Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. október 1962 ^HOWARD SPRING:, 51 RAKEL ROSING Rakel leit hornauga til Minu. Þessi ögrandi tónn hennar hreif hana á vissan hátt. En hún gætti þess að hlaupa ekki á sig og setti upp umburðarlyndis-bros. Maur- ice ætti að geta liðið vel hérna, sagði hún. Hann hefur að minnsta kosti málverkin ykkar a horfa á. Nefndu þau ekki, sagði Mina með fyrirlitningu. Leiðinda fjöl- skyldumyndir. Mér þykir ólík- legt, að hann verði sérlega hrif- inn af þeim. Við sjáum nú til. Ég get að minnsta kosti ekki dæmt um það, og ekki vissi ég, að þú þekktir smekkinn hans svona vel. Ég var hjá hönum í heila klukkustund fyrir tíu dögum. Ég kom að heimsækja þig, en þú varst ekki heima. Og þú þurftir ekki nema klukkutima til að vega og meta Maurice? Maður þarf stundum ekki meira. Hann nefndi ekki þessa heim- sókn þína á nafn við mig. Og það hefur þú reyndar heldur ekki sjálf gert, fyrr en nú. Hún fann til eins konar af- brýðisemi vegna þess, að Mina og Maurice skyldu hafa verið saman eina klukkustund, án hennar vitundar. Jæja. sagði hún með ofurlitlu háðsglotti. Eg sé það á öllu, að Maurice þarf ekki að leiðast hérna. Hann verður í félagsskap, sem skilur hann. Mina snarstanzaði á stígnum og sneri sér beint að Rakel. And litið var náfölt og grænu augun leiftruðu af reiði. Sjáðu nú til Rakel, sagði hún. Mig langar að gefa þér eitt ráð í allri vinsemd. Við Heathættin skiptumst í tvö flokka. Bjána og fólk með viti. Og, að ég bezt veit hefur þetta alltaf svona verið. Ta'ktu ekki pabfoa gamla sem algilda reglu um ættina. Hann' er bjáni, ef nojckurntíma hefur verið bjáni tiil, og engan í heiminum þykir mér vænna um en hann. En ég er enginn bjáni sjálf. Eg fer fram á, að þú hafir það hugfast. Þú skalt ek'ki verða hissa á því, sem ég kann að taka upp á. Og í öðru lagi skaltu muna, að Julian er enginn bjáni heldur. Rakel hafði líka stanzað. Hún leit með forvitni á roðann, sem hafði stigið upp í kinnar Minu. En þó hafði hún fullkomið vald yfir sjálfri sér, enda þótt hún væri óróleg innanbrjósts. Hún spurði nú aðeins, kuldalega: — Hvað varðar mig um. hvort Juii- an er bjáni eða ekki? Ekkert — vona ég, sagði Mina. Svo kallaði hún á hundana og hélt áfram að húsinu. Rakel elti hana, hægt og í þungum þönk- m 3. Það et leiðinlegt, að þú skulir ekki geta borðað með okkur, Bannermann, sagði Upavon lá- varður. Eldabuskan var einmitt með sérlega góðan mat í dag, sem ég hefði viljað heyra álit þitt á. En þú getur komið inn í bókastofuna, eftir mat, er það ekki? Heldurðu ekki, að þú þol- ir klukkutima skraf og einn vindil? Maurice sagðist mundu þola það. Hann var farinn að leyfa sér einn vindil á dag og hafði engan reykt enn í dag. En ég verð að vera kominn i rúmið klukkan tíu — er það ekki, Mike? Það er allt í lagi, sagði Upavon lávarður. Þú kemur til mín núna, og svo farið þér með hann til náða á réttum tíma. hr. Hartigan. Við verðum að láta hann hress- ast eitthvað í ferðinni. Eg býst líka við, að ég sjálfur verði ekki mikið á fótum eftir tiu. Ekki eins og þetta unga fólk. Flugeldar! Mér þykir það leitt, Bannermann, en það var allt ákveðið og und- irbúið áður en við vissum, að þú kæmir. Annars hefði Julian ekki látið sér detta í hug að fara með frú Bannermann þangað, er ég viss um. Róleg augun í Maurice horfðu á þennan gamla fumara á ferð og flugi til og frá, kjólklæddan með hvítt bindi og gljáandi skó. Mér þætti gaman að vita, hugs- aði hann með sér, hvort honum er ljóst, að bæði sonur hans og konan mín gefa fjandann í allt, sem likist tilfinningum. En upp- hátt sagði hann: Jæja, við verð- um einhvernveginn að reyna að komast af án þeirra eitt kvöld. En láttu mig nú ekki vera að tefja fyrir þér. Hér fer vel um mig og ég hef allt, sem ég þarf hendinni til að rétta. Þú hefur verið mjög nærgætinn við mig. Jæja. þá eftir kvöldverð — þá eftir kvöldverð. Og UpavOn lá- varður skokkaði burt og tautaði eitthvað fyrir munni sér um þennan andstyggðar hænsnamat, sem Maurice yrði að leggja sér til munns í stað mannamatar. Julian og Oharlie voru ekki eins skartbúnir ög lávarðurinn. Þeir voru aðeins í smókingfötum. Rakel var í kjólnum, sem hún hafði keypt í Manchester fyrir fyrstu máltíðina sína með Mau- rice. Mina, sem hafði sinn silki- mjúka afghanahundinn til hvorr- ar handar, var í kjól, sem var eins á litinn og beykilauf, meðan þau eru enn höfuðprýði skógar- ins. Og hún sjálf leit út eins og einhver vera, sem hægt væri að reiknast á óvænt ef reiknað væri um skóg á vordegi. Julian, sagði hún og saup á vatni eins og það væri bezta vín. Ef nú leikritið þitt verður tekið í West End — hvað hugsarðu þér fyrir með leikara? Er það ætlun þín að taka allan sama mannskapinn og hér verður? Ekki mig, að minnsta kosti, sagði faðir hennar. Guð minn góður, barn, það er alveg óhugs- andi. Það sama gildir um frú Harri- son. sagði Julian og sama um prestinn. Biskupinn hans mundi varla leyfa honum að fara að leika. Lofið mér að vera með, sagði Charlie, Eg tel mig ekki annað en frístundaleikara og það ætla ég mér að vera áfram. Eg var nú í rauninni bara að ‘hugsa um sjálfa mig, sagði Mina. Get ég komizt að? Mig er farið að langa til að leika aftur. Mig langar til að gera eitthvað al- mennilegt — vera eittihvað. Mín reynsla er ekki sú, svar- aði Julian, að veslings höfundur- inn sé hafður með í ráðum um svona hluti. Hann er ekki annað en skarfurinn, sem hefur samið leikritið og fær nafnið sitt á sýningarskrána, ef hann er hepp- inn. En fjandinn hafi það, ef þeir skulu fá þetta leikrit nema við og frú Bannermann fylgjum með í kaupunum. Þakka þér fyrir, sagði Mina. Eg er alveg æst í þetta. — Konan yðar getur ekki opnað fyrir yður, hún er í baði. Hvers vegna langar þig allt í einu að verða fræg? sagði Rakel. Charlie greip nú fram í: Mina er þegar fræg, frú Bannermann. Það vitið þér væntanlega? Það er ekki svo langt siðan, að hún var eins oft nefnd á nafn og frægustu leikkonur höfuðborgar- innar. Já, sagði Mina brosandi. — það er ekki svo langt síðan. En ég er orðin þreytt á að vera fræg aðeins öðru hverju. Nú vil ég vera fræg án þess að nokkurt hlé verði á. Af því að frægt fólk getur gert og fengið allt bugsan- legt, sem öðrum er fyrirmunað. Það getur verið gagnlegt að vera frægur, á hvaða sviði sem maður annars er. Fegurð eða frægð, Rakel. Kona verður að hafa ann- að hvort til að bera, finnst þér ekki? Rakel hugsaði sig um stund- arkorn með alvörusvip, rétt eins Og hún væri að vega í huganum eigið orðspor og útlit. Þú hefur þegar hvort tveggja, Mina, sagði hún. Heyr, heyr, frú Bannermann, greip Upavon lávarður fram L Þetta var vel mælt og viturlega. Og ef svo þér öðlizt eins mikla frægð og þér hafið fegurð til, þá verðið þið Mina ekki til að forakta, eða hvað finnst ykkur, strákar? Jæja, skál fyrir þeim, hvað sem öðru líður. Og gamli maðurinn, sem hafði ánægju af að skála og notaði hvert tilefni til þess, sem gafst, reis hofmann- lega úr sæti sínu, með glasið í hendinni, en Julian og Charlie fóru að dæmi hans, heldur kind- arlegir á svipinn. Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov C9 Þá hringdi hún oft í Skolsky í Schwabadero og hann beið henn- ar þar fyrir utan og svo óku þau saman eitthvað út í buskann. Skolsky minnist þess, að um þessar mundir fór hann langar göngu- eða bílferðir með Maril- yn, og hlustaði á hana tala. Marilyn talaði alltaf um frama sinn og hina miklu baráttu, sem hún væri að heyja, hið innra með sér. Hún sagðist ætla að halda áfram að þræla og ekkert skyldi geta hindrað hana í þeirri fyrirætlun sinni að verða stjarna. En svo í næsta andartaki var hún í vafa um. að þetta mundi nokkurntíma takast. í febrúar 1951 gekk hún í framhaldsdeildina í leikskólan- um, og hlustaði á fræðslu um listir og bókmenntir. Fyrirlestrar kennarans um endurreisnartíma- bilið fundust henni miklu merki- legri en merkustu myndirnar í kvikmyndaverinu. Hún fræddist um verk Michaelangelo, Tizians, Tintoretto og fleiri meistara. „Maður fræddist um einhvern nýjan snilling á hverjum degi“, sagði hún. ,,Á kvöldin lá ég í rúminu og óskaði að ég hefði verið uppi á endurreisnartíma- bilinu". En svo var eins og hún fengi einhvern sorgbitinn eftir- þanka af þessu og bætti við: „En vitanlega væri ég dauð núna, ef ég hefði lifað þá“. Hvorki kennararnir né skóla- félagarnir vissu, að þessi ljós- hærða stúlka, sem var alltaf ó- máluð, væri kvikmyndaleikkona. Marilyn hafði leigt sér litla íbúð í Carlton Hotel í Beverley Hills. Þetta var fyrsta /erulega fína íbúðin, sem fiún hafði haft af að segja, -og var skreytt eftir hennar eigin fyrirsögn, og svo keypti hún sér nokkuð af hús- gögnum, fyrst og fremst heljar- stórt rúm, gaflalaust og lágt, vegna þess að hún var alltaf hrædd um að velta fram úr því sofandi. Skáþarnir voru fullir af sportfötum og samkvæmiskjól- um, og á skáphurðinni var hár spegill, en efst á hann hafði hún krotað með varalit latneska orðið Nunc — (nú) til þess að minna sig á að lifa í nútíðinni. Allt frá fyrirsætutímanum hafði Marilyn vanið sig á vissar líkamsæfingar dag hvern, og hélt þeim áfram. Ennfremur gekk hún langar leiðir daglega íklædd gallabuxum og peysu, og gerði með því borgarana stein- hissa, því að þarna fer enginn maður neitt gangandi, jafnvel ekki út á næsta horn að ná sér í dagblað. Hver sá, sem sést gangandi eftir klukkan tíu að kvöldi í Beverley Hills, er stöðv- aður af lögreglunni Og látinn gera nánari grein fyrir ferðum sínum. Marilyn var ekkert hrifin af þessum íþróttum, sem mest voru í tízku — svo sem tennis, golf, sundi, lauslæti og sólböðum. „Mér er sama hvort það er móð- ins eða ekki, en ég er ekkert hrifin af sólbrenndu hörundi — finnst það hvorki fallegt né held- ur neitt heilsusamlegt. Ég vil ekki verða brún, heldur vil ég vera ljós — öll“. Og auk þess heldur hún því fram, að mikill sólbruni geri fólk gamalt um ald- ur fram. Eftir æfingarnar fór hún í steypibað. Morgunverðurinn var sambland af heitri mjólk, tveim- ur hráum eggjum, ofurlítilli lögg af sérrí — allt þetta þeytt í froðu — og svo pillur með mörg- um fjörefnum í. Á leiðinni heim úr vinnunni, keypti hún sér ein- hverja kjöttutlu, sem hún stelkti svo í rafmagnsofni. „Venjulega borða ég fjórar eða fimm gul- rætur“, segir hún, „og þetta er allt og sumt, sem ég nærist á kvöldin. Ég er líklega kanína, því að ég get aldrei orðið leið á gulrótum“. Á hverjum morgni mætti hún í kvikmyndaverinu. Þar fannst henni hún vera eins og hvim- leiður skemmtiferðamaður í framandi landi. Ef einhver annar leikari spurði, hvað hún væri að gera, svaraði hún með einu orði: „Bíða“. Venjulega kom hún samt við í útbreiðsludeildinni, og fékk þar bæði huggun og upp- örvun hjá Roy Craft. Hann ákvað að hefja Ijósmyndaherferð fyrir hana, og koma henni á framfæri sem „veggmynd", en þær mynd- ir eru venjulega af mjög fá- klæddum stúlkum í ýmsum girni legum stellingum. eftir því sem hægt er að ná á kyrrmynd, en aðalatriðið er, að þær hafi ein- hvern dularfullan eiginleika, sem ekki er auvelt að útskýra nánar. Svona veggmyndir eru afar vinsælar meðal ungra karl- manna sem eru útilokaðir frá fé- lagsskap kvenna, vegna herþjón- ustu eða af öðrum svipuðum ástæðum, þar í taldir allir sjó- menn, og svo menn af öllum aldri, sem af einhverjum ástæð- um geta ekki eða vilja veita sér nánari kynni af konum — jafn- vel kynvillingar. Nú var Kóreu- stríðið í fullum gangi og því alveg óvenju mikill markaður á þessu sviði. Marilyn sat fyrir dög um saman, annaðhvort í mynda- stofu eða úti. Svo voru myndirn- ar sendar til útgefanda her- mannablaða og til allra hugsan- legra stofnana hersins víða um lönd. Auk þess til tímarita víðs vegar. Ég fyrir mitt leyti tel þessa „ostaköku“-dýrkun alls ekki það versta í átrúnaði fólks. Allt frá fyrstu byrjun urðu þessar myndir af Marilyn geysi- lega vinsælar — hjá útgefendum, almennum borgurum og síðast en ekki sízt hjá hermönnum. Betty Grable hafði verið vinsælasta „veggmyndin“ 1 heimsstyrjöld- inni síðari, en Marilyn varð það fyrstu árin eftir 1950. í árslok 1951 fengu ljósmyndastofurnar þúsundir bréfa á mánuði hverj- um, þar sem beðið var um mynd- ir af henni. Aðeins lítill hundr- aðshluti þessara lysthafenda, hafði nokkurntíma séð hana í kvikmynd. Afgreiðslan hélt vandlega bók yfir pantanir á hverri fyrirsætu fyrir sig, og þar varð Marilyn brátt efst á blaði. Aðalskrifstof- an var skelfingu lostin. Zanuck heimtaði að vita, hvOrt út- breiðsluskrifstofunni hefði verið mútað til að koma Marilyn á framfæri, en því var eindregið mótmælt. Þá var kallaður saman fundur í skrifstofu Zanucks, og starfsmenn deildarinnar voru yfirheyrðir, hver eftir annan, um það hvort þeir hefðu gerzt sekir um að hafa komið nafni og vaxt- arlagi Marilynar á framfæri við blöðin. Allir blaðafulltrúarnir sóru sakleysi sitt. Einn dag síðdegis átti Marilyn að mæta til myndatöku, og sitja fyrir heilum myndaflb'kki, þar sem hún átti að sýna, hvernig hún hvíldi sig heima hjá sér eft- ir strangan vinnudag í kvik- myndaverinu. Hún átti að vera í undirfötum og þeim hálfgagn- sæjum, líklega þeim gagnsæj- ustu, sem hún átti til. Marilyn ásetti sér að gera sem mest úr þessu Hún hafði fata- skipti í fatageymslunni og gekk siðan í þessum gagnsæja búningi fram hjá sem svaraði sex húsa- samstæðum. Berfætt og með hár- ið kembandi aftur af sér, og hörundið vel sýnilegt gegn um þennan híalínshjúp. Þannig gekk hún hægum skrefum alla leiðina. Sendlarnir í kvikmyndaverinu, sem voru flestir á hjóli, létu boð út ganga um þetta. Þegar hún svö lagði af stað aftur, eftir fyrirseturnar, var gatan þéttskip uð starfsfölki, sem æpti fagnaðar óp. Næsta dag kom allt saman í blöðunum, og hún varð umtals- efni allrar kvikmyndanýlend- unnar, dögum saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.