Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 13
Sunnudagur 7. okt. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 1 13 Demantar í iðnaði ' Segja rná aS mikil bylting eigi sér nú stað í demantaiðnaðinum eins og kom fram á ráðstefnu lun notkun demanta í iðnaði, sem Ihaldin var í París í sumar. Á síðustu árum hefur tekizt að framleiða demanta í vélum, enda þótt til bess þurfi Iþrýsting, sem nemur um 100 þúsund kílógrömmum á fersenti metra og 2000 stiga hita. Demant ar þessir eru örsmáir og því ó- hæfir til 3kreytinga, en þeir eru ágaetir til að sverfa og skera með. Á ráðstefnunni var lýst fsekj- um til að skera stein og stein- steypu. Eru það nokkurskonar bandsagir með demantshúð. De- marítar eru einnig notaðir til að slápa gler og í jarðbora. Enn- fremur eru þeir notaðir úl að i skera til steina í úr og slípa aðra harðari steina. Báðstefnan sýndi að demanta fxamleiðendur reyna nú mikið til að finna fleiri og fleiri að- ferðir til að nota framleiðsiu IMýjar árgerðir eru dýrar sína. Meðal atlhyglisverðustu sýn ingamunanna voru risastórar borkórónur, sem notaðar eru á olíubora. Endurbæturnar á jarð borum koma sannarlega á rétt- um tíma, þegar menn hafa haf- izt handa um að bora gegnum jarðskorpuna. Er ofbeldi smitandi 1 S .asta áratug hefur útlit og gerð bifreiða breytzt óhemju mikio, einkum í Bandaríkjunur.i þar .n g- ðirnar breytast reglu lega með ári hverju. Nokkrir bandarískir hagfræðingar hafa tekizt á hendur að rannsaka, hvað mi'kið þessar breytingar Ikosti, og birtu niðurstöður sínar íiýlega í Amerioan Eeonomic Re /ue. I>eir hafa reiknað út, ð aukin þyngd og lengd bifreiða, sem framleiddar voru 1956—60 hafi au'kið veiTið frá 1949 un 454 dollara og ýmsar tæki.ilegar við bætur hrfa bætt 116 dollurum við á hvern bí'l. Heildarkostnað urinn - hverju ári vegna þess ara 1 reytinga og aukinna aug- lýsinga mun nema urn 3,3 mill- jörðum dollara ár hvert. Hinar síbrey'ilegu árgerllr hafa einn- ig haft í för með sé. að allur sparn 'ur við bættar framleiðslu aCíerðir fer forgörðum. Þessi kostnaðu. nemur um 560 millj. dollara á ári. Bifreiðaverðið verður af ..essum orsökum 25% hærra en ella h-15i verið. Hagfræðingunum taldist til, að endurbætur á vélum og elds- neyti hefðu 4tt að valda elds- neytissparnaði, þannig að í stað þess að árið 1949 fóru meðal bif reiðar 6,6 km. á hverjum lítra á benzíni, en hefðu átt að fara 7,5 km. á sama eldsneytismagni 1961. Meðan bifreiðin í Banda- ríkjunum af árgerð 1961 fer hinsvegar 6,2 km á einum lítra af benzíni. Þeir áætla að heildar kostnaðurinn vegna þessarar breytingar sé um einn milljarð- ur dollara á ári. Kanadískir sálfræðingar við háskólann í Toranto og Ontario- sjúkrahúsið hafa fyrir skömmu birt niðurstöður sínar um áhrif oflbeldis í kvikmyndum og sjón- varpi á hegðun manna. Þeir gerðu tilraun á 28 hjúkrunar- mönnum, sem höfðu verið æfðir í nútíma geðsjúkrahúsi og kennt þar að bæla niður ofbeldishneigð sína. Þeim var skipað í tvo hópa 14 í hvorum hóp. Oðrum hópn- um var sýndur bardagi með hníf um úr vinsælli fcvikmynd en hin i fræðslumynd. Þeim, sem tilraunin var gerð á, var —"t, að hann og annar maður, sem í rauninni var hjálp armaður þess sem tilraunina gerði, ýrðu beðnir um að horfa á hluta úr kvikmynd og svara síðan nokkrum sf^urnmgum um myndina, eftir - ' rurra mínútna bið. var þessum mönnum sagt að verið væri að safna upp lýsingum um áhrif refsinga á nám og þyrfti aðstoðarmann til að hjálpa til að stjórna nokkrum tækjum. Þeir sem tilraunin var gerð á voru beðnir að gera það. „Hjálpin" sem þeir áttu að veita var að refsa hjálpar„,anninum við tilraunina með raflostum. í rauninni fékk h; "narmaður inn engin rafloi en við útfoún- aðinn var tengdur m._lir, sem sýndi styrk raflostanna. Eftir kvi'kmyndasýninguna fóru spurningarnar fram og „til- raunadýrin" refsuðu hjálpar- mönnunum, með því að gefa þeim raflost fyrir röng svör nð spurningum um kvikmyndina. Fyrir kvikmyndtasýninguna var nær enginn munur á refsing um hinna tveggja hópa, en eftir sýninguna refsuðu þeir, sem séð höfðu hnífabardagann, miklu á- kafar en hinir. Hinir kanadísku sálfræðingar töldu bví, að skemmtanir, sem sýndu ofbeldi, gerðu þá menn, sem þeirra nytu ákaiaxi í að valda öðrum sárs auka en þeir áður voru. Þeir telja j*ví einig að kvikmyndir og sjónvarpsdagskrár, sem sýna glæpi og ofbeldi, eigi nokkurn þátt í að knýja þá sem á slí'kt horfa einkum börn og unglinga, til ofbeldisverka. Hagfræðingar áætla, að árgerða breytingamar kosti Bandankja menn um 5 milljarðir dollara ár hvert. Enda þótt þessar breyt ingar hafi farið fram samkvæmt óskum kaupenda, telja þeir vafa laust að svo mikið sé borgandi fyrir þær. Fellur sijórn upp - reisnarmanna í Yemen ? El Hassan sagður hafa fylgi flestra hirðingjahöfðingja í landinu Jeddah, Damacus, Beirut, 4. okótber — NTB—AP. . FBÁ því var skýrt í útvarps- sendingu frá Yemen í dag, að Imaminn, Mohammed A1 Badr, sé alls ekki iengur á lífi, eins og komið hafði fram í fréttum í gær. Er sagt, að hann hafi fallið fyrir byssukúlum tveggja manna, er fórnað hafi lífi sínu síðar „fyrir fólkið og lýðræðið“. Hins vegar segir í fréttum frá S-Arabíu, að stuðningsmenn hinnar nýju stjórnar í Yemen hafi aðeins yfirráð yfir þremur helztu borgum landsins, Sana, Taiz og Hodeida, en flest önnur hérúð landsins séu undir yfirráð- um fylgismanna E1 Hassan, sem talið hefur sig löglegan ráða- mann landsins, eftir morðin á Ahmad og Mohammed E1 Badr. Talsmenn egypzku stjórnar- Jnnar sögðu í dag, að gripið yrði til gagnráðstafana gegn hverjum þeim, er íiygðust ráðast gegn hinni nýju stjórn Yemen. Mun þeim, er hyggðust ráðast gegn S-Arabíu og Jórdaníu, sem styðja E1 Hassan. Hann virðist hafa mikið fylgi hirðingja og höfðingja þeirra í sveitum landsins. Stefna her- menn hans cil Sana og Hodeida, og takist honum að ná þeirri borg á sitt vald, er stórt skarð höggv- ið í samgönguleið stjórnarhers- ins, þar eð þá verður tekið fyrir flutninga af sjó til hersins. Brezki sendiherrann í Yemen, Christopher Candy, sagði í dag í skeyti til utanríkisráðuneytis- ins í London, að stjórnarherinn myndi innan skamms létta eftir- liti með fréttasendingum erlendra sendimanna, en það hefur verið í gildi, síðan uppreisnarmenn tóku völdin. Candy hélt í dag til baka frá Taiz frá Aden. Hann var einn af farþegum þeim, er voru með flugvél þeirri, sem nauðlenti í Aden í gær. 1 London líta menn þannig á málin, að nauðlending- in hafi eklii verið nauðsynleg, heldur hafi verið lent í Aden Framh. á bls. 19 Ésmeygileg „munnharpa 66 Til er hljóðfæri, sem á frönsku nefnist guimbarde. Þa J líkist dá- lítið hárkamdi með einni tönn, eða með öðrum orðum: bað er gert úr ramma, sem í er festur þorn eða blað, sem hlj-’ðflæca- leikarinn slær á með fingrunum Til að breyta tónhæðinni er munnurinn notaður. Þegar leik ið er á hljóðfærið, heldur mað- ur þvi Itt framan við opinn munn sinn. Munnurinn magnar tóninn og tónhæðinni er breytt með því að hreyfa varir og tungu svipað og þegar talað er. Hljótfe i þetta má smíða úr ýmsum efnum, bæði tré og málmi. í byrjun 19. aldar sóttust ung ir menn í Austurríki ákaflega eftir silfri til að smíða sér hljóð færi úr. Þeir notuðu guimbarde sem á þýzku nefnist Maultromm el, til að leika ástarsöngva fram an við glugga sinnar heittelsk- uðu. Þessi siður varð svo út- breiddur, og tónn hljóðfærisins svo lokkandi og ísmeygilegur, að- siðferði kvenna var komið í mikla hættu, og Maultrommel var hvað eftir annað bannað með lögum. Árangurinn af lög- gjöfinni varð þó ekki mikill j enn eru þessi hljóöfæri víða not uð um Av ' urríki til að leika á ástarsöngva. Nú á dögnm láta menn sér þó nægja að smiða hljóðfærið úr járni. Jurtaæiur í hæitu Fáir menn lifa eingöngu á jurtafæðu. Þó eru þeir til sem halda öllum afurðum af dýrum úr íæðu sinni og ganga jafnvel ekki í föt—-í úr efni úr dýrarík- inu. Almennt hefur verið álitið að hreinar jurtaætur séu harðgert og heilbrigt fólk. Rannsóknir dr. A. D. M. Smith í London benda þó á, að þessu sé öðru vísi farið. Hanr rannsakaði tólf jurtaæt ur, sem eingöngu höfðu lifað á jurtafæðu í allt frá 4 upp í 30 ár. Þær höfðu mjög lítið B12 vítamín í blóðinu, og blóðjárn þeirra . ar afskaplega lít.ið. Tveir af þessum tólf mönnum þjáðust af hægfara eyðileggingu mænunnar, sem er blóðleysi, er stafar af skorti á B12. Heilarit þessara manna var aðeins eðlilegt í tveim tilfellum. Breytingarnar voru svipaðar þeim, sem eiga sér stað við merg runa. Fæ.'.ar jurtaætur reykja, sem betur fer, því að bæði sjón 'himn. og sjóntaugin þola illa tóbak, einkum ef viðkomandi mann skortir B12 vítamín. Aðrir hafa fundið ýmsa sjúk dóma sem eru þekktir að því að vera samfara hjá jurtaætum, Öruggast er fyrir þá, sem ein- göng'i borða jurtafæðu, að fá B’12 innspýtingu öðru hvoru. Þeir 1 urfa ekki að hafa sam- vizfcubit af bvi því að nú orðið ræktuð L — Reykjavíkurbréf Framhald af bls. 11. menn fóru með völd í landinu. En leiðtogum Framsóknar- flokksins hættir mjög til þess að deila á Viðreisnarstjórnina fyrir að láta ýmislegt ógert, sem Framsóknarmenn sjálfir hreyfðu hvorki legg né lið til þess að gera meðan þeir sjálfir höfðu aðstððu til þess. Það er t.d. al- þjóð kunnugt að í tíð vinstri stjórnarinnar létu Framsóknar- menn lánasjóði landbúnaðarins verða gjaldþrota án þess að gera minnstu tilraun til þess að tryggja starfsemi þeirra. Við- reisnarstjórnin hafði hins vegar forystu um ráðstafanir, sem tryggja það að bændur munu á næstu árum halda áfram að rækta 'og byggja upp jarðir sín- ar með eðlilegri aðstoð frá Stofn lánadeild landbúnaðarins. Sjónvarpið á Norðurlöndum Sjónvarpið heldur áfram að færa út kvíarnar um allan heim. Á Norðurlöndum hefur þróunin síðustu árin orðið mjög hröð á þessu sviði. í Svíþjóð eru nú 1,5 millj. sjónvarpstækja og 63 sjón- varpsstöðvar. Nr sjónvarpið nú til 80—90 af hundraði sænsku þjóðarinnar. Sjónvarpað er i 3V2 klst. daglega. f Danmörku eru nú um 800 þús. sjónvarpstækf og 6 sjón- varpsstöðvar. Sjónvarpið nær nú til allrar dönsku þjóðarinnar. Þar er sjónvarpað 3—4 klst. dag- lega. 1 Finnlandi eru 285 þús. sjón- varpstæki og 18 sjónvarpsstöðv- ar. UM 90 af hundraði finnsku þjóðarinnar getur nú séð sjón- varp. Sjónvarpa Finnar um 5 klst. daglega. Noregur er skemmzt á veg kominn á sviði sjónvarpsins. — Þar eru nú 160 þús. sjónvarps- tæki og 6 aðalsjónvarpsstöðvar, auk nokkurra smærri stöðva. 30—40 af hundraði Norðmanna geta séð sjónvarp. Sjónvarpað er 2—3 klst. á dag. Mjög mikill áhugi ríkir á öll- um Norðurlöndum á sjónvarpi. Mönnum eru að visu ljósir ó- kostir þess, en það er almenn skoðun að kostir sjónvarpsins séu það þyngri á metunum að hiklaust beri að stefna að því að gera sem flestum kleift að njóta þess. Hér á íslandi gerist enn lítið í sjónvarpsmálum. En flestir hafa vafalaust gert sér ljóst, að það muni halda hér innreið sína eins og annars staðar. Sjónvarp- ið getur tvímælalaust verið mik- ið menningartæki. Auðvitað er hægt að misnota það eins og alla góða hluti. Eðlilegast virð- ist að við íslendingar sjáum hvað setur, fylgjumst með hinni öru þróun í sjónvarpsmálum og hag- nýtum okkur á sínum tíma þær framfarir, sem stöðugt eru að gerast. Vitað er að land okkar er fremur illa til sjónvarps fallið, t.d. miklu verr en Danmörk, sem er flatt og nærri fjallalaust land. Hér á íslandi mundi hins vegar þurfa að byggja mikinn fjölda endurvarpsstöðva í öllum landshlutum til þess að þjóðin öll gæti orðið sjónvarps aðnjót- andi. En fyrr en varir kunna þær breytingar að gerast sem draga stórkostlega úr kostnaði við sjónvarp og bæta þannig að- stöðu fjallalanda til að njóta þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.