkeri flutti skýrslu sína og loks átti að leggja fram launastiga kjararáðs BSBR. Mannlaus bíll rann 200 metra AKUREYRI 5. okt. Um klukkan 21 í gærkvöldi lagði ungur mað- ur Ford Juniorbíl fyrir framan íþróttahús Akureyrar, en þaðan er brött brekka niður ,,Gilið“ svonefnda, niður í miðbæinn og alla leið fram í sjó. Ungi maður- inn fór inn í íþróttahúsið en þeg ar hann var kominn inn tók bíllinn sig upp mannlaus og rann af stað niður brekkuna. Hafnaði hann loks á hvolfi á bílastæði 150—200 metrum neðar, vestan Smjörlíkisgerðarinnar. Brattinn er mikill þarna þannig að bíllinn hefur farið á mikilli ferð, en sjónarvottar voru engir að óhapp inu, sem furðulegt má telja því að „Gilið" er mikil umferðargata öðru jöfnu, aðalleiðin úr mið- bænum upp á „Brekkumar“. Á bílastæðinu, þar sem bíllinn nam loks staðar, er venjulega milfill fjöldi bíla en svo undar- lega vildi til að aðeins einn bíll stóð þar er óhappið varð, og slapp hann óskemmdur. Mann- lausi bíllinn skemmdist hins veg- ar mikið. — St. E. Sig. Moskvu, 5. okt. — NTB-AP. SOVÉZK yfirvöld kröfðust þess í dag, að aðstoðarflotamálafull- trúi bandaríska sendiráðsins í Moskvu, Raymond Smitb, yrði sendur heim. Smith var handtek- inn í Leningrad 2. okt. s.I., sak- aður um njósnir. Bandariska sendiráðið hefur neitað því að Smith hafi stundað njósnir, en fallizt á að verða við kröfu So- vétstjórnarinnar um að hann verði sendur heim innan skamms. Auk þess mótmæltu Bandarikin þvi, 4 úrlendisréttur Smiths hefði ekki verið virtur. ★ Sem kunnugt er voru tveir sovéskir fulltrúar hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York staðnir að því fyrir skömmu, að kaupa leyni- skjöl varðandi bandaríska sjóherinn af sjóliða í New Bringhton, 5. okt. — NTB. LANDSFUNDI brezka Verka mannaflokksins, sem haldinn var í Brighton, lauk í dag. Fyrrv. formaður flukksins, Harold Wilson, sagði í lok fundains, að samstaðan inn- an flokksins væri sterkari nú en nokkru sinni sl. 10 ár. Wilson sagði ennfremur, að hugsanlegt væri að þessi fundur yrði síðasti landsfundur flokks- ins áður en gengið yrði til kosn- inga og því væri óskynsamlegt að haga sér ekki í samræmi við það. Landsfundurinn staðfesti ein- róma samþykkt, sem gerð var á s.l. ári, þess efnis, að flokkurinn væri andvígur öllum tilraunum með kjarnorkuvopn án tillits til þess hverjir að þeim stæðu. Samkvæmt fréttum frönsku fréttastofunnar AFP vísaði fund- urinn á bug ályktunartillögu um, að væntameg ríkisstjórn undir forystu Verkamannaflokksins York. Hafa þeir báðir verið sendir heim samkvæmt kröfu Bandarík j ast j órnar. ★ Þegar Raymond Smith var handtekinn var hann að skoða herstöð í Leningrad og segir í opinberri tiikynningu frá Sovét- stjórninni að hann hafi haft með- ferðist ljósmyndavél, sem hann hafi notað í njósnaskyni o. fl. grunsamleg tæki. Smith er fyrsti sendimaður Bandaríkjanna, sem vísað er frá Sovétríkjunum frá 1960, en þá var tveimur starfsmönnum banda ríska sendiráðsins vísað úr landi. Voru þeir sakaðtr um að hafa misnotað aðstöðu sína. Raymond Smith hefur dvalizt í Sovétríkjunum frá því í júní s.l. ásamt konu sinni og þremur börnum. ætti að skuldbinda sig til þess að koma á þjóðnýtingu efnaiðn- aðar og byggingarfyrirtækja. Flokksstjórmn fór þess á leit við þingfulltrúa að þeir greiddu at- kvæði gegn tillögunni, því að ómögulegt væri að taka á sig slíkar skuldb'ndingar. Tillaga um þjóðnýtingu flutningafyrirtækja kom einnig fram á fundinum, en henni var vísað til stjómar flokksins og ekki látin fara fram atkvæðagreiðsla um hana. O.A.S.- menn handteknir París, 5. okt. (NTB). TILKYNNT var í París í dag, að einn af hættulegustu laun- morðingjum O.A.S. Claude Peintre hefði verið handtek- inn í París. Fyrir utan morð á ýmsum andstæðingum O.A.S. er Peintre einnig sak- aður um . án. Annar O.A.S.-maður, Claude Minet, sem hefur stjórnað einni af li'iium mörgu deildum leynihreyfingarinnar hefur einnig venð handtekinn ásamt þremur samstarfsmönnum sín um innan hreyfingarinnar. Haustflutningar til Öræfa EINS og undanfarin haust, annast Flugfélag íslands nú vöruflutn- inga til og frá Öræfum. Flutningarnir hófust að þessu sinni 25. september og ráðgert er að þeim ljúki 10.—15. okótber. Farnar eru til jafnaðar tvær ferðir á dag og fluttar rúmar þrjár lestir í hverri ferð, þannig að tólf lestir eru fluttar daglega til og frá. Vörurnar sem þannig eru flutt ar eru að austan sláturafurðir, kjöt og aðrar búsafurðir, en frá Reykjavík matvörur, fóðurvörur, byggingarefni o. fl. Alls er áætlað að fluttar v<*rði að þessu sinm 120 lestir. KLUKKAN 18,40 í gaer var slökkviliðið kvatt að bílaverk stæði Egils Vilhjálmssonar við Laugaveg. Hafði eldur kviknað í kompu undir yfir- byggingaverkstæði, en þar var geymt svanr.pgúmmi og ýmis eldfim efni. Slökkvilið ið þurfti að rjúfa gólfið yfir kompunni til þess að komast að eldinum, og sýnir myndin slökkviliðsnnnn að þvi starfi. (Ljósm. Sv. Þormóðsson) Skólar settir í Stykkishólmi Stykkishólmi 5. október. BARNA- og miðskólinn í Stykkis hólmi var settur 3. október sl. í Stykkisólmskirkju og flutti sóknarpfesturinn, Sigurður O. Lárusson, bæn en skólastjórinn Sigurður Helgason, bauð nemend ur og kennara velkomna til starfa. Nemendur eru með flesta móti í vetur eða 210 og eru 83 í miðskóla en 127 í barnaskóla. Skólanum er skipt í 10 deildir og er nú 3. bekk miðskólans skipt í 2. deildir, miðskóladeild og landsprófsdeild. Fastráðnir kenn arar eru sjö talsins. Heimavist skólans tekur nú til starfa í hin- um glæsilegu húsakynnum og er hún þegar fullskipuð, en þar komast 28 nemendur fyrir. .— Fréttaritari. — Jemen Framh. af bls. 1. foringjum byltingarinnar, og heilsað Imaminum að hermanna sið áður en hann skaut. í viðtalinu í* útvarpi Sanaa sagði Sallal ofursti, að bylting- in hefði verið gerð til þess að þjóðin fengi í hendur stjórn mála landsins. Sagði hann að utanríkisstefna Jemen myndi byggjast á ákvæðum Araba- bandalagsins, sáttmála Samein- uðu þjóðanna og niðurstöðum Bandungráðstefnunnar. — Sallal lagði áherzlu á það í viðtalinu, að helzta verkefni hinnar nýju stjórnar væri að útiloka allar leifar einræðisins, vinna bug á félagslegu og stjórnmálalegu ó- réttlæti, koma á lýðræði í land- inu og koma á fót her, sem með- al annars á að stuðla að frelsun Palestínu. Sagði Sallal, að uppreisnin hefði verið í undirbúningi frá 1956. Áætlanir um- hana hefðu fengið á sig form, þegar á var komið stjórnmálasamband við Sovétríkin og vopnasendingar hófust. Ofurstar í her Jemen hefðu álitið að vopnin myndu efla herinn til muna, en það hefði ekki orðið, því að hluta vopnanna var leynt af þeim, sem undirbjuggu uppreisnina og fengu þeir leiguhermenn til að gæta þeirra, á meðan beðið var hentugs tækifæris til uppreisn- ar. — Sakaður um njósnir Sendimanni USA vísað frá Sovétríkjumxm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.