Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 16
16 MORC VN BLAÐIÐ Sunnudagur 7. okt. 1962 ^ HOWARD SPRING 50 RAKEL ROSING inlegt frú Bannermann, hafði hann sagt, aS við skulum þurfa að vera að gera hjónaskilnað hjá ykkur hjónunum. Það getur alls ekki gengið. Lofið mér að gefa yður ofurlítið af þessu svínslæri. En ef við hringdum í hann, ha? Rakel afþakkaði svínslærið en var eitthvað að narta í hrökk- brauð og ávexti, og tautaði eitt- hvað um það, að þetta yrði of erfitt ferðalag fyrir Maurice. Við sjáum nú til — sjáum nú til, sagði lávarðurinn og leit til- hlökkunaraugum á stykkið, sem hann nafði tekið fyrir sig af svínslærinu. Ég hringi í hann eftir mat. Julian varð litið til Rakelar yfirborðið, en hún gætti þess að svara því augnatilliti engu. Hann hafði, alla þá stund, sem þessi hópur hafði verið þarna saman kominn, reynt að draga hana af- síðis undir einhverju yfirskini, og nú komu flugeldarnir í Pag- ham eins og af himnum sendir. Enginn annar nennti að fara þangað. Allir hlógu að þessari uppáfinningu með flugeldana, og höfðu næstum kveðið þá alveg niður, en Julian hélt því fram, að hann sjálfur að minnsta kosti væri alveg æstur í flugelda og vildi ekki missa af þeim fyrir nokkurn mun. Var ekki hægt að fá neinn til að koma? Og Rakel, sem kunni manna bezt að skilja hálfkveðna vísu, samþykkti loks- ins eftir mikla eftirgangsmuni að fara með honum. En nú ætlaði karl faðir hans að sprengja þesisa fyrirætlun í loft upp með því að fara að draga Maurice hingað! Maurice hafði skánað allveru- lega. Koddunum við bakið á hon- um hafði verið fjölgað smám saman, og nú gat hann — að minnsta kosti stund úr deginum — setið hér um bil uppréttur. En bæði læknirinn hans og beina- læknirinn vildu ekki leyfa hon- um mikla hreyfingu. Þeir létu ekki undan fyrr en Mike Hartig- an hafði fengið ítarlega forsögn um meðferðina á honum og Maurice sjálfur hafði lofað ítr- ustu varkárni. Þá loks var hon- um leyft að fara. Hann fékk sjúkrabíl og hjólakarfan var bundin upp á þakið á honum. Upavön lávarður kom blásandi Og másandi inn í hlöðuna og spillti friðinum, sem þar hafði ríkt. Þetta er fínt, Mina, sagði hann, — fínfínt! Svei mér ef við gerum þetta ekki beztu sýning- una, sem hér hefur nokkurntíma fram íarið. Jæja, strákar, ég er búinn að skipa að færa okkur öllum te hingað út. Eruð þið ekki fegnir, ha? Það var komið með teið í sama vetfangi. Jæja, frú Bannermann, gerið þér svo vel! Og þú, Harri- son, komdu og fáðu þér sopa. Eða þú vildir kannske heldur eitthvað annað? Ja, herra lávarður, ég vildi nú allra helzt fá einn bjór og halda áfram við það, sem ég er að gera.... Harrison fékk bjórinn, en hin drukku te við kassa, sem hvolft var á gólfið, og lávarðurinn blaðraði fram og aftur um ráð- stafanirnar, sem hann hafði gert vegna Maurice. Hann var aldrei ánægðari en þegar hann gat sýnt af sér einhverja gestrisní. Hann skal fá að sofa niðri, frú Banner- mann, svo að hann sé laus við alla stiga. Það er búið að inn- rétta svefnherbergi handa hon- um, og annað fyrir manninn hans við hliðina. Já. og viltu sjá þetta Julian. Ég er hræddur um, að einhver smáfugl hafi verið að hvísla einhverju að einhverjum. Hann rétti fram dagblað og benti á slúðurdálkinn. Julian las upphátt: „í samkvæmi hjá frú Wreckage í gær barst í tal leik- sýningin í Markhams, sem er ár- legur viðburður í samkvæmislíf- inu. Maður heyrir, að höfundur leikritsins í ár sé hinn hávaxni og bókmenntalega vaxni sonur Upavons lávarðar, hr. Julian Heath, og að systir hans, sem er eins lítið áberandi í samkvæmis- lífinu og hún er eftirtektarverð á leiksviðinu, eigi að leika þar eitt hlutverk. Hún hefur töfrandi hár, sem gefur ekkert eftir hár- inu á frú Bunck. Og svo er hvísl- að um eitthvað, sem eigi að koma öllum á óvart, en maður heyrir undir væng, að standi í sambandi við áður óþekkta leik- konu, sem eigi eftir að hrífa áhorfendur með list sinni. Og auðvitað verður Upavon lávarð- ur þarna sjálfur til að prýða hópinn.“ Julian fleygði blaðinu á gólfið. Það gleður mig, að um þetta skuli hafa verið talað hjá frú Wreckage, sagði hann. Ég sím- aði sjálfur þessa klausu til blaðs- ins, enda þótt ég nefndi ekki á nafn þessa hártöfra hennar syst- ur minnar, né heldur samlík- inguna við Bunck-kvensuna, sem þarf allsstaðar að trana sér fram, þar sem enginn vill sjá hana. Johnny, æ, guð minn góður, vaknaðu aftur“. Einhverjir vinir hennar drógu hana afsíðis í kirkj unni. Fjölskylda Hydes hafði bannað, að hún sæti fremst og hjá ættingjum hans. Þann dag óskaði hún þess, að hún væri sjálf dauð. Henni var innanbrjósts eins og forðum í munaðarleysingjahælinu. „Nú var þessi góði vinur minn dá- inn“, skrifar hún, „og ég var svipt hjálp hans til að komast áfram, og ást hans til að vísa mér leið. Ég grét, nótt eftir nótt. Stundum fannst mér ég hafa gert rangt í því að giftast honum ekki, eins og hann óskaði. En ég vissi jafnframt, að það var rangt að giftast manni, sem ég elskaði ekki. Ég sá ekkert eftir milljón- inni, sem ég hafði afþakkað, en ég hætti aldrei að sjá eftir Johnny Hyde.“ XIV. Ekki Zanuck — heldur áhorfendurnir. Þegar Marilyn hafði vakið hrifningu stórkarla eins og John Huston og Joseph Mankiewics með töfrum sínum hélt hún, að nú mundi félagið fá henni í hendur mikilvæg hlutverk. En dagarnir liðu, án þess að nokkur leikstjóri gerði boð eftir henni, eða talaði við hana. Hún fékk kaupið sitt reglulega, en „ég var vist bara alls ekki á leikendaskrá neins leikstjóra, og enginn þeirra talaði við mig og ég er viss um, að það var Zanuck að kenna, sem gat ekki þolað mig, Og jafnvel þó að þeir hefðu gjarna viljað gefa mér hlutverk, þá þorðu þeir það ekki fyrir honum. Hann þurfti alls ekki beinlínis að banna þeim að fá mér hlutverk í nendur. Þetta lá bara einhvernveginn í loftinu, að enginn leikstjóri þorði að tala við mig. Ég vissi ekki, hvernig ég ætti að koma mér á framfæri og mig dreymdi ljóta drauma, þar sem Zanuck var aðal-grýlan. Ég vaknaði oft á morgnana með þá hugsun, að ég yrði að kenna Zanuck að meta mig, og nú skyldi ég ná tali af honum, en því fékk ég aldrei framgengt. SvO kemur önnur klausa eftir svo sem tvo daga. Þá verður op- inberað nafnið á óþekktu leik- konunni, sem skal svei mér hrífa mannskapinn. Jæja, Charlie. Við megum ekki vera að þessu hangsi. Þarna kemur bíll. Það hlýtur að vera hr. Bannermann, sagði Mina. Hún skellti bollanum á undirskálina og hljóp til dyra og sá þá sjúkrabílinn koma ak- andi eftir brautinni. 2. Upavon hafði farið með Minu út í hlöðudyrnar, en Charlie Roebuck var þegar önnum kaf- inn við hefilbekkinn. Julian stóð bak við stólinn, sem Rakel sat á. Hann sagði lágt: Pabbi og Mina eru farin út að taka móti hr. Bannermann. Þakka þér fyrir, sagði Rakel. Hún hafði verið löt og ánægð. Nú stóð hún upp og geispaði og sýndi rauða tunguna milli skjall- hvítra tanna. Þetta var til þess gert að setja ekki upp vandræða- svip — líkast því þegar köttur geispar. Og hún var vandræðaleg Þarna var ég, ein í starfsliði hans og gat ekki fengið að tala við hann. Og ég fékk yfirleitt ekki að tala við neinn mann sem neins mátti sín. Ég þekkti enga slíka nema Huston og Man- kiewics, og þeir höfðust ekkert að um kvikmyndaframleiðslu um þessar mundir. Zanuck hafði aldrei litið á mig sem neina leikkonu með „stjörnuhæfileika". Honum fannst ég miklu frekar vera einhverskonar skrípi. Þetta er engin ímyndun mín. Hann sagði það við einhvern þarna í aðalskrifstofunni, að ég væri ekki annað en skrípi, sem ekki væri eyðandi tíma í.“ Nú var hún orðin næstum 25 ára gömul, og var enn kölluð smástjarna, aðeins vegna þess, að það er Hollywoodmállýzka um girnilega stelpu, sem er ekki stjarna eða teljandi leikkona. í rauninni var hún gömul kerling, samkvæmt Hollywood-málvenju og tímatali. Þegar smástjarna verður 25 ára án þess að hafa áunnið sér nokkurt nafn, er henni venjulega varpað fyrir borð, eins og þegar eggjaskurni er fleygt í ruslabyttuna. Dagarnir urðu að vikum og vikurnar að mánuðum, og blöð- in á almanakinu féllu jafnt og þétt. Það kom fram í apríl Og enn heyrðist ekkert frá valda- mönnunum. Deildin, sem skip- aði í hlutverk, steinþagði. Þegar hún kvartaði yfir þessu, var full- yrt við hana, að nafnið hennar væri á skrá hjá einhverjum leik- stjórana og þeir væru bara að bíða eftir einhverju heppilegu handa henni. Nú var Marilyn að verða geðveik út af þessum við- skiptum sínum við sðalskrifstof- una. Henni fannst hún hafa álíka möguleika á almennilegu hlutverki eins og því að fá skrif- stofu Zanucks fyrir búningsher- bergi. „Og hún hefði verið þægi- legt búningsherbergi. Hr. Zan- uck hefur svo rúmgóða skrif- stofu“. Hún var því ýmist ofsakát eða í örvæntingu. Þegar hún var kát heyrði hún huggandi raddir, sem sögðu henni. að hún yrði fræg og tilbeðin. Hún komst á þá skoðun, af því að Julian skyldi hafa þurft að áminna hana um sjálf- sögðustu kurteisi. Hún minntist þess, þegar Maurice þurfti að gera það sama forðum, þegar Oxtoby var að óska þeim til hamingju. Guð minn góður, hugsaði hún um leið og hún leit Julian Ijóm- andi augum. Eru ekki nema fá- ar vikur síðan? Mina beið hennar við hlöðu- dyrnar, en Upavon hafði gengið að húsinu. Ég er svo feginn, að maðurinn þinn skyldi geta kom- ið. Rakel, sagði hún. Mér fannst að hún yrði aldrei fræg með þessari venjulegu Hollywood- aðferð. Hún léti aldrei ,,búa til stjörnu" úr sér. Hún segir, að hún hafi beinlínis verið falin fyrir blaðasnápunum, og að þeir hafi hreint ekki vitað, að hún væri til, og að útbreiðslustjórar og myndasölumenn hafi aldrei fengið í hendur þessa venjulegu ævisögu, hvað hana snerti. Marilyn fór að ímynda sér, að henni mundi aldrei takast að brjótast gegn um múrvegginn. Hún yrði að klifra yfir hann. Það yrðu áhorfendurnir og allur almenningur, sem mundu gera hana fræga, en alls ekki stór- karlarnir í aðalskrifstofunni. „Líklega hef ég vitað þetta frá öndverðu. Ég vissi það, sem ég hafði vitað þegar ég var þrettán ára og gekk um fjöruna í bað- fötum í fyrsta sinn. Ég vissi, að ég tilheyrði almenningi og heim- inum, ekki vegna hæfileika eða fegurðar, heldur vegna þess, að ég hafð aldrei átt annarsstaðar heima. Áhorfendurnir voru eina fjölskyldan, eini draumaprinsinn og eina heimilið, sem mig hafði nokkurntíma dreymt um.“ Ef athugað er, að hún hafði þó haft allmikla ánægju af sam- búðinni við frænkurnar Ana og Grace Og ástkæran eiginmann, Jim, Jim Dougherty. og verið í náinni vináttu við Freddy Karg- er, Natasha Lytess, Lucille Ry- man og Johnny Hyde, finnst manni þetta umtal um einmana- leik dálítið út í hött. En bágindi hennar áttu sér þó eina bjarta hlið. Ef Daryl Zan- uck, einn hinna sex stærstu kvik- myndajöfra heims, var að leggja sig í líma til að spilla fyrir henni. hlaut hún að vera talsvert markverð persóna. Að Zanuck gat haft tugi annarra ástæðna til þess arna — hennar persónu óviðkomandi — lét hún sér aldrei det.ca, í hug! En Zanuck skágekk hana bein- línis vegna þess að hann sá ekki neitt leikaraefni þar sem hún var. Slíkt er algengt. Til dæmis má nefna, að þegar hann var aðalmaðuriön hjá Warner það svo skammarlegt af okkur að skilja ykkur svona lengi. Já, en mér hefur fundizt allt hér svo hrífandi, sagði Rakel. Já, það hefur auðvitað verið allt í lagi hvað þig snertir. En ég var nú að hugsa um hr. Bann- ermann. Það var einhver ögrandi hreim ur í rödd Minu. Nú stikaði hún hratt á undan, með hendur í buxnavösunum og hárið var eins og áskorun til hólmgöngu. Það er nú ekkert gaman að hring- sóla sífellt kring Um Portman- torgið, sagði hún. Brothers, „uppgötvaði“ hann Clark Gable og vildi gera stjörnu úr honum. En þá sagði Jaok Warner, að eyrun á honura væru ofstór og Harry Warner sagði, að hann væri með glæpa- mannsútlit Og glæpamyndir væru komnar úr móð. Svo slepptu þeir Gable og hann fór til MGM og varð einhver mesta tekjulind, sem um getur í sögu kvikmynd- anna. Nei, það var hvorki hatur né heldur glámskyggni, sem kom Zanuck til að afþakka Marilyn, heldur var það aðeins skakkt mat á væntanlegum viðbrögðum á- horfenda við henni. Og viðbrögð almennings eru svo óútreiknan- leg, að jafnvel glöggskygn mað- ur eins og Zanuck getur aldrei vitað þau fyrirfram. eða reiknað út duttlunga þeirra. En Marilyn skrifar: „Kvik- myndajöfrar eru alveg eins og stjórnmálajöfrar — afbrýðisamir vegna sinna eigin valda. Þeir vilja sjálfir velja menn í öll em- bætti. Þeir vilja ekki láta al- menning koma og fleygja í þá stelpu, sem „myndast illa“ og segja þeim að gera stjörnu úr henni. af því að fólkið vilji, að hún verði stjarna.“ Marilyn þarf að hafa einhvern til að hughreysta sig og á þesum erfiðleikatímum treysti hún þar bezt á Sidney Skolsky, blaða- manninn. Hann var gjörólíkur flestum starfssystkinum sínum eins og Heddu Hopper, Louellu Parsons og Sheila Graham. Þess- ar konur höfðu fyrir sérgrein kjáftasögur um frægu leikarana, ástarævintýri milli hinna þekkt- ustu og „einkaleyfis" sögur um væntanlegar stórmyndir eða hjónaskilnaði. En Skolsky fékkst ekki einungis við allt þetta, held- ur gerði hann sér lika títt um óþekkta leikara ög leikkonur. Næstum á hverju kvöldi sat hann í sínu vanasæti við barinn I Schwabadero og hann beið henn- þar skammt frá. Hann var til við- tals við hvern, sem hafði ein- hverja hæfileika til að bera, og hann hlustaði með skökku sam- úðarbrosi, þegar unga fólkið var að telja honum raunir sínar og vandamál. Marilyn sneri sér hvað eftir annað til Skolsky. Þegar verst la á henni, var hún vön að fara langar gönguferðir, eða þá þjóta í bílnum eftir þjóðvegi nr. 101, sem liggur 1 boga eftir Kyrra- hafsströndinni. og er einn feg- ursti bílvegur landsins. Marilyn Monroe eflir Maurice Zolotov G9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.