Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 20
FRÉTTASIMAR MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 fpmfl 223. tbl. — Sunnudagur 7. október 1962 Reykjavíkurbrét Sjá bls. 11. Lifrarsjúkdóma vegna síldarmjöls ekki vart “ en fylgst verður náib með niðurstöðum Norðmanna EINS og skýrt var frá í Mbl. í gær hefur eiturefná í sildarmjöli valdið lifrarsjúkdómum í hús- dýrum í Noregi. Hafa vísinda- menn á síðustu mánuðum unnið að rannsóknum á sjúkdóminum Og komizt að raun um að rotvarn arefnið nitrit muni valda sjúk- dóminum, en rotvarnarefni þetta mun hafa verið notað hérlendis í niokkrum mæli, bæði í sumar og áður. Efni þetta er sett í síldina til þess að verja hana skemmdum ef langur tími líður frá því að hún veiðist þar til hún fer til vinnslu. Mbl. hefur átt tal við Pétin Verka- menn herðum sóknina Kosningu i Dags- brún lýkur i kvöld ALLSHERJARKOSNISGUSNI í Dasgbrún um kjör fulltrúa fé- lagsins á Alþýðusambandsþing Iýkur kl. 11 í kvöld, en kosið er á skrifstofu félagsins í Alþýðuhús inu frá því kl. 10 f.h. í dag. Þegar kosning hófst í gær, kom í ljós, að rúmlega 2700 voru á kjörskrá og er það nokkrum mönnum fleira en áður, þótt enn vanti mikinn fjölda verkamanna í Reykjavík á kjörskrá Dagsbrún- ar. Kjörsókn í gær var nokkuð minni en í undanförnum kosning um. Listi lýðræðissinna B-listinn hefur kosningaskrifstofu sína í Breiðfirðingabúð uppi. Er óskað eftir sjálfboðaliðum til að vinna við kosninguna og eru þeir beðn ir að hafa samband við skrifstof- una. Lögbrot kommúnista í Dags- brún að undanförnu hafa vakið mikla athygli og jafnvel komm- únistum sjálíum stendur ekki á sama um ifleiðingar þessara síð ustu ofbeldisverka. Hefur Eðvarð Sigurðsson sent öllum Dagsbrún armönnum fagurlega orðað áróð ursbréf (á kostnað félagsins) og biður þá nú að kjósa sig á Al- þýðusambandsþing vegna kjara- málanna. í bréfinu viðurkennir hann þó, að Dagsbrún hafi mis- tekizt að rétta hlut verkamanna í vor og hann hafi „viljað gera betur“. Verkamenn hafa nú tækifæri til að sýna kommúnistum álit sitt á lögbrotum þeirra og frammi stöðu þeirra í kjaramálunum með því að veita B-listanum öflugan stuðning og vinna jafnframt að því, að endir verði bundinn á valdamisnotkuo k'-mmúnista í Dagsbrún. Gunnarsson, fóðurfræðing, við Atvinnudeild háskólans. Sagði Pétur að hann vissi ekki til þess að þessi sjúkdómur hefði stung- ið sér niður hérlendis. Hér væri um að ræða nýtt mál, og erfitt væri nokkuð um það að segja á þessu stigi. Rannsóknir þessar væru á frumstigi í Noregi en Norðmenn væru komnir talsvert áleiðis þannig að ekki borgaði sig að hefja sjálfstæðar rannsókn Framhald á bls. 19. Uthlutun verzlunarlóoa verði hraðað VIÐ umræður í borgarstjórn Reykjavíkur sl. fimmtudag um úthlutun á verzlunarlóðum í Háa leitis- og Kringlumýrarhverfum og framkvæmdir á þeim lóðum, sem þegar hefur verið úthlutað, greindi Geir Hallgrímsson borg- arstjóri m.a. frá því, að Austur- veri hf. hefði nýlega verið heim- ilað að reisa bráðabirgðaverzl- unarhúsnæði við Hvassaleiti, vestan Háaleitisbrautar, svo að unnt sé að verða við óskum íbúa í viðkomandi hverfi um bætta aðstöðu til verzlunar. Mun verzlun taka þar til starfa nú i haust. Hefur fyrirtækið þegar greitt tilskilin gatnagerðargjöld og hafið framkvæmdir. Og frum teikningar að framtíðarhúsnæði hafa verið lagðar fyrir bygging- arnefnd borgarinnar. Vegna fyrirspurnar, sem fyr- ir fundinum lá frá Ósikari Hall- grímssyni borgarfulitrúa Al- þýðuflokiksins, minnti borgar- stjóri ennfremur á, að í ágúst á sl. ári hefði borgarráð útihlutað verzlunarlóðinni Brekkugerði3, þar sem ráðgert var að byggja verzlunarhús fyrir nýlenduvörur og fiskbúð. Þeir, sem lóðina hlutu afsöluðu sér henni svo síðar, og hefur enginn sótt um hana síð- an, þó að umsækjendum um ærzlunarlóðir hafi verið á hana bent. Á þessum slóðum eru nú verzlanir á horni Miklubrautar og Grensásvegar (nýlenduvörur, kjötbúð, fiskbúð, bakarí o.fl.), og nýiega tóku tii starfa verzl- anir á horni Grensásvegar og Skálagerðis. Verzlunarlóðum úthlutað í Kringlumýrarhverfi. í Kringlumýrarhverfi úthlut- aði borgarráð í júní á sl. ár verzlunarlóð við Starmýri 2. Hafa frumdrættir verið lagðir fyrir bygigingarnefnd, og er þess nú beðið, að nefndinmi berist endanlegir uppdrættir. Og í júlí sl. úthlutaði borgarráð hluta af verzlunarlóðinni nr. 70 við Skip holt. Var þeirri lóð úthlutað um leið og úthlutað var lóðum undir íbúðir í þessu hverfi. Þá skýrði borgarstjóri frá því á fundinum, an enn væri óúthlutað verzlun- arlóðum við Safamýri, Háaleit- isbraut og hluta af lóðimni við Skipholt. Verður úthlutun verzlunarlóða leyfð fyrr en annarra lóða? í framhaldi af þessum upplýs- ingum borgarstjóra urðu nokkr- ar umræður urn það, á hvem stuðlað að því, að verzliamir kæm ust sem fyrst upp í hinum nýju hverfum borgarinnar. HaHaðist borgarstjóri helzt að þekri lausm, að úthlutun verzlunarlóða yrði flýtt svo sem kostur væri, ng jafnvel heimiluð fyrr en úthlut- un annarra lóða í viðkomamdi hverfum. Kvað hann að sínu áliti rétt að athuga, hvort ekki væri hægt að hraða svo úthlutum verzl unarlóða, að verzlamir gætu ver- ið komnar á fót um leið og veru leg byggð væri komim upp í við komandi hverfum. Tók Þórir Kr. Þórðarsom borgarfulltrúi Sjáif- stæðisflokksins í sama stremg. Einar Ágústson borgarfulitrúi Framsókmarflokksins iagði hims vegar fram tillögu um, að at- hugaðir yrðu míöguleikar á þvi, Berklavarnar- dogurinn I DAG er hinn árlegi Berklavarna dagur, en hann er fyrsta sunnu dag í október og eru þá seld merki og b'aðið Reykjalundur til ágóða fyr,r SÍBS. Gildir hvert merki sem happdrættismiði og eru vinningar 15 ferðaútvarps- tæki. Dagskrá ríkisútvarpsins verður helgu.ð deginum. — í Hafn arfirði verður kaffisala í Sjálf stæðishúsinu til kl. 11,30 um kvöldið. Fjáröflun hefir ávallt gengið vel þennan dag, og er þess vænzt að svo verði einnig nú. að Reyikjavíkurborg edgnist hreyf anlegt bráðabirgðaverzlunarhús- næði, sem leigt yrði kaupmönm- um gegm ákveðnu gjaldi um til- tekinm tíma meðám anmað verzl- unarhúsnæði væri ekki fyrir hendi. Og Óskar Hallgríimssom vakti máls á þeirri leið, að það skilyrði yrði sett af hálfu borg- aryfirvalda fyrir úthlutum verzl- unarlóða, að þeim sem lóðirnar fengju, yrðu gert að sjá íbúum hinna nýju hverfa fyrir nauð- synlegri þjónustu um leið og veruleg byggð væri komin þar Framhald á bls. 19. mmm. Eins og skýrt var frá í gær ! varð bílslys í Kömbum sl. föstudagskvöld. Þessa mynd tók Sveinn Þormóðsson á slys staðnum á föstudagskvöldið og sýnir húa vörubílinn og hlass ið, sem var á pallinum (t.h.), en það hafði kastazt af bílnum. Kosið á Siglufirði Siglufirði 5. okt. í KVÖLD fór fram kjör fulltrúa á þing Alþýðusambands íslanda í Verzlunarmannafélagi Siglu- fjarðar, en félagið er aðili að ASÍ. Félagið hefur rétt til eins fulltrúa. Kjörinn var Herbert Pálsson, skrifstofumaður og til vara Hörður Arnþórsson, gjald keri. — Stefán Mislingabólusetningin gefur göða raun MARGRÉT Guðnadóttir, læknir á Keldum, skýrði frá því í út- varpinu í fyrrakvöld að bólu- setning sú gegn inflúenzu með nýju bóluefni, sem verið er að gera tilraunir með á vegum Heil- brigðisstofnunar Sameinuðu þjóð anna og m. a. hefur verið gerð hér í vor og í haust, gefi mjög góða raun og hafi aldrei haft al- varleg eftirköst. Búast megi við að í framtíðinni verði hið nýja bóluefni á markaðnum eins og t. d. mænusóttarbóluefnið er nú. Hefur þetta mislingabóluefni verið reynt á 10 þús. börnum víðs vegar um heim. Hér hefur tilraunabólusetning farið fram á vegum tilraunastöðvarinnar á Keldum og við hana verið kanadískur sérfræðingur á þessu Aðstoð Bandaríkj- anna við erlend ríki Washington, 6. okt. — NTB. Öldungadeild og fulltrúadeild Bandaríkjaþings komu sér sam- an um það i gær, að veita ríkis- stjórninni heimild til að nota 3.928,9 millj. dollara til aðstoðar við erlend ríki. Er það 1.032,4 millj. lægra en Kennedy forseti fór fram á S þessum tilgangi. Nefnd, sem í áttu sæti fulltrú ar beggja pingdeilda, komst að þessu samkomulagi. Samdi hún drög að lögum, sem farið skal eftir, þegar erlendum ríkjum er veitt aðstoð. Segir þar m.a. að ekki megi aðstoða lönd, sem eigi skip er flytji hergögn til Kúbu. hátt borgiairyfirvöld gætu bezt | Ekki má veita kommúnískum ríkj um hernaðaraðstoð, en það má veita þeim efnahagsaðstoð, ef það er talið nauðsynlegt öryggi Banda ríkjanna. sviði. Voru fyrstu hóparnir bólu- settir í vor í Borgarfirði og Reykjavik, alls um 80 manns. Blóðvatnsmælingar á þessu fólki sýna að allir voru bólusettir með fullkomnum árangri. í haust voru bólusettir 235 manns. mest fullorðið fólk, í Suður-Þingeyjar sýslu, og eru rannsóknir á ár- angri rétt að hefjast. Tók Margrét það sérstaklega fram að mislingabóluefni þetta væri enn sem komið er, aðeins framleitt í smáum stíl og til rannsókna eingöngu. Kviknar í bíl Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ gerS- ist það í Aðalstræti að eldur kviknaði í jeppa úr Kópavogi, Benzín mun hafa komizt úr benzíntank, sem var undir fram- sæti jeppans, og eldurinn kvikn- aði er ökumaður sló úr síga- rettu á gólfið. Maðurinn komst út úr bílnum og kvaddi slökkvi- liðið á vettvang. Gekk greiðlega að slökkva eldinn og skemmdir urðu fremur litlar á bílnum. Áriðondi tilkyiuiing frri fulltrún- rúði Sjúlfstæðisfélagunna Fulltrúar eru beðnir að hafa strax sam- band við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Val- höll, símar 18192, 15411 og 17103. Stjórn fulltrúaráðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.