Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 9. október 1962 MORGVTSBLAÐIÐ 13 í í Landið okkar ~K -K >f SwáflHjBwííwSMBHSbQflWí §§g Fyrir nokkru ferðaðist Vign- ir Guðmunds- IP son blaðamað- 111 ur um Norður- 111 land og m. a. l|l um Þingeyjar- sýsiur. — Hér birtist grein hans frá Húsa- i NORÐUR á Húsavík hitt um við hnellinn mann niðri á bryggju. Hann hef- Frystihús Fiskiðjusamlags Húsavíkur h.f. Er ekki betra að vera primitivur og ríkur? Heimsókn I Fiskiðjusamlag Husavíkur hf. ! ur lengi haldið sig við bryggjuna á Húsavík. — Sem strákur svamlaði hann þar í árabátum og hætti sér jafnvel út úr höfninni og má happ telja að hann skyldi ekki drepa sig í þéim ævintýrum. En Efrákurinn var kjark- maður og duglegur og þess vegna hlaut hann að komast til manns. Nú stýrir hann stærsta atvinnufyrirtæki Hús víkinga og stýrir því með sóma. Fáir munu þeir far- menn við íslandsstrendur sem hann þekkir ekki, a.m.k. hafi þeir siglt um nokkurra ára skeið. Hann var sjálfur all mörg ár í siglingum og hafði um fjölda ára skipa- afgreiðslu á hendi á Húsa- víik, auk þess hefur hana flækzt um allt landið og a.m.k. hálfan heiminn svo það eru að verða fáir máls- metandi menn sem hann hef- ur ekki haft meiri og minni kynni af. Þessi hnellm og snarlegi maður er í tali líkt og vexti öllum og framkomu hvatur, orðhagur og spaug- samur. Tekui stundum munn inin fullan og segir þá það sem honum dettur í hug, án þess að skafa utan af þvi. Hann er sjófróður og fylgist með öllu sem er að gerast veit allt og getur flest, er einkar gamansamur, ræðinn, góðgjarn og vinsæll. Hann bölvar hraustlega og drekk- ur sig blindfullan þegar hon- um býður svo við að borfa. Hann er því athafnamaður í hvívetna og til allra verka snar, Ég veit að nú fer margur að renna grun í hver mað- urinn sé sem hér er um rætt. Harðorðar skýringar Vernharður Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskiðju- samlags Húsavíkur skálmar á undan okkur irn. í bygg-• inguna og við förun. á nokkr- um mánútum um tvær hæðir í tv.imur húsum og þar sýn- ir hann okkur allt smátt og stórt og svo röskur er hann að skýra það allt fyrir okkur að engu tali tekur. Fiskmót- taka, flökunarsalur, frysti- klefar, ' vélasalur, aðgerðar- hús, fatageymslur, snyrting- ar, kaffisalir, áuk skrifstofu. All't rennur þetta fyrir augum okkar eins og sætum við á kvikmyndasýningu. Og tals- mátinn er í grófara lagi, en þeir sem þekkja Vernharð taka þetta ekki sem blót held ur sem áherzluorð, sem raun- ar enga ljóta meiningu hafa. — Þessi flökunarvél er bú- in að gefa okkur helv ..'. margar milljónir, segir hann. — Þessi kaffistofa er allt of andsk... lítil. — Þessi birgðageymsla er ekki neitt. — Þessi frystiklefi er orð- inn gamall. — Hér þurfum við að fá ný frystitæki. — Þarna á að byggja stórhýsi. — Þett'. og hitt vantar. — MiHjónir eru í húfi. — Allt er fullt af fiski. — Fiskur hér og fiskur þar. — Nýbú- inn að afskipa fleiri helv ... þúsundum af kössum, samt er allt fullt. — Þessa hrað- frystu síld urðum við að taka úr frystihúsi Kaupfélags ins, því nú á að fara að slátra. — Allt fyllist þá af kjöti, en hér er ekkert andsk ... pláss fyrir síldina. Hér er því nóg að gera, nóg verkefni að vinna. Og nú grenjar síminn. Það er landssiíminn og Vernharð- ur verður að hendast inn á skrifstofu. Og við komum í humátt á eftir. — Já, er það viðgerðar- verkstæðið, já þetta er hjá Fiskiðjusamlaginu á Húsavík segir Vernharður. — Heyrðu vinur, ég sendi þér helv ... vél í gær. Hún var öll komin í andsk.... rúst, við þorð- um ekkert að eiga við hana, en við þurfum að fá hana við gerða eins og skot. Þið sendið okkur hana um hæl aftur þeg ar þið eruð búnir að gera við hana, Og Vernharður kveður, leggur símtólið á gaffalinn. Samtalið gekk fljótt fyrir sig. Þá er það mál afgreitt. Svona er allt sem Vernharð- ur gerir, gengur fljótt og fær farsælan endi. Batnandi hagur En nú skulum við fræð- ast ofurlítið um þetta fyrir- tæki, um afkomu þess og frai ,íð. Vernharður Bjarna- son tók við framkvæmda- stjórn Fiskiðju imlagsins í ársbyrjun 1958. Þá var tap- rekstur fyrri ára orðinn 1 milj. 316,290.30. Og Vernharð ur segir að tapreksturinn hafi myndazt mest vegna þess að fyrirtækið þoldi ekki lögleg- ar afskriftir sem krafist var af skattayfirvöldunúm. En brátt fór af sækja í betra horf. Árið 1958 er móttekinn fiskur •" heimabátum 2719 tonn, slægt með haus, en árið 1961 er aflamagnið komið upp í 4700 tonn. Árið 1957 greiddi fyrirtækið í vinnu- laun 2 milj. 50 þús. Það keypti fisk þá fyrir 3 milj. 812 þús. og framleiðsluverð- mætið nam 6 milj. 700 þús. Síðan vex þetta hröðum skrefum. Árið 1958 er fram- leiðsluverðmætið 9 milj., 1959 nær 10 milj., 1960 16% milj. og árið 1961 eru greidd vinnulaun 5.880 þús. Fisk- kaupin nema 14 milj. 390 þús og framleiðsluverðmætið er þá komið upp í 2° milj. 654 þús. Þess er þó að gæta að árið 1957 til 15. febr. 1959 fengu sjómenn og fiskvinnslu stöðvar hluta af fiskve’-ðinu í gegnum útflutningssjoð, sem borgaði t.d. síðasta árið 80% uppbót á útflutnings- verð ao viðbættri ýsu og steinbítsur ' og að við- bættri smáfiskuppbót. Þær tölur eru ekki taldar hér með — En allir vita hvernig það endaði og varð banabiti vinstri stjórnarinnar, segir Vernharður. Það var ekki til lengdar hægt að greiða fyr- ir gjaldeyririnn 80% og selja hann fyrir 55%. Það var sem sé ekki hægt að selja með tapi og græða á umsetningunni eins og mað- Vernharður Bjarnason forstjóri: — Hér eru engin helv móðuharðindi. — urinn ætlaði að gera forð- um. Tvær milljónir í afskrift og milljón 1 gjöld. Þaö er fróðlegt að sjá í töl um hvernig þetta fyrirtæki hefur blómgazt á sl. 4 árum. Árið 1958 eru afskriftirnar 367 þús. rúm, 1958 511 þús. tæp 1960 489 þÁ. rúm, 1961 476 þús. rúm. Fyrirtækið greiðir í opinber gjöld 1958, 81.726 kr. 1959 353.990 fer. 1960 259.676 kr. og 1961 385.499 kr. Opiníber gjöld álögð 1962 eru 401.549 kr. Fyrirtækið hefur því á þessum 4 árum lagt rúmar 2 millj. í afskriftir og greitt rúma milljór. í opinber gjöld. Aðrar helztu greiðsiur á þessum fjórum árum eru sem hér segir. Yfirtekinn öfugur höfustóll l./l. 1958 I. 316,290 kr., afskriftir 1958— 1961 1.843.447 kr. gengistap á flökunarvélum o.fl. 167.126 kr., greiddur arður hluthöf- um 8% öll árin 136,768 kr., greidd uppbót á fiski fyrir árið 1959 fram yfir lögskráð verð 300 þús.‘ myndaður vara sjóður pr. 31/12 1961, 311.691 kr. Höfuðstóll 4052. Og að síð ustu greiddar frumskuldir og afborganir frá 1/1—1958 —■ 31/12 1961 3.478.444 kr. Arið 1961 voru eignir metnar að tiihlutan Stofnlánadeildar Eandsbankans og reyndist matið til endurkaupaverðs II. 416,515 kr. og eru þær eign ir allar bókfærðar samtals 1.122.000 kr., svo efnahagur getur talizt mjög góður. Af þessum tölum má glögg lega sjá hve mikið hlutverk Fiskiðjusamlags Húsavíkur hefur verið í efnahagslífi kaupstaðarins og sýnilega er . hluturinn enn vaxandi. Og nú skulum við spyrja Vern- harð um framtíð fyrirtækis- Margrt þarf að gera Fiskiðjusamlagið á við mjög erfiðar aðstæður að búa, sagði Vernharður. Upp- haflega var það byggt til að hagnýta afla smáútgerðar hér, sem farið hefur vaxandi með hverju ári. Almennt er talið að aflabrögð og lífsaf- koma hér á Húsavík hafi batnað vegna tilkomu land- helgisfriðunarinnar. Það er einróma skoðun manna hér að aldrei megi leyfa nokkra botnsköfun hér, hvort sem að heitir togveiðar, dragnóta- veiðar, rækjuveiðar né hum- artroll. Þá sé atvinna og verð mætasköpun hér á Húsavík í voða. Sýnilegt er að hið geysi lega verðmæti, sem fiskveið- Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.