Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 10
10 MORcrnvrtr. aðíð Sunnudagur 7. ofct. 1962 tJtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og atgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. FARMENNIRNIR OG KOMMÚNISMINN l?áir íslendingar þekkja á- * standið í þeim löndum, sem kommúnistar stjórna, betur er farmennimir á kaup skipunum okkar. Þeir hafa margir fengið tækifæri til þess að heimsækja þessi lönd og dveljast í hafnar- borgum þeirra. Þessir ís- lenzku sjómenn hafa yfir- leitt ekki farið hátt með það sem þeir sáu fyrir austan járntjald. Það hafa þeir átt óhægt með vegna þess að þeir þurfa að sigla skipum sínum þangað hvað eftir annað. En þeir hafa sagt vin- um og kunningjum hér heima frá þeirri mynd, sem blasti við augum þeirra austur þar. Þeir hafa sagt frá vopnuð- vun vörðum, sem standa við skip þeirra, vandræðum og erfiðleikum fólksins, sem býr við hina kommúnísku harð- stjóm, vömskortinum og harðræðinu sem almenning- ur verður að þola. Engum íslendingum er því betur ljóst, hvers konar vol- æði hið kommúníska skipu- lag hefur leitt yfir fólkið, en farmönnum okkar. Það sætir því vissulega engri furðu þótt sjómennirn- ir á íslenzka kaupskipaflot- anum fyrirlíti langsamlega flestir hinn alþjóðlega komm- únisma og telji helga skyldu sína að berjast gegn honum, í senn innan sjómannasam- takanna á íslandi og í þjóð- félagi sínu yfirleitt. Moskvumálgagnið í Reykja vík gerist þess vegna bert að mikilli heimsku þegar það reynir að halda því fram í kosningabaráttu þeirri, sem nú stendur yfir innan sjó- mannasamtakanna, að lýð- ræðissinnar hafi áhuga á að bægja farmönnum frá þátt- töku í kosningum fulltrúa á Alþýðusambandsþing. Með þessari staðhæfingu Moskvu- manna er sannleikanum ger- samlega snúið við. Lýðræðis- sinnar vita að sterkasta fylgi þeirra innan sjómannasam- takanna er einmitt meðal ís- lenzku farmannanna. Þeir þekkja það ástand bezt er kommúnisminn hefur leitt yfir þær þjóðir, sem hann hefur brotið undir sig. TILRÆÐI VIÐ FRAMLEIÐSLUNA IT’n þeir sjómenn er ekki *■'' hafa siglt austur fyrir járntjald vita líka að komm- únisminn felur í sér mikla hættu fyrir þá sjálfa og þjóð- félag þeirra. — Þeir hafa séð hvernig umboðsmenn Moskvuvaldsins á íslandi hafa notað verkalýðssamtök- in til þess að skapa og við- halda verðbólgu og vandræð- um í þjóðfélaginu. Islenzkir sjómenn þekkja af reynsl- unni að verðbólgustefnan bitnar harkalega á fram- leiðslunni og þeim, sem að henni vinna. Viðreisnarstefn- an hefur hins vegar lagt grundvöll að stórkostlegri framleiðsluaukningu og stór bættri afkomu sjómanna. Þegar á allt þetta er litið verður það auðsætt að þeir sjómenn, sem nú ganga til kosninga á fulltrúum til Al- þýðusambandsþings hljóta að fylkja sér um framboðslista lýðræðissinna. Það er vissu- lega mikið í húfi fyrir sjó- menn að kommúnistum tak- izt ekki að hrinda verðbólgu- skriðunni af stað að nýju. Ef svo hörmulega tækist til hlyti afleiðingin að verða sú að framleiðslan drægist á ný saman, atvinnutekjurnar lækkuðu stórlega og stöðvun og bágindi myndu fyrr en varir á næsta leiti. Reynslan af vinstri stjórninni sannar svo að ekki verður um villzt að hér er ekki um neina hrakspá að ræða. Kommún- istar verða þess vegna að fá eftirminnilega ráðningu í þeim kosningum, sem nú standa yfir innan sjómanna- samtakanna. EYÐiLEGGING S.Þ. Dússar hafa nú enn einu ** sinni endurtekið kröfur sínar um þrískiptingu valds framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna. Krefjast þeir þess að þremur mönnum verði falin framkvæmda- stjóm alþjóðasamtakanna. Þegar Rússar settu þessa kröfu upprunalega fram var það ætlun þeirra að hinir þrír framkvæmdastjórar yrðu valdir þannig, að einn væri tilnefndur af kommún- istaríkjunum, annar af hin- um svokölluðu hlutlausu ríkjum og hinn þriðji af vestrænum lýðræðisþjóðum. Þessar tillögur beindust upprunalega fyrst og fremst að Dag Hammerskjöld, þá- verandi framkvæmdastjóra samtakanna. En hann snerist UTAN UR HEIMI j Kjötút „EAT Not This Flesh" (Éttu ekki þetta ket) heitir bók, sem nýlega er koroin út í Banda- ríkjunum eftir Frederick J. Simoons. Fyrir tíu árum var hann gerður út til þess að kynna sér matarvenjur ýmissa þjóða og sérstaklega átti hann að komasi að því hversvegna sumir þjóðflokkar hefðu óbeit á keti af hinum svonefndu „óhreinu" dýrum. Bókin segir frá árangri þeirra rannsókna, og í Etiopíu komst hann á sporið, sem leiddi hann að niðurstöðum þeim, sem hann hefur komizt að. Hann varð þess vísari í Etíópiu að það voru ekki að- eins og Gyðingar og Múha- meðsjátendur sem töldu svínið óhreint dýr, því að kristnir landsbúar og heiðingjar gerðu það líka. Kristnir menn neyttu ekki heldur úlfaldakets, vegna þess að Múhameðsjátendur éta það. Kæmist það upp um kristinn mann, að hann hefði étið úlfaldaket var hann gerð- ur rækur úr kirkjufélaginu. í Etíópíu er hrossaketsát líka bannað. Er það ekki af því að hesturinn sé talinn óhreint dýr, heldur af hinu, að hann er talinn of göfugur og nákom inn manmnum til þess að hann sé étinn! Víða í landinu eru hænsni talin óæti, og sumir trúmálaflokkar þar banna fólki sínu að drekka kaffi. Biblían bannaði Gyðingum að éta svínakjöt og hið sama gerðu trúarbræður Múhameðs. En hversvegna? spyr Simoons og leitast við að svara. Hann telur að upprunann megi rekja til þess, að bólfastar hænsnaket, en það er ekki af trúarástæðum. Líklegast þykir Simoons að óbeit þeirra á hænsnunum stafi af fyrirlitn- ingunni á Múhameðssinnum, sem éta hænsni og egg, — í Indlandi. Trúbræður þeirra í Arabíu og Norður-Afríku éta hinsvegar ekki hænsni, og ástæðan er sú, að hænsnin éti draf, sem sé engu geðslegra en það sem svínin éta. Ekki getur Simoons gefið skýringu á því hversvegna margar þjóðii' banna hrossa- ketsát. Hann telur hugsanlegt að það stafi af því, að ketið þyki ekki eins bragðgott og annað ket. í heiðni var hrossa ketsát í tízku, en lagðist niður víða með kristnitökunni. í þá daga var hrossaketsát algengt hjá hirðingjaþjóðunum, sem notuðu hesta sem farartæki. En vera kann að ýmsar þjóðir hafi vanið sig af hrossaketi vegna þess að hesturinn þótti of nákominn manninum til þess að hann væri étinn. Hundurinn er elzta húsdýr þjóðanna og manninum ná- komnastur. Hann mun hafa verið átinn í harðindum, en smámsaman þótt svo gagn- legur mamiinum að höfuð- synd væri að éta hann. Nú á dögum eru það aðeins lág- stæðustu þjóðflokkar sem éta hundaket. Arabar afneita ekki hundaketinu vegna þess að hundurinn sé bezti vinur mannsins, heldur vegna þess að hundurinn sé óhreint dýr, á borð við svín og hænsni, og éti hræ og draf úr sorpinu.' Skammaryrðið „hundurinn þinn!“ er komið frá Aröbum. þjóðir og hirðingjar voru hat- ursmenn. Hirðingjarnir litu niður á hina. Svínin og hænsn in voru helztu húsdýr hinna bólföstu og þess vegna höfðu hirðingjar andstyggð á þeim. Simoons teiur þetta hafa vald- ið mestu. en trúarástæður minna um þetta. Mongólar í Mið-Asíu, sem ekki höfðu nein kynni aí hirðingjunum við Miðjarðarhafsbotn, hafa ávallt haft sömu andstyggð á svíninu sem Arabar og Gyðingar, en eta svínaket samt. Jafnvel þó að þeir hati öldum saman kall að óvini sina í Kína svín. En þeir sem lifað hafa í föstum bústöðum hafa löngum haft svínið í hávegum. Eigi aðeins í Evrópu líka van- þroska þjóðir 1 Afríku og Suðaustur-Asíu. Simoons fór til Indlands 1956 til þess að kynna sér mat aræðið þar. Þar ríkir ávalt hungursneyð, en eigi að síður eru 159 milljón nautgripir í landinu, engum til gagns en mörgum til óþurftar. Þetta er fimtungur alls nautgripastofns í veröldinni. En í Indlandi eru beljurnar heilagar. Það er dauðasynd að gera þeim mein; sá sem uppvís yrði að því mundi samstundis verða grýtt- ur af öfstækismönnum. Ef belja leggst um þvera þjóð- braut verður vegfarandinn að snúa við eða bíða þangað til kusu þóknast að standa upp, ef hann getur ekki sneitt fram hjá. Hafi maður óviljandi orð ið kú að bana verður hann að fara pílagrímsferð í næsta musteri og kaupa sér aflát. Hindúar éta ekki heldur Fulltrúar íslands á þingi SÞ. Frá vinstri: Thor Thors, sendiherra, Kristján Albertsson og Jónas G. Rafnar. Að baki Jónasar er kona hans, frú Aðalheiður Rafnar. hart gegn þeim og benti hik- laust á að þær fælu í sér eyði leggingu samtakanna. Slík þrískipt forysta myndi gera samtökin óvirk og gersam- lega ófær um að gegna því hlutverki, sem stofnskrá þeirra ætlar þeim. ★ Rússar hafa hvað eftir annað endurtekið kröfur sín- ar um fyrrgreindar breyting- ar á framkvæmdastjórn sam- takanna. En þeim hefur ekki orðið vel til liðs. Yfirgnæf- andi meirihluti 15. allsherj- arþingsins aðhylltist afstöðu Dag Hammerskjölds. U Thant sem gegnir framkvæmda- stjórastarfinu til bráðabirgða hefur tekið sömu afstöðu til tillagna Rússa. Én Sovétríkin hafa ekki látið við það eitt sitja að flytja þessar tillögur um þrí- skiptingu framkvæmdavalds- ins. Þau hafa jafnframt neit- að að greiða hluta sinn í út- gjöldum samtakanna vegna friðunaraðgerðanna í Kongó og Gazasvæðinu. Afleiðing þeirrar ráðabreytni er sú að gjaldþrot vofir yfir Samein- uðu þjóðunum þá og þegar. Alþjóða dómstóllinn í Haag hefur að vísu lýst því yfir að öllum meðlimaþjóðum beri að taka þátt í að greiða þenn- an kostnað. En Sovétríkin halda áfram að skella skolla- eyrum við þeirri yfirlýsingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.