Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. október 1962 MOTtnrvnr 4fí1Ð 5 Á VEGUM Námsflokka Reykjavíkur verður í vetur- efnt til námsflokka fyrir for- eldra, og hafa þessi nám- skeið hlotið nafnið: Foreldra fræðsla. Það er eftirlitskennari Námsflokka Reykjavíkur, frú Pálína Jónsdóttir, sem eink- um hefur skipulagt foreldra- fræðsluna. Og nú í sumar var hún ásamt skólastjóra náms- flokkanna Ágústi Sigurðssyni og Helgu Magnúsdóttur kenn- ara í námsferðalagi í boði vestur-þýzku stjórnarinnar og kynntu þau sér skipulag náms flokka, m.a. foreldrafræðslu. Helga og Stella nutu fyrirgreiðslu sendiráðs Þýzkalands hér er þær fóru þangað til að kynna sér forcldrafræðslu. (Ljósm. Sv. Þorm.) Hefur Mbl. fyrir nokkrum dög um átt tal við þær Helgu og Pálínu um tilganginn með þessari fræðslustarfsemi. Þeim sagðist þá eitthvað á þessa leið frá: Allir, sem fást við uppeldi barna finna til þess, hve það er erfitt og ábyrgðarmikið starf, en sáralítið hefur ver- ið gert til þess að leiðbeina foreldrum í því efni. Kenn- arar og fóstrur læra nokkuð í uppeldis- og sálarfræði og til er sérmenntað fólk, sem hægt er að leita til, þegar áberandi örðugleikar koma í ljós, en er ekki ástæða til að reyna að koma í veg fyrir vandræðin, með því að benda foreldrum á ýms undirstöðu- atriði í uppeldi barna? For- eldrarnir eru einu ábyrgu upp alendurnir fram til skólaald- urs og sá grundvöllur, sem þeir leggja skiptir mestu máli fyrir þroska og líf barns ins síðar. Og þótt barnið fari í skóla er ábyrgð og þátttöku foreldrarma í uppeldinu ekki þar með lokið, heldur kem- ur þá til nýr þáttur: sam- starf heimilis og skóla, sem þyrfti helzt að styðjast við persónuleg kynni foreldra og kennara. Með þetta í huga var inn- an Námpflokka Reykjavíkur í fyrra stofnað til foreldra- fræðslu. Var þar tekið til meðferðar uppeldi barna fram til skólaaldurs. Þátttaka var góð og áhugi mjög mik- ill, og sams konar flokkur er starfandi i vetur. Sigurjón Björnsson sálfræðingur og próf. Matthías Jónasson verða meðal fyrirlesara, svo og fóstrur úr borgum Sumar- gjafar þær Gyða Ragnarsdótt ir og Gyða Sigvaldadóttir, en þær munu fjalla um bókaval og val knkfanga fyrir börn innan skólaalddurs kenna fönd ur og söngva og Helga Magnúsdóttir kennari fjallar um fyrsta skólaárið, og hvað foreldrarnir geta gert til að gera börn sín skólaþroska. Þá er í ráði að stofnaður verði annar námsflokkur, þar sem leiðbeint verður um uppeldi barna á skólaskyldu- aldri, og hefst kennsla í hon- um á fimmtudaginn kemur 11. október kl. 8. Fjallað verð ur um efnið í fyrirlestrum og samtöium. Verður íögð áherzla á þátt foreldranna í uppeldi barna eftir að þau fara í skólann og nauðsyn þess, að heimilið verði eftir sem áður sterkasti aðilinn í lífi og uppeldi þeirra þrátt fyrir hin miklu ítök, sem skólinn hefur og hlýtur að hafa í lifi skólabarna. Leiðbeint verður um bóka- val, rætt um kvikmyndir við barna hæfi, gefnar ráðlegg- ingar um skólanesti o.fl. þ.h. Síðan eru fyrirhugaðir sam- talstímar foreldra við full- trúa skóianna og við sálfræð- ing, sem myndi gefa hagnýt- ar leiðbeiningar. Auk þess er ráðgert, að foreldrar í þess- um flokki fái tækifæri fyrir jólin til að föndra með börn- um sínum, búa til smáhluti og jólaskraut, einnig að þeir fái að læra jólaleiki og sam- kvæmisleiki, sem gætu gefið þeim hugmyndir til að stytta sér stundir með bömunum í frístunduin og skólaleyfum. Meðal kennara í þessum flokki 'erða Helga Magnús- dóttir, kennari, Sigríður Val- geirsdóttir B.A., og prófessor Matthías Jónasson. FLUÐI BUNDINN UNDIR BfL Martröðinni er lokið, og nú ur hún loks trúað þessu. Inge Lange, 18 ára Austur- Þjóðverji flúði til Vestur-Ber línar með mjög fimlegum hætti. Unnusti hennar Wolfgang Euliz, 22 ára hljómlistar- maður, frá Vestur-Berlín lagði á ráðin og flutti hana yfir mörkin bundna undir bíl sínum, Wolfgang hefur bú ið í Dublin í 2 ár og allan þann tíma hefur flótti Inge verið í ’ bígerð. Wolfgang keyrði fré Dublin I skodabif reið og fék'k leyfi til að fana inn í Austur-Berlín sem þegar Inge situr í sólskininu í París með Wolfgang sínum, get- ferðamaður, og kom nokkr- um sinnum í heimsókn á heimili unnustu sinnar, áður en látið var til skarar skríða. Hún lagðist undir bílinn á fáfarinni götu, en hann spennti nana fasta með ólum, einni undir hnakkann, ann- arri undir hnén, þriðju undir öklana og um mitti hennar var breitt öryggisbelti. Hún hafði hanzka og hélt sér dauðahald: í púströrið. Vega- lengdin sem aka þurfti var átta milur, og var bíllinn stöðvaður fimm sinnum til að athuga skilríki Wolfgang en allt fór vel. Hann skildi Inge síðan eftir á heimili bróður síns í Vestur-Berlín, en hélt sjálfur áfram gegn- um Austur-Þýzkaland í bíln- um. Af ótfc við Austur-þýzka njósnara, hélt Inge sig innan dyra í þrjár vikur unz Wolf- gang kom og sótti hana. Þau flugu síðan til Parísar, þar sem hún má loks teljast ó- hult. Síðan fara þau til ír- lands og ganga þar í heilagt hjónaband. TIL LEIGU 80 ferm. hæð í Smáíbúða'hverfi. — Tilboð óskast sent til afgr. Mbl. fyrir miðvikudags- kvöld merkt „Leiguibúð — 7982“. Atvinna óskast 18 ára stúlka með gagn- fræðapróf, framhaldsmennt un í ensku frá enskum skóla, óskar eftir atvinnu nú þegar. — Vélrétunar- kunnátta. — UodI. i sima 17233. Leiguíbúð Undirritaðan vantar leigu- íbúð til eins árs. Abyrgist góða umgengni. Fyrirfram- reiðglsa. Bjarni Einarsson, cand. mag. — Sími 3 54 65. Læknar! Stúlka með góða menntun, óskar eftir starfi sem að- stoðarstúlka á læknastofu. Uppl. í síma 10939 frá kl. 1—7, þriðjudag. BRÖNDÓTTUR HÖGNI svartur og brúnleitur hefur tapazt frá Frakkastíg 12. Vinsamlegast gerið aðvart í síma 1 63 42. Saumavélaviðgerðir Gerum við allar tegundir saumavéla. Fljót og góð afgr. Baldur Jónsson sf. Barónsstíg 3 — Sími 18994. Grípið tækifærið! Til sölu Citroen 1946 í mjög góðu ástandi. Uppl. á Nýbýlavegi 50, Kópavogi í dag. Vön saumakona í kvenfatnaði óskar eftir heimavinnu, fyrir verk- smiðju eða verzlun. Tilb. sendist Mbl. fyrir 11. þ.m. merkt: Kvenfatnaður 7987. RYKFRAKKI (lítið númer) var tekinn í misgripum í fatageymslu Verzlunarráðs íslands á aðalfundi sl. fimmtudag. — Vinsamlegast skilist þang- að í skiptum fyrir réttan frakka. Til sölu Sendiferðabifreið stór með stöðvarplássi. Hagstætt verð ef samið er strax. Uppl. á Nýbýlavegi 50, Kópavogi í dag og á morg- un. Iðnaðarhúsnæði Bílskúr ca 50 ferm, við mikla umferðargötu í Aust urbænum til leigu fyrir léttan og hreinlegan iðnað, eða sem geymsla. Sími 10696, 15235. Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — Og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiðurhreinsunin Kirkjuteigi 29. Sími 33301. Permanent litanir geislapermanent, — gufu permanent og kalt perma- nent. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðslustofan Perla Vitastíg 18 A - Sími 14146 íbúð óskast Fullorðin barnlaus hjón oska eftir 2 herb. íbúð. — Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 34696. Ljósmóðir óskast sem fyrst til starfa á sjúkrhús Akraness. Upplýsingar í síma 546 eða 234. Sendisveinn óskast, hálfan daginn. Reykjavíkur Apótek Framtíðaratvinna Stúlka, sem hefur kunnáttu í ensku og einu norður- máli óskast til afgreiðslustarfa hjá Ferðaskrifstofu Ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Tilboð sendist af- greiðslu Morgunblaðsins fyrir 11/10 merkt: „Fram- tíðaratvinna — 3510“. Harmonikkuskóli KARLS JÓNATANSSONAR. Get tekið nokkra nemendur ennþá. Kennt verður bæði í Kópavogi og Rvík. Vinsamlegast hafið sam- band við mig sem fyrst. Karl Jónatansson, sími 34579. Sendisveinn Okkur vantar strax duglegan sendisvein til sendi- ferða eftir hádegi. Þarf að hafa hjól. G. J. Fossberg Vélaverzlun hf. Vesturgötu 3. — Sími 10447.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.