Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. oRt. 1962 MOBCf \r? r 4f)1Ð 5 !!ip 1« P Síðastliðið sunnudagskvö’d kom Guðmundur Guðjóns- son söngvari heim eftir 10 mánaða dvöí í Köln í boði þýzku ríkisstjórnarinnar. „Ilvencer byrjaðir þú að syngja fyrir alvöru?“ spurði fréttamaður Mbl1, er hann hitti Guðmund að máli í gær. „Það var nú eiginlega ekki fyrr en ég var orðinn 29 ára eða fyrir 11 árum, sem ég byrjaði að læra. Ég hafði sungið talsvert í kórum, með al annars með Guðmundi vini mínum Jónssyni. Hann fór svo vestur tii Ameríku að læra söng, og bjóst ég alls ekki við honum aftur næstu áratugina, og ég skrif- aði honum eitt sinn að ég mundi reyna komast í læri hjá honum, þegar hann kæmi neim, en reiknaði alveg eins með að verða þá gamal- menni í kör. En öðru vísi fór en á horfðist og 1% ári síðar kom Guðmundur og ég fór í söngtíma til hans. Seinna lærði ég einnig hjá Kristni Hallssyni og Demetz. Svo var það fyrir fjórum árum, að mér var boðið hlut- verk í Þjóðleikihúsinu í söng- leiknum „Kysstu mig Kata“. Þótt ég fengi góða dóma í þessu Llutverki, þá kom þr.ð mér mjög á óvart, er ég var beðinn um að syngja Alma Viva í „Rakaranum frá Sev- illa.“ Á eftir fylgdi svo hlut- verk Betlistúdentsins í sam- nefndri óperettu, Sígaunabar ónsina í Sígaunabaróninum og Ernesto í Don Pasquale öll í Þjóðleikhúsinu.“ „Hvenær fékkstu heimboð ið frá Þýzkalandi og hvern- ig bar það að?“ „Snemma á árinu 1961 var ég spurður að því af þýzka sendiráðinu hvort ég sæi mér fært að þiggja styrk til i.áms dvalar í Þýzkalandi. Ég svar- aði því neitandi, bar sem ég hef aldrei hugsað um bað í fullri alvöru að hætta að smíða og le_ ja sönginn fyr- ir mig eingöngu. Ég er hús- gagnasmiður. Én svo, þegar sendiróðið kom en nað máli við mig hálfu ári seinna um þetta sama, stóðs. ég ekki mátid lengur og þáði boðið. Fór ég síðan til Köln í nóv- rmber í fyrra.“ Varstu við tónlistarháskól- ann þar?“ „Já, en aúk þess var ég í einkatímum hjá yfirkennara sönigdeildarinnar, sennilega vegna þess að ég var miklu eldri en flestir hinir nemend- urnir. Prófessor þessi heitir Glettenberg. Hann var með óperuskóla í Berlín fyrir stríð og síðar í Miichen, einstaklega góður kennari. „En þú fórst burt í rúm- an mánuð til þess að syngja annað aðalhlutverkið í La Traviata í Árósum, var það ekki?“ „Jú, þegar ég hafði verið í rúman mánuð í Köln, hitti ég Franz Anderson, frægan, danskan hetjubariton á heim- ili próf., Glettenberg. Hann söng um tíma við Scala óper- una í Milano, en er nú í Köln. Anderson sagðist hafa verið beðin um að útvega söngvara í hlutverk í Danmörku og það mundi einmitt vera við mdtt hæfi, ég mundi heyra frá hon- Guðmundur Guðjóitsson kominn heim um innan tíðar. Ég tók þessu eins og hverju öðru kurteis- ishjali og varð steinhissa, þeg- ar Anderson hringdi til mín viku síðar og spurði mig hvort ég gæti kornið til Kaupmanna- hafnar í janúar og tekið að mér Alfredo í La Traviata. Það varð svo úr, að óg fór og byrjuðu æfingarnar í Kon- unglega leikhúsinu síðari hluta janúarmán.aðar og stóðu í 3 vikur. Mótsöngkona mín var Maria Magni Iottino. Við æfðum í viku í Árósum fyrir sýningarnar, sem í fyrstu áttu að verða 10, en urðu 11, þótt fresta yrði sýningu næsia verks um einn dag. La Trav- iata fékk mjög góða dóma og þakka ég það ekki sízt Maríu Magni, sem - er frábær söng- kona.“ „Hvað gerðirðu svo eftir sýningunum lauk í Árósum?" „Ég fór aftur til Köln og tók upp þráðinn þar sem frá var horfið.“ „Sástu ekki margar óperur í ferðinni?" „Jú, ég sá yfir 30 óperur Það var mjög skammtilegt og lærdómsrikt, auk ,þess sótti ég fjöldan allan af hljómleik- um. Annars hafði ég misjafn- lega gaman af músíkinni hjá þeim, því að í Köln renna saman allar helztu öfgastefn- ur nútímatónlistar og var ég ekkert yfir mig hrifinn af öllu því, sem þar kom fram.“ „Tókstu nokkuð próf í Köln?“ „Nei, ekiki beinlínis, en áð- ur en ég kom heim tók ég þátt í námskeiði, svonefndum meistarakúrsus. Þátttakendur höfðu allir komið talsvert fram opinberlega, 22 söngv- arar auk fjölda hljómlistar- manna. Að námskeiðinu loknu voru haldnir opinber- ir tónleikar og var ég einn þriggja, sem söng einsöng við það tækdfæri.“ „Hver eru nú framtíðará- form þín, Guðmundur?“ „Þau eru alveg óviss, fyrst þarf ég að ná mér í vinnu og byrja að smíða í gríð og eng, og sjá hvað setur. Maður verð ur fyrst og fremst að sjá fjöl- skyldu sinni farboða. Ég er kominn á þann aldur, að ég legg ekki út í nein ævintýri. Hér heima er ekki útlit fyr- ir að ég geti haft sönginn að aðalatvinnu, ég get aðeins vænzt þess að fá þannig starf, að mér gefist kostur á að syngja eitthvað jafnhliða því“ „Hefðir þú ekki getað feng- ið eitthvað starf erlendis?“ „Jú, sennilega, en ég hef aldrei haft hug á að setjast að í útlöndum. Auk þess á ég böm í skóla. Það væri vissulega ábyrgðarhluti að flytja þau búferlum til ann- arra landa og ekki gæti ég hugsað til þess að skiljast við fjölskyldu mína. Margir ræddu þetta við mig, bæði ábyrgir menn og óábyrgir, en ég kæfði talið alltaf í fæð- ingu. Viku áður en ég hélt heim, bárust mér boð frá for- stjóra óperunnar í Mainz, en hann hafði heyrt mig syngja Hann óskaði eftir að fá mig til viðtals um stöðu hjó óper- unni. Prófessor Glettenberg lagði hart að mér að fara, en ég fór heim án þess að að- hafast nokkuð í því máli.“ „Er nokkuð, sem þú vildir taka fram að lokum?" „Já, ég vil mjög gjarnan nota tækifærið, til þess að þakka þýzka ríkinu og sendi- ráðinu hér fyrir þesisa yndis- legu dvöl, sem varð mér bæði til fróðleiks og ánægju." Bra.gi Ásgeirsson Orð lífsins Náð sé með yður, og friður frá Guði Föður vorum Jesúm Kristi, sem gaf sjálfan sig fyrir syndir vorar, til þess að frelsa oss frá hinni yfir- Guðs vors. Honum sé dýrð um aldir standandi vondu öld, samkvæmt vilja alda, Amen. Gal. 1. 3-5. Leiðrétting í dánarfregn hér I blaðinu £ gær, um lát frú Sigrúnar Thorkelssonar, misritaðist nafn hennar í fyrirsögn Sigríður fyrir Sigrún. Biður blaðið afsökunar á mistökum þessum. „Brot úr grafik í 10 ár“ nefnist sýning sem Bragi Ásgeirsson list- málari heldur um þessar mundir í Snorrásal, Laugavegi 18. Sýn- ir hann þar tréristur, sáldþrykk, litografiur, raderngar, akvatint og teikningar. Sýningin hefur verið fjölsótt og á þriðja tug mynda hafa selzt. Sýningin er opin daglega kl. 14-22. Á meðan á sýningunni stend- ur verða ýmis konar myndir eft- ir Braga til sýnis í Mokkakaffi Skólavörðustíg 3. * * Píanókennsla Er byrjaður að kenna. Aage Lorange Laugarnesv. 47. Sími 33016. SMÁBÁTAEIGENDUR Vil selja sveifarás í Kelvin 88, á hagstæðu verði. Gunnar Þorbergsson Mánabraut 11, Akranesi. Vil kaupa notað: kæliskáp, fataskáp, . gólfteppi, skrifborð og sófa borð. Uppl. í dag í síma 34512. Reiðhjól Öska eftir að kaupa karl- mannsreiðhjól. Uppl. í síma 17528. Byg’gingarfélagi óskast að 4ra herb. íbúð, sem er í byggingu í fjölbýlishúsi. Uppl. í síma 36971. Húsnæði við Laugaveg Hentugt fyrir skrifstofur, hárgreiðslustofur, eða létt- an iðnað til leigu. Uppl. í símum 13311 og 33271. íbúð óskast iyrir útlend hjón í 6—12 mánuði, 1—2 herb. og eld- hús, sem næst Miðbænum. Glaumbær. Sími 22643. Hátt verð í boði Öska eftir 2ja gíra hjóli í Kaiser, árgerð ’54. Uppl. í síma 23377. Stúlka prúð og ábyggileg óskast til afgreiðslustarfa í ný- lenduvöruverzlun. Uppl. í síma 15719. VERÐ FJARVERANDI til miðvikudagsins 10. okt. Snorri Ilallgrímsson, læknir. Ungan arkitekt vantar íbúð, 2-3-4 herbergi og eldhús, 1. nóv. eða síðar; Fyrirframgreiðsla. Sími 1-22-04. Útlendingur óskar eftir lítilli íbúð, sem fyrst. — Aðeins 3 í heimili. Uppl. í síma 33279. Kaupmenn Get selt egg á krónur 40 pr. kíló. Tilboð sendist blaðinu fyrir 15. okt., — merkt: „Hænsnabú 3507“. Til sölu með tækifærisverði, vegna brottflutnings af landinu, sófi og 2 stólar. Uppl. í síma 23788. Einnig nokkrar klassískar hljómplötur. HEMCO ealth-o-rOeter Americo'i weighf wofcher f • • «ince 1919 Amerískar baðvogimar komnar aftur. Verð frá kr. 344,00. Helgi Magnusson & Co. Hafnarstræti 19. — Sími 13184. Aluminium Sléttar, báraðar og munstraður plötur. Prófilar og rör. — Létt og sterkt. *> ■vVi Laugovegi 178 Simi 38000 STIJLKA óskast til vinnu við léttan iðnað, einnig telpa til sendiferða hálfan eða allan daginn. — Tilboð send- ist afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merkt: „1728“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.