Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. október 1962 MORGl TSBLAÐÍÐ 3 Fjölskyldan fatar sig upp NÝLEGA brugðum við við ökkur í þrjár verzlanir í toænum sem hafa á boðstól- um skófatnað og klæðnað fyrir konur og karla, til að spyrja um vöruval og eftir- spurn, m haustið er einn helztí. annatíminn hjá verzl- unum af þessu tagi — unga fólkið þarf að búa sig vel fyrir skólann og svo eru sjó- mennirnir komnir í bæinn með tugi ef ekki hundruð þús unda af nýlokinni síldarver- tíð og kaupa ný föt handa sér og fjölskyldunum. Fyrst litum við ír . í skó- verzlun Hvannbergsbræðra og hittum Gunnar Hvannberg að máli. Við spurðum hvort salan á skóm væri áberandi meiri nú eftir að tollalækk- unin var gerð heldur en áð- ur. — Jú, salan hefur aukizt að mun, sagði Gunnar. Úr- vali- er orðið miklu meira og fólk er hætt að kaupa skó erlendis í jafn ríkum mæli og áður var. Mismunurinn á verði ytra og hér heima er það lítill, að menn sjá ekkert unnið við að leggja út í happ drætti um að kaupa rétta stætrð af skóm sem öllum líki fyrir kunningja eða ættingja sína. Álagið í verzlunum er- lendis er miklu hærra en hér heima, svo að skór, sem kosta um 600 krónur úti eru um hundrað krónum dýrari í út- sölu hérna. — Er mikill verðmunur á íslenzkum og innfluttum skóm? — Það er misjafnt. Franskir og hollenzkir skór eru á sama verði og þeir ís- lenzku en ensku skómir eru aftur á móti dýrari. Það hef- ur dregið úr sölu á íslenzk- um skóm eftir að úrvalið á erlenidum skófatnaði jókst; skinnið í íslenzku skónum er lélegra, þó að vinnan sé full- ko vóega sambærileg. Þó eru vissar tegundir af íslenzkum skóm, sem alltaf seljast jafn vel. — Ber eittlhvað á því, að ein tegund af erlendum skóm sé tekinn fram yfir aðra? — Nei, salan er mjög jöfn. Engin sérstök tegund virð- ist standa annarri að baki hvað sölu snertir. Unga fólk- ið virðist haga skóvali sínu nokkuð með tilliti til þess a8 vera eins til fótanna og jafn- aldrarnir, en að öðru leyti er valið mjög misjafnt. x ★ x Inga Bong og Þórunn Þor- steinsdóttir í tízkuverzlun- inni Guðrúnu við Rauðarár- stíg gáfu okkur nokkra inn- sýn í smekk kvenfólksins í klæðavali, þó að hann sé breytilegur eins og árstíðirnar Verziunin Guðrún hefur ein- göngu á boðstólnum erienda kjóla og sögðu þær Inga og Þórunn, að salan hefði auk- izt stórlega á síðastliðnu ári og haustið væri mesti anna- tíminn fyrir utan desember- mánuð . — Hvaða tegundir kjóla seljast nú einna bezt? — Nú sem stendur eru tery lene-kjólar mjög vinsælir og mikið keyptir af stúlkum rg ungum konum sem skóla- eða dagkjólar. Við höfum kjólc á alla aldursflokka, frá fermingu upp í.......... — Leyndarmál? — Já, og það eru konur r• • •• •'?/.••'«' v "'•wfyw Frúin fær nýjan kjól. Eiginmaðurinn mátar jakka. um og yfir brítugt, sem flesta kjóla kaupa. — Hvaðan fáið þið kjól- ana? — Við er--n með danska, enska, ameríska, svissneska og hollenzka kjóla. Okkur finnst bezt gengið frá þeim dönsku og þeir svissnesku eru líka mjög góðir. ■— Hvað kostar kjóllinn? — Hvaða númer, góði? — Ha? Ja — við skulum segja fyrir háa og þéttvaxna. — All’t fná níu hundruð upp í tvö þúsund. Og þegar blaðamaðurinn er búinn að sjá nokkra ndu hundruð króna kjóla fyrir 'háa og þéttvaxna dettur hon- um í hug að spyrja hvaða litur sé í tízLu. — Mest er keypt af dökk um litum. Það fer þó mikið eftir árstíðum. A sumrin er ♦ Ös í skósölun: ' eðlilega meira beðið um Ijósa liti. — Hvernig er það, hafið þið orðið varar við einhvern mismun á sniðum kjólanna eftir því hvaðan þeir eru? — Já, þeir hollenzku eru í stórum númerum, þeir sviss- nesku eru í mörgum tilfe-1- um of þröngir yfir herðarnar fyrir íslenzkar konur. Dönsku kjólarnir passa bezt. — Eru konur hættar að sauma á sig sjálfar? — Nei, nei langt frá því. Það er fjöldi kvenna sem saumar alla sína kjóla, en flestar fá sér samt einn og einn tilbúinn kjól. Það er orðið svo mikið úrval af góð um sniðum og efnum í kjóla. — Er mikil tilhneiging hjá konum að reyna að vera „topp móðins"? — Nei, ekki þegar á heild- ina er litið. Flestar konur fá sér föt, sem hæfa útliti þeirra og hatfa ekki "zkufyrirbrigð- in eingöngu í hugá. Þó eru stúlkur undir tvítugu nokk- uð gjarnar á að kaupa sér kjóla, sem ekki klæða þær, en eru samt taldir vera í tízku. — Vilja eiginmennirnir ekki fá að vera með í ráðum með kjólaval? — Margir hverjir. Sumar konur kaupa sér alls ekki kjól nema eiginmaðurinn sé búinn að sjá hann fyrst. — Við höfum oft lent í vandræð um með eiginmennina, sem koma fimm til tíu mínútum fyrir miðnætti á Þorláks messu og ætla að fá kjól sem jólagjöf handa frúnni, vita ekki málin og hafa enga hug mynd um hvaða lit þeir vilja. x ★ x 1 Herrabúðinni í Austur- stræti er á boðstólum karl- manaklæðnaður sem er yfir- leitt saumaður hérlendis úr erlendum efnum. Við röbb- uðum við Halldór verzl- unarstjóra og öfluðum Fnh. á bls. 23 STAKSTEINAR Yinnumiðlun í þága búsmæðra „fslendingur" á Akureyri skýr- ir nýlega frá því að á síðasta fundi í bæjarstjórn Akureyrar hafi verið samþykkt svohljóðandi tillaga frá einum af bæjarfull- trúum Sjálfstæðisfiokksins, Gísla Jónssyni menntaskólakennara: ,JJæjarstjóm samþykkir að bær inn setji á stofn vinnumiðlun I þágu húsmæðra. Bæjarstjórn felur bæjarráði að setja — eða skipa nefnd til að setja — reglugerð um vinnumiðl un þessa og það án verulegra tafa svo unnt sé sem fyrst að auglýsa eftir stúlkum til starfa, svo ög eftir umsóknum húsmæðra um starfsstúlkur“. Tillaga þessi var samþykkt samhljóða. Hér er um mála ræða sem vissu lega er ekki vandamál Akureyr- inga einna. Fjöldi heimila í kaup stöðum og sveitum á við mikil vandræði að búa vegna skorts á heimilisaðstoð, Mikil atvínna fslendingur ræðir einnig um góðærið og vinðreisnina og kemst þá m. a. að orði á þessa leið: „Fólk vantar nú víða til vinnu. Aðal auglýsingar útvarpsins eru eftir fólki til vinnu og slíkar aug- lýsingar eru mjög áberandi í Degi nú í vikunni. Stjórnarandstöðu- blöðin hafa með öllu gefizt upp á að tala um eymdina og atvinnu leysið, sem koma hlyti á valda- árum viðreisnarstjórnarinnar. Það mega þó allir vita, að ef ekk- ert bein fæst úr sjó og ekkert gras sprettur hlýlur það að skapa erfið leika með atvinnu, hver svo sem með völdin fer. Því kemur óvænt- ur afli á sííd illa við stjórnar- andstöðuna, að hún virðist hafa óskað eftir óáran í landi til þess eins að gera ríkjandi ríkisstjórn erfitt fyrir um að lagfæra efna- hagsástandið, sem vinstri stjórnin var að kollvarpa á stuttum valda- ferli, og eru þar flokkshagsmunir jafnan settir ofar þjóðarhag". „Misskipting þjóðarteknanua** Tíxninn jóðlar stöðugt á þeirri staðhæfingu að viðreisn arstefnan stuðli að „misskipt- ingu þjóðarteknanna". Þetta er hin mesta firra. Við- reisnarstjórnin hefur einmitt lagt megin áherzlu á að stuðla að bættum efnahag alls^almennings. í því skyni hefur hun t.d. stór- hækkað hvers konar bótagreiðsl- ur frá almannatryggingum, lækk að og jafnvel fellt niður niður skatta af miðlungstekjum og lág- um tekjum, ug umfram allt stuðl að að bættu atvinnuástandi, þann ig að tekjur alls almennings hafa stórhækkað. Ef Tímamenn tækju sér ferð á hendur umhverfis landið mundu þeir sjá að þetta er satt og rétt Tekjur verka- og sjómanna um land allt hafa stórhækkað og af- koma þeirra er betri en nokkru sinni fyrr. Hin mikla og varan- lega atvinna, sem er afleiðing við reisnarstefnunnar hefur skapað velmegun, sem blasir við augum allra sem hana vilja sjá. — En um Tímamenn má segja það að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki. Því fer þess vegna svo fjarri að aukin „mis- skipting þjóðarteknanna" hafi fylgt í kjölfar viðreisnarstefnunn ar. Það er líka alþjóð kunnugt að takmark Siálfstæðisflokksins í efnahagsmálum er fyrst og fremst sem almennust velmegun allra og eign handa öllum þjóðfélagsþegn um. Skattránsstefna Eysteins Jónssonar og Tímaliðsins hefur hins vegar stefnt í þveröfuga átt. Tímamenn hafa ævinlega fjand- skapazt við heilbrigða viðleitni einstaklinganna til þess að verða i fjárhagslega sjálfstæðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.